Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.10.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 31. október 1989 .\zr\r\uu i Hnr DAGBÓK 30. þing Kjördæmissambands fram- sóknarféiaganna á Suðurlandi á Hótel Selfossi, dagana 3. og 4. nóv. 1989. Steingrímur Hermannson Bjarney Bjarnadóttir Gissur Pétursson Sigurður Kristjánsson Björn S. Lárusson Oddur Gunnarsson Ragnheiður Sveinsbjörnsdóttir Paul Richardsson GuðmundurKr. Jonsson Dagskrá: - Föstudagur 3. nóv. Kl. 20.00 Þingsetning. Kjörnir starfsmenn þingsins. Skýrsla formanns K.S.F.S. Skýrsla gjaldkera K.S.F.S. Skýrsla Þjóðólfs. Umræður um skýrslur og reikninga. Álit kjörbréfanefndar. Kl. 21.00 Ávörp gesta. Kl. 21.20 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Kl. 22.20 Mál lögð fyrir þingið. Nefndastörf. Laugardagur 4. nóv. Kl. 9.00 Nefndastörf (framhald) Kl. 10.00 Atvinnumál i nútíð og framtið. Framsögumenn: SigurðurKristjáns- son, kaupfélagsstjóri, Oddur Gunnarsson, iðnráðgjafi. Björn S. Lárusson, markaðsfulltrúi. Paul Richardsson, framkvæmdastjóri. Ferðaþjónusta bænda. Pallborðsumræður. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Sveitarstjórnarkosningarnar, Ragnheiður Sveinbjörnssdóttir Hafnar- firði, Guðmundur Kr. Jónsson Selfossi, Andrés Sigmundsson Vestmannaeyjum. - Umræður. Kl. 14.30 Nefndir skila áliti. Umræður. Afgreiðsla mála. Kl. 16.00 Kosningar. Kl. 17.00 Þingslit. Kl. 20.00 Árshátíð K.S.F.S. að Hótel Selfossi. (Með fyrirvara um breytingar) Kjördæmissamband framsóknarfélaganna á Suðurlandi. Áttræðisafmæli Friðbert Pétursson, bóndi frá Botni í Súgandafirði, verður 80 ára þriðjudag- inn 31. okt. Hann og kona hans, Kristjana G. Jónsdóttir, sem verður áttræð 7. nóv. nk., ætla að taka á móti gestum að heimili sínu aö Hjallavegi 16, Suðureyri, laugar- daginn 4. nóvember, eftir kl. 15:00 (3 e.h.) Fyrirlestur hjá RUM um Nám og kennslu í náttúrufræði í dag, þriðjudaginn 31. október, flytur Dr. Alyson Mcdonald fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála er nefnist: Nám, námsefni og kennsia í náttúrufræði - tengsl þessa og rannsóknir. Dr. Alyson er kennari á Hólum í Hjaltadal. Hún mun kynna eigin rann- sóknir á náttúrufræðikennslu erlendis og hérlendis. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála gengst nú fyrir röð fyrirlestra um rannsóknir og skipulag á sviði náttúru- fræðikennslu í grunnskólum og fram- haldsskólum og er þetta þriðji fyrirlestur- inn. Fyrirlestrarnir eru haldnir í húsakynn- um RUM (Rannsóknastofnunar uppeld- is- og menntamála), Kennaraskólahúsinu við Laufásveg, á þriðjudögum kl. 16:30. Öllum er heimill aðgangur. Aðalfundur Kvennadeildar Skagfirðingafélagsins Kvennadeild Skagfiröingafélagsins í Reykjavík veröur meö aöalfund sinn í Drangey, Síöumúla 35, annað kvöld, miðvikud. 1. nóv. kl. 20:30. Frá Félagi eldri borgara: Skáldakynning að Rauðarárstíg 18 Munið skáldakynninguna um Þórberg Þórðarson í dag, þriðjudaginn 31. okt. kl. 15:00 að Rauðarárstíg 18. Allir velkomnir. Kökubasar og fatamarkaður verður haldinn í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnu- daginn 5. nóvember kl. 14:00. Jöklarannsóknafélag íslands: Haustfundur Haustfundur Jöklarannsóknafélags ís- lands verður haldinn að Hótel Lind, Rauðarárstíg, þriðjudaginn 31. október kl. 20:30. Dagskrá: 1. Fornveðurfar. Rannsóknir á veður- fari með samsætumælingum á ískjörnum. - Árný E. Sveinbjörnsdóttir. 2. Kaffi. 3. Yfir jöklana þrjá. Myndband úr jeppaferð þvert yfir landið, frá Egilsstöð- um vestur í Borgarfjörð. Ath. Árshátíð vcrður haldin í Norður- Ijósum 4. nóv. kl. 20:00. Húsið opnað kl. 19:00. Miðar verða til sölu á haustfundin- um 31. okt. og á Rakarastofunni Dalbraut Fundur í ITC-deildinni Fífu ITC-deildin Fífa heldur almennan kynningarfund miðvikudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:15 að Hamraborg 5 III hæð og gefst fólki þar tækifæri til að kynnast þjálfun þeirri sem fer fram innan ITC-samtakanna. Stef fundar er: Gott er vinum góðum með gleðistund að njóta. Nánari upplýsingar veita Jóhanna í síma 42232 og Guðlaug í síma 41858. Spilakvöld Kven- félags Kópavogs Spilað verður í kvöld, þriðjudaginn 31. okt. í Félagsheimili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20:30. Simon Taylor leikur á gítar í Norræna húsinu Þriðjudaginn 31. október mun irski gítarleikarinn Simon Taylor halda tón- leika í Norræna húsinu í Reykjavík, og hefjast þeir kl. 20:30. Simon Taylor fæddist í Dublin árið 1956 og hóf gítarnám á írlandi ungur að aldri. Síðar laug hann bæði kennara- og einleikaraprófi frá London College of Music og hlaut sérstök verðlaun fyrir framúskarandi árangur í námi. Hann hefur einnig sótt námskeið hjá þekktum gítarkennurum. Árið 1986 hlaut hann styrk frá spænska ríkinu til þess að stunda nám í Santiago de Compostela undir handleiðslu José Luis Rodrigo. Taylor er nú skólastjóri Newpark tónlistarskólans í Dublin. Hann hefur haldið fjölda tónleika á írlandi og á Stóra-Bretlandi, jafnt sem einleikari og kammertónlistarmaður. Einnig í útvarpi og sjónvarpi og gefið út hljómplötu með útsetningum á írskum þjóðlögum. BASAR Verkakvenna félagsins Framsóknar Árlegur basar Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn laugardaginn 11. nóvember kl. 14:00. Félagskonur eru beðnar um að koma munum á skrifstofuna, Skipholti 50A. Kökur eru alltaf vinsælar. Alíir munir vel þcgnir. iliíiiillllll MINNING : ........................... ........... .................................... .............. ............................. Júlíus Skúlason Dáinn 21. októbcr 1989 Kveðja frá skipsfélögum Hann Júlíus, félagi okkar, er far- inn í sína hinstu för. Allt of snemma að mati okkar sem eftir sitjum og minnumst góðs drengs. Erfitt er að vita hvenær kallið kemur. Þetta vitum við sem sjóinn stundum og lítum á hættur hafsins sem óumflýj- anlegan fylgifisk starfsins. Samt er alltaf erfitt að skilja og sætta sig við fráfall náins félaga sem fellur frá í blóma lífs síns. Okkur var öllum mjög hlýtt til Júlíusar heitins. Hann var mjög laginn og duglegur samstarfsmaður og sérstaklega góður verkstjóri á dekki. Alltaf var það hann sem fann lausnir á öllum málum og var svo vel að sér í allri starfsemi skipsins að yfirmenn höfðu orð á því að oft vissi hann jafnvel meira en þeir. Júlíus var félagi okkar allra. Mest gladdist hann þó þegar hann hafði samband við fjölskylduna sína. í>á birti yfir honum, enda greinilegt að hann var mikill fjölskyldumaður og var svo lánsamur að eiga mjög samhenta fjölskyldu. Við vottum konu hans, börnum. svo og systkinum og foreldrum, innilega samúð okkar. Júlíus er farinn. það verður ekki aftur tekið. En við sem eftir sitjum getum verið þakklát fyrir þau kynni sem við höfðum af góðum dreng og verið viss um að gjörðir hans halda áfram að lifa, öðrum til eftirbreytni. Þeir sem trúa því að lífið haldi áfram eftir að líkamsstarfsemin stöðvast gætu hugleitt eftirfarandi: Dauðinn hefur aðeins svift líkama Júlíusar lífi. Hugurinn hefur enn einu sinni slitið fjötra sína, sigri hrósandi, f átt til eilífðarinnar, í átt til ljóssins. Carl Billich ¥ Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Stefán Guðmundsson alþingismaður Stefán Guðmundsson alþingismaður verður með viðtalstíma föstu- daginn 3. nóvember kl. 16-19 í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki. REYKJAVÍK Létt spjail á laugardegi Laugardaginn 4. nóvember kl. 10.30 verður rabbfundur, „Létt spjall á laugardegi", haldinn í Nóatúni 21. Fulltrúaráðið Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Borgarnesi föstudagskvöldið 3. nóvember. Dagskrá hefst kl. 20.30. Kvöldverður, skemmtiatriði og dans. Miðapantanir og nánari upplýsingar í símum: Bjarni, s. 70068, Ingimundur, s. 71777, Þorvaldur, s. 38951 og Sædís, s. 71509. Carl Billich tónlistarmaður lést á Landakotsspítalanum mánudaginn 23. þ.m. á sjötugasta og níunda aldursári. Með honum er horfinn einn af þeim merku brautryðjend- um, sem hafa sett svip á íslenskt tónlistarlíf á þessari öld. Hann átti langan og viðburðaríkan starfsferil að baki. Carl var Vínarbúi og þar var hann fæddur og alinn upp. I þeirri víð- frægu tónmenntaborg hlaut hann góðan undirbúning undir lífsstarf sitt. Til íslands kom Carl árið 1933, ásamt fleiri austurrískum og þýskum hljóðfæraleikurum og byrjaði að iðka tónlist sína á Hótel íslandi, sem stóð á Hallærisplaninu svo nefnda. Segja má að Carl og félagar hans hafi flutt með sér andblæ evrópskrar hámenningar og tónlistarhefðar. Þessir ágætu listamenn voru aldir upp og höfðu hlotið sinn skóla þar sem vagga tónlistarinnar hefur stað- ið um ala raðir. Skömmu eftir að Carl kom til íslands kvæntist hann konu sinni Þuríði, sem reyndist honum tryggur og góður förunautur allt til hinstu stundar. Það kom ekki hvað síst í ljós hin síðari ár, þegar hann var þrotinn að kröftum eftir langan og oft strangan vinnudag. Árið 1940 var Carl handtekinn, eins og fleiri útlendingar hér á landi, og fluttur í enskar fangabúðir. Þar dvaldist hann til stríðsloka, en var sendur til Þýskalands eftir fangavist- ina, ásamt mörgum öðrum sem líkt var ástatt með. Þar var hann án vegabréfs og vegalaus í öllum hörm- ungum og þrengingum eftirstríðsár- anna. Það mun fyrst og fremst Þuríði konu hans að þakka að Carli tókst að komast aftur til Islands árið tónlistarmaður 1947 og hér öðlaðist hann ríkisborg- ararétt og nýtt föðurland. Þuríður leitaði að manni sínum innan um þá mörgu týndu og vegalausu og tókst að koma honum heim til íslands. Ást Þuríðar og umhyggja til manns síns var einlæg og entist út yfir gröf og dauða. Um dvöl sína í fangabúð- unum vildi Carl aldrei ræða. Eftir að Carl kom aftur til landsins varð hann brátt mjög virkur í ís- lensku tónlistarlífi. Hann lék undir og útsetti lög fyrir ýmsa kvartetta, m.a. Leikbræður, Smárakvartettinn og M.A. kvartettinn. Einnig var hann undirleikari hjá Karlakórnum Fóstbræðrum í fjölda ára og fór söngferðir með kórnum til margra landa. í Naustinu starfaði hann í 16 ár og ennfremur í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Þá stundaði hann kennslu í píanóleik. Snemma var farið að leita til Carls til að leika undir og útsetja tónlist fyrir leiksýningar hér í borginni. Brátt kom í ljós að Carl Billich var sá maður, sem við leikarar og leik- stjórar gátum ekki án verið. Hann var ráðinn kór- og hljóm- sveitarstjóri hjá Þjóðleikhúsinu 1964 og gegndi þeirri stöðu til ársins 1981, er hann lét af störfum sökum aldurs. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna, að starfa með Carli við nær 20 leiksýningar hjá Þjóðleikhúsinu. Einnig unnum við saman við útgáfu á nokkrum hljómplötum. í meira en tuttugu ár var okkur Carli falið að annast skemmtiatriði á 17. júní há- tíðum fyrir Reykjavíkurborg. Þá eru ótaldar þær ferðir, sem við fórum ásamt félögum okkar til nær- liggjandi staða í sama tilgangi. Ég veit að íslenskir leikarar og leikstjórar kunnu vel að meta störf hans og þakka Carli að leiðarlokum af heilum hug. Við minnumst ljúf- mennsku hans og þrautseigju. Aldrei gafst hann upp, þó stundum reyndist erfitt að koma púsluspilinu saman. Alltaf fannst honum að hægt væri að gera betur. Carl Billich var sannur listamaður og séntelmaður í orðsins fyllstu merkingu. Carl var sæmdur fálkaorðunni fyr- ir störf sín í þágu tónlistar á íslandi og einnig hlaut hann sérstaka viður- kenningu frá finnskum og austur- rískum stjórnvöldum. Þau hjón Carl og Þuríður eignuð- ust eina dóttur, Sigurborgu að nafni, sem var augasteinn og eftirlæti þeirra beggja. Eg og kona mín sendum þeim mæðgum og fjölskyldu Sigurborgar hugheilar samúðar kveðjur. Far þú f friði, gamli vinur. Blessuð sé minning Carls Billichs. Klemenz Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.