Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn ■IflMINNING I f'>' ' 1.4,1 vr Föstudagur 17. maí 1991 Sigurður Ágústsson Fæddur 13. mars 1907 Dáinn 12. maí 1991 Við vorum að koma úr söngför, Hreppakórinn, sumarið 1933 og bfllinn sem hafði flutt okkur var að skila söngfélögunum heim og var nú staddur fyrir neðan túnið í Birt- ingaholti þar sem Sigurður, söng- stjórinn okkar, átti heima. Þetta hafði verð ánægjulegur dagur, glaðværð og góður söngur, og nú þótti því sjálfsagt að kveðja söng- stjórann með einu góðu lagi. Fyrir valinu varð svo lag sem féll rétt að kyrrlátri sumarnóttinni og þar sem allir drættir í landslaginu eru svo mjúkir og blíðlegir átti það hér svo vel við: JVú máttu hægt um heiminn líða svo hverju brjósti verði rótt og svæfa allt við barminn blíða þú bjarta heiða júnínótt. “ Enn í dag finnst mér þegar ég ek framhjá Birtingaholti að ég heyri óminn af þessu fallega lagi við hið hugljúfa kvæði Þorsteins, en á þessum slóðum átti Sigurður mörg sporin, þar sem hann við hin dag- legu störf samdi ljóð og lög um líf- ið og tilveruna í kringum sig. Bærinn í Birtingaholti stendur suðaustan undir lágri grasi gróinni hæð, en fram undan bænum eru bakkar og grónar grundir niður að Stóru- Laxá, sem rennur þarna lygn og oftast nokkuð vatnsmikil á sand- og malareyrum. í austri gnæfir svo Hekla upp á sjóndeild- arhringinn með sínar mjúku boga- dregnu línur, blíðleg og tíguleg en til alls vís. í Birtingaholti hefur búið sama ættin mann fram af manni í nærri 200 ár. Þessi ætt hefur orðið lands- kunn vegna dugnaðar og afreks- verka og fyrir fjölþættar gáfur. Ég minnist sagna um Helga Magnús- son frá Syðra- Langholti sem gift- ist heimasætunni í Birtingaholti, Guðrúnu Guðmundsdóttir, en þau bjuggu í Birtingaholti frá 1850- 1892 og eignuðust mörg mann- vænleg börn sem flest urðu þekkt fyrir manndóm og góðar gáfur. Þar má nefna bræðurna sr. Magnús Helgason, skólastjóra Kennara- skólans, sr. Guðmund Helgason, prest í Reykholti, sr. Kjartan Helgason, prest í Hruna, og svo Ág- úst Helgason, bónda í Birtinga- holti. Þá má einnig nefna systurnar Guðrúnu Helgadóttur á Hrafnkels- stöðum, móður Helga og þeirra systkina, og Katrínu Helgadóttur, prestsfrú á Stóra-Núpi, móður Jó- hanns Briem listmálara og þeirra systkina. Ágúst Helgason tók við búi í Birt- ingaholti árið 1892. Hann kvæntist Móeiði Skúladóttur Thorarensen frá Móeiðarhvoli, bróðurdóttur Bjarna Thorarensen skálds. Þau eignuðust 5 sonu og 3 dætur, sem komust upp, og urðu öll mesta merkisfólk, stofnuðu öll heimili og eignuðust öll mannvænleg börn og er margt barnabarna þeirra Ágústs og Móeiðar orðin kunn fyrir hæfi- Ieika og dugnað. Heimili þeirraÁg- ústs og Móeiðar var um margt ein- stakt. Ágúst var þessi einstaki hyggindabóndi, stjórnsamur og ráðhollur og hlóðust því á hann flest þau trúnaðarstörf sem vanda- söm mega teljast í hverri sveit. Vegna þessa trausts átti hann auð- velt með að stofna og stjórna stór- Birtingaholti um og víðfeðmum heildarsamtök- um eins og Sláturfélagi Suður- lands sem hann var fyrsti formaður fyrir allt frá 1908 og síðan í 40 ár og KaupfélagÁrnesinga frá stofnun þess 1930-1948 er hann lést. Móeiður var mjög söngvin, eins og föðurætt hennar, og hafði hún sjálf ágæta söngrödd og flest börn þeirra Móeiðar og Ágústs erfðu söngröddina frá móður sinni. Það var því mikill söngur og gleði inn- an dyra á þeim árum í Birtinga- holti og jafnframt hlutu börnin góðan skammt af glæsileika for- eldranna í vöggugjöf. Það reynist mörgum erfitt að taka við búi eftir foreldra sem hafa búið við slíka rausn og myndarskap og þau Ágúst og Móeiður, en þar virt- ist sjálfsagt að allt ætti að heppnast sem tekið var sér fyrir hendur. Það var nokkuð snemma sem það réðst að það myndi falla í hlut Sigurðar, yngsta sonarins, að taka við jörð- inni en hann var sennilega einna fjölgáfaðastur af öllum systkinun- um, sem mörg voru það þó einnig og hef ég grun um að Ágúst hafi haft vissar áhyggjur af því. Jafnvit- ur og hann var, hafi hann óttast að Sigurður myndi verða að bera nokkra byrðar vegna listrænna hæfileika sinna. Fljótt fór að bera á óvenju miklum hljómlistargáfum hjá Sigurði Ág- ústssyni. Móður hans var umhugað um að hann hlyti einhverja tilsögn í að spila á orgel og 11 ára var hann sendur til Reykjavíkur til að læra að spila hjá Kjartani Jóhannessyni. Síðar fékk hann á bernskuskeiði tvívegis, mánaðartíma í hvort skipti, að læra orgelleik og tón- fræði hjá þeim Sigvalda Kaldalóns og Sigfúsi Einarssyni. Sigurður var ekki gamall þegar hann fór að spila við messu og fyrst tók hann það að sér á Stóra-Núpi er hann gekk til spurninganna þar. Sigurður átti ekki kost á því að ganga í barna- skóla, því að þeir voru ekki komnir á landsbyggðinni í þá daga, en heimili eins og Birtingaholtsheim- ilið veittu börnum mjög haldgóða heimafræðslu. Sigurður fékk leyfi til að stunda nám við Flensborgar- skólann í Hafnarfirði og tók þar gagnfræðapróf eftir tveggja vetra skólagöngu. Með því var skóla- göngu hans lokið, en þó er ótalið það sem hann taldi sig alltaf hafa haft mikið gagn af, en það var eins árs verknám á bóndabæ á Jaðrin- um í Noregi. Sigurður kvæntist Sigríði Sigur- finnsdóttur haustið 1928. Hún var frá Keflavík, dóttir Sigurfinns Sig- urðssonar, síðar íshússtjóra þar. Ungu hjónin settust að í Keflavík fyrst í stað, en þau vissu bæði að þeirra beið annað verkefni. Sigurð- ur vissi að hans beið að veita ættar- jörðinni forstöðu og ala þar upp nýja kynslóð af dugandi fólki, ef forsjónin væri honum og þeim hjónunum hliðholl. Það var svo ár- ið 1934 að þau hjónin Sigurður og Sigríður fluttu að Birtingaholti og hófu þar búskap á meirihluta jarð- arinnar, en gömlu hjónin höfðu hluta af jörðinni enn í nokkur ár sér til framfæris. Sigurður tók nú til við bústörfin af miklum áhuga og strax fyrsta árið hóf hann þar tilraunir með kornrækt og ræktaði hann korn í verulegum mæli í 8 ár og heppnaðist að ná á það fullum þroska öll árin nema eitt. Hann varð þá að hætta kornræktinni vegna fjárfestingarvandamála á stríðsárunum, en viðbótarávinn- ingar kornræktarinnar í Birtingar- holti voru mikill túnauki og betri túnrækt. En Sigurður átti sér hugðarefni utan bústarfanna og uppbyggingar jarðarinnar. Þetta var söngur og kórstjórn, lagasmíð og að vera kirkjuorganisti. Hann stofnaði Hreppakórinn árið 1924, aðeins 17 ára að aldri og starfaði kórinn í ald- arfjórðung, en varð að hætta vegna brottflutnings margra kórfélaga. Þá stofnaði Sigurður blandaðan kór í sveitinni, sem hann nefndi Flúðakórinn, og starfaði hann einnig um aldarfjórðung eða meira. Þá annaðist Sigurður org- anistastarf í Hrepphólakirkju að minnsta kosti í 60 ár og einnig annaðist hann söngstjórn og und- irleik í Hrunakirkju í allmörg ár. Þá sótti meira og meira á hann lagasmíð og sem dæmi um hve mikið hann hefur gert af ýmsum tónverkum, sem að vísu flest eru stutt, er að þegar íbúðarhúsið í Birtingarholti brann, þá brunnu þar yfir 100 tónverk í handriti, en þetta var árið 1951. Hann gerði svo miklu meira af því að semja alls lags tónverk síðar á ævinni, og hygg ég að það eigi eftir að koma í ljós, að hann eigi mikið magn merkistónverka í handritum, en nokkur verka hans hafa þegar verið gefin út og allmörg til viðbótar ver- ið flutt í útvarpi og á hljómleikum. Vegleg kynning var á verkum Sig- urðar þegar hann varð sjötugur og áttræður, hvoru tveggja á Flúðum að viðstöddu miklu fjölmenni. Eitt af stærstu söngverkum og jafn- framt þeim mikilfenglegustu sem Sigurður hefur samið er þjóðhátíð- arkantatan, sem samin var í tilefni þjóðhátíðarinnar við ljóð eftir Guðmund Daníelsson og flutt af stórum söngflokkum undir stjórn Sigurðar á Þjóðhátíðinni á Selfossi 1974. Sigurður sat ekki auðum höndum í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. Þannig var hann hrepp- stjóri í Hrunamannahreppi í 11 ár, í hreppsnefnd í 12 ár, formaður Búnaðarfélags Hrunamanna í 24 ár, formaður Nautgriparæktarfé- lags Hrunamanna í 10 ár, í vara- stjórn Búnaðarfélags Suðurlands í fleiri áratugi, í byggingarnefnd bændaskóla í Skálholti í 4 ár og er hér þó ekki nærri allt upptalið. Árið 1964 afhenti Sigurður tveim- ur sonum sínum jörðina til alhliða búskapar, en áður hafði hann af- hent dóttur sinni og tengdasyni land undir garðyrkjubýli. Sigurður hafði á seini árum sínum stundað barnakennslu í 10 ár í Flúðaskóla. Eftir að hann fékk sonum sínum jörðina til ábúðar réð hann sig sem kennara við Reykholtsskóla í Bisk- upstungum um 5 ára skeið, síðan á Stokkseyri í 2 ár og við Gagnfræða- skólann á Selfossi í 3 ár. Þá var hann skólastjóri Tónlistarskólans á Selfossi árin 1974-1978. Þegar litið er yfir ævistarf Sigurðar undrast maður að hann skyldi komast yfir allt þetta fjölþætta verksvið, en skýringin er sú að þar sem er brennandi áhugi, þar er starfsgleð- in og þar sem starfsgleðin er, verða afköstin oft hin ótrúlegustu. Ég fékk inngöngu í Hreppakórinn þegar ég var 15 ára og starfaði með kórnum að minnsta kosti í 10 ár. Ég get borið um það að Sigurður var frábær söngstjóri og hann hafði einnig einstaklega hljómþýða, dökka bassarödd. Honum tókst að gera Hreppakórinn einn af betri karlakórum landsins, þegar kórinn stóð upp á sitt besta, þrátt fyrir stuttan æfingatíma sem ekki fékkst lengri vegna þess hve búseta kórfé- laga var dreifð. Sigurður átti að fagna miklu barnaláni og á heimilinu í Birtinga- holti ríkti glaðværð og auðugt sönglíf hjá þeim hjónum og þeirra glæsilega barnahópi. Börnin talin í aldursröð eru: Ásthildur, gift Guð- mundi Ingimarssyni, þau reistu garðyrkjubýli í Birtingaholti og búa þar, Arndís, gift Skúla Gunnalaugs- syni, þau búa í Miðfelli í Hruna- mannahreppi, Sigurfmnur, skrif- stofustjóri á Selfossi, kvæntur Ástu Guðmundsdóttur, Ágúst, kvæntur Sigríði Eiríksdóttur, þau eru bænd- ur í Birtingaholti IV, Magnús, kvæntur, fk. María Ragnarsdóttir, sk. Guðbjörg Björgvinsdóttir, þau eru bændur í Birtingaholti I, Mó- eiður ljósmóðir, gift Þorleifi Eiríks- syni bílstjóra í Reykjavík. Bræðurnir í Birtingaholti, Ágúst og Magnús, hafa nú tekið að sér mörg hin félagslegu forystuhlut- verk í landbúnaði héraðsins. Þann- ig er Ágúst formaður Búnaðarsam- bands Suðurlands og Magnús for- maður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og ýmsum fleiri félags- málastörfum hafa þeir bræður gegnt. Ég hef oft komið að Birtingaholti og notið sönggleðinnar með Sig- urði og sungið lögin hans og ann- arra og hann spilaði undir og stundum söng hann einnig með, með sinni hljómþíðu bassarödd. Fyrir utan músíkhæfileikana var Sigurður ágætur hagyrðingur og m.a. söng ég á þeim árum eftirfar- andi Ijóð við fallegt lag eftir Sig- urð. Fyrsta erindið hljóðar svo: „Þú birgir þig sól svo björt og heit í bláfjallanáttstað þínum. Og söngfuglar hverfa úr hverri sveit, sem hrifu með tónum sínum. Það haustar og bliknar hver rós í reit og rökkvar í huga mínum. “ Sigurður unni birtu og sumaryln- um og það er bjart yfir lífsleið hans og minningin björt um heimilið í Birtingaholti og þau verðmæti sem sköpuðust þar í lífstíð Sigurðar. Að lokum vil ég færa fjölskyldu Sigurðar innilegar þakkir fyrir allt hans starf sem bónda og forystu- manns í landbúnaði, fyrir íögin hans fögru og ljóðin hans góðu og þakka honum íangt og gott sam- starf að mörgum góðum málum. Ég þakka fyrir persónulega vináttu sem gott er að hugsa til með þakk- læti nú þegar kveðjustundin er komin. Ég votta allri fjölskyldu Sigurðar innilega samúð við fráfall hans. Blessuð veri minning hans. Hjalti Gestsson í æsku átti ég því láni að fagna að starfa með bróður hans, Helga. Það var góður skóli. Sigurði kynntist ég þó mun minna. Með örfáum orðum vil ég þakka fyrir fram- göngu hans í skólamálum tónlistar í Árnessýslu. Áður en lög um tónlistarskóla gengu í gildi, urðu baráttumenn fyrir slíkri menntun að ganga fram fyrir skjöldu. Þar var Sigurður fyr- ir Árnesingum. Ég varð var við þá vinnu, því fyrir hans áeggjan var komið á tónlistarkennslu í Þor- Afmælis- og minningargreinar sem óska bírtingar á afmælis- og/eða minningargreínum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfá að vera vélritaðar: lákshöfn sem eflst hefur í að vera reglulegur skóli. Lúðrasveit Þorlákshafnar er sprottin upp úr þessum jarðvegi. Héraðið hefur átt marga góða tón- listarmenn. Sigurður var í senn listamaður og bóndi. Héraðshöfðingi tónlistar er allur. Tónsköpun hans mun halda áfram að vera nærtæk framsetning hins söngglaða manns. Fjölskyldunni færum við hjónin virðingar- og samúðarkveðjur. Svanur Krístjánsson Þorlákshöfn Aðfaranótt sunnudagsins 12. maí sl. lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi Sigurður Ágústsson í Birt- ingaholti, tónskáld, fyrrum bóndi og skólastjóri. Með Sigurði er fall- inn einn ástsælasti listamaður Ár- nesþings um ára bil. Hann var í mínum huga einstæður persónu- leiki og ljúfmenni, hafði óbilandi trú á menningarleg verðmæti og lagði þar meira af mörkum á hér- aðs- og landsvísu en samtíð hans hefur enn metið að verðleikum. í kveðjuorðum mínum til þessavirta samferðamanns og vinar verður ekki rakin ætt hans né æviferill, það munu mér færari menn gera. Fyrstu kynni mín af Sigurði voru að horfa á hann stjórna hreppa- kórnum á Álfaskeiði og í Þjórsár- túni á fjölmennum útisamkomum. Það vakti aðdáun söngunnenda að sjá hvernig þessi listamaður af guðs náð lagði sig allan í þetta verk og hversu auðvelt manni varð að skynja hljómfallið og túlkun efnis- ins. Sönglög, textar og meiriháttar tónverk Sigurðar eru mörg hver af- ar þekkt, þótt frægast þeirra sé lag hans við Vísur gamals Ámesings, kvæði Eiríks Einarssonar frá Hæli. Ég kynntist Sigurði sem skóla- stjóra við Barnaskólann á Flúðum og kenndi þar með honum tvo parta úr vetri íþróttir. Sigurður var mikill hvatamaður íþrótta- og fé- lagsstarfs og var sjálfur virkur þátt- takandi þar á ýmsum sviðum. „Birtingarnir" (Birtingaholtsætt- in) er mannvænlegt fólk sem hvar- vetna vekur athygli og hefur valist til forystu víða. I skólastjórnartíð Sigurðar Ágústssonar sat ég um tíma í skólanefnd Tónlistarskóla Árnessýslu. Það var ánægjulegur tími og gaman að vera þátttakandi í því uppbyggingarstarfi sem hann barðist fyrir á þeim vettvangi. Metnaðurinn og trúin á mikilvægi tónmenntar fyrir hina uppvaxandi æsku og allan almenning var óbil- andi og árangurinn eftir því. Á eftir Sigurði komu líka traustir áhuga- menn á þessu sviði sem gert hafa Tónlistarskóla Árnessýslu að fyrir- mynd slíkra stofnana á landsbyggð- inni, það kunni hann líka að meta og gladdist yfir. Nokkru fyrir andlát Sigurðar gerði hann boð fyrir mig þar sem hann lá á Sjúkrahúsi Suðurlands á mínum vinnustað. Hann var óvenju hress og það var glampi í augunum á þessum aldna vini mín- um og hugsjónamanni. Hann hafði fregnað það að til stæði að hljóð- rita og gefa út á geisladiski „Hátíð- arkantötu“ hans sem samin var fyr- ir landsbyggðarafmælið 1974. Hann var ekki síður glaður yfir þeim listamönnum sem yfirum- sjón áttu að hafa með þessu verki, þeim Guðmundi Emilssyni hljóm- sveitarstjóra og Jóni Stefánssyni söngstjóra. Við ræddum um gamla góða daga, söng og tónlistarstarf í hérað og margt fleira. Þessi áttatíu og fjögurra ára öldungur, sem átti að fara heim daginn eftir, kvaðst una hag sínum vel í skjóli sona, tengdadætra, barnabarna og ann- arra ættmenna og vina. Héraðshöfðingjum Árnesinga hef- ur fækkað um einn, maður sem setti svip á samtíð sína, persóna sem tekið var eftir, verkamaður sem skilur eftir sig góðar minning- ar og ómetanleg listaverk. Blessuð sé minning hans. Aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.