Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 14
22 Tíminn DAGBÓK Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur. Félagar hittast eftir jólafrí laugardaginn 6. jan. kl. 11:00 að Nóatúni 17. Opið hús verður í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnudaginn 7. janúar. Kl. 14:00 - frjálst spil og tafl. Kl. 16:00 Þrefaldur kvartett félagsins syngur og kl. 20:00 verður dansað. Þrettándagleði Barðstrendingafélagsins Barðstrendingafélagið í Reykjavík heldur Þrettándagleði í Hreyfilshúsinu laugardaginn 6. janúar og er húsið opnað kl. 21:00. Skemmtinefndin biður félaga og gesti þeirra að mæta í furðufötum, grímubún- ingum - eða þá í jólafötunum. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 6. janúar í Húna- búð, Skeifunni 17. Félagsvistin hefst kl. 14:00. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík Laugardaginn 6. janúar kl. 18:00 er helgistund. Leikið verður á orgel kirkj- unnar frá kl. 17:40. Sunnudag verður barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson Hafnarfjarðarkirkja Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti er Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í eftirfarandi: - Stálpípur; 500 og 600 mm, samtals 4100 m. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 6. febrúar 1990, kl. 11,00. - Stálfittings; 50-600 mm, hné og minnkanir. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 6. febrúar 1990, kl. 14,00. - Foreinangraðar pípur; 125-350 mm, samtals 10 km. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 7. febrúar 1990, kl. 11,00. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað samkvæmt ofangreindum tíma. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 258Öb HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á AKRANESI Tilboö óskast í frágang heilsugæslustöövar á Akranesi, þ.á m. pípulögn, múrhúðun alls hússins aö innan og innréttingu 1. hæöar hússins fyrir heilsugæslustöö. Verkið skal unnið af einum aöalverktaka. Flatarmál hússins alls er um 1597 m2, þar af er flatarmál heilsugæslustöðvar 562 m2. Verktími er til 1. desember 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, frá miðvikudegi 10.1. til og með mánudags 29.1. gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, fimmtudaginn 1. febrúar kl. 11.00. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS ________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Fj Fóstur- ^Lheimili Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar óskar eftir að komast í samband við fólk, sem vill taka börn í fóstur. Einnig er óskað eftir fólki, sem vill taka börn til vistunar í skemmri tíma. Óskað er eftir þolin- móðu, barngóðu og hjartahlýju fólki. Þeir sem áhuga hafa á að svara auglýsingunni, snúi sértil Mörtu Bergman í síma 53444, alla virka morgna frá kl. 11-12. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. IÐNSKÓUNN f REYKJAVfK Nemendur sæki stundaskrá sína og bókalista mánudaginn 8. janúar n.k., kl. 11.00-13.30. Kennsla hefst þriðjudaginn 9. janúar samkv. stundaskrá. Geir Kristjánsson les rússnesk Ijóð í þýðingu sinni. Tónleikar og Ijóðalestur í Listasafni Sigurjóns Listasafn Sigurjóns Ólafssonar mun standa fyrir tveimur dagskrám um helg- ina. Laugard. 6. jan. kl. 17:00 verða haldnir tríótónleikar, þar sem Hlíf Sigur- jónsdóttir fiðluleikari, David Tutt pfanó- leikari og Christian Giger sellóleikari flytja Píanótríó nr. 1 op. 49. í D-moll eftir Mendelsohn og píanótríó nr. 1 op. 8 í H-dúr eftir Brahms. Sunnudaginn 7. janúar kl. 15:00 verður bókmenntadagskrá í safninu, eins og venja er til fyrsta sunnudag hvers mánað- ar. I þetta sinn verða lesin bæði þýdd ljóð og frumsamin. Geir Kristjánsson lcs úr þýðingum sínum á rússneskum Ijóðum úr bókinni „Undir hælum dansara", Gyrðir Eliasson mun lesa úr nýrri ljóðabók sem nefnist „Tvö tungl“ og að lokum les Stefán Hörður Grímsson úr bók sinnl „Yfir heiðan morgun". Gísli Magnússon píanóleikari mun leika nokkur stutt verk milli atriða. Dagskráin tekur u.þ.b. eina klukkustund. PORTRETT á Kjarvalsstöðum Listmálararnir Helgi Þorgiis Friðjóns- son og Hallgrímur Helgason, opna „Port- rett-sýningu“ að Kjarvalsstöðum laugar- daginn 6. janúar kl. 14:00.. Portrettsýningin er í vesturforsal og stendur til 21 janúar. Sýningin er opin kl. 11:00-18:00. Jazz í Duushúsi Jazztónleikar verða í Duushúsi sunnu- daginn 7. janúar kl. 21:30. Tónleikar í Háskólabíói Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur tónleika í Háskólabíói sunnudaginn 7. janúar kl. 14:00. Stjórnandi er Paul Zukofsky. Leikið verður verk eftir Schönberg: Pelleas und Melisande. Spilakvöld í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur fyrsta spilakvöld ársins í þriggja kvölda spilakeppni í Þinghól, Hamraborg 11, þriðju hæð, kl. 20:30 mánudaginn 8. janúar. Allir velkomnir. Stjómin Teiknaðu Hróa Hött! Leikfélag Hafnarfjarðar hóf æfingar á barnaleikriti um Hróa Hött þann 30. des. sl. Höfundur leikgerðar og leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. f tengslum við uppsetninguna verður efnt til teiknisamkeppni sem opin er öllum börnum á aldrinum 6-12 ára. Mynd- efnið verður að sjálfsögðu um Hróa og félaga hans. Blaðstærð skal vera í stærðinni A-3 og greinilega merkt nafni og heimilisfangi teiknara. Utanáskrift á sendar teikningar er: Leikfélag Hafnarfjarðar, pósthólf 116, 220 Hafnarfjörður. Vegleg verðlaun eru í boði og hefur LEGO gengið til samstarfs við leikfélagið um framkvæmd keppninnar. Það verður 5 manna dómnefnd sem velur álitlegustu myndirnar, sem síðan verða til sýnis gestum í leikhúsinu og víðar. Gögn um keppnina verða send öllum grunnskólum landsins í byrjun janúar. Skilafrestur rennur út fimmtudaginn 8. febrúar. Niðurstöður verða kynntar þriðjudaginn 20. febrúar. Allar frekari upplýsingar verða veittar hjá Erlendi í síma 91-25194. Kvikmyndasýning MÍR: GRENADA - Sunnudaginn 7. janúar kl. 16:00 verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, kvik- myndin Grenada, sem er mynd um borg- arastyrjöldina á Spáni 1936-1938 eftir Roman Karmen. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. sýnir á Kjarvalsstöðum ag, laugardaginn 6. janúar kl. 14:00, upnai Margrét Jónsdóttir sýningu á olíu- málverkum í vestursal Kjarvalsstaða. Við opnun mun Gunnar Guðbjartsson tenórsöngvari syngja nokkur lög við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur píanóleikara. Sýningin verður opin daglega kl. 11:00- 18:00 til 21. janúar. rkvrvrvaa i Mnr Þingmálaráð - Reykjavík Þingmálaráö Fulltrúaráös framsóknarfélaganna í Reykjavík heldur fund meö Guðmundur G. Þórar- inssyni alþingismanni laugardaginn 6. desember kl. 10.30 í Nóatúni 21. Fulltrúaráðið. Guðmundur G. Þórarlnsson Akurnesingar Bæjarmálafundur laugardaginn 6. janúar kl. 10.30 I Framsóknarhús- inu við Sunnubraut. Fundarefni álagning gjalda fyrir áriö 1990. Mætiö hress á nýju ári. Bæjarfulltrúarnir. Selfoss og nágrenni Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss Laugardagur 6. janúar 1990 Hljómleikar með söngverkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson Sönghópurinn Hljómeyki heldur hljómleika með söngverkum eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson í Kristskirkju, Landa- koti, sunnudaginn 7. janúar kl. 17:00. Á efnisskránni er Messa í fimm þáttum við latneska kirkjutexta og Lofsöngur um Maríu (Ave Maria). Sönghópinn Hljómeyki skipa að þessu sinni fimmtán söngvarar, en stjórnandi á hljómleikunum er Hjálmar H. Ragnars- son. Safnaðarfélag Ásprestakalls Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með kaffisölu í safnaðarheimilinu sunnu- daginn 7. janúar eftir messu, sem hefst kl. 14:00. Allir velkomnir. Ljóðatónleikar I Gerðubergi Þriðju tónleikar í ljóðatónleikaröð Gerðubergs verða mánudaginn 8. janúar kl. 20:30. John Speight, bariton, syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Á þessum tónleikum verður fluttur laga- flokkur eftir B. Britten, svo og sönglög eftir Purcell, H. Wolf, F. Schubert, R. Schumann, C. Ives o.fl. John Speight stundaði tónlistarnám við Guildhall School of Music and Drama 1964-’72, einnig nam hann tónsmíðar hjá Richard Rodney Bennett. Hann hefur sungið víða á Englandi og frlandi, bæði í óratoríum, óperum og á ljóðatónleikum. John hefur tekið þátt í mörgum óperusýn- ingum, bæði í Þjóðleikhúsinu og fslensku óperunni. Auk söngsins er John afkasta- mikið tónskáld. Hann kennir við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. Frá Listasafni íslands í Listasafni fslands stendur nú yfir sýning á verkum í eigu safnsins. Verkin eru unnin á árunum 1945-1989. Listasafnið vill minna á breyttan opn- unartíma. Safnið er nú opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 12:00 til 18:00. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Almenn Ieiðsögn um ’sýninguna sem stendur í safninu fer fram á sunnudögum kl. 15:00 í fylgd sérfræðings. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" er á fimmtudögum kl. 13:30. Kjarval og landið Opnuð hefur verið sýning í austursal Kjarvalsstaða á verkum Jóhannesar S. Kjarvals sem eru í eigu Reykjavíkurborg- ar. Sýningin hefur fengið nafnið „Kjarval og landið". Sýningin stendur til 11. febrúar og er opin kl. 11:00-18:00. Ný Ijóðabók eftir Ara Gísla Bragason Nýlega er komin út ljóðabókin „í stjörnumyrkri" eftir Ara Gísla Bragason. Fyrir hálfu öðru ári kom út Ijóðabók eftir hann „Orð þagnarinnar", sem nú er gjörsamlega uppseld. Bókin er prýdd myndverkum eftir Hauk Halldórsson listmálara. í tilefni af útkomu bókarinnar mun höfundur lesa úr henni í Listamannahús- inu, Hafnarstræti 4, og þar mun einnig standa sýning á frummyndum af listaverk- um Hauks Halldórssonar. Bókin er prentuð í Borgarprenti. Ný ættfræðinámskeið Hjá Ættfræðiþjónustunni hefjast um 11. janúar ættfræðinámskeið, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þar er veitt fræðsla um leitaraðferðir, sem eru í senn fljótvirkar og öruggar, gefið yfirlit um helstu ættfræðiheimildir og leiðbeiningar veittar um gerð ættartölu og niðjatals. Þá fá þátttakendur tækifæri og aðstöðu til að þjálfast í verki við að rekja eigin ættir og frændgarð með afnotum af víðtæku gagnasafni, m.a. kirkjubókum um land allt, manntölum, ættartöluhandritum og útgefnum bókum. Leiðbeinandi á nám- skeiðunum er sem fyrr Jón Valur Jensson. Innritun er hafin hjá Ættfræðiþjónust- unni í síma 27101. HEYRNARLAUSRA Happdrætti Heymariausra Dregið var í Hausthappdrætti heymar- lausra þann 22. desember s.l. og eru vinningsnúmer eftirfarandi: 1. 7996, 2. 1219, 3. 2263, 4.10390, 5. 12609, 6. 3522, 7. 7421, 8. 12755,9. 8750, 10. 2157, 11. 12110, 12. 1105, 13. 12186, 14. 11165, 15. 8133, 16. 6028, 17. 8585, 18. 1883, 19. 9192, 20. 7877, 21. 10006, 22. 2159 Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heymarlausra, Klapparstíg 23, alla virka daga, sími 91-13560. Happdrætti Styrictarfélags vangefinna Dregið var 24. des. 1989 1. Bifreið.VOLVO 740 GLI nr. 75096 2. Bifrcið SUZUKI FOX SAMURAI nr. 33404 3. -10. Bifreið að eigin vali, hver vinningur á kr. 700.000. Nr. 1906 -14582 -19881 - 37019 - 43848 - 60766 - 75455 - 99410.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.