Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. desember 1989 Tíminn 3 Landsmönnum hefur sjaldan fjölgað minna en í ár: íslendingum fjölgaði um 0,7 prósent íslendingum fjölgar um tæplega 1.800 manns (0,7%) á þessu ári og eru nú taldir um 253.500. ÖU fjölgunin í ár og meira til er á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu utan Reykja- ness fækkaði fólki nú 6. árið í röð. Mest fækkaði fóUd á Vestfjörðum, um nær 260 manns, en einnig töluvert' á Vesturlandi (154) og Norðurlandi-eystra (104). Hlutfallslega fækkaði fólki mest í Norður-ísafjarðarsýslu og á Flateyri (12%) og hafa Flateyringar ekki verið færri en nú síðan árið 1927. Sama á við um Siglfirðinga eftir 50 íbúa fækkun á þessu ári. Hagstofan áætlar að barnsfæðingar verið um 2.850 fleiri heldur en þeir sem deyja á árinu. Lítil fólksfjölgun stafar því ekki síst af því að um 1.100 fleiri flytj a af landi brott (3.800) heldur en þeir sem hingað koma (2.700) í ár. Um 4.600 bamsfæðingar Fædd börn á þessu ári eru áætluð um 4.600 sem er álíka og árið 1988. Svo mörg börn hafa áður aðeins fæðst á árunum milli 1957 og 1966 (auk 1972). Þessir stóru árgangar standa nú einmitt í barneignum. Svo margar konur eru nú á barnsburðar- aldri, að þrátt fyrir margar barns- fæðingar árin 1988 og 1989 eru þær eigi að síður hlutfallslega færri held- ur en nokkru sinni fyrir árið 1984. Aðeins á árunum 1984-1987 hefur svokölluð fæðingartíðni verið lægri en í ár. Fjölgar mest í „útborgunum“ í ár fjölgaði fólki mest í „útborg- um“ Reykjavíkur, eða alls um 1.050 manns (2,3%) og um tæplega 920 í höfuðborginni sjálfri (1%). Á Suðurnesjum fjölgaði um 0,9%. Utan Reykjanes varð nokkur fjölgun á Suðurlandi (0,6%), semöll og meira til varð á þéttbýlisstöðum Árnessýslu og Vestmannaeyjum. Á Austurlandi fjölgaði íbúum um 0,3%. Sú fjölgun varð á Djúpavogi, Höfn og Neskaupstað. Norðurland-eystra varð einnig „réttu" megin við núllið (0,1% fjölgun). Nokkur fjölgun varð þar á Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Hins vegar fækkaði fólki töluvert á Húsa- vík og í Þingeyjarsýslum. Áfram mikil fækkun á Vestfjörðum í kjördæmunum þrem sem kennd eru við „vestur“ varð allstaðar um beina fækkun fólks að ræða á þessu ári - mest um 260 manns (2,5%) á Vestfjörðum. Hólmavík var eini staðurinn á Vestfjörðum þar sem fólki fjölgaði á árinu (3%). íbúum N-ísafjarðarsýslu fækkaði 50 manns (12%) á árinu og eru nú aðeins 391. Á Flateyri fækkaði um 40 manns. Á Norðurlandi-vestra er Sauðár- krókur eini staðurinn þar sem fólki fjölgaði nokkuð (0,8%). í kjördæm- inu í heild fækkaði fólki um rúmlega 100 manns. Á Vesturlandi fækkaði fólki í öllum héruðum og stærstu stöðum á árinu, mest um 3,3% (um 33) í Dalasýslu. Eina undantekningin er Grundarfjörður, sem náði 3% fjölgun. Fólksfækkun 6. árið í röð Sem áður segir er þetta 6. árið sem öll fólksfjölgun í landinu og meira til hefur orðið í Reykjavík og Reykja- nesi. Frá 1983 hefur íbúum höfuð- borgarsvæðisins fjölgað um tæplega 15.500 manns, eða heldur meira en nemur fjölgun landsmanna á tíma- bilinu, og Suðurnesjamönnum um 950 manns. Á sama tíma fækkaði um 1.060 manns í öðrum kjördæm- um samtals. Fólki hefur þar fækkaði í öllum kjördæmum nema á Austur- og Suðurlandi þar sem um smávægi- lega fjölgun er að ræða. Utan Reykjaness/Reykjavíkur eru íbúar nú um 94.500, eða rúmlega 37% af landsmönnum öllum, en voru um 41% fyrir fimm árum. Aðeins í eftirtöldum sýslum og þéttbýlisstöðum landsins hefur íbú- um ekki fækkað frá árinu 1983: ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, Dalvík, Akureyri, Eyjafjarðarsýslu, Neskaupstað, Egilsstöðum, Höfn, Vestmannaeyjum, Selfossi' Hvera- gerði og Þorlákshöfn. Hraðast fækkar fólki á Vestfjörð- um, t.d. um hátt í 600 manns síðan 1983. Fjöldi Vestfirðinga fór á þessu ári niður fyrir 10 þúsund, sem ekki mun hafa gerst í meira en 110 ár, en þá bjuggu líka aðeins um 72 þús. manns á íslandi öllu. - HEI Jón B. sendir nýju stjórninni í Rúmeníu skilaboö: Gangi ykkur vel Tímanum hefur borist eftirfarandi tilkynning frá utanríkisráðuneytinu: Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, lýsir ánægju sinni með myndun Þjóðfrelsisráðsins í Rúmen- íu og fyrirheit ráðsins um að efna til lýðræðislegra og frjálsra kosninga í Rúmeníu í apríl n.k. Utanríkisráðherra óskar hinni nýju stjórn í Rúmeníu góðs gengis í viðleitni hennar til að tryggja frið og stöðugleika í landinu. íslensk stjórn- völd fullvissa hina nýju stjórn enn- fremur um fullan samstarfsvilja þeirra í þessu efni. Utanríkisráðherra hefur í dag fal- ið sendiráði Íslandsí Moskvu, sem jafnframt er sendiráð gagnvart Rúm- eníu að koma þessum skilaboðum á framfæri við rúmönsk stjórnvöld. 1208 með kvef 1208 Reykvíkingar þjáðust af Læknavaktarinnar sf. kvefi eða öðrum veirusýkingum í Þá voru 63 með lungnabólgu og 14 efri loftvegum í nóvember sl. Þetta með hálsbólgu af völdum sýkinga. kemur fram í yfirliti um farsóttir í Sex voru hrjáðir af einkirningasótt, Reykjavíkurumdæmi í nóvember sex af hlaupabólu og einn af misling- 1989, samkvæmt skýrslum þriggja um. 119 voru með iðrakvef og einn heilsugæslustöðva, eins læknis og rneð maurakláða. -ABÓ SKIPULAG SJUKRATRYGGINGA FRÁ ÁRAMÓTUM Hinn 1. janúar 1990 taka gildi sem kunnugt er breytingar á skipulagi sjúkratrygginga innan almannatryggingakerfisins. Þá verða lögð niður öll 40 sjúkrasamlög landsins og starfsemi þeirra falin Tryggingastofnun rikisins. Sýslumenn og bæjarfógetar munu frá 1. janúar 1990 taka að sér umboð sjúkratrygginga utan Reykjavlkur, eins og gilt hefur um aðra þætti almannatrygginga hingað til, en aðalskrifstofurTryggingastofnunar rlkisins að Laugavegi 114 og Tryggvagötu 28 munu annast sjúkratryggingar Reykvlkinga. Miðað er við, að flestallar greiöslur, sem sjúkra- samlögin hafa annast fram að þessu, fari fram eftir breytinguna I viðkomandi umboðum Trygg- ingastofnunar ríkisins hjá bæjarfógetum og sýslumönnum eða I útibúum þeirra. Stefnt er að því, að innan tveggja ára geti almenningur fengið greiddar hvers kyns sjúkrabætur I hvaða umboði sem er eða hjá aðalskrifstofunni I Reykjavík. Þangað til verður það hins vegar meginreglan, að hver og einn haldi sig við það umboð (í Reykjavík aðalskrifstofu Tryggingastofnunar,) þar sem hann á lögheimili. Séu hins vegar sérstakar ástæður fyrir hendi svo sem tlmabundin dvöl vegna atvinnu eða náms eða annars þess háttar, er I lagi að skipta við annað umboð eða aðalskrif- stofu. Þetta gildir þó ekki um greiðslur á sjúkra- dagpeningum eða ferðakostnaði innanlands, en þær verða fyrst um sinn eingöngu bundnar við afgreiðslustað þar sem viðkomandi á lögheimili. HVERT ATTU AÐ LEITA? UTAN REYKJAVIKUR í umboðum Tryggingastofnunar ríkisins hjá bæjarfógetum og sýslumönnum og mögulegum útibúum þeirra mun fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til síns sjúkra- samlags, þó ekki afhendingu lyfja- skírteina og endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði. Vegna húsnæðiseklu verða bæjarfógetar á nokkrum stöðum á landinu að nýta tímabundið húsnæði sjúkrasamlaganna fyrir þessa nýju starfsemi. Gildir þettaá Akranesi, Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi fyrst um sinn. I umboðunum ferþví fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- legaaf hálfu Tryggingastofnunar. b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga til sjúklinga með lögheimili á svæði umboðsins. c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til þeirra, sem eiga lögheimili ásvæði umboðsins. f) Útgáfa skírteina til örorku- og ellilíf- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfræðingum. g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. h) Milliganga gagnvart aðalskrif- stofunni á Laugavegi 114 í Reykjavík vegna þeirrar starfsemi, sem eingöngu fer fram þar. IREYKJAVIK 1. Á skrifstofunni í Tryggvagötu 28 mun fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til Sjúkra- samlags Reykjavíkur nema afgreiðslu lyfjaskírteina og endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði, sem hvort tveggja verður á Laugavegi 114. í Tryggvagötu fer því fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Endurgreiðsla tanniæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- lega af hálfu Tryggingastofnunar. b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga til Reykvíkinga. c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til Reykvíkinga. f) Útgáfa skírteina til örorku- og ellilíf- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfraéðingum. g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. h) Val og skráning hjá heimilislæknum í Reykjavík. 2. Á Laugavegi 114 mun fólk sækja áfram þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins og auk þess afgreiðslu lyfjaskírteina og endur- greiðslu á erlendum sjúkrakostnaði. A Laugavegi fer því fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Afgreiðsla hjálpartækjaumsókna. b) Afgreiðsla tannlæknareikninga, sem þurfa sérstakt samþykki Trygginga- stofnunar til greiðslu. c) Útgáfa lyfjaskírteina. d) Greiðsla vegna læknismeðferðar erlendis. Þessi starfsemi verður eingöngu að Laugavegi 114 fyrir allt landið. Til að byrja með verða gömlu sjúkrasamlagsskírteinin látin halda gildi sínu þar til sérstök sjúkratryggingaskírteini leysa þau af hólmi. Þá skal áréttað, að framangreindar breytingar hafa engin áhrif á þjónustu lífeyris- og slysa- trygginga, sem verður því með óbreyttum hætti á sömu stöðum og verið hefur. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.