Tíminn - 01.12.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 1. desember 1989 Snarpar umræður a Alþingi um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina. Utanrikisráð- herra beindi mali sínu til „barnungrarforystu Sjálfstæðisflokksins" og undraðistframgang íhaldsins: „Sjálfstæðismenn svífast einskis í ofstæki sínu“ - A sama tíma og Alþyöubandalagið kemst af gelgjuskeiði i pólitík gengur barnung forysta Sjalfstæðisflokksins i barndóm. Sjálfstæðismenn sættu verulega harðri gagnrýni við umræður í sameinuðu þingi í gærkvöld, þegar tillaga þeirra og annarra aðila stjórnarandstöðunnar um vantraust var tekin til umræðu og atkvæðagreiðslu. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra varpaði fram þeirri spurningu hvort tillagan væri flutt í þeim tilgangi að erfiða utanríkis- ráðherra störf sín í þágu ráðherranefndar EFTA. Eins og kunnugt er komu sjálf- stæðismenn í veg fyrir að umræða um skýrslu utanríkisráðherra yrði útrædd s.l. miðvikudag. Vegna þess og vantrauststillögu stjórnar- andstöðunnar sá utanríkisráðherra sér ekki fært að flytja framsögu á þingmannaráðstefnu EFTA í Brussel í gær. Það var ekki einungis forsætis- ráðherra sem gagnrýndi framkomu sjálfstæðismanna Júlíus Sólnes ráðherra Hagstofu sagði vantraust- ið hreint rugl og beinlínis hættulegt þjóðarhagsmunum, og í sama streng tóku ráðherrar Alþýðu- bandalags. Utanríkisráðherra sjálfur, Jón Baldvin Hannibalsson, tók þó dýpst í árinni og beindi hann máli sínu til kjósenda Sjálf- stæðisflokksins og spurði þá hvort að þeir hefðu gefið Þorsteini Páls- svni umboð til þess að leggja flokk Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar við pólitískan hégóma? „Ég biðst ekki vægðar undan hörðum árásum sjálfstæðismanna á mig,“ sagði Jón Baldvin. „Og ég erfi það satt að segja ekki við þá, þessa ungu forystukynslóð þótt hún fari með málefnabaráttu ís- lenskra stjórnmála niður í götu- ræsi, í skipulögðum herferðum til þess að níða æru af einstökum andstæðingum sínum. Við skulum ekki erfa það. Það kann að henda og það hljóta að hafa verið mistök. En, þegar þeir svífast einskis í þessu ofstæki sínu og láta það ekki hindra sig í því að gera mikilvæg- ustu utanríkishagsmuni íslensku þjóðarinnar að hráskinnaleik, í taugaveiklunarkasti, þá spyr ég ykkur sjálfstæðisfólk - ætlið þið að fyrirgefa þeim þetta? Því að þessir dagar eru svartir dagar í sögu Sjálfstæðisflokksins. Ég er sann- færður um það að hinir stóru leiðtogar liðinnar sögu, þeir Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors, þeir myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir mættu nú horfa á tiltektir þessara angurgapa. Það eru merkileg söguleg þátta- skil þegar það gerist á einum og sama deginum að Sjálfstæðisflokk- urinn rýfur áratuga hefð í utanrík- ismálum um samstöðu lýðræðisafla í slíkum málum, en á sama tíma verður maður að játa að það er eins og Alþýðubandalagið sé að vaxa og þroskast, komast af pólit- ísku gelgjuskeiði, á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn er genginn í pólitískan barndóm undir barn- ungri forystu sinni.“ Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, sem mælti fyr- ir tillögunni um vantraust, sagði að alvarlegast væri að ríkisstjórnin hefði með öllu hafnað að hefja tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið um hindrunarlausan útflutning á íslenskum sjávarafurð- um inn á markað bandalagsins. „Hæstvirtur forsætisráðherra hefur lýst því yfir hér í þinginu að ríkisstjórnin hafi undirgengist það með Oslóar-yfirlýsingunni s.l. haust að gera engar slíkar kröfur um tvíhliða viðræður íslands," sagði Þorsteinn. „íslenskur sjávar- útvegur getur ekki beðið eftir því að krafan um að Evrópubandalag- ið hætti styrkjum til sjávarútvegs- ins nái fram að ganga. Þá þyrftum við að bíða fram á næstu öld. Það er einfaldlega of mikil áhætta að geyma höfuðkröfu íslendinga þangað til síðast í almennum við- ræðum EFTA og Evrópubanda- lagsins. Með því látum við viðsemj- endurna króa okkur af í megin hagsmunamáli fslendinga." Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði það einkenni- legt að á sama tíma og utanríkis- ráðherra færi með forystuhlutverk fyrir hönd EFTA í mikilvægum viðræðum við Evrópubandalagið, skyldu sjálfstæðismenn hlaupa til og fá aðra stjórnarandstæðinga með sér að flytja vantraust á ríkis- stjórnina. Fosætisráðherra varpaði fram þeirri spurningu hvort þetta væri gert til þess að utanríkisráð- herra gæti sinnt sínum skyldum. Steingrímur kvaðst vara við þeirri tillögu sjálfstæðismanna að leita eftir formlegum viðræðum við Evrópubandalagið um frjálsa verslun með fisk. „Ég minni á það að á leiðtogafundinum í mars í Osló lögðum við íslendingar alla áherslu á fríverslun með fisk,“ sagði Steingrímur. „Við tækum ekki þátt í viðræðum EFTA-ríkj- anna við Evrópubandalagið án þess að innan þeirra viðræðna yrði fríverslun með fisk innan Evrópu- bandalagsins. Það mál leystist ekki fyrr en á síðustu fimm mínútum þess fundar. Við sögðum að þar með, þar sem EFTA-ríkin væru tilbúin að krefjast fullrar fríversl- unar með fisk, ekki síst og raunar eingöngu fyrir okkar hönd, þá mundum við taka þátt í þessum sameiginlegu viðræoum.“ Forsætisráðherra sagði að þetta eitt út af fyrir sig ætti að útiloka flesta drengskaparmenn frá því að snúa nú við blaðinu og segja við fulltrúa hinna EFTA-ríkjanna að þó að þeir hefðu fallist á okkar kröfu ætluðum við samt að krefjast beinna formlegra viðræðna við Evrópubandalagið. Steingrímur minnti einnig a þá ósk forsvars- manna Evrópubandalagsins sjálfs að samið yrði sameiginlega við EFTA-ríkin öll og hefðu í raun hafnað því að eiea viðræður við einstök ríki EFTA. Þessa leið hefðu Asturríkismenn reynt að fara, henni hefði verið hafnað af EB og þeir hefðu aftur komið inn í sameinginlegar viðræður EFTA. Tillaga í bygginganefnd um að banna starísmönnum byggingafulltrúa að mestu aukavinnu við hönnun: Fá þeir eingöngu að hanna fyrir borgina? 27 SAGT UPP HJÁ STÖD2 Á fundi bygginganefndar Reykja- víkur í gær kom fram tillaga frá Gunnari H. Gunnarssyni fulltrúa Alþýðubandalags og Gissuri Símon- arsyni Framsóknarflokki um að banna þegar í stað öllum starfs- mönnum byggingafulltrúans í Reykjavík alla hönnunarvinnu utan reglulegs vinnutíma. Bannið skal þó samkvæmt tillög- unni ekki vera algilt því starfs- mönnunum skal leyft að hanna mannvirki, séu þau í eigu borgarinn- ar sjálfrar eða verði utan lögsögu Reykjavíkur. Þá skal þvf beint til borgarverk- fræðings að hann láti hönnunarteymi (-starfshópa) sem tæknimenn bygg- ingafulltrúans hugsanlega fá hóflega stór verkefni utan venjulegs vinnu- tíma við hönnun fyrirhugaðra bygg- inga í eigu borgarinnar. Verkefni þessi verði þó það stór að tækni- mennirnir nái að halda sér við í grein sinni. í greinargerð með tillögunni segir að alkunna sé að misbrestir hafi verið í starfi embættis byggingafull- trúa. Ein af ástæðum misbrestanna sé lág laun starfsmanna sem leitt hafi til þess að þeir hafa gripið fegins hendi það tækifæri sem borgin hefur boðið þeim í yfir þrjátíu ár; að hanna fyrir viðskiptavini utan venju- legs vinnutíma. Þetta fyrirkomulag hafi sett starfs- mennina í óþolandi aðstöðu. Hins vegar hafi þeir gott af því faglega að halda sér við með hönnunarstörfum og því sé gert ráð fyrir því í tillögunni að þeir haldi því áfram, en í breyttu formi. Tillagan var lögð fyrir fund bygg- inganefndar í gær eins og áður sagði en kom ekki til afgreiðslu þar sem henni var frestað. -sá Tuttugu og sjö starfsmönnum af um 150 var sagt upp hjá Stöð 2 í gær. Páll Magnússon fréttastjóri til- kynnti þetta í einni af fyrstu fréttum stöðvarinnar í gærkvöldi. Ástæða uppsagnanna er sameining þeirra tveggja fyrirtækja sem að stöðinni standa og endurskipulagningu á rekstri hennar, að því er greindi frá í frétt Stöðvar 2. Tíminn hefur á síðustu dögum greint frá vaxandi áhyggjum við- skiptabanka Stöðvar 2 vegna versn- andi fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Sláturfélagid hendir 10 þúsund sviðahausum Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið að henda öllum dilkasviðum af þeim svæðum sem salmonella hefur greinst á. Steinþór Skúlason framkvæmdastjóri SS sagðist telja að þetta þýddi að tíu þúsund hausum yrði hent, hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tölur um hve mikið tjón þetta væri fyrir fyrirtækið en sagði Ijóst að það skipti milljónum. Rannsóknir á sviðnum og ósviðn- um kindahausum teknum í tveimur frystihúsum Sláturfélags Suðurlands leiddu í ljós salmonellamengun í hluta hausanna. Að sögn Brynjólfs Sandholts yfirdýralæknis er unnið að því að greina úr hvaða sláturhúsi mengunin á upptök sín. Yfirdýralæknir stöðvaði þegar dreifingu og sölu á sviðaþausum frá öllum frystiklefum Sláturfélags Suðurlands, þegar niðurstöður rann- sókna Hollustuverndar ríkisins lágu fyrir. Hollustuvernd, í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið á Suður-, Suð- vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu, gerði ráðstafanir til að sett yrði tímabundin sölu-, dreifingar- og vinnslustöðvun á sviðahausa frá of- angreindum framleiðanda, sem voru á boðstólum í verslunum eða annars staðar. Orsök mengunarinnar? í fréttatilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands er rakið hver er talin orsök sýkingarinnar. Þar segir að rannsókn á folaldadauða í sumar á afmörkuðum svæðum í Rangárvalla- sýslu hafi leitt í ljós að folöldin hefðu sýkst af salmonellu. Heilbrigðisyfir- völd rannsökuðu útbreiðslu sýking- arinnar og hugsanlega orsök hennar. Við sauðfjárslátrun í haust var sauð- fé af bæjum sem grunaðir voru um sýkingu slátrað aðskilið frá annarri slátrun og var slátrunin í samráði við yfirdýralækni og undir eftirliti hér- aðsdýralæknis. Til öryggis var öllum innmat og hausum af umræddu sauð- fé hent. Kjötinu var haldið að- greindu uns fyrir lá niðurstaða sem sýndi að ekkert af kjötinu var sýkt. Engin folöld voru tekin til slátrun- ar frá grunuðum bæjum fyrr en fyrir lá rannsókn á sýnum sem tekin voru úr hverju einasta folaldi sem ætlað var að slátra. í tilkynningunni segir að ljóst sé að vanrækslu eða vanbúnaði við slátrunina sé ekki um að kenna. „Það er mjög miður að þrátt fyrir ýtrustu varúðarráðstafanir sem við- hafðar hafa verið skuli finnast sýking í dilkasviðum frá Sláturfélaginu. Nauðsyn er víðtækrar rannsóknar til að finna uppruna meintrar sýkingar og fyrirbyggja að hún endurtaki sig.“ Tíminn spurði Brynjólf Sandholt að því hvort ekki væri einkennilegt að sýkingin fyndist bara í hausunum. Brynjólfur sagði svo ekki vera. Salmonella væri yfirleitt í meltingar- vegi dýranna og þar sem kindin væri jórturdýr þá gæti sýkingin borist úr vömbinnioguppímunnholið. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.