Tíminn - 01.08.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.08.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. ágúst 1991 Tíminn 3 Forystumenn launþega um frestun á viðræðum um EES: Andarteppubragurinn er ekki traustvekjandi „Ekki er fullvíst að EES-viðræðunum sé endanlega lokið. Efasemdir hafa farið vaxandi innan okkar raða um þessar viðræður. Þetta eru slæm tíðindi fyrir launþega.“ Þetta eru m.a. viðbrögð forsvarsmanna launþega um frestun EES- viðræðna. „Það er talað um að samningavið- ræðum hafi verið frestað. Spuming- in er hins vegar hvort þetta sé í raun frestun eða endalok viðræðna á þessum grundvelli, segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Hann segir að menn verði að átta sig á því að ekki sé verið að tala um stundar- hagsmuni, heldur framtíð þjóðar- innar. „Ég verð að játa að þessi and- arteppubragur, sem var á samninga- viðræðunum síðustu dagana, var ekki traustvekjandi," segir Ög- mundur. Hann segir að BSRB hafi talið rétt á sínum tíma að ganga til þessara viðræðna við EB í samfloti við EFTA- ríkin, og samtökin hefðu þess vegna stutt þessa tilraun og viljað sjá hvað kæmi út úr viðræðunum. „Hinu er ekki að leyna að efasemdir hafa farið vaxandi um samningavið- ræðumar innan okkar raða. Á síð- asta þingi BSRB í vor sem leið var samþykkt að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES áður en frá slíkum samningum yrði gengið af íslands hálfu. Hér á landi hefur um- ræða um þessi mál aukist á síðustu mánuðum. Ég tel að hvert svo sem framhaldið verður, sé ljóst að þjóðin þarf að láta sig meira skipta samn- inga við EB og erlend ríki yfirleitt," sagði ögmundur að lokum. „Það fer eftir áframhaldinu hvaða þýðingu frestun EES-viðræðanna hefur. Það er óljóst í dag hvort þess- ar viðræður verða teknar upp aftur á raunhæfan hátt,“ segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Hann segir það hafa verið skoðun sína að það væri æskilegt að finna flöt á sam- starfi íslands og annarra landa inn- an EES-svæðisins, ef þar fengjust þau skilyrði sem við höfum miðað við að yrðu að vera til staðar. „Ég held að þátttaka okkar í EES geti verið málamiðlun milli þeirra ólíku sjónarmiða sem uppi eru um samskipti okkar við Evrópulöndin. Þess vegna finnst mér slæmt að þessi samtöl skuli hafa endað með þessum hætti núna,“ segir Ásmund- ur. Hann bætir við að þetta séu slæm tíðindi fyrir launþega, vegna þess að aðild að EES gæti gefið forsendur til þess að auka vinnslustig íslenskra sjávarafurða. „Þá hefðum við getað flutt út í meira mæli en nú er full- unnar sjávarafurðir. Þess vegna held ég að það beri að láta enn á það reyna hvort möguleikinn sé til stað- ar á aðild að EES,“ sagði Ásmundur að Iokum. Ásmundur Stefánsson. w Hagstofa landbúnaðarins: Aætlar kostnaðar- verð á heyi í júlí Hagþjónusta landbúnaðaríns hefur áætlað kostnaðarverð á heyi í júlí 1991. Til grundvallar liggja búreikningar ársins 1989, þar sem búreikningar síðasta árs hafa ekki veríð gerðir upp. Með hliðsjón af framleiðslukostnaði á heyi 1990 eru búreikningar framreiknaðir til áætlaðs verð- lags nú. Miðað er við breytingar á áburðarverði, vísitölum launa, lánskjara og byggingarkostnaðar. Launaliður er framreiknaður í samræmi við Iaunalið í verðlags- grundvelli 1. júní 1991. Verðmæti heyvinnutækja miðast við fram- reiknaðar niðurstöðutölur búr- eiknings 1989 samkvæmt bygg- ingarvísitölu. Frjámagnskostnað- ur er metinn 6.5% að meðaltali fyrir 1991. Uppskera er metin út frá búreikningum ársins 1989 og mælingum í heyverkunartilraun- um. Uppskera á árinu er áætluð 5% meiri en árin á undan. Við mat á gæðum heys er áætlað að 1.6 kg af þurrefni þurfi í hverja fóðurein- ingu. Og er þá loksins komið að niður- stöðunum. Hagstofa landbúnaðar- ins áætlar að það kosti 9.59 krón- ur að framleiða hvert kg af hey nú. Það er 10.5% hækkun milli ára. Hún áætlar og að kostnaðarverð á heyi sé nú 15.10 krónur kg. En kostnaðarverð á þurrefni 17.80 krónur kg. Þá er áætlað að af hverjum hektara megi uppskera 3.280 kg af þurrefni, en 3.800 kg af heyi. -aá. Sunnudaginn 4. ágúst verður minnst rösklega hundrað ára af- mælis Staðarhraunskirkju á Snæ- fellsnesi með guðsþjónustu í kirkj- unni, sem hefst kl. 14. Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, prédikar, en sr. Hreinn S. Há- konarson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni er kirkjugestum boðið í kirkjukaffi í fé- lagsheimilinu Lyngbrekku. Kirkjan á Staðarhrauni í Hraun- hreppi var reist árð 1889 og er því 102 ára á þessu ári. Miklar endur- bætur hafa verið gerðar á kirkjunni. Þær felast m.a í því að leitt var í hana rafmagn og hún endurklædd með gömlum panelviði. Þá var einnig skipt um gólf og turninn endur- smíðaður. Að lokum var kirkjan máluð í upprunalegum litum. Eins og oft vill verða, þá tóku fram- kvæmdir lengri tíma en áætlað var, og sömuleiðis voru þær kostnaðar- samari en ráð var fyrir gert. Af þess- um sökum er 100 ára afmælis kirkj- unnar ekki minnst fyrr en nú, en venja er að minnast slíkra tíma- móta. Kirkjan er talin eiga sér langa sögu að baki og eru elstu skriflegar heim- ildir um hana frá árinu 1120. -HÞ Háskólanemar komu hátmim n n n a G amu Vegna fréttar Tímans frá því á þríðjudag, um bát uppi á Glámu- hálendi, þá haföi Jón Aðalbjörn Bjamason í Kópavogi samband við blaðið. Hann sagði að skýring- in á tilveru bátsins uppi á Glámu væri afar einfold. Allt bentí til þess að hópur háskólanemenda ámm. Þeir hefðu verið hér í rann- sóknarieiðangri og meðal annars gengið á Glámu og rannsakað ým- islegt þar. Þessi staður, þar sem báturinn fannst, væri mitóð úr a!- faraleið. Jón sagði að trúlega væri erfitt að koma bátnum þessa vega- lengd, en fyrir nokkra unga og wvwpuui iwiuu avuuv uauiiu upp á Glámu fyrir um það bil 2 0 spraKð iiubKuUuirntd v«n psö ektó mitóð máL -uýj Útihátíð í Atlavík um verslunarmannahelgina: Austfirskar hljóm- sveitir sjá um fjörið Um verslunarmannahelgina verð- ur skipulögð dagskrá í Atlavík á vegum UÍA. Þar verða haldnir dansleikir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hljómsveit- imar Sú Ellen, Bergmál, ítrekun og fleiri leika fyrir dansi. Ungfrú Atlavík verður kosin, haldin verð- ur söngvarakeppni, kveiktur verð- ur varðeldur og fleira gert sér til gamans. Jónas Þór Jónsson, framkvæmda- stjóri UÍA, sagðist búast við að um 3000 manns yrðu í Atlavík um verslunarmannahelgina, en ann- ars færi það nokkuð eftir veðri. Jónas var ánægður með samstarf- ið við skógræktarmenn og lög- gæsluna, sem hann sagði hafa gengið ákaflega vel, og reyndar samstarf við alla sem hlut eiga að máli. „Ég held að það sé vilji allra að hér verði útihátíðir. Við vonum að við getum komið á hátíð sem við ráðum við, höfum stjórn á og getum verið sæmilega stolt af,“ segir Jónas. Ekki hafa verið haldnar skipu- lagðar útihátíðir í Atlavík um nokkurra ára skeið. Á sínum tíma voru þar haldnar fjölmennustu útihátíðir landsins, en undanfarin ár hefur ekki verið nein skipulögð dagskrá þar. Þrátt fyrir það hefur alltaf töluverður fjöldi fólks lagt leið sína þangað um verslunar- mannahelgi, en öll gæsla og þjón- usta verið í lágmarki. Með þessari dagskrá, sem nú er boðið upp á, vilja menn reyna að breyta þessu, koma einhverju skipulagi á þetta og sjá til þess að allt fari vel fram. Aðspurður um hvort leitað verði að áfengi hjá fólki sem kæmi, sagði Jónas að einhver áfengisleit yrði sjálfsagt. „Skýrar reglur eru í gangi um þetta núna, eins og sennilega flestir vita, en hvemig hún verður nákvæmlega fram- kvæmd þori ég ekki að segja um,“ sagði Jónas Þór Jónsson að lokum. -SIS Staðarhraunskirkja í Hraunhreppi. Snæfellingar fagna endurbótum á kirkju: Kirkjuafmæli á Staðarhrauni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.