Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						14 Tíminn
Þriðjudagur 29. október 1991
Hjálmar Vilhjálmsson
fv. ráðuneytisstjóri
Fæddur 16. júlí 1904
Dáinn 19. október 1991
Hjálmar Vilhjálmsson, fyrrum ráðu-
neytisstjóri og sýslumaður, lést á
Landspítalanum 19. október sl. eftir
stutta legu þar. Hann var fæddur 16.
júlí 1904 á Hánefsstöðum f Seyðisfirði.
Hann varð því 87 ára gamall. Foreldrar
hans voru VilhjálmurÁrnason, útvegs-
bóndi á Hánefsstöðum, og Björg Sig-
urðardóttir, kona hans, en þau bjuggu
þar stórbúi. Vilhjálmur, afi, minn, var
sonur Árna Vilhjálmssonar, bónda á
Hofi í Mjóafirði, en Björg amma dóttir
Sigurðar Stefánssonar, bónda á Há-
nefsstöðum.
Þegar Hjálmar var að alast upp voru
mikil umsvif á Hánefsstöðum. Húsa-
kynni voru stórt og reisulegt íbúðar-
hús, vel búið inni miðað við þá tíma,
svo og myndarleg og vel gerð útihús.
Niðri við sjóinn stóðu fiskverkunar-
hús, beitingarskúrar og stórt geymslu-
hús. Þar var allstórt íshús og smiðja og
bryggja fyrir tvo til þrjá dekkbáta og
legufæri á víkinni. Að sjálfsögðu var
allur afli fullverkaður á staðnum. Afi
gerði jafnan út marga báta, fyrst róðr-
arbáta og sfðar bættust við vélbátar.
Þaðan voru og gerðir út stærri bátar.
Rán, 43 tonna bátur, sem fórst í
Hornafjarðarósi í fárviðri árið 1925, en
Ami, faðir minn, var formaður. Mann-
björg varð. Síðar Faxi, 57 tonna bátur,
sem Þórhallur, yngsli bróðirinn, var
formaður á.
Þá var og verulegur lándbúskapur á
Hánefsstöðum. Fjölskyldan var æði
fjölmenn. Það voru fimm bræður og
tvær systur, sem öll eru nú látin. Elst-
ur var Sigurður, kaupfélagsstjóri og
sfðar bóndi á Hánefsstöðum. Faðir
minn, Arni, útvegsbóndi og síðar er-
indreki Fiskifélags íslands og skipaeft-
irlitsmaður. 1 lermann, útvegsbóndi og
síðar skipaafgreiðslumaður á Seyðis-
firði og erindreki Fiskifélags íslands.
Þórhallur, skipstjóri og síðar hafhar-
stjóri í Keflavík, og Hjálmar var yngst-
ur. Systurnarvoru Sigríður, húsfreyja,
búsett á Egilsstöðum, og Stefanía,
lengi skrifstofustúlka hjá sýslumanns-
embættinu á Seyðisfirði og sfðan hjá
Olíufélaginu hf. í Reykjavík. Þá var og
fóstursonurinn Vilhjálmur Emilsson,
vélgæslumaður á Egilsstöðum. Systk-
inin ásamt skylduliði unnu á yngri ár-
um meira og minna við útgerðina og
búskapinn. Vegna mikilla umsvifa var
Hánefsstaðaheimilið mjög fjölmennt,
einkum á sumrum, þá allt upp f 50-60
manns. Allt snerist um atvinnulffið til
sjós og lands.
í þessu umhverfi ólst Hjálmar upp og
það mótaði að sjálfsögðu viðhorf hans.
Hann var við heyskap á sumrin, en
vandist þó nokkuð sjávarstörfum jafh-
hliða. Snemma bar á frábærum gáfum
Hjálmars og gekk hann menntaveginn
eins og það er kallað. Hann tók gagn-
fræðapróf utanskóla við Menntaskól-
ann í Reykjavík árið 1922. Settist svo í
menntaskólann og lauk stúdenlsprófi
árið 1924 með hæstu einkunn. Ég
hygg að uppáhaldsnámsgrein Hjálm-
ars f menntaskóla hafi verið stærð-
fræðin. Hann var mjög töluglöggur
maður og nákvæmur f öllu. Þaðan lá
leiðin í lögfræðideild Háskólans. Alla
tfð stundaði Hjálmar nám af mikilli
samviskusemi eins og honum var í
blóð borin. Hann tók því lögfræðipróf
vorið 1929 með miklum glæsibrag.
Hugur Hjálmars stefndi austur á land
og hóf hann þegar að loknu háskóla-
námi störf sem fulltrúi sýslumanns
Norður-Múlasýslu og bæjarfógeta á
Seyðisfirði.
Aður en lengra er haldið ber að geta
mesta gæfuspors sem Hjálmar sté á
lífsleiðinni. Þegar hann kom austur að
loknu embættisprófi kom unnusta
hans með honum og þau gengu í heil-
agt hjónaband á Hánefsstöðum 12.
aprfl 1930. Eftirlifandi kona Hjálmars,
Gyðríður Sigrún Helgadóttir, smiðs á
Fossi á Sfðu Magnússonar og konu
hans Gyðríðar Sigurðardóttur, er ein-
hver ágætasta kona sem ég hef nokkru
sinni kynnst, fágæt mannkostamann-
eskja, elskuð og virt af öllum. Þau hófu
búskap f gamla pósthúsinu, rétt við
Fjarðarána á Seyðisfirði, en fluttu
fljótlega inn á ölduna og keyptu hús-
eignina Vesturvegi 8 og bjuggu þar æ
síðan meðan þau voru á Seyðisfirði.
Sýslumannsheimilið var rómað fyrir
myndarskap. Það stendur á fallegum
stað f mioju þó nokkru túni, en þau
hjónin höfðu jafnan dálftinn landbú-
skap til heimilisnota. Þarna var sýslu-
mannsembættið einnig til húsa. Það
voru þvf margir sem lögðu leið sfna
þangað, bæði í erindum við embættið
og til að heilsa upp á sýslumannshjón-
in. Þá var fjölmennt frændalið sem
kom ævinlega við hjá þeim Sigrúnu og
Hjálmari. Það var því ákaflega mikill
gestagangur á heimilinu, nánast lát-
laus straumur og oft næturgestir. Þau
hjónin voru samhent og miklir gest-
gjafar. Mér er það óskiljanlegt hvernig
Sigrún komst yfir að stjórna stóru
heimili, ásamt öllum gestaganginum.
En allir voru velkomnir, andrúmslofl-
ið óþvingað og létt yfir öllu.
Þau Sigrún og Hjálmar eignuðust
fjögur böm. Elst er Björg, gift Reimari
Charlessyni framkvæmdastjóra, þá
Helgi arkitekt, kvæntur Maríu Andreu
Hreinsdóttur, Vilhjálmur arkitekt,
kvæntur Borghildi Óskarsdóttur, og
loks Lárus, ókvæntur.
Þann 1. janúar 1930 var Hjálmar ráð-
inn bæjarstjóri á Seyðisfirði og gegndi
hann því starfi um sex ára skeið. Þá var
heimskreppan í algleymingi og því
mjög erfiðir tímar. Rækti Hjálmar
starf sitt með þeim hætti að hann
hlaut allra manna traust. Vorið 1936
var Hjálmar skipaður sýslumaður
Rangárvallasýslu. Bjuggu þau Sigrún
stórbúi í Gunnarsholti í rúmt ár, en á
miðju ári 1937 var hann skipaður
sýslumaður f Norður-Múlasýslu og
bæjarfógeti á Seyðisfirði. Fluttu þau
þvf enn austur á land og nú til lang-
dvalar. Seyðfirðingar fengu Hjálmar til
að taka að sér bæjarstjórastarfið á
Seyðisfirði, jafnhliða sýslumannsemb-
ættinu. Varð hann á ný bæjarstjóri frá
marsmánuði 1938 og gegndi því starfi
í rúmlega ár. Þetta sýnir hve mikið
traust sveitungar hans báru til hans.
Hjálmar var vel látinn og vinsæll
sýslumaður, réttsýnn, mjög reglusam-
ur og naut almenns trausts, enda hef-
ur mér verið sagt að embættið hafi
verið óvenjulega vel rekið. Á þessum
árum var Hjálmar öðru hverju veikur
og lá stundum langar sjúkralegur. Það
mun hafa ráðið nokkru um að hann lét
af embætti eftir 16 ára dygga þjónustu
og flutti til Reykjavíkur þar sem hann
hafði aðgang að sérfræðingum. En 1.
febrúar 1953 var hann ráðinn skrif-
stofustjóri (seinna nefht ráðuneytis-
stjóri) í félagsmálaráðuneytinu og
skipaður ráðuneytisstjóri 6. janúar
1970. Hjálmar gegndi því raunveru-
lega starfi ráðuneytisstjóra í félags-
málum um 20 ára skeið, en á miðju ári
1973 fékk hann laus frá embætti að
eigin ósk. Á árinu 1970 veitti hann
einnig heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu forstöðu. Hjálmar naut
óvenju mikils trausts f embætti, ekki
síst allra ráðherra sem hann starfaði
fyrir. Hann var vandvirkur og ráðvand-
ur, kynnti sér vel þau mál sem hann 1
fékkst við, skipulagði starf sitt, hélt sér
við efhið og hafði jafnan hreint borð.
Hjálmar vann mjög að samningu
margra grundvallarlaga um félagsmál.
Hann var t.d. formaður f nefhdum til
endurskoðunar almannatryggingalaga
á tímabilinu 1954-1970, formaður
nefndar sem samdi frumvarp til laga
um atvinnuleysistryggingar 1955-
1956, formaður í nefndum sem endur-
skoðuðu sveitarstjórnarlögin, formað-
ur nefhdar um sameiningu sveitarfé-
laga, formaður nefnda sem sömdu
frumvörp um 40 stunda vinnuviku, al-
hliða vinnuvernd og launajöfnun, for-
maður nefndar til endurskoðunar laga
um Húsnæðismálastofnun ríkisins.
öll þessi störf vann Hjálmar af mikilli
samviskusemi og vandvirkni. Hann
var án efa einn af fremstu sérfræðing-
um þjóðarinnar í félagsmálalöggjöf og
átti ríkan þátt f að móta íslenskan rétt
um félagsmál.
Hjálmar var formaður stjórnar At-
vinnuleysistryggingasjóðs í 22 ár.
Hann lagði áherslu á að ávaxta fé
sjóðsins til uppbyggingar atvinnulífs-
ins. Hann var mjög laginn að laða
menn til samstarfs, en þarna gætti
ólíkra sjónarmiða. Lagði hann mikla
vinnu í að samræma sjónarmið stjóm-
armanna, enda voru öll mál samþykkt
samhljóða að lokum. Yfir 20 ár sat
Hjálmar f stjóm íslenskrar endur-
tryggingar. Hann var svo formaður
Styrktarfélags vangefinna frá stofhun
félagsins árið 1958 til 1975. Þessi fé-
lagsskapur stóð að hreinni byltingu f
málefhum vangefinna og lagði grund-
völl að því þjóðþrifa- og mannúðar-
starfi sem unnið er í þessum málum.
Sem formaður vann Hjálmar skipu-
iega eins og venja hans var, og fylgdi
fast eftir samþykktum stjórnarinnar.
Hjálmar vann mjög umfangsmikil
störf sem formaður stjómarinnar. Þá
sat hann í stjórn hússjóðs öryrkja-
bandalagsins frá upphafi f samtals
rúmlega 20 ár.
Hjálmar fékkst talsvert við ritstörf og
skrifaði ritgerðir og greinar um lög-
fræðileg efni, sögu og landsmál. Hann
var mikill áhugamaður um setningu
nýrrar stjómarskrár fyrir lýðveldið og
skrifaði um þau mál, sérstaklega fyrr á
árum, þegar hann stóð að útgáfu Gerp-
is, mánaðarrits Fjórðungsþings Aust-
firðinga, sem var merkilegt riL Hann
sat f milliþinganefhd um stjómarskrá
1945. Þá skrifaði hann m.a. gagnmerkt
heimildarrit um hernámsárin á Seyð-
isfirði, um Manntalsþing o.m.fl.
Þegar þau hjón fluttu suður festu þau
kaup á íbúð að Drápuhlíð 7 í Reykjavík
og bjuggu þar lengst af, en nú seinustu
árin f íbúðabyggingu fyrir aldraða að
Bólstaðarhlfð 41. Þótt húsakynni væru
ólík þeim sem var á Seyðisfirði var
sama reisn og myndarskapur yfir
heimilinu.
Hjálmar, frændi minn, var hár maður
vexti, fríður og fyrirmannlegur, glað-
lyndur og glettinn og heiðarlegur fram
f fingurgóma. Hann var vanafastur og
heimakær, enda ekki f kot vfsað. Mikilí
starfsmaður og embættismaður. Hann
var áhugasamur um fþróttir, stundaði
gönguferðir, nokkuð laxveiðar og golf
á efri árum. Náði hann t.d. ágætum ár-
angri í golfíþróttinni af svo fullorðn-
um manni. En ekki má gleyma þeirri
íþrótt sem hann hafði hvað mesta
ánægju af, en það er skákfþróttin.
Hann var ágætur skákmaður og marga
glímuna höfum við frændur háð við
skákborðið f yfir 40 ár. Þá var hann og
ágætur bridsmaður.
Hjálmar var alla tfð framsóknarmað-
ur og áhugasamur um landsmál, mik-
ill samvinnumaður, en sjálfstæður f
skoðunum, gagnrýninn og rökfastur.
Mér er kunnugt um að hann átti kost á
þingmennsku ef hann hefði kært sig
um það.
Það var Hjálmari mikil hugsjón að sjá
landsbyggðina þróast jöfnum hönd-
um. Hann taldi nauðsynlegt fyrir fá-
menna þjóð í stóru landi að hlúa að
byggðinni, þótt verja yrði nokkrum
fjármunum til þess. Það væri sjálf-
stæðismál fullvalda þjóðar.
Þau Hjálmar og Sigrun voru ham-
ingjurfk f hjónabandi og sinnar eigin
gæfusmiðir. Þau voru vinsæl og virt af
öllum vinum, ættingjum og samferða-
mönnum. Við, sem höfum verið meira
og minna heimagangar á heimili
þeirra um áratugi, eigum ekki orð til
að þakka gestrisni og góðvild. Það voru
jafnan gleði- og hamingjustundir.
Segja má að heilsa Hjálmars hafi ver-
ið nokkuð góð, þar til halla tók undan
fæti seinustu árin. Þakkaði hann það
m.a. golffþróttinni. Hann hafði fóta-
vist, þótt ellin sækti að hægt og bít-
andi. Hins vegar bar hann sfna erfið-
leika með karlmennsku og kvartaði
ekki. Hann var andlega mjög em til
hinstu stundar og aldrei brást hans
frábæra minni. Hann fylgdist af áhuga
með öllu, þðtt sjónin væri orðin léleg.
Viku áður en hann lést ræddum við
saman um stjórnmál og þau önnur
mál sem efst vom á baugi. Athuga-
semdir hans voru skarplegar og spum-
ingamar markvissar. Ilann hafði mikl-
ar áhyggjur af skuldum ríkissjóðs og
þjóðarinnar út á við. í seinni tíð sner-
ist þó umræðan gjarnan um æsku- og
unglingsárin og átthagana fyrir aust-
an.
Með Hjálmari er genginn einn af
aldamótamönnunum, sem vann ötul-
lega að þvf að skapa nýtt ísland. Maður
sem lifði tvær heimsstyrjaldir, full-
veldistöku þjóðarinnar og lýðveldis-
töku. Hans kynslóð hefur vissulega
skilað miklu dagsverki og búið í hag-
inn fyrir komandi kynslóðir. Hann var
gæfumaður. Og nú að leiðarlokum
þakka ég þessum ágæta frænda mín-
um samfylgdina. Við hjónin og allt
frændalið þökkum allt sem hann var
okkur og vottum Sigrúnu og ástvinum
hans öllum innilega samúð. Guð blessi
minningu hans.
Tómas Árnason
Kveðja M Styrktarfélagi
vangeíinna
Að kvöldi 10. febrúar 1958 kom fá-
mennur hópur áhugafólks saman á
einkaheimili hér á borginni til þess að
ræða ýmsar úrbætur í málefnum van-
gefins fólks og kanna hugsanlega fé-
lagsstofnun því til aðstoðar. f þessum
hópi var Sigrún Helgadóttir, eiginkona
Hjálmars Vilhjálmssonar, sem hér er
minnst.
Á næsta fundi var hafinn undirbún-
ingur að stofhun félags sem fékk heit-
ið Styrktarfélag vangefinna. Þangað
kom Hjálmar með konu sinni — þau
voru samhent um flest Hann tók að
sér að semja Iðg félagsins. Þau lög eru
enn f gildi óbreytt að mestu, stuttorð
og gagnorð og gerð af mikilli framsýni,
enda var maðurinn lögfræðingur og
manna reyndastur f samningu laga-
bálka varðandi trygginga- og félags-
mál. Þessu til áréttingar er hér birt sú
grein laganna er fjallar um tilgang fé-
lagsins:
„Tilgangur félagsins er að vinna að
því:
Leifur Finnbogason
hrSnHi   HítarHal             ^^
bóndi, Hítardal
Fæddur25. apríl 1913
Dáinn 17. október 1991
Látinn er Leifur Finnbogason, bóndi í
Hítardal, Hraunhreppi, Mýrasýslu.
Leifur varð bráðkvaddur að heimili
sínu að morgni 17. október sl. Útför
hans fór fram í kyrrþey að ósk hans
sjálfs og var hann jarðsettur í heima-
grafreit f Hítardal 24. október.
Leifur var sonur hjónanna Sigríðar
Teitsdóttur og Finnboga Helgasonar.
Sigríður var dóttir Teits Péturssonar
frá Smiðjuhóli í Mýrasýslu og konu
hans Kristínar Bergþórsdóttur frá
Straumfirði í Mýrasýslu. Finnbogi var
sonur llelga Helgasonar og konu hans
Guðnýjar Hannesdóttur, en þau
bjuggu víða í Dölum og á Mýrum.
Böm Sigríðar og Finnboga í Hítardal
vom: Pétur, dáinn 1939, Leifur, dáinn
1991, Teitur, dáinn 1991, tvíburarnir
Bjöm, dáinn 1988, og Helgi, dáinn
1985, Kristján, dáinn 1974, Héðinn
dáinn 1985, og Kristín, dáin 1991. A
lífi eru: Kristófer, í Parfs, Bergþór, á
Selfossi og Gunnar í Reykjavík.
Sigríður og Finnbogi hófu búskap f
Hítardal með nánast tvær hendur
tómar, en full bjartsýni. Með þraut-
seigju og dugnaði tókst þeim að koma
upp öllum sínum börnum. Sigríður og
Finnbogi bjuggu í Hítardal allan sinn
búskap, 41 ár, eða frá 1910 til 1951. Ar-
ið 1942 keypti Leifur hálfa jörðina og
foreldrum sínum og bjó á móti þeim
þar til þau létust sumarið 1951. Böm
Sigríðar og Finnboga gerðu jörðina að
ættaróðali.
Á unglingsámm sínum vann Leifur í
vegavinnu hjá Ara Guðmundssyni,
Borgamesi, en allir Hftardalsdrengirn-
ir vom hjá honum í lengri eða
skemmri tíma og léttu þannig undir
heimilinu eins og þá tíðkaðist. Leifur
var hamhleypa til vinnu og laginn við
margt. Hann fór nokkra túra á togara.
Einnig var til þess tekið hve drjúgur
hann var við slátt þegar slegið var með
orfi og ljá, þá fór hann iðulega út eftir
miðnætti til að nýta náttfallið.
Leifur var í Reykholtsskóla 1934-
1936. Þar smíðaði hann m.a. skrifborð,
en það hafði enginn nemandi þar áður
gert. Skrifborðið fékk hann geymt í
nokkur ár á Mel í Hraunhreppi vegna
þrengsla í gamla bænum í Hítardal.
Þetta er glöggt dæmi sem sýnir við
hvað var að stríða hjá fátæku og bam-
mörgu fólki.
Árið 1939 var reist nýtt íbúðarhús í
Hítardal. Húsið teiknaði Halldór H.
Jónsson, arkitekt úr Borgamesi. Öll
steypa í húsið var hrærð í olíutunnu
sem hestur sneri. Þegar ég var snún-
ingastrákur hjá Leifi þá notuðum við
þessa sömu tunnu til að steypa upp
fióshlöðuna, en þá var kominn jeppi f
stað hests. Þetta var árið 1955.
Bamakennslu stundaði Leifur á ámn-
um 1937-1943 í Snæfellsnessýslu,
Barðastrandarsýslu og Skagafjarðar-
sýslu. Oft sagðist hann á þessum árum
hafa gengið á milli sveita, vegalengdir
sem enginn tæki í mál að fara nú.
Hann þótti einstaklega laginn að ann-
ast böm á þessu aldursskeiði.
Eftir lát foreldra sinna tók Leifur al-
farið við búskap í Hítardal. Það er
hverium bónda nauðsyn að hafa góða
konu sér við hlið, svo var einnig um
Leif. Guðrún Jónsdóttir réðst sem
ráðskona til Leifs og giftu þau sig 11.
maí 1954.
Guðrún var fædd á Klúku í Stranda-
sýslu, dóttir Jóns Halldórs Sigurðsson-
ar og Jórunnar Agötu Bjamadóttur.
Fyrsta búskaparsumar Guðrúnar og
Leifs kom undirritaður að Hítardal
sem snúningadrengur og var þar í 4
sumur. Þessi sumur eru mér ógleym-
anleg og á ég þeim hjónum mikið að
þakka.
Guðrún reyndist dugnaðarforkur og
vann jafnt utan húss sem innan. Gest-
kvæmt er jafhan í Hítardal, m.a. vegna
veiðimanna sem koma og veiða í Hít-
arvatni, og koma sumir ár eftir ár og
eru heimilisvinir. Oft fór Leifur með
veiðimenn inn að Hftarvatni á hestum,
áður en vegur var lagður að vatninu og
margan bílinn dró hann upp úr Sanda-
læknum sem breyttist í fljót í miklum
rigningum.
Guðrún og Leifur eignuðust tvö böm,
Finnboga og Sigríði. Finnbogi er odd-
viti og bóndi í Hítardal. Sambýliskona
hans er Erla Dögg Ármannsdóttir og
eiga þau böm, Leif Finnbogason og
Tinnu Kristínu Finnbogadóttur. Sig-
ríður er húsmóðir f Borgarnesi, gift
Sigurði Arelíusi Emilssyni símsmið.
Þau eiga tvo syni, Emil og Sigurð.
Leifur föðurbróðir minn var félags-
málamaður og sat í hreppsnefnd
Hraunhrepps í 16 ár og sóknarnefnd
Staðarhraunskirkju, í stjórn Búnaðar-
sambands Borgarfjarðar og fræðslu-
ráði Mýrasýslu. Einnig var Leifur full-
trúi sveitar sinnar á fjölmörgum fé-
lagsfundum Kaupfélags Borgfirðinga.
Hftardalsbóndanum var áfram um að
bæta jörð sína og skila henni betri og
það tókst honum. Hann ræktaði fjöl-
marga hektara túns og húsaði jörðina
upp.
Landgræðsla var Leifi hugleikin og
girti hann af stór svæði og sáði í það
grasfræi og var borið á úr flugvél eitt
árið. Þessi landgræðslutilraun var
gerð í góðri samvinnu við Land-
græðslu ríkisins og komu land-
græðslustjórar ríkisins stundum til að
leggja á ráðin.
Síðari ár hrakaði heilsu Leifs, svo
hann gat ekki unnið eins og hann
hefði viljað.
Ég og fjölskylda mfn sendum Guð-
rúnu, bömum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur. Minning
um góðan frænda lifir.
Pétur Kristjánsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16