Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 1
w;. Mynd frá 1810 úr Rangárvallasýslu. Varla hefur veriö Jafn myndarlega hýst á Reyðarvatnl og hér má sjá, en myndln sýnlr Odda. Umhverflö hefur þó verlö Guörúnu Halldórs- dóttur kunnuglegt: Hekla í baksýn og til vinstrl viö hana Bjólfell og Búrfell. n Þar kom sá sem tímdi að skera“ Guðrún á Reyðarvatni var tíu barna móðir, orðljót og drykkfelld og lét sitt í engu fyrir karlpeningnum Reyðarvatn á Rangárvöllum var að fomu vildisjörð og stundum höfð- ingjasetur. Um miðjan vetur 1711 voru jarðir á Rangárvöllum skráðar með áhöfn og nafni bónda í jarðabók kennda við Áma Magnússon. Þá var Reyðar- vatn ennþá kostajörð og bjó þar hrossakóngur Rangæinga og annar fjárflesti bóndi í Rangárþingi. Hann hafði 15 gripi í fjósi, 330 fjár og 58 hross í högum. Hann sat að mestu leyti á sjálfs sín eign, annar af tveim- ur sjálfseignarbændum í Rangár- vallasveit. Sá maður hét Marteinn Bjömsson, prests á Reyðarvatni, Höskuldssonar. Þórdís, einkabam hans, átti Helga Bjamason, prest á Mosfelli. Eiga þau niðja í Ámesþingi og víðar, en eigi verða þær ættir raktar hér. Ættfaðirinn Halldór Réttum 100 árum síðar (1811) hóf búskap á Reyðarvatni Halldór, sonur Keldnahjóna, Guðmundar bónda Erlendssonar og Guðrúnar Pálsdótt- ur, síðari konu hans. Halldór bjó þar réttan fjórðung aldar og hafði stundum stærst bú allra bænda á Rangárvöllum. Taldi mest fram 39 hundmð fríð. Vorið 1831 taldi hann Margt hefur veriö um konur á íslandi rætt og stööu þeirra í þjóölífinu frá gullöld fram til okkar daga. Víst er um aö ekki var hlutur þeirra allra né viröing slík sem Auöar hinnar djúpúögu, Bergþóru eöa Þuríöar sundafyllis. Langar aldir máttu alþýöukonur þola hverskyns niöurlægingu og skort og í ýmsu vesælli kjör en karlar. „Hún amma mín var samkvæmt íslenskum vana / ánauöugt húsdýr í nýlendu Dana...,“ orti skáldiö. En jafnan voru til eintaklingar sem báru langt af flestum eöa öllum körlum í umhverfi sínu og létu hlut sinn hvergi. Þær voru haröræöiskjörunum vaxnar og sannarlega á hlutur þeirra þaö skiliö aö geymast og af þeim aö veröa skráöar sögur, eíns og t.d. af Þuríöi formanní á Stokkseyri. Hér segir nú frá kjarnakerlingu mikilli, Guörúnu Halldórsdóttur er kennd var viö Reyöarvatn á Rangárvöllum. Eftirfarandi þátt af henni hefur ritaö Helgi Hannesson, fyrrum kaupfélagsstjóri á Rauöalæk (1896-1989), og ber frásögnin því vott hver afburöakvenmaöur Guörún var, svo og sérkennilegri frásagnarlist skrásetjarans, Helga Hannessonar. Drottin gaf Dóra Reyðarvatnið stóra. Hvað fékk hann í staðinn? Spesíu frá Dóra. „Mestur gamli Steinn!“ Jarðarför Guðrúnar gömlu á Keld- um var lengi í minnum höfð á Rang- árvöllum. Synir hennar: Páll, Steinn fram 3 kyr, 18 hross og 230 kindur framgengnar. Þar af 108 mylkar ær. Næsta haust hefði hann átt að eiga 330 fjár. Halldór var „drjúglyndur", segir um hann í Keldnamannaþætti. Þótti ölkær eins og bræður hans: Páll á Keldum og Steinn í Vetleifsholti. Er hann var ölvaður kvað hann oft kviðling þennan: Helga Hanneson Sumarliöabæ og Halldór voru þar viðstaddir, allir augafullir. í líkræðu sinni taldi prestur börn og bamaböm gömlu konunnar. Hann lét þess getið að Steinn ætti 14 böm og Halldór eina dóttur. Steinn hrópaði: ,J4estur gamli Steinnl", en Halldór kallaði: „Láttu hana Guddu litlu vera meðl“ Hún var stjúpdóttir hans. Þá gat Páll ekki heldur orða bundist. Hann ávarpaði Halldór bróður sinn svo: „Skammastu þín og reyndu að halda kjaftil" Halldór kvæntist 37 ára gamall 42 ára gamalli ekkju, Ingibjörgu Hall- dórsdóttur, bónda á Ytri-Þurá f Ölf- usi, Jónssonar. Hún átti áður Þor- steinn Þórðarson, húsmann í Þor- lákshöfn. Hann dó úr holdsveiki á Reynifelli 1814, 52 ára gamall. Áttu þau hjón eina dóttur átta vetra gamla. Hún hét Guðbjörg og hana vildi Halldór eigna sér. Tvær dætur fæddust Halldóri og Ingibjörgu: Guðrún, sem síðar bjó lengi á Reyð- arvatni, og önnur sem Iifði aðeins fáa daga. Með Halldóri á Reyðarvatni hófst ætt sem sat þar í 124 ár. Sjálfur bjó hann þar sem fyrr segir í aídarfjórð- ung. Þá brá hann búi og eftirlét jörðina bónda Guðbjargar stjúpdótt- ur sinnar, Einari ríka Gunnarssyni,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.