Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.10.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 15. október 1991 Þriðjudagur 15. október 1991 Tíminn 9 Ræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, þegar hann fagnaði bridgeheimsmeisturunum í Leifsstöð: Máttum eiga von á aö geta hugs- anlega unniö „Það er alltaf gaman að því að bjóða fs- lendinga velkomna heim. Þegar menn koma heim með Flugleiðum, þá er sagt: Velkomin heim. Þið komuð með SAS. Við segjum: Velkomin heim — aldrei skemmtilegra heldur en núna að segja Vel- komin heim,“ sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra, þegar hann fagnaði heims- meistaraliðinu í bridge í Leifsstöð í fyrri- nótt. Forsætisráðherra hélt síðan áfram: „Við höfum fylgst með ykkur öll þessa daga í Japan og við höfúm lifað, vakað, sof- ið — stundum of mikið — með ykkur þessa daga í Japan. Þið hafið kannski hald- ið að þið hafið átt bágt í lokaða og hálflok- aða salnum í Yokohama. Við höfúm átt líka bágt í opnum sölum hér heima. Við höfum fylgst mjög nákvæmlega með því sem þið voruð að gera, allri snilldinni, og auðvitað líka þegar þið gerðuð hitt sem var ekki eins snjallt — ég er ekki að skamma hann Jón fyrir eitt grand redoblað — það sýnir kjark og kraft að rugla Pólverja. Við erum afskaplega stolt af ykkur. Þið höfðuð ákveðna tækni undir lokin, skrýtna tækni. Auðvitað höfðuð þið tækni dirfsk- unnar, kraftsins, áræðis og þors og spiluð- uð fast og gáfuð ykkur hvergi án þess að spila of fast. En þið höfðuð líka sérstaka tækni sem við höfúm verið mjög montin af hér heima. Og hvaða tækni var það? Það var brostæknin. En ef þið haldið að sú tækni hafi dugað okkur hér heima þennan tíma, þá er það misskilningur. Það bros var frosið hér heima allan þennan tíma. En þegar úrslitin voru um það bil ljós og þeg- ar þau voru ljós, þá kom þessi þjóð upp með þessa sömu tækni. A strætisvagna- stöðvum, í bíó, hvar sem menn hittust þá var brostæknin þar. Jafnvel í þinginu voru gamlir fjandmenn famir að brosa hver framan í annan og héldu að það ætti að vera þannig. Erum við minni máttar, íslendingar, að taka sigri eins og þessum með þeim hætti sem við tökum? Nei, við erum það ekki. Er- um við montrassgöt úr hófi fram að taka sigri, eins og þið hafið unnið fyrir okkur, með þeim hætti sem við höfum gert? Nei, við emm það ekki. Við lítum þannig á að sigurinn sem þið unnuð — auðvitað fyrir ykkur og fyrir bridsið og fyrir okkur — það er engin til- viljun. Við horfum yfir það, sem hefur gerst undanfarin fjögur til fimm ár. Þetta er allt í mjög nákvæmu samhengi við það, sem gerst hefur undanfarin fjögur eða fimm ár. Það er engin tilviljun að íslenska bridge- sveitin vann. Það var engin lukka. Auðvitað er lukkan góð og lukkan er með þeim sem eiga lukkuna skiiið. Það var ekki lukkan þó ein. Við horfum yfir ferilinn. Við horfum yfir stígandann og þegar við horfum yfir þetta hvorttveggja, þá máttum við eiga von á því að við gætum hugsanlega unnið. Við áttum aldrei að segja meira. En við máttum eiga von á því að við gætum hugsanlega unnið, og það var nákvæmlega það sem gerðist, af því að bridgesveitin íslenska hélt haus. Hún hélt haus þegar mest gekk á. Á meðan þið voruð úti að spila, þá var haust hér á íslandi og þá voru allir verstu spádómar sem gengu yfir ísland, sem ganga yfir á haustin. Allir spádómar og spá- stofnanir íslendinga voru þá að berja frá sér haustverkunum, svartagallsrausinu um að allt væri að fara til helvítis. Það var afskaplega gott að fá bros ffá Japan á þeim tíma. Ríkisstjómin, hún er eins og hún er — það er óþarfi að hiæja að því — og Reykja- víkurborg tóku vissa áhættu fyrirfram í miðjum niðurskurðinum. Það var ákveðið að veðja á þessa bridgesveit. Sumir sögðu: Nú, þeir hafa unnið sér í Evrópukeppninni rétt til þátttöku í heimsmeistarakeppninni í Japan. Því ekki að lifa við það. Því ekki að segja: Þetta er nóg? Því að fara til Japan og láta rassskella okkur þar? Áhættan var tekin, traustið var tekið, trúin á liðið, og liðið stóð undir því. í rauninni, þegar við horfúm yfir farinn veg, þurftuð þið ekki að vinna riðilinn, en þið gerðuð það samt Þeir urðu að vinna bráðabanana og þeir gerðu það. Auðvitað var það töff á stundum, ekki síst við Svíana, og reyndar eftir Svíana þá þorði maður ekki að trúa því að 80 væri nóg, — þetta em gangsterar í liðinu — vísir til alls — en það reyndist nóg og því emm við afskaplega stolt yfir, ís- lendingar. Þjóðin öll fagnar ykkur, þið vitið það. íslenska ríkið stóð bak við ykkur með þeim þætti, sem um var beðið, og er montið af því í öllum þeim niðurskurði sem yfir stendur. Borgarstjórinn í Reykjavík, Mark- ús Öm Antonsson, er úti á landi í dag. Við töluðum saman í dag. Borgin og Bridge- sambandið hafa verið að koma sér upp húsi sameiginlega. Borgin er ágætur félagi, en samt sem áður ákvað Bridssambandið að kaupa hlutinn af borginni og skuldaði borg- inni 10 milljónir af því tilefni. Borgarstjórinn sagði mér í dag að vegna þess, sem þið hafið gert, vildi hann beita sér fyrir því að þessi tíu milljóna skuld yrði felld niður, en þið ættuð heimilið, sem þið eigið skilið. Ég flyt ykkur kveðjur hans og bridge- menn vita það að þið hafið semsagt unnið fyrir þessu með þessum hætti. Frá ríkinu — hinu bláfátæka ríki — vil ég nefna að við munum þrátt fyrir allt, þegar á herðir, standa við bakið á ykkur, eins og þið eigið skilið, ykkur og ykkar sporgöngu- mönnum, vegna þess að það er enginn vafi á því að þið hafið verið núna í Japan og vit- ið ekki haus eða sporð á hvað er að gerast. Það er enginn vafi á því að þið emð búin að kveikja slíkan bridgeáhuga með þessari undarlegu þjóð að hann slokknar ekki svo glatt. Ég er stoltur af ykkur og ég er afskap- lega stoltur af að hafa unnið ykkur einu sinni í bridge. Ég var að vísu með einn landsliðsmanninn — Þorlákur var í mínu liði og Þórarinn Sigþórsson og Jón Steinar — en við unnum, þú manst það Jón. Það er ekki rétt að þið hafið gefið þetta til þess að... Kæm heimsmeistarar, hlustið á þetta — heimsmeistarar — kæm heimsmeistarar, hjartanlega velkomin heim, og ég vil biðja menn að segja skál við heimsmeistarana, og til þess að gera okkur dagamun skulum við ekki bara segja skál, við skulum rísa á fætur og segja ekki bara skál, við skulum segja Bermúdaskál og síðan skulum við segja: Heimsmeistaramir lengi lifi, þeir lifi....“ Davíð Oddsson forsætisráðherra skálar fyrir nýbökuðum heimsmeisturum í bridge. Tfmamyndlr: Áml Bjama Mættir í móttökuathöfnina. Davíð Oddsson forsætisráðherra fylgist með Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra óska Þorláki Jónssyni til hamingju. Öm Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og bikarinn umtalaði í baksýn. Heimsmeistararnir komnir heim bridge Heimsmeistamir í bridge lentu á Keflavíkurflugvelli laust eftir miðnætti á sunnudaginn, eftir 28 klukkustunda ferðalag frá Yokohama. Móttökuathöfn var í Leifsstöð þar sem fjölmenni var saman komið til að hylla heimsmeistar- ana. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra héldu ræður þar sem þeir óskuðu heimsmeisturunum til hamingju með sigurinn. „Þetta er búið að vera ólýsanlegt og bandinu núna. Þetta er alveg stór- svo eru þetta ekki neinar smágjafír, kostlegt,“ segir Elín Bjarnadóttir, sem hafa verið að berast Bridgesam- framkvæmdastjóri Bridgesambands- ins. Elín segir að betri fjárhagsstaða breyti miklu varðandi almenna starf- semi sambandsins. Aðspurð segir Elín að Bermúdabik- arinn verði geymdur niðri í Bridge- sambandi. „Einn af mínum gömlu draumum, sem ég hef ekki komið í verk vegna féleysis, er að smíða skápa undir verðlaunagripi. Nú verður skápurinn smíðaður. Þeir eru held ég alveg sammála um að geyma bikarinn hérna og það er búið að velja staðinn fyrir hann,“ segir Elín. Jón Baldursson, nýbakaður heims- meistari í bridge, segir í samtali við Tímann að þeir muni bara halda áfram sinni vinnu og sínu fjölskyldu- lífi. „Það má kannski búast við því að við spilum á 6-7 mótum á ári, næstu tvö árin, í stað þess að við spiluðum kannski á 2-3 mótum áður. Það verð- ur sennilega eina breytingin," segir Jón. Aðspurður segir hann að at- vinnumennska komi ekki til greina. Það er misjafnt hversu atvinnumenn taka þátt í mörgum mótum á ári. Jón segir t.d. Pólverjana spila svona aðra hverja helgi allan ársins hring. -js Jón Baldursson heimsmeistari fær hlýjar móttökur við heimkomuna. Guðlaugur R. Jóhannsson hampar Bermúdabikarnum góða. Guðlaugur R. Jóhannsson með Bermúdabikarinn og Öm Arnþórsson í fararbroddi við komuna til Keflavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.