Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. maí 1990 Tíminn 25 Sigursveinn D. Kristinsson Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, vottar syni Sigursveins og öðrum að- standendum dýpstu samúð. Jóhann Pétur Sveinsson Fæddur 24. aprfl 1911 Dáinn 2. maí 1990 Sá maður sem fyrst og fremst stóð fyrir stofnun Sjálfsbjargarfélaganna var Sigursveinn D. Kristinsson. Sjálfúr var hann mikið fatlaður. Hann fékk mænuveikina aðeins 13 ára gamall og lamaðist í báðum fótum og var síðan bundinn hjólastól og hafði því kynnst því af eigin raun að vera mikið fatlaður. Það var fyrir tæpum 32 árum sem ég kynntist Sigursveini. Hann var þá búinn að hafa samband vestur á ísafjörð og nokkrir fatlaðir einstaklingar höfðu undirbúið komu hans og stofnun félags fatlaðra. Það var kalsaveður daginn sem hann kom. Gekk á með éljum og vafasamt með flug til ísafjarðar og líka vafasamt hvort Sigursveinn, svona mikið fatlaður maður, legði í að koma vestur. Þá voru að sjálf- sögðu allt aðrar aðstæður fyrir flugið en eru í dag. Þegar „Katalínan" gamla lenti á Pollinum á ísafirði vor- um við nokkur mætt á Bæjarbryggj- unni til að taka á móti Sigursveini. Allir farþegamir, að undanteknum einum, flýttu sér úr „snurpubátnum" upp á bryggjuna. Þessi eini sem sat eftir hlaut að vera okkar maður og það reyndist svo. Sigursveinn var komin vestur. Hann var svo borinn upp á bryggju og í bíl og beint heim til Ingu Magnúsdóttur. Þar var svo gengið frá lokaundirbúningi að stofn- un félagsins og stofnfúndur haldinn kvöldið 29. september 1958, í einni kennslustofú bamaskólans. Þessi stutta frásaga er eitt lítið dæmi um dugnað og áræði Sigursveins. Hann var eldhugi og mikill baráttu- maður fyrir bættum kjömm fatlaðra sem þá vom allt önnur en em í dag og fatlaðir lifðu við mjög slæm kjör og lítil félagsleg réttindi. Hann var tals- maður þeirra sem höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni. Því fengum við að kynnast sem störfúðum með honum að málefnum Sjálfsbjargar frá upp- hafi og allt til ársins 1986. Hann stjómaði öllum þingum samtakanna frá stofhþinginu 1959 til þingsins 1986. Af sama dugnaði stofhaði hann Tónskóla Sigursveins, en hann var vel menntaður tónlistarmaður og naut virðingar á þeim vettvangi sem ég fer ekki nánar út í hér. Það gerir ábyggilega einhver sem þekkir enn betur til. Sigursveinn var varaformaður landssambandsins 1959-1982. Hann átti sæti í stjóm Öryrkjabandalagsins og gegndi margháttuðum trúnaðar- störfúm fyrir Sjálfsbjörg. Eiginkona Sigursveins var Ólöf Grimea Þor- láksdóttir, en hún lést 1988. Störf Sigursveins fyrir Sjálfsbjörg em ómetanleg. Hann stofnaði sam- tökin og sá þau verða að því afli sern hafði veruleg áhrif á bætt lífskjör fatlaðra í landinuu. Við sjálfsbjargarfélagar kveðjum einn af forystumönnum okkar. Minn- ingin um góðan félaga, eldhuga og baráttumann lifir. Eg votta syni og stjúpsyni Sigur- svein og öðmm ættingjum hans dýpstu samúð. Trausti Sigurlaugsson „Byrjun sólmánaðar. Skollaskálin var ennþá alhvít og Skútudalurinn, en klettapeysan hægra megin á Hóls- hymunni var svört með hvítum rönd- um. Suðrið andaði þýðvindum og þegar sólin skein á klettana roðnuðu þeir strax á vangann. Tveir menn hittust í góðviðrinu á tröppunum við Gránugötu 14, annar handarvana, hinn með bilaða fætur. Þeir ræddu um það hvort ekkj væri hægt að koma á fót samtökum til þess að berj- ast fyrir réttindum fatlaðs fólks.“ Þannig reit eldhuginn og baráttumað- urinn Sigursveinn D. Kristinsson í fyrsta tölublaði ársrits Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, árið 1959. Sigursveinn var einn af frumkvöðl- um að stofhun Sjálfsbjargarfélaganna hérlendis og gekkst fyrir stofnun fjögurra þeirra fyrstu. Með Sigur- sveini er genginn einn skeleggasti baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra hérlendis. Sigursveinn hvikaði aldrei né sofnaði á verðinum. Hann stelhdi ótrauður að settu marki og þegar rétt- indamál fatlaðra bar á góma þá neist- aði af eldhuganum. Það var ekki ein- asta í ræðu og riti sem Sigursveinn barðist fyrir málefnum Sjálfsbjargar heldur einnig með list sinni. Eins og alkunna er var Sigursveinn tónskáld gott og mikill hljómlistarmaður. Sig- ursveinn samdi fyrir Sjálfsbjörg söng Sjálfsbjargar sem á táknrænan hátt lýsir í tali og tónum þýðingu baráttu Sjálfsbjargarfélaganna fyrir fatlaða. Við Sjálfsbjargarfélagar minnumst Sigursveins m.a. frá þingum okkar sem hann sat langflest og stýrði gjaman. Þar tókst honum á undra- verðan hátt, með lipurð sinni og krafti, að ná þcim árangri sem þurfti og vekja baráttuglóð og anda í hug- um félaga sinna. Sigursveinn vann geysimikið og óeigingjamt starf í þágu Sjálfsbjargar og hefúr það reynst Sjálfsbjörg ómetanlegur styrk- ur að eiga slíkan félaga til að plægja akurinn. Við Sjálfsbjargarfélagar munum halda áffam að sá í þennan akur sem hann og aðrir frumkvöðlar Sjálfsbjargar hafa plægt. A þann hátt heiðram við best minningu þeirra. Það var sólbjartur sumardagur 9. júní 1958 þegar nokkrir áhugamenn konu saman í Gránugötu 14 í þeim tilgangi að stofha með sér félag, fyrsta Sjálfsbjargarfélagið á íslandi. Framkvöðull að mótun félagsins var Sigursveinn D. Kristinsson, sem á þessum tíma var skólastjóri Tónskóla Sigursveins. Við, sem þama voram mætt þennan undurfagra júnídag, ætluðum þó ekki að flytja tónverk í heföbundnum skilningi heldur að skapa óð til lífs- ins, láta hörpuhljóma heyrast víðs vegar sem boðbera þess tíma, þegar fatlað fólk vaknaði af aldagömlum svefni og gera það meðvitað um til- vera sína og réttarstöðu í mannlegu samfélagi. Allt þetta hafði Sigursveinn skynjað öðram betur og bauð nú ffam þekk- ingu sína og reynslu öðram til vel- famaðar. Sigursveinn var mikill eldhugi að hverju sem hann gekk. Aðstöðuleysi fatlaðra haíði lengi brunnið á honum sjálfum, enda fann hann best hvar skórinn kreppti. Fyrir tilstilli þessa hugsjónamanns var grannurinn lagðir að víðtækri starfsemi fatlaðra um allt land. Sam- tök þessi hafa ffá öndverðu leitast við að bæta möguleika fatlaðra til að lifa lifinu lifandi, skapa þeim jafnrétti til menntunar, atvinnu og félagsmála- starfsemi. Guðfinna Steindórsdóttir Fædd 24. desember 1918 Dáin 2. maí 1990 Guðfinna var fædd að Miðhúsum í Eiðaþinghá og ólst þar upp hjá for- eldram sínum uns hún missti móður sína sjö ára að aldri. Fór hún þá í fóst- ur að Hofi í Fellum og dvaldi þar síð- an að mestu. Hún stundaði nám í tvo vetur á húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað. Hún giflist Þórami Jóns- syni, bónda á Straumi í Hróarstungu, og þar áttu þau sitt heimili alla tíð síð- an. Þau eignuðust þijú böm, þau era: Ami, sem nú er tekinn við búi á Straumi, maki Guðný Eiríksdóttir. Ingibjörg, býr á Staðarbakka, gift Rafni Benediktssyni bónda. Friðjón, bóndi á Flúðum í Hróarstungu, maki Anna Bragadóttir. Bamaböm þeirra Guðfinnu og Þórarins era níu. Ég kynntist Guðfmnu fyrst fyrir fjór- tán áram. Þá kom hún hingað að Staðarbakka til þess að vera við skím dótturdóttur sinnar og nöfnu, Sólrún- ar Guðfmnu Rafnsdóttur. Svo undar- lega vildi til að síðasti ævidagur Guð- finnu á Straumi var jafhframt fermingardagur nöfhu hennar, Sól- rúnar Guðfinnu. Engum sem kynntist Guðfmnu Steindórsdóttur gat dulist að hún var mikil mannkostakona á allan hátt. Hún var hreinskiptin, mjög gjafmild og gestrisin og umhyggja hennar fyr- ir fjölskj'ldu sinni og vinum átti sér ekki takmörk. Nú þegar ævi hennar er öll er mér efst í huga þökk fyrir þau Blessuð sé minning Guðfinnu Stein- dórsdóttur. Asdís Magnúsdóttir, Staðarbakka Fyrir þessar stundir og ótal margar aðrar gegnum árin, ber okkur að þakka nú þegar Sigursveinn er allur. Við minnumst hans best með því að vera trú þeirri hugsjón sem heldur merki hans í framfara- og félagsmál- um hæst á lofti, svo harpan megi hljóma með „hreinum tóni“ um alla framtíð. Blessuð sé minning Sigursveins D. Kristinssonar. F.h. Sjálfsbjargarfélaganna á Siglufírði Hulda Steinsdóttir ágætu kynni sem ég hafði af henni eftir að tengdir urðu með okkur. Við hjónin komum tvisvar að . Straumi og fengum þar ágætar mót- tökur hjá fjölskyldunni. Guðfmna kom hingað nokkram sinnum og dvaldi hjá dóttur sinni. Siðustu æviár- in þurfti hún að ganga í gegnum mikl- ar sjúkdómsþrautir og dvelja oft íjarri heimili sínu. Hún andaðist á Landspítalanum að- faranótt 7. maí. Við fráfall Guðfinnu hafa eiginmað- ur hennar og fjölskylda og vinir misst mikið. Þeim öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. NEW HOLLAND Erhægtað gera bindivélar: betri kaup? Afmælis- og minnmgargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. NEW HOLLAND rúllubindi- vélin hefur reynst vera ein hent- ugasta rúllubindivélin fyrir (s- lenskar aðstæður, enda búin öllum þeim kostum sem prýtt geta eina rúllubindivél: • Afkastamikil og traust • Einföld og örugg í rekstri • Baggastærð 1,0-1,4 mm • Tvöföld garnhnýting • Netbinding, aukabúnaður • Tölvustýrður stjórnbúnaður • Fastkjarna baggar • Betri verkun - minni rýrnun • Engin mygla í kjarna • Meira hey í hverri rúllu • Færri rúllur - fljótleg hirðing • Lægri pökkunarkostnaður • Hentar í allar tegundir fóðurs • islensk leiðbeiningabók. Hefðbundnar NEW HOLLAND bindivélar eru löngu lands- þekktar fyrir mikil afköst, örugga hnýtingu og góða endingu. Nú í vor bjóðum við allar FORD HOLLAND bindivélar á sérstöku kynningarverði. Kynningarverðið stendur til 31. maí, eða meðan birgðir endast. Þar sem um takmarkaðan fjölda véla er að ræða hvetjum við bændur til að staðfesta pantanir strax til að tryggja sér FORD NEW HOLLAND bindivélar á þessu hagstæða kynningarverði áður en verðið hækkar þ. 1. júní n.k. QPÓR£ ' SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.