Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1993 Keflavík — Keflavík Þorrablót verður I Framsóknarhúsinu laugardaginn 16. janúar og hefst kl. 20.30. Fjölmennum. Framsóknarfélögln Kópavogur — Þorrablót Þorrablót Framsóknarfélaganna I Kópavogi verður haldið að Digranesvegi 12 laug- ardaginn 23. janúar og hefst kl. 19.30. Boðið verður upp á úrvals þorramat og hljómsveit veröur að vanda. Miðaverð kr. 1.900,-. Nánarí dagskrá auglýst slöar. Upplýsingar hjá Sigurbjörgu, slmi 43774, og hjá Skúla Skúlasyni, slmi 41801. Framsóknarfélögin I Kópavogl Þingmenn Fram- sóknarflokksins Fundir og viðtals- tímar Ólafsfjörður Sunnudagur 17. Janúar Fundur með trúnaðarmönnum I Tjamarborg kl. 20. Akureyri Mánudagur 18. Janúar Fundur með trúnaðarmönnum I Hafnarstræti 20 kl. 20:30. Dalvík Þriðjudagur 19. Janúar Viðtalstlmi i Bergþórshvoli kl. 17:00-19:00. Fundur með trúnaðarmönnum á Dalvlk og nágrenni kl. 20:30 I Bergþórshvoli. Mývatnssveit Miðvikudagur 20. Janúar Almennur stjómmálafundur kl. 21 I Hótel Reynihllð. Stórutjarnaskóli Fimmtudagur 21. janúar Almennur stjómmálafundur I Stórutjamaskóla kl. 21. Akureyri Föstudagur 22. Janúar Viötalstlmi kl. 15-18 I Hafnarstræti 90. Hægt er að panta viötalstlma I sima 21180. Guðmundur Bjamason Valgerður Sverrisdóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 16. janúar n.k. kl. 10.30-12.00 að Hafnar- stræti 20, 3. hæð, mætir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og ræðir fjárhagsáætlun Reykjavlkurborgar 1993. Fulltrúaráðið Sigrún Allsherjaratkvæða- greiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjómar, trúnað- armannaráðs og endurskoöenda fyrir næsta kjörtímabil. Tillögur skulu vera samkvæmt A-liö 19. greinar í lögum félagsins. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síöar en kl. 11 fyrir hádegi þriðjudaginn 26. janúar 1993. Kjörstjórn Iðju. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, leitar tilboða í kaup á gangstéttarhellum. Magn: 40 x 40 x 5 cm 5.000 stk. 40 x 40 x 6 cm 45.000 stk. Síðasta afhending er 15. júní næstkomandi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. janúar 1993, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 . Ingimar Eydal Fæddur 20. október 1936 Dáinn 10. janúar 1993 Á milli vina þögnin geymir þelið hlýtt. Það yrði, tjáð með orðagjálfri, einskis nýtt. Hjartans þökk. Guð fylgi þér. „Hvað ber nýtt ár í skauti sér?“ spurði Ingimar Eydal í útvarpsvið- tali á Bylgjunni á nýjársdag. Þessi spuming — hreinskilin, ein- Iæg, eins og Ingimar var. Spurning sem við öll, sem fylgdumst með Ingimari, spurðum í hljóði. Hann spurði upphátt. Það var spurt um líf eða dauða, hvort hefði betur í þess- ari hörðu baráttu þar sem lífsviljinn var svo sterkur og svo margt að lifa fyrir. Ingimar kvæntist Ástu systur minni 30.12.1961. Kynni okkar voru ekki mikil á fyrstu árunum, en eftir að ég eignaðist eigin fjölskyldu urðu kynnin að vináttu sem óx með árun- um. Við fórum saman ógleymanlega ferð 1983 þar sem við ókum um Evrópu, skoðuðum mannlíf, tækni- söfn og skemmtigarða. Settum nið- ur tjöld að kveldi og tókum saman að morgni. 1985-1986 fór Ingimar í endurmenntun í Kennaraháskóla íslands, Ásta tók viðbót í sjúkraliða- náminu. Þá bjuggu þau á neðri hæðinni hjá okkur og sá vetur leið alltof hratt. Það voru góðar stundir, einkum þó á laugardagsmorgnum yfir kaffibolla og léttu spjalli. Ásta og Ingimar eiga 4 böm: Guð- nýju Björk, f. 21.5.1962, sambýlis- maður Tómas Bjarnason, þau eiga 2 syni og eru þau við nám í Gauta- borg; Ingu Dagnýju, f. 19.7.1963, kvænta Davíð Valssyni, þau eiga 1 son, Inga er söngkona og hjúkrun- amemi á Akureyri; Ingimar, f. 26.6.1966, sambýliskona Anna Sig- rún Rafnsdóttir, Ingimar er við nám í Háskóla íslands; Ásdísi Eyrúnu, f. 3.7.1975, Ásdís er nemi í Verk- menntaskóla Akureyrar. Ingimar var mikill fjölskyldufaðir og börnum sínum einstakur faðir. Hvað er bami og unglingi betra en ást foreldra og trú og traust á ein- staklinginn? Slíkur jarðvegur er hverjum einstaklingi, sem upp úr honum vex, ómetanlegt veganesti út ílífið. Ingimar var um margt einstakur maður. Það var mannbætandi að fá að vera honum samferða. Hann hafði ákveðnar skoðanir, sem hann hvikaði ekki frá. Hann var fram- sóknarmaður af hugsjón, bindindis- maður, hann hafði sterka siðferðis- og réttlætiskennd og afar ríka þjóð- emiskennd. Alla tíð keypti hann fyrst og fremst vörur, sem fram- leiddar voru á íslandi og helst á Ak- ureyri. Lífsstarf Ingimars var kennsla og tónlist, og eins og með annað gaf hann sig allan f það. Við höfum fengið svar við spurn- ingunni hans Ingimars, spumingu okkar allra. Svar sem setti okkur hljóð. Svar sem kallaði fram aðra spumingu: Ó Guð, hversvegna hann? Elsku Ásta mín, Guðný, Inga, Marri og Dísa, megi Guð leiða ykkur í gegnum þessa köldu, dimmu vetrar- daga. Blessuð sé minning Ingimars Ey- dals. Birgir og Sesselja IfS A S JWi SJP V________________________________/ „Síst vil ég tala um svefn við þig.“ (Jiau Hallgrímsson) Einhvem veginn finnst mér að ég hafi aldrei skilið harm Jónasar við lát séra Tómasar Sæmundssonar eins vel og nú, þegar Ingimar Eydal er í val fallinn á besta aldri. Engan þekkti ég dugmeiri, engan fjölhæf- ari, engan trúrri vinum sínum og þjóð. Óþreytandi var hann í barátt- unni fyrir bjartri framtíð, fögru mannlífi, vímulausum lífsháttum. Síðast töluðum við saman á Þorláks- dag. Bjartsýni, kjark og rósemi brast hann ekki þá fremur en endranær. Og mér fannst hann hlyti að verða heill með hækkandi sól. En það átti ekki fyrir Ingimar Eydal að liggja að verða gamall. Samt hef- ur maður um langan aldur vart minnst Akureyrar svo að hann kæmi manni ekki í hug. Svo drjúgan hlut átti hann í þeim hugblæ sem gæðir Akureyri sérstæðum töfrum, gerir bæinn norrænni og evrópskari en aðra staði á íslandi. Slíkt er ekki al- gengt um menn, jafnvel ekki snill- inga. En Ingimar var enginn venju- legur maður. Hann var nánast heil stofnun. Ef fólk langaði til að flytja eitthvað af hugblæ Akureyrar suður — eða langt út í löndin — þá var nægilegt að sækja hann, enda erfitt að flytja veðráttu og Vaðlaheiði. Snjall var hann við hljóðfærið. Það vissu flestir. En hann átti miklu fleiri strengi í næmri sál sinni en þann sem af flugu tónar. Hugurinn var frjór, viljinn einbeittur, tilfinn- ingarnar djúpar. Þess vegna var hann aldrei yfirborðslegur, sjálf- hverfur, óheill. Þess vegna náði hann að veita svo mörgum hlutdeild í lífsskynjun góðs listamanns. Þess vegna sló hann hinn hreina tón. Menn á borð við Ingimar Eydal eru það sem ritningar helgar nefna salt jarðar og Ijós heimsins. Þeir gefa það mikið af sjálfum sér, brenna það björtum loga að í raun er undarlegt að þeir fuðri ekki upp sem blys á til- tölulega skammri stund. Manni verður á að spyrja: Hvað gaf honum þann kraft sem stundum virtist of- urmannlegur, þá starfsorku sem manni finnst óhugsandi að sé nú að engu orðin? Svarið er vinum hans að nokkru ljóst. Hann var óvenju vel af Guði gerður, hann fékk þeirrar konu sem honum var fyllilega sam- boðin og þau eignuðust mannvæn- leg börn. Hamingju sína galt hann okkur með því að vera slíkur sem hann var. Við hjónin vottum Ástu Sigurðar- dóttur og fjölskyldunni allri djúpa samúð, minnumst Ingimars Eydals með virðingu og þökk og í hug koma hendingar Þorsteins Valdi- marssonar: „Sumir kveðja, ogsíðan ekki söguna meir. Aðrir með söng er aldrei deyr.“ Ólafur Haukur Ámason Krakkar í kuldanum Frozen Assets ★★ Handrit: Don Klein og Tom Kartozian. Framleiðandi: Don Klein. Leikstjóri: George Miller. Aðalhlutverk: Shelley Long, Corbin Bernsen, Larry Miller og Dody Good- man. Laugarásbíó. Öllum leyfö. Sjónvarpstjörnurnar Shelley Long (Staupasteinn) og Corbin Bernsen (Lagakrókar) leika aðalhlutverkin í þessari miðlungs gamanmynd. Þau hafa leikið saman áður í myndinni Hello Again, sem vakti litla athygli áhorfenda. Krakkar í kuldanum (þvfiík þýðing) er heldur skárri mynd, en það er nú varla þeim að þakka, því Larry Miller skyggir á þau nær allan tímann.. Bernsen leikur framapotara, sem er sendur f krummaskuðið Hobart í Oregonfylki af forstjóra sfnum og er ætlað að koma lagi á rekstur banka í eigu stjórans. Ef honum tekst vel upp, fær hann varaforstjórastöðu hjá fyrirtækinu, en stjóranum láðist að nefna að um sæðisbanka er að ræða. Eini starfsmaður bankans er Long og að sjálfsögðu líkar þeim illa hvort við annað í byrjun. Bernsen nýtir sér markaðslögmálin og efnir til verðlaunasamkeppni í bænum um mesta sæðisskammtinn, sem setur allt á annan endann. Hann kynnist hinum snarruglaða Miller, sem segist vera ríkasti og gáfaðasti maður í heimi miðað við smæð, og ræður hann í vinnu. Það er fátt nýtt á ferðinni hér og endirinn kemur engum á óvart. Það koma fram flestar af sömu smábæj- arpersónunum og sést hafa í öðrum myndum. AJIir eru ofsalega ham- ingjusamir og lifa í sátt og samlyndi, en margir eru engu að síður heimskir og ruglaðir. Þetta hefur sína kosti og galla. Marga fleti má sjálfsagt finna á fólki í smábæjum, eins og það birtist í bandarískum myndum, en stundum vill það brenna við að brandararnir hafi sést áður. Um leikarana er það að segja að þeir standa sig flestir með ágætum, en Larry Miller er þó langbestur. Hann vekur oftast hlátur, þegar hann er í mynd, og persóna hans er áberandi vel skrifuð í sæmilegu handriti. Corbin Bernsen leikur hlutverk sitt áreynslulaust, enda keimlíkt hlutverki hans í Lagakrók- um. Meira að segja fatnaður hans er svipaður og í þáttunum. Shelley Long er langt frá því að vera uppá- haldsleikkona mín, en hún á sína spretti hér, ég verð víst að viður- kenna það. , Krakkar í kuldanum er eins og áð- ur sagði miðlungs gamanmynd, sem kemur fáum á óvart. Fyndnar per- sónur eru nokkrar og sumir brand- ararnir áberandi góðir. Örn Markússon Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.