Tíminn - 17.04.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.04.1991, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 17. apríl 1991 Tíminn 15 IÞROTTIR Körfuknattleikslandsliðið leikur 7 leiki á næstu 8 dögum: Leikið gegn Skotum í kvöld Þrátt fyrír að fceppnistímabili körfu- knattleiksmanna sé nú lokið er langt frá því að okkar bestu menn séu komnir í sumarfrí. Undirbúningur karíalandsliðsins fyrir Evrópu- keppnina, sem haldin verður hér á landi í byrjun maí, er nú á lokastigi. Á næstu 8 dögum Ieikur landsliðið 7 landsleiki hér á landi gegn Skotum og Austurríkismönnum. Fyrsti leik- - fyrsti opinberi leikurinn í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans í Breiðholti urínn verður í kvöld gegn Skotum í iþróttahúsi Fjölbrautaskólans í Breiðholti við Austurberg. Torfi Magnússon landsliðsþjálfari hefur valið 17 manna hóp, sem taka mun þátt í undirbúningnum fyrir Evrópukeppnina. Eftirtaldir leik- menn eru í hópnum: Nafn félag aldur hæð Jón Kr. Gíslason ÍBK 28 185 Opna breska meistaramótið í júdó: Bjarni Friðriks í þriðja sætinu Bjami Friðriksson, júdómaður úr Ármanni, vann bronsverðlaun í —95 kg flokki á opna brcska meistaramótimi í júdó, sem fram fór f Crystal Palace höllinni í Lond- on um helgina. Bjami Íagði 4 af 5 mótheijum sínum f keppninnL Bjami mætti Bretanum Charíton í fyrstu umferð og lagði hann á „ippon“ eða 10-0. Því næst mætti hann Frakkanum Pilildan og sigr- aðihanná ,ó«ko“ eða 5-0. í þriðju umferöinni mætti Bjami Bretan- um Brady og enn sigraði Bjami, nú á „wasari“ eða 7-0. í undanúr- siitum lenti Bjami á móti Frakk- anum Guenet og tapaði 0-7. Þar með missti hann af viðureigninni um gullið á mótinu. Bjand glímdi því við Frakkann Peesque um bronsverðlaunin. Bjami sigraði á ,dppon“ og hreppti þvi bronsiö. Góður árangur Bjama, sem f fyrra vann silfrið á þessu sama mótL Bjami býr sig nú af kappi fyrir Evr- ópumeistaramótið, sem haldið verður í Prag í Tékkóslóvakíu um miðjan maí. Fimm aðrír íslenskir júdómenn tóku þátt í mótinu. Bestum ár- angri þeirra náði Halldór Haf- steinsson, en hann sigraði Bret- ann Shoplanot á ,4ppon“ í fyrstu umferð, en tapaöi fyrir Finnanum Vallama á næstu umferð á „was- ari“. Eiríkur Ingi Kristinsson tapaði fyrir Bretanum Kissin í fyrstu um- ferö á ,4ppon“. Sömu sögu var að segja af Karii Eríingssyni, sem tap- aði fyrir Mitty frá Bretlandi. Sig- urður Bergmann tapaði á „wasari“ fyrir Bretanum Webb í fyrstu um- ferð og Þórir Rúnarsson tapaði einnig í fyrstu umferðinni og var úrleik. BL Deildakeppnin í badminton: C-lið TBR sigraði - TBR með 5 af 6 liðum í 1. deild á næsta ári Deildakeppnin í badminton var haldin í Laugardalshöll um síðustu helgi. Keppnin í 1. deild var jöfn og Knattspyrna: Sigur og jafntefli gegn Færeyingum íslenska U-21 árs landsliðið í knatt- spymu lék tvo leiki í Færeyjum um helgina. Á föstudag unnu okkar menn úrvalslið eyjanna 1-0 með marki Haraldar Ingólfssonar. Á sunnudag var leikið gegn A-liði Fær- eyinga; úrslitin urðu 2-2 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði bæði mörk íslands í leiknum. Skvass: Arnar og Ragnheiður urðu íslandsmeistarar íslandsmótið í skvassi var haldið í Veggsport um helgina. Sigurvegarar í karlaflokki þriðja árið í röð varð Amar Arinbjamar, en hann sigraði Jökul Jörgensen í úrslitaleik. í kvennaflokki sigraði Ragnheiður Víkingsdóttir, en hún sigraði Helgu Bryndísi Jónsdóttur f úrslitaleikn- um. Vaxtarrækt: Sigurður og Margrét með besta vöxtinn Sigurður Gestsson frá Akureyri varð íslandsmeistari í vaxtarrækt um síðustu helgi. Hann sigraði í -90 kg flokki og heildarkeppni mótsins eftir harða keppni við Guðmund Marteinsson úr Olafsvík. Guðmund- ur vann þar með í áttunda sinn. í kvennaflokki varð íslandsmeistari Margrét Sigurðardóttir frá Reykja- vík. BL Magnús Matthíasson Val 23 204 Falur Harðarson ÍBK 23 184 Teitur Örlygsson UMFN 23 189 Guðmundur Bragason UMFG 23 200 Axel Nikulásson KR 28 192 Páli Kolbeinsson KR 27 184 Jón Amar ingvarss. Haukum 18 184 Valur Ingimundarson UMFT 29 193 Guðni Guðnason KR 25 188 Guðjón Skúlason ÍBK 23 182 Kristinn Einarsson UMFN 24 192 Friðrik Ragnarsson UMFN 20 183 Albert Óskarsson ÍBK 22 190 Rúnar Ámason UMFG 22 194 Sigurður Ingimundar. ÍBK 24 193 Pétur Guðmundsson UMFT 32 218 íslenska landsliðið hefur búið sig eins vel og kostur hefur verið á, undir Evrópukeppnina og eru leik- irnir gegn Skotum og Austurríkis- mönnum liður í þeim undirbúningi. Leikmenn UMFN og ÍBK eru þó ný- farnir að æfa með liðinu, en þeir voru sem kunnugt er á fullri ferð með félögum sínum í úrslitakeppn- inni. Evrópukeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni. Vegna sýningar, sem verður í húsinu næstu daga, mun landsliðið aðeins geta æft í tvo daga í húsinu fyrir mótið og er það lýsandi dæmi um þörfina á nýrri höll, sem nota mætti fyrir stærri sýningar. Torfa Magnússyni til aðstoðar verð- ur Glenn Thomas, þjálfari Hauka. Hann mun einnig verða með Torfa í Andorra síðast í maí, þegar bæði karla- og kvennalandsliðin taka þar þátt í Smáþjóðaleikunum. BL hörð, einkum milli A-, B- og C-liða TBR. Margir leikjanna voru hníf- jafnir, en C-liðinu tókst að knýja fram sigur gegn B-liði TBR í síð- ustu umferð mótsins 5-3. Mestu munaði um óvæntan sigur Áslaugar Jónsdóttur og Aðalheiðar Pálsdóttur gegn Hönnu Láru Páls- dóttir og EIsu Nielsen, en Elsa er ís- landsmeistari í einliðaleik kvenna. KR-a féll niður í 2. deild eftir harða baráttu við Víking og TBR-d. í sigurliði TBR-c voru Aðalheiður Pálsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Jó- hann Kjartansson, Skarphéðinn Garðarsson, Þorsteinn Páli Hængs- son, Gunnar Björgvinsson og Hannes Ríkharðsson. TBR-e sigraði óvænt í 2. deild og þar með mun TBR eiga 5 af 6 liðum í 1. deild á næsta ári. í siguriiði TBR-e voru: Njörður Ludvigsson, Skúli Sigurðsson, Sigurjón Þór- hallsson, Jón E. Halldórsson, Walt- er Lentz, Sigríður Jónsdóttir og Sigríður M. Jónsdóttir. Akureyring- ar og KR-b veittu liðinu harða keppni, en þrátt fyrir það tókst e- liðinu að sigra. í 3. deild féllu Hafn- firðingar. Siglfirðingar komu, sáu og sigruðu í 3. deild. f deildinni kepptu 4 Iið og var keppni mjög hörð milli liðanna. í liði TBS voru: Haraldur Marteins- son, Jóhann Bjarnason, Bjarni Árnason, Halldór B. Sigurðsson, Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir. Deildakeppni BSÍ er eitt viðamesta badmintonmót ársins. Samtals voru leiknir 288 leikir á þremur dögum. Þátttakendur voru um 150 talsins. BL Þrír leikmenn hafa orðið að hætta í hópnum sem lék gegn Dönum milli jóla og nýjárs: Jóhannes Sveinsson ÍR sem meiddist í baki, Pálmar Sig- urðsson og ívar Ásgrímsson Hauk- um, sem ekki höfðu tíma til að vera með. Pétur Guðmundsson er sem kunn- ugt er meiddur og hann mun ekki verða með í leikjunum gegn Austur- ríki og Skotlandi. Hann er aftur á móti inní myndinni hvað varðar Eyrópukeppnina. í kvöld eru það Sigurður, Rúnar, Al- bert og Friðrik, auk Péturs, sem hvfla. íslendingar og Skotar hafa leikið 14 landsleiki. ísland hefur unnið 9, en Skotland 5. Stigatalan er íslending- um hagstæð 11058-1011. Síðast léku þjóðirnar í Evrópukeppninni, sem haldin yar hér á landi 1986, og þá sigruðu íslendingar 75-71. Alls verða þrír leikir gegn Skotum: í kvöld í íþróttahúsi FB, á morgun í íþróttahúsinu í Kapiakrika kl. 20.00 og á laugardag í Keflavík. Gegn Austurríkismönnum verður leikið á sunnudag á Akranesi kl. 20.00, í Seljaskóla á mánudag kl. 20.30, í Grindavík þriðjudag kl. 20.00 og í Þorlákshöfn á miðvikudag kl. 20.00. Leikurinn í nýja FB-húsinu er fyrsti opinberi leikurinn sem fram fer í húsinu. Sá leikur, ásamt leikj- unum í Kaplakrika og Þorlákshöfn, eru einnig fyrstu körfknattleiks- iandsleikirnir sem fram fara í þess- um húsum. Lið Skota er blanda af eidri og yngri leikmönnúm, sá yngsti er 20 ára og sá elsti 35 ára. í liðinu er einn leikmaður sem er yfir tveir metrar á hæð. Magnús Matthiasson Val, besti leikmaöur og besti nýliöi úrvalsdeildar, verður í eldlínunni í landsleiknum gegn Skotum í íþróttahúsi FB í kvöld. Leikurínn hefst kl. 20.00. Tímamynd Pjetur Körfuknattleikur - Lokahóf KKÍ: Magnús og Linda best Frá Margréti Sanders, fréttaritara Tímans á Suöumesjum: Lokahóf körfuknattleiksmanna var haldið í Veitingahúsinu K-17 í Kefla- vík sl. laugardag. Þar voru afhent verðlaun til þeirra sem skarað hafa framúr á nýliðnu keppnistímabili, ræður haldnar og dans stiginn fram á nótt. Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ, óskaði körfuknattleiksmönnum til hamingju með skemmtilegt keppnistímabil og sagði að körfuknattieikurinn hefði bakað aðrar íþróttagreinar hvað vin- sældir varðar. Því næst afhenti hann Kolbeini Pálssyni, formanni KKÍ, gullmerki ÍSÍ. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og frístundakörfuboltamaður, hélt ræðu og gerði stökkkraft ráðherra f ríkis- stjóminni að umtalsefhi. Því næst afhenti Kolbeinn Pálsson þeim Sveini Bjömssyni, Birgi Emi Birgis, Helga Ágústssyni, Hilmari Hafsteinssyni, Hrafni G. Johnsen, Ing- vari Jónssyni, Jóni Eysteinssyni, Jóni Otta Ólafssyni, Kristbirni Albertssyni og Helga Jóhannssyni gullmerki KKÍ. Þá var komið að viðurkenningum til handa leikmönnum. Þær hlutu: Stigahæsti leikmaður 1. deildar kvenna: Anna María Sveinsdóttir ÍBK. Stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar: Ronday Robinson UMFN. Flestar þriggja stiga körfur í 1. deild kvenna: Björg Hafsteinsdóttir ÍBK. Flestar þriggja stiga körfur í úrvals- deiid: Franc Booker ÍR. Besta vítanýting í 1. deild kvenna: Björg Hafsteinsdóttir ÍBK. Besta vítanýting í úrvalsdeild: Franc Booker ÍR. Flest fráköst í úrvalsdeild: Ronday Robinson UMFN. Prúðasti ieikmaður úrvalsdeildar: Brynjar Harðarson Snæfelii. Mestu framfarir dómara í úrvalsdeild: Guðmundur Stefán Maríasson Bol- ungarvík. Besti dómari úrvalsdeildar: Kristján Möller UMFN. Þjálfari ársins í úrvalsdeild: Friðrik Ingi Rúnarsson UMFN. Besti nýliði í úrvalsdeild: Magnús Matthíasson Val. NIKE-lið 1. deildar kvenna: Björg Hafsteinsdóttir ÍBK, Linda Stefánsdóttir ÍR, Vigdís Þórisdóttir ÍS, Hafdís Helgadóttir ÍS, Anna María Sveinsdóttir ÍBK. NIKE-lið úrvalsdeildar: Jón Kr. Gísla- són ÍBK, Falur Harðarson ÍBK, Teitur Örlygsson ÍBK, Valur Ingimundarson UMFN, Magnús Matthíasson Vai. Besti leikmaður 1. deildar kvenna: Linda Stefansdóttir ÍR. Besti leikmaður úrvaisdeildan Magn- ús Matthíasson Val. Dómaranefnd KKÍ veitti sérstök verðlaun í hófinu. Heftiplásturinn fengu þeir leikmenn, sem mest hafa kvartað í dómurum. Bronsverðlaun: Albert Óskarsson ÍBK, silfurverðlaun ívar Ásgrímsson Haukum, gullverð- laun Bárður Eyþórsson Snæfelli. Þá afhenti dómaraneihdin þeim fjöi- miðli verðlaun sem gáfulegustu um- mælin viðhafði um dómara. Gullverð- laun fékk Ægir Már Kárason DV fyrir ummælin: .Afspymuslakir dómarar voru þeir Bergur Steingrímsson og Ægir Már Kárason, og var engu líkara en þeir hefðu spmngið í upphitun- innii" Njarðvíkingar afhentu dómumm úr- siitaleiksins, þeim Jóni Otta Ólafssyni og Kristni AJbertssyni, mynd af þeim í öruggri gæslu Magnúsar Vers Magn- ússonar kraftlyftingamanns. Víkurfréttir afhentu Teiti Örlygssyni verðlaun sem besta leikmanni úrslita- keppninnar. MS/BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.