Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 2. júlí 1992 ■ 1 MINNING Jónatansson Gísli Laugardaginn 27. júní fór ffam útför Gísla Jónatanssonar í Naustavík í Kirkjubólshreppi á Ströndum. Þó Gísli væri hvorki borinn til auðs né valda, stendur hann mér fyrir hugskots- sjónum sem ein af hetjum hversdags- lífsins. Þess vegna langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Gísli var feddur á Smáhömrum í Kirkjubólshreppi, 29. júní 1904 og skord aðeins 10 daga á að ná 88 ára aldri. Foreldrar hans voru Jónatan Ámason og Þuríður Guðmundsdóttir, er bjuggu um 13 ára skeið í hús- mennsku á Smáhömrum. Var Jónatan formaður á bátum Bjöms bónda Hall- dórssonar, sem hafði mikil búskapar- umsvif til lands og sjávar. Á þeim dögum var mannmargt á Smáhömmm, oft yfir 20 manns á staðnum, þar sem var sam- býli þriggja kynslóða, bama, fúllorðinna og gamalmenna, þannig að bömin vom í góðum tengslum við eidra fólkið og nutu þau þess á margan hátt, Ld. var mikið sungið af vísum og ættjarðarljóð- um. En einkum vom Gísla minnisstæð- ar stundimar þegar safhast var saman kringum Vigdísi Bjömsdóttur, móður húsbóndans, til að hlýða á sögur og æv- intýri. En auðvitað var ekki alltaf hægt að leika sér eða hlusta á sögur. Allir urðu að vinna og bömin líka. Þau gátu farið sendiferðir, smalað, grindað mó og sótt eldivið og þannig tekið á ýmsan hátt þátt í bústörfúnum. Þá gafst og gott tækiferi til að fylgjast með bátunum, sem sigldu hlaðnir að landi utan af mið- unum á Steingrímsfirði og Húnaflóa. Þá tók við aðgerð á fiskinum, söltun og síð- an sólþurrkun. Einnig var mikið verkað afharðfiski íþurrkhjöllum. Gísli fylgdist vel með öllu þessu, lærði handbrögðin og gerði sjómennskuna síðar að ævi- starfi sínu. Þannig var umhverfið þar sem Gísli mótaðist og sleit bamsskónum. En 10 áia gömlum var honum komið fyrir hjá vandalausum og átti hann þá að vera snúningadrengur hjá Karli Þórðarsyni í Hlíð og sitja hjá kvíaám um sumarið. Þótti honum gott til þess að hugsa að geta nú byrjað að vinna fyrir sér, þó ekki Naustavík væri nema yfir sumarið, og létta þannig undir með foreldmm sínum. En þegar hann kvaddi mömmu sína, sem hafði fylgt honum uppeftir, fannst honum ekki neinn frægðarljómi yfír þessari breytingu. Eftir fermingu réðst Gísli sem vinnu- maður að Heiðarbæ til Guðjóns Hjálm- arssonar. Seinna árið, sem hann var þar, var hann sendur til sjóróðra vestur að Djúpi, eins og algengt var á þeim tíma. En erfitt líf hefur það verið óhörðnuð- um unglingi. Og brátt kom að því, að Gísli vildi ekki vera lengur í vinnu- mennsku hjá vandalausum, enda var kaup vinnumanna mjög lágt og firjáls- ræði lítið. Lék honum því hugur á að verða lausamaður og ráðstafa kaupinu sínu sjálfúr. En það var ekki auðsótt mál, þótt einkennilegt kunni að virðast nú. Tvennt kom í veg fyrirað vilji hans næði fram að ganga í þessum efhum. Annað var, að lausamennskubréf var afar dýrt, voru jafnvel dæmi um að árskaup vinnumanns hrökk varla fyrir einu bréfi. Hitt var, að Gísli var ekki nógu gamall til að öðlast slíka pappíra. Ákvað hann þá að flytja til foreldra sinna, er bjuggu um þær mundir í Ormstanganum á Kirkju- bóli, og láta þá njóta vinnu sinnar. Gísli hélt áfram sjóróðrum við Djúp næstu árin, eins og Runólfur bróðir hans og Jónatan Ámason faðir þeirra, sem Gísli taldi að ferið hefði vestur þeirra erinda í 50 ár, venjulega um páska. Þessar Djúpferðir voru langar og erfiðar og sennilega hafe þær orðið Gísla hvatning til þess að eignast bát og gera hann út á heimaslóðum. Nema það sýn- ir áræði hjá 18 ára unglingi að kaupa skektu og gerast formaður. Þessi bátur hlaut nafniðÆskan og kom nýsmíðað- ur frá Noregi. Byggingarlagið var óvenjulegt að því leyti að borðin voru breið og aðeins þrjú í hvorri síðu. Þetta var happafleyta, sem svo vel fiskaðist á, að Gísli taldi sig hafe fengið kaupverðið borgað fjórfelt um haustið. í íyrstu reri faðir hans með honum, en síðar tók Runólfur bróðir hans við og entist þeirra samvinna í marga áratugi. Sama árið og Gísli keypti Æskuna, 1922, flutti hann með foreldrum sínum og Kristjönu systur sinni að Heydalsá og settust þau að í gamalli verbúð í Nausta- víkinni. Þama kom Gísli sér upp að- stöðu til að verka saltfisk. En jafnframt sjósókninni hafði hann nokkrar kindur sér til lífsframferis. Árið 1939 keyptu bræðumir trillu, er þeir nefndu Freyju og bar tæp tvö tonn. Gátu þeir þá sótt lengra út á flóann, þar sem var meiri veiðivoa Þótt gamla verbúðin hefði verið lag- ferð á sínum tíma, reyndist hún léleg vistarvera þegar tíí lengdar lét Fékk Gísli þá spildu úr Heydalsárlandi og stofnaði nýbýli. Byggði hann síðan timburhús á steinkjallara sumarið 1944 á fallegu bæjarstæði skammt frá gamla bústaðnum. Var Gísli Heydalsárbóndan- um, Guðbrandi Bjömssyni föður mín- um, innilega þakklátur fýrir að þessi við- leitni til nýbýlastofnunar hafði náð fram að ganga fyrir atbeina hans og fannst hann standa í þakkarskuld við Guð- brand æ síðan. Ávallt stóð og hjálp þeirra Naustavíkurbræðra til boða er þeir Heydalsárfeðgar settu ofan bát sinn Svaninn, eða hífðu hann upp á gang- spili, sem var erfitt fyrir faa menn, þar sem um fjögurra manna trillu var að ræða. Þá var og ágæt samvinna milli heimilanna með smalamennskur og fleira. Er mér minnisstætt, hve sprett- harður Gísli var á yngri árum þegar hlaupa þurfti fyrir kindur, sem stukku út úr fjárhópnum, er smalað var til rún- ings. Eftír fjárskiptin vegna mæðiveikinnar 1947 endumýjaði Gísli ekki fjárstofn sinn nema að litlu leyti, tók aðeins 6 lömb til ásetnings. Hugsaði hann sér þá að lifa svo til eingöngu af fiskveiðum. Það kom sér því afar illa fyrir hann eins og fleiri, er fiskur lagðist frá Húnaflóa og innfjörðum hans föum ámm seinna. Var þá ekki um annað að ræða en fara að heiman og leita fyrir sér eftir atvinnu. Vann hann næstu vetur fyrir sunnan, en kom heim á sumrin og heyjaði í Nausta- víkinni á túnum þeim, sem hann hafði ræktað þar. Ekki skorti kaupendur að heyjunum, því að margir Hólmvíkingar bjuggu þá bæði með kýr og kindur. Kristjana systir hans vann lengi að hey- skapnum með honum og vom þau þá tvö eftir, því að foreldrar þeirra vom dánir, sem og Runólfúr bróðir þeirra. Auðheyrt var á Gísla, að hann fór ekki suður nema af illri nauðsyn. Þegar fisk- urinn hvarf var ekkert við að vera leng- ur. En hugurinn var alltaf heima í Túngusveitinni, þar sem var kærasti bletturinn á jörðinni, Naustavíkin hans. Eftir að Kristjana systir Gísla dó, hætti hann suðurferðum og bjó einsamall í Naustavíkinni síðustu áratugi ævi sinn- ar. Þykir mér hann hafa sýnt með þeirri tilhögun mikla hetjulund, sem aðeins er á farra manna feri. En það var fjarri honum að telja sig vera að drýgja ein- hveija dáð, þó hann þráaðist við að yfir- gefa átthagana, því að þar naut hann sín best og vildi helst vera. Sveitungamir vom honum og velviljaðir, leiddu til hans rafmagn og síma og síðast öryggis- hnapp og litu til með honum. Þessum langa einvemtíma varði hann síður en svo til ónýtis, því nú gafst hon- um gott næði til að rita niður endur- minningar sínar, og stytti sú iðja hon- um stundimar í ellinni og veittí honum ómælda ánægju. Margir þessara minn- ingaþátta hafa birst á undanfömum ár- um í Strandapóstinum. Sjálfur vildi Gísli sem minnst gera úr þessari iðju sinni og fann þar til vanmáttar sökum menntunarskorts og taldi skrif sín því ófúllkomin. Ýmsir urðu þá til að minna hann á, að það væri innihaldið, frásagn- arefnið, sem skipti mestu máli en ekki umbúðimar eða stílsmátinn, sem alltaf mætti slípa. En satt var það, að Gísli Gunnvör Braga Sigurðardóttir Á björtum og heitum sumardegi í Uppsölum berst mér andlátsfregn Gunnvarar Braga. Mér varð hugsað til annars sólríks sumardags í Kópa- vogi fyrir tæpum fimm árum, þegar Gunnvör fagnaði sextugsafmæli sínu í fjölmennum hópi fjölskyldu, vina og samstarfsmanna. Hún var þá eins og lengstum endranær geisl- andi af gleði og þrótti. Ekki hafði ég ætlað annað en ég myndi heilsa henni með þvílíku yfirbragði þegar ég kæmi aftur heim eftir alllanga útivist. En nú fer á aðra lund. Og í svip finnst mér stór hluti af sál Ut- varpsins, eins og ég hef þekkt þar til innan dyra um margra ára skeið, sé þaðan á braut. Á fjölmennum vinnustað kynnist fólk yfirleitt takmarkað. Það á skipti í starfinu, oftast sem betur fer þægi- leg og misfellulítil, en þar er sjaldn- ast um andlegt samneyti í eiginleg- um skilningi að ræða. Fáeinir sam- starfsmenn skera sig þó úr. Þetta fólk hefur þann persónuleika og gef- ur svo mikið af sjálfú sér, að okkur finnst við þekkja það mun betur og nánar en aðra samverkamenn sem við umgöngumst álíka mikið. Svo var um Gunnvöru Braga. Fáir menn, sem ég kynntist í starfi hjá Ríkisútvarpinu, hafa orðið mér svo hugstæðir sem hún. Leiðir okkar lágu saman á Skúla- götu 4 fyrir tæpum átján árum, haustið 1974. Hún hafði þá ekki alls fyrir löngu tekið við starfi dagskrár- fúlltrúa sem hafði umsjón barna- og unglingaefnis á sinni könnu. Var hún fyrsti starfsmaður Útvarpsins sem ráðinn var gagngert til að sinna þeirri mikilsverðu grein dagskrár- innar. Áður höfðu starfsmenn séð um barnaefnið ásamt öðru, lengst af Baldur Pálmason. Það haust sem hér um ræðir hafði ég verið settur til að leysa Hjört Pálsson dagskrár- stjóra af í ársleyfi hans. Eitt það fyrsta sem ég gerði var að ræða við Gunnvöru til að kynna mér stöðu mála á hennar vettvangi. Æ síðan töluðum við mikið saman. Við höfð- um bæði mikinn áhuga á því að flytja börnum listrænar og þroska- vænlegar sögur í dagskránni. Gunn- vör skildi vel nauðsyn þess að bjóða ungum hlustendum ekki upp á ann- að en sögur sem að allri gerð stæð- ust strangar kröfur, vel samdar, í vönduðum þýðingum og góðum flutningi. Svo fór að barnadeildin undir hennar stjórn varð sá aðili sem mest og best kom eiginlegum barnabókmenntum, einkum þýdd- um úrvalssögum, á framfæri við ís- lenskan almenning. Með örfáum undantekningum sinntu bókaforlög því hlutverki lítið og er nú svo kom- ið að aðeins eitt forlag í landinu leggur nokkra rækt við það. Fram- lag Ríkisútvarpsins á þessu sviði hef- ur því verið mjög þungt á metunum. Síðasta bréf mitt til Gunnvarar varðaði einmitt þetta atriði. Og ég hét henni því að hafa augun opin hér í Svíþjóð gagnvart góðum barna- og unglingasögum sem kynnu að henta í dagskrána. Úr þeirri athugun hefur að vísu ekki komið neitt ennþá, en mér finnst ég skulda minningu hennar það að standa við fyrirheitið. Vonandi mun forráðamenn hjá Ríkisútvarpinu í framtíðinni hvorki skorta áhuga né metnað á þessu sviði og halda svo áfram því ræktunarstarfi sem Gunn- vör sinnti svo vel. Ég þekki lítt til æviferils Gunnvar- ar Braga í einstökum þáttum. Ég vissi að sjálfsögðu strax að hún var dóttir hins gáfaða mælskumanns og skálds, Sigurðar Einarssonar. Hjá honum hefur hún numið virðingu fyrir orðsins list, svipmikið tungu- tak og færni í meðferð móðurmáls- ins sem einkenndi hana. Sigurður var einn af fyrstu starfsmönnum Ríkisútvarpsins, annálaður frétta- maður og fyrirlesari sem náði at- hygli þjóðarinnar flestum betur. Konum kynntist ég aldrei persónu- lega, en er í minni seiðmagnaður flutningur hans í útvarpinu á seinni árum sínum, erindi, sögur og eigin kvæði. Vera má að tengsl föðurins við Rík- isútvarpið hafi orðið til þess að Gunnvör sótti þangað á miðjum aldri. Hún átti þá mikla sögu að baki og hafði áreiðanlega reynt ýmis boðaföll í lífi sínu. Hún átti stóra fjölskyldu sem engum duldist að var henni einkar kær. Öll reynsla henn- ar, gleðistundir og andstreymi, mannþekking og samúð með hinum veika reyr — allt gerði þetta henni auðvelt að finna leiðina til barna í starfi sínu. Hún safnaði um sig ungu fólki til dagskrárgerðar, var því í senn leiðbeinandi, félagi og móðir. Hún hafði bersýnilega mjög gaman af að lifa og lét ekkert spilla lífsgleði sinni. Þegar á móti blés vildi hún helst hverfa til þess sem gladdi lundina og hressti andann og una samvistum við þá sem henni þótti vænst um. í skammdeginu þótti henni gott að taka sér frí og hverfa með manni sínum til suð- rænna stranda. Það er oft sagt að maður komi í manns stað. Þá er átt við að hlut- verki einstaklingsins í þjóðfélaginu verði sinnt af einhverjum öðrum, þótt hann sjálfur hverfi. Þetta liggur í hlutarins eðli. En örlát, hlý og skemmtileg manneskja, sem maður kynnist í starfi sínu, er gjöf sem eng- inn og ekkert getur komið í staðinn fyrir. Það verður vissulega allt snauðara á Efstaleiti þegar ég kem þangað næst og sæti Gunnvarar stendur autt. En það sem var lifir áfram innra með okkur. Gunnvör Braga þurfti ekki að þola þungbæra elli. Við getum minnst hennar eins og hún var svo oft, hress og glöð í hópi vina sinna. Sú minning verður aldrei frá okkur tekin. Gunnar Stefánsson hafði ekki af langri skólagöngu að státa, þótt bama- og unglingaskóli væri í sveitinni. Námsdvöl Gísla í Heydalsár- skólanum varð skemmri en til stóð, vegna veikinda hans, og fermingarárið hans 1918, frostaveturinn mikla, varð að fella niður kennslu vegna kulda og eldsneytisskorts. Ég fann á samtölum við Gísla, að hann taldi sig hafa farið mikils á mis, að njóta ekki lengri skólagöngu en raun varð á. Og vissulega hefði hann getað lært, því að hann var fróðleiksfús og stálminnug- ur. Átti hann ekki langt að sækja það, því að móðir hans, Þuríður Guðmunds- dóttir frá Miðdalsgröf, var gædd sömu hæfileikum í ríkum mæli og svo mikill ættfræðingur, að háskólamönnum og prófessorum þótti akkur í bréfaviðskipt- um við hana til þess að fa svör við spum- ingum í þeim fræðum. Þótt Gísli Jónatansson feri þannig að miklu leytí á mis við skólagöngu, var hann eigi að síður sjálfmenntaður í rík- um mæli og vel lesinn í íslenskum bók- menntum. Sjálfur var hann og hag- mæltur og flutti áður fyrr frumort ljóð á ungmennafélagsfundum, sem athygli vöktu. Eitt af því, sem Gísli hafði löngun til að læra, var teiknua En þess átti hann engan kost En það lýsir áhuga hans á greininni, að komungur að aldri teikn- aði hann alla bæi Túngusveitar, þannig að menn hafa hugmynd um útlit þeirra, þótt nú séu þeir horfnir af sjónarsvið- inu. Þannig hefur þessi tómstundaiðja hans fengið menningarsögulegt gildi í rás tímans. En svipað má reyndar segja um margar ritsmíðar hans, td. þar sem hann gerir grein fyrir þeirri breytingu, sem verður á búskaparháttum manna og sjósókn bænda leggst af í Kirkjubóls- hreppi eins og víðar gerist Það var gaman að heimsækja Gísla og spjalla við hann. Þar var allt í röð og reglu utan húss og innan, því snyrti- mennskan entist honum langa ævi. Umræðuefhi var óþrjótandi og gat snert jöfnum höndum bókmenntir, sögu eða stjómmál og daglegt líf. Hann var vel máli farinn og hafði mikinn orðaforða. Athyglisgáfa hans var vakandi og setti hann hiklaust fram skoðanir sínar og tilgátur í ræðu og riti. Hann ferði oft í tal ömefni í túninu hans, eins og Mannshöfði og Þrælavirki. Tilgáta hans var sú, að upphaflega hefði nafn höfðans verið Manshöfði og hann kenndur við ófijálsan mann og þannig í tengslum við Þrælavirki á einhvem hátt, þótt sú saga hafi glatast Svona athugasemdir frá ómenntuðum alþýðumanni og ein- yrkja koma skemmtilega á óvart Fýrst minnist ég Gísla er hannkom til mín fyrir 64 árum á Sjúkrahús ísafiarð- ar og ferði mér kökukassa frá móður minni, Ragnheiði Guðmundsdóttur á Heydalsá. Hann var þá um tvítugt í meðallagi hár, en grannur, dökkhærður og prúðmannlegur. Þessi minning hef- ur lengi yljað mér. Síðasti samfúndur okkar Gísla var þeg- ar ég og kona mín heimsóttum hann nú á hvítasunnudag, fóum dögum áður en hann dó. Þá var hann fyrir alllöngu orð- inn hvítur fyrir hærum og kvartaði um þrautir í annarri mjöðminni. En að öðm leyti var hann sæmilega hress og var mjög þakklátur fyrir að halda bæði sjón og heym, kominn hátt á níræðis- aldur. Hann var fallegt gamalmenni og glaður í bragði þennan dag og lék við hvem sinn fingur, enda var og í heim- sókn hjá honum Ásthildur Aðalsteins- dóttir, systurdóttir hans, og fleiri úr fjöl- skyldu hennar. En Ásthildur heíúr alla tíð stutt þennan fiænda sinn með ráð- um og dáð, þótt hún búi í fjarlægum landshluta. Þar sem Gísli var hressari en hann hafði lengi verið áður, kom skyndilegt fráfall hans nokkuð á óvart Hann mun hafa dáið í svefni og þannig er gömium gott að kveðja heiminn. Föt hans vom samanbrotin við rúmið af sömu snyrtimennsku og hann hafði tileink- að sér alla tíð. Það var engin óreiða í hans lífi. Hans draumur um veraldar- gæði var sá einn, að fa að lifa til hinsta dags í heimasveit sinni. Tækist það, vom allar óskir uppfylltar og lífsham- ingja fengin í þeim mæli, að við hana var engu hægt að bæta. Við samferða- mennimir höfum mikið að þakka og biðjum Guð að blessa minningu Gísla Jónatanssonar. Tbrfi Guðbrandsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.