Tíminn - 20.03.1990, Page 14

Tíminn - 20.03.1990, Page 14
'-14'Tírrlinn MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Lausar stöður við grunn- skóla í Austurlandsumdæmi Umsóknarfrestur er til 14. apríl. Staöa skólastjóra viö Grunnskólann á Bakkafirði. Kennarastöður viö eftirtalda grunnskóla: Seyðisfjaröarskóla Grunnskóla Neskaupstaöar Grunnskóla Eskifjaröar Egilsstaðaskóla Grunnskólann Bakkafirði Vopnafjarðarskóla Brúarásskóla Skjöldólfsstaðaskóla Fellaskóla Grunnskóla Borgarfjarðar Hallormsstaðaskóla Grunnskólann Eiðum Grunnskólann í Norðfjaðarhreppi Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar Grunnskóla Stöðvarfjarðar Grunnsólann Breiðdalshreppi Grunnskólann Djúpavogi Neskjaskóla Hafnarskóla og Heppuskóla Höfn Grunnskólann í Myrahreppi Grunnskólann í Hofshreppi. Menntamálaráöuneytið Tilkynning um fgfgatnagerðargjöld tf/ í Reykjavík Að gefnu tilefni er vakin athygli á ákvæðum reglugerðar nr. 511, 1988 varðandi gatnagerðar- gjöld í Reykjavík og breytingu á þeim, sem verður 1. júlí 1990. Til 1. júlí n.k. ber samkvæmt reglugerðinni að greiða hálft gatnagerðargjald af nýbyggingum og stækkunum húsa á eignarlóðum og leigulóðum, sem borgarstjórn Reykjavíkur úthlutaði fyrir 4. maí 1984, nema sérstakir samn- ingar leiði til annars. Grundvöllur gatnagerðar- gjalds er samþykkt byggingarnefndar á teikningum og miðast ofangreint því við, að teikningar af nýbyggingum eða stækkun húsa hafi verið sam- þykktar í byggingarnefnd Reykjavíkur fyrir 1. júlí 1990. Eftir þann dag ber að greiða fullt gatnagerð- argjald af byggingum á öllum lóðum í Reykjavík, sem ekki eru sérstaklega undanþegnar með samningum eða á annan hátt. Athygli er vakin á því, að því fyrr, sem teikningar eru lagðar fyrir byggingarnefnd, er líklegra, að unnt verði að afgreiða þær fyrir 1. júlí n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík. Félag einstæðra foreldra Hringbraut 116,107, Reykjavík. Sími 91-11822 Meðlag Helmingur eða hungurlús? Almennurfundur í Skeljahelli, Skeljanesi 6fimmtu- dagskvöldið 22. mars kl. 20.30. 1. Framsögureindi: Geir H. Haarde, alþingismað- ur, Finnur Ingólfsson, aðstm. tryggingamála- ráðherra, Ingibjörg Magnúsdóttir, varaform. Félags einstæðra foreldra. 2. Umræður og fyrirspurnir. Kaffi og kleinur í fundarhléi. Mætum öll! Með baráttukveðjul! Stjórn Félags einstæðra foreldra. ',vr. Þriðjudagur 20. mars 1990 ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll íslandsmótið í blaki: Enn er smá von h já íslandsmeisturunum Frá Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttaritara Tímans ó Akureyri: íslandsmeistarar KA í blaki karla halda enn í vonina um sigur í úrslitakeppninni um íslandsmeist- aratitilinn, en þeir eru nú óðum að ná sér á strik eftir afleita byrjun, þar sem tveir fyrstu leikimir töpuð- ust. Á laugardag lögðu þeir HK að velli nyrðra í fjórum hrinum, sigur- inn var öruggur þrátt fyrir góða baráttu Kópavogsdrengja og úrslit- in í einstökum hrinum voru eftir- farandi: 15-4,15-11,13-15 og 15-5. Varamenn KA fengu að spreyta sig þriðju hrínu, en það nýttu HK- menn sér vel. Falleg tilþríf sáust hjá báðum liðum og sérlega góð hávörn KA- manna vakti athygli. Hafsteinn Jakobsson var óstöðvandi í sókn- inni og Haukur Valtýsson var iipur í uppspili KA-manna. HK-liðið var jafnt að getu, vöm liðsins í háloftunum var þó ekki nægjan- lega góð. Athygli vöktu búningar þeirra HK-manna, en þeir fengu hjörtu áhorfenda úr hópi kvenna til að siá mun hraðar. KA-menn verða nú að leggja allt sitt traust á HK-piItana, þeir verða að vinna Þrótt í síðustu umferð og KA að vinna ÍS, ef titillinn á að íiengjast nyrðra. Fyrír karlaleikinn léku stúlkum- ar í KA við stöllur sínar í Víkingi og höfðu þær fyrrnefnda sigur í fjoriim hrínum, 15-12,12-15,15-10 og 15-12. Þetta voru fyrstu stig KA í úrslitakeppninni og með þessu tapi em vonir Vfldnga úr sögunni um íslandsmeistaratitilinn. BL Körfuknattleikur: Þórsarar áfram í úrvalsdeildinni Frá Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttaritara Tímans á Akureyrí: Það var ekki spennunni fyrir að fara þegar Þór og Víkvcrji börðust um úrvalsdeildarsæti á næsta keppn- istímabili. Víkverjar mættu aðeins með 6 leikmenn og máttu þeir sín lítils gegn Þúrsumm í gömlu íþrótta- skemmunni á Akureyrí. Þórsarar lentu í næst neðsta sæti úrvalsdeildar en Víkverji í öðru sæti 1. deildar og bersýnilegt er að mikill getumunur er á milli þessara deilda því Þór vann leikinn 94-53, þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins fengju að spreyta sig. Auðsýnt var strax eftir nokkrar mínútur hvert stefndi því heima- menn náðu yfirburða forystu 31-7, en slökuðu þá á og skiptu ört inná. Staðan í hálfleik var 48-24 og loka- tölur eins og áður sagði 94-53. Konráð Óskarsson var bestur Þórsara, en Eiríkur Sigurðsson, sá gamli jaxl var og seigur. Eiríkur var að leika sinn síðasta leik eftir langan og gifturíkan feril og var honum klappað lof í lófa þegar hann skipti út af rétt fyrir leikslok. Þórsarar spila því í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil og er það vel, því aðeins vantaði herslumuninn hjá liðinu í vetur til þess að það blandaði sér í baráttu um efri sætin í deildinni. Torfi Magnússon var langbestur Víkverja og er hreinasta synd að hann skuli ekki vera í eldlínunni í úrvalsdeildinni. Stigin Þór: Konráð Óskarsson 23, Eiríkur Sigurðsson 16, Jón Örn Guðmundsson 12, Guðmundur Björnsson 10, Jóhann Sigurðsson 10, Björn Sveinsson 7, Davíð Hreið- arsson 6, Ágúst Guðmundsson 6 og Stefán Friðleifsson4. Víkverji:Torfi Magnússon 26, Jóhannes Magnús- son 11, Geir Þorsteinsson 11, Agúst Líndal 3 og Jakob Pétursson 2. Handknattleikur-VÍS-keppnin: KA-sigur gegn væng- brotnu HK liði Frá Jóhanncsi Bjarnasyni íþróttafréttamanni Tímans á Akureyrí: „Það eina góða við þennan leik voru stigin tvö sem við kræktum okkur í,“ sagði Erlingur Krístjáns- son þjálfari KA-liðsins í handknatt- leik eftir liðið hafði lagt HK að velli 25-23 ■ slökum leik. Burðarásar HK liðsins í vetur, þeir Magnús Sigurðsson og Gunnar Gíslason gátu lítið leikið með vegna meiðsla, en Magnús kom aðeins inná til að taka vftaköst. Þrátt fyrir FH-ingar sterkari Gróttumenn velgdu FH-ingum undir uggum í leik liðanna á Nesinu á laugardaginn. Það var ekki fyrr en líða tók á síðari hálfleik að FH-ingar tóku afgerandi yfirhöndina, en jafnt hafði verið í leikhléi 11-11. FH komst yfir 18-20 og síðar 21-26, en 3 mörkum munaði á liðun- um þegar upp var staðið 26-29. Mörkin Grótta: Stefán Arnarsson 7, Halldór Ingólfsson 5/1, Willum Þórsson 5/4, Davíð Gíslason 3, Frið- leifur Friðleifsson 2, Páll Björnsson 2, Svafar Magnússon 1 og Ómar Banine 1. FH: Héðinn Gilsson 9, Guðjón Árnason 8, Óskar Ár- mannsson 5/3, Gunnar Beinteinsson 4, Jón Erling Ragnarsson 2 og Hálf- dán Þórðarson 1. BL þessa blóðtöku börðust HK piltar af mikilli heift og virtust hafa gaman að öllu saman, en sömu sögu er ekki hægt að segja um KA liðið. Þeir gulkiæddu höfðu þó forystu allan leikinn, í hálfleik var staðan 12-9 þeim í hag. Þegar 10 mín. voru til leiksloka var staðan orðin 23-16, en þá hrökk allt í baklás hjá KA mönnum og HK tókst að minnka muninn niður í 2 mörk þegar 3 mínútur voru til leiksloka. En þeir komust ekki lengra og sanngjarn heimasigur var staðreynd og 2 dýr- mæt stig bættust við hrörlegt stiga- KR-tap í Höllinni Eyjamenn unnu sinn fyrsta sigur á útivelli í vetur er þeir sigruðu KR- inga í Höllinrii á sunnudaginn 17-19. Eyjamenn höfðu frumkvæðið all- an leikinn voru yfir 6-9 í leikhléi og stóðust ásókn heimamanna í síðari hálfleik og tryggðu sér sigur eins og áður sagði. Mörkin KR: Konráð Olavson 7/4, Sigurður Sveinsson 5, Stefán Krist- jánsson 3/1 og Páll Ólafsson eldri 2. ÍBV: Sigurður Gunnarsson 6, Sig- urður Friðriksson 4, Hilmar Sigur- gíslason 3, Guðmundur Albertsson 3, Sigbjörn Óskarsson 1, Guðfinnur Kristmannsson 1 og Óskar Brynjars- son 1. BL safn KA-manna. Pétur Bjarnason var yfirburöa- maður á vellinum og spilaði sinn besta leik í langan tíma. Erlingur var og seigur, en hefur þó oft verið betri. Ásmundur Guðmundsson var bestur Kópavogsbúa og barðist geysivel og Róbert Haraldsson átti góðan leik. Dómarar voru Árni Sverrisson og Aðalsteinn Örnólfsson og voru þeir á sama plani og leikmenn, lélegir. Mörkin KA: Pétur Bjarnason 9, Erlingur Kristjánsson 6/3, Friðjón Jónsson 3, Jóhannes Bjarnason 2, Sigurpáll Aðalsteinsson 2, Guð- mundur Guðmundsson 2 og Karl Karlsson 1. HK: Ásmundur Guð- mundsson 7, Róbert Haraldsson 4, Rúnar Einarsson 3, Óskar Elvar Óskarsson 3, Magnús Sigurðsson 3/3, Eyþór Guðjónsson 1 og Sigurð- ur Stefánsson 1. BL Staöan í 1. deildinni í handknattleik FH .......... 13 11 1 1 350-299 +61 23 Valur..........13 10 1 2 345-297 +48 21 Stjarnan..... 13 8 2 3 308-276 +32 18 KR ........... 13 6 3 4 279-279 0 15 ÍBV.......... 13 5 3 5 303-297 + 6 13 ÍR........... 13 5 2 6 285-285 0 12 KA .......... 13 4 1 8 294-318 -24 9 Grótta ...... 13 3 1 9 272-310 +38 7 Víkingur .... 13 2 3 8 287-311 -24 7 HK .......... 13 1 3 9 264-315 -51 5 iG 4

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.