Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 22. maí 1993 Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir frá Asparvík á Ströndum verður jarð- sungin frá Bjamarhafnarkirkju í dag, laugardaginn 22. maí. Gauja, eins og hún var alltaf kölluð af frændfólki og vinum, fæddist í Asparvík 24. mars 1917, ein 16 systkina. í Asparvík ólst hún upp í stórum og glaðværum systkinahóp við ástúð og umhyggju foreldranna, Jóns Kjartanssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Sem fulltíða fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Gauja átti lengst af við mikla van- heilsu að stríða og allmörg síðustu ár var hún blind og að mestu líkam- lega ósjálfbjarga og bundin við hjólastól. Hún sofnaði burt að morgni hins 13. apríl síðastliðinn. Kveðjustundir eru oft sárar, en þær geta einnig verið þrungnar gleði, virðingu og þökk. Þannig er í huga okkar, þegar Gauja frænka er til moldar borin hér f Bjamarhafnarkirkjugarði. Svo mjög var líf hennar samofið tilveru okkar og spomm í þessu jarðneska lífi. Sumum okkar tók hún á móti, öðr- um bjó hún fyrstu laugina, öllum okkur gaf hún af sjálfri sér frá fyrsta degi til hins síðasta. Gauja elskaði lífið, alla litina, nátt- úmna, æskuna, allt sem bar með sér ást og umhyggju, von og trú og þrótt til að njóta og miðla. Þama var hún sjálf hluti af. Þeir, sem farið hafa norður Strand- ir, norður Bala og framhjá Asparvík og séð þar lítinn tanga út í kaldrana- legan Húnaflóann, geta trauðla séð fyrir sér garð prýddan fegurstu blómum, laukum og ljúffengum matjurtum. Sem ung stúlka í Asparvík kom hún þar upp sínum unaðsreit Hún sótti fjölær blóm út til stranda og inn til heiða og dala. Pantaði fræ er- lendis frá, sáði til og uppskar hin fegurstu blómstur, sem uxu þar norður undir heimskautsbaug, ætt- uð frá suðrænum heitum löndum. í minningu okkar er garðurinn hennar Gauju hreint eins og ævin- týri úr öðmm heimi. Við krakkamir biðum alltaf með óþreyju eftir því að Gauja kæmi heim í stuttum sumarfríum, hvort heldur var í Asparvík eða síðar í Bjarnarhöfn. Með henni kom ný veröld, nýjar víddir, annar skilningur á lífinu, umhverfinu, fegurðinni. Hún leiddi okkur að blómunum og fræddi okkur á hvemig blómálfamir byggju um sig. Hún benti okkur á myndir og svipi sem mátti sjá úr klettum og skýjum. Hún sagði okk- ur að fuglarnir gætu talað og ættum við gott hjarta og fallegar hugsanir mundum við skilja fuglamál. Marga stundina sátum við í grasinu kringum málningatrönumar henn- ar og horfðum á myndir festast á lér- eft, svipi úr náttúmnni sem okkur vom huldir sjónum. Já, það var unaðslegt að vera spur- ult bam og fá að halda í hendina á Gauju frænku og labba út um tún og móa, niður í fiöm eða upp að fossi. Eitt af öðm fómm við systkinin suður í skóla eða til vinnu, ófram- færin, uppburðarlítil, oft einmana í hinni stóm Reykjavík. Þá stóð húsið hennar Gauju okkur alltaf opið. Og oft lágu þangað spor- in. Gera við saumsprettu, pressa föt, sjóða nýfenginn kjötbita að heiman, deila kökunum frá mömmu eða njóta hennar matarrausnar. Heimili Gauju var athvarf hins stóra hóps af ungu frændfólki, sem var að freista gæfunnar í höfuðborg- inni. Þar var setið og spjallað um ljóða- gerð, myndlist, gömul íslensk orð og hugtök, foma þjóðdansa og viki- vaka eða bara óbreytt viðfangsefni dagsins. í hennar félagsskap, í lítilli íbúð í miðborg Reykjavíkur, gleymdist tíminn. Við urðum aftur spumlu börnin, sem þótti svo gott að halda í hönd- ina á henni Gauju, þótt nú væri völl- urinn Laugavegurinn og Hverfisgat- an. Gauja dáði vonir gróandans og hina blómstrandi náttúm. Trú hennar var sterk. Líf hvers og eins er gjöf guðs, óðurinn til eilífðarinnar, öllu æðra. Hún átti sér unaðsreit, lítinn sum- arbústað uppi við Elliðavatn, sem hún kallaði Asparlund. Þar gat hún haldið beinu sambandi við blómin og fuglana, sem svo sannarlega svömðu kalli hennar. Undanfarin vor var hún flutt af góðum vinum frá Vara upp f Aspar- lund, þar sem hún naut sumarsins, blind og farlama í hjólastólnum sín- um. Hún var mjög þakklát þessum vinum sínum fýrir þeirra alúð og umhyggju alla. Við kveðjum hina stoltu og göfugu frænku okkar með einlægri þökk og djúpri virðingu. Hún veitti okkur og við nutum. Saman áttum við stund- ir, sem aldrei gleymast. Jón Bjamason FONDIR OB FÉLACSSTÖBF Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þríðjudaga Id. 20.30. Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknaríétögtn Kópavogur— Framsóknarvist Spilum framsðknarvist aö Digranesvegi 12 fimmtudagana 20. mai og 27. mal Id. 20.30. Kaffiveitingar og göð verðlaun. Frayja, fétag trwnsóknarkvenna Vestfiröingar ,Átaktil endurreisnar“ Steingrímur ötafur Alþingismennimir Steingrímur Hermannsson og Ólafur Þ. Þórðarson munu kynna tillögur Framsóknarflokksins i efnahags- og atvinnumálum á almennum stjómmálafundi i stjómsýsluhúsinu á Isafiröi þríðjudaginn 25. mai Id. 20.30. Allir veikomnir Kjörxtæmksamband ffamsóknarmanna á Vestfförðum Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 17. mai verður skrífstofa Framsóknarflokksins I Hafnarstræti 20, III hæð, op- in frá kl. 8.00 til 16.00 frá mánudegi til föstudags. Veríö velkomin Framsóknarífokkurinn Akranes — Bæjarmál Fundur veröur haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 22. maf Id. 20.30. Faríö veröur yfir þau mál sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. Bæjaríufhrítamk ÚTBOÐ íþróttahús Kennaraháskóla íslands Tilboð óskast f lagfæringar og endurbætur loftræsti-, hita- og vatnslagnakerfa I Iþróttahúsi Kennaraháskóla Islands. Verktlmi ertil 17. ágúst 1993. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja- vík á 6.225 krónur með VSK. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. 8. júni 1993 I við- urvist viðstaddra bjóðenda INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 r Guðmann Olafsson Fæddur 13. nóvember 1909 Dáinn 12. maí 1993 Klukknahljómur berst yfir Lög- berg, sléttuna og dalinnl Hátíð er hafin! Það er hásumardagur. Hlíðin handan öxarár gegnt Þingvalla- kirkju ber litklæði gróðursins og stöðugt fiölgar fólkinu sem er að koma á staðinn. Það er þjóðhátíð- ardagur, stafalogn og sólin skín frá heiðum himni yfir mannfiöldann sem sýnist eins og lifandi skrúð- garður, jafnvel dökkur veggur Al- mannagjár er sem gulli sleginn af þessari birtu. Við göngum yfir til hlíðarinnar frá heimili okkar á Þingvöllum og horfum þaðan yfir til kirkjunnar. Þar á að hringja klukkunum við setningu hátíðarinnar og hefia samtímis þjóðfánann að húni á Lögbergi. Eins og títt er við setn- ingu hátíðar var tímasetning ná- kvæm og ekkert mátti fara úr- skeiðis. Eftirvænting, jafnvel að- eins óttablandin, gagntók þá sem staðið höfðu að undirbúningi þess að í engu skeikaði milli hljóms klukknanna og sýnar til fánans. Þó vissum við að við máttum vera al- veg róleg. Það var Guðmann Ólafs- son frá Skálabrekku í Þingvalla- sveit sem hringdi klukkunum og íþróttafulltrúi hélt um fánalínuna. Það var öllu óhætt. Guðmann ÓI- afsson er nú látinn og verður í dag, laugardag, til moldar borinn á Þingvöllum. Þegar við lesum bók flettum við blaði að næsta kafla. Kaflaskil voru er við komum að Þingvöllum. Mjög fljótlega gerðist Guðmann og hans fiölskylda samstarfsmenn og voru það um áratuga skeið. Því mátti alltaf treysta að þar var full- tingis að leita, ekki aðeins við kirkjulegar athafnir heldur einnig við margs konar önnur störf sem þurfti að leysa. Það var okkur ómetanlegt. Guðmann var listamaður að eðl- isfari. Hann hafði hlotið í vöggu- gjöf heiðríkju hugans og hendur sem mótuðu efniviðinn og gæddu hugmyndir hans sérstöku lífi. Öll verk hans báru því vitni. Unun var að sjá handbragð hans hvort sem hann var að skrýða fyrir altari eða tók í klukknastrengina f Þingvalla- kirkju. Enginn vann þau verk eins og hann. Eitt sinn langaði okkur konur í Kvenfélagi Þingvallahrepps að eignast félagsmerki. Guðmann teiknaði það. Merkið er mynd af frá Skálabrekku konu er stendur undir hamri Al- mannagjár, leiðir barn við hlið sér og horfir til fiallsins Skjaldbreiðar þar sem morgunsólin gyllir hlíðar. Þangað er ferðinni heitið. Allar vildum við ganga undir því merki. Langt mál yrði fyrir mér ef ég segði frá persónulegum velvilja þeirra hjóna og fiölskyldu þeirra, höfðinglegri vináttu sem enn var- ir. Þessi kveðjuorð til Guðmanns Ólafssonar, meðhjálpara við Þing- vallakirkju, eru vottur einlægs þakklætis til hans sem genginn er og konu hans, Regínu, sem var sóknarnefndarformaður langa hríð og lifir nú mann sinn. Að leiðarlokum munu hljómar klukknanna í Þingvallakirkju fylgja honum til æðri heima. Krístín Jónsdóttir (MINNING) Látinn er sveitarhöfðinginn Guð- mann Ólafsson, bóndi á Skála- brekku í Þingvallasveit. Þar með eru fallnir frá tveir merkir sveitar- höfðingjar í Þingvallasveit á skömmum tíma, en Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi á Heiðar- bæ, lést um síðustu jól. Báðir voru þeir miklir heiðurs- og kærleiksmenn, hvort sem um var að ræða samstarf við sína sveit- unga, nágranna sem aðra. Þeir höfðu miklar og djúpar rætur til sveita sinna og stórbrotins um- hverfis í þeim, og báru mikla virð- ingu fyrir lífríki og fegurð Þing- vallavatns, sem átti hug þeirra f ríkum mæli. Enda settu þeir sterk- an svip á mannlífið í sveitunum umhverfis Þingvallavatn og var það þeim hugleikið að mannlíf og hefðir, sem þar hafa skapast, héld- ist áfram með reisn og virðingu. Ég og fiölskylda mín á Nesjavöll- um höfum átt mikið og gott sam- starf við Guðmann Ólafsson og hans fiölskyldu. Ætíð hefur þetta samstarf verið með hinum mestu ágætum og léttleiki ætíð verið yfir samskiptunum og samstarfinu. Guðmann var mikill hagleiks- maður, hvort sem var á tré eða pensil, og jafnframt mikill firæði- maður, og fullyrði ég að fáir eða engir hafi verið jafn kunnugir og fróðir um umhverfi Þingvallavatns og Guðmann var. Hann gjörþekkti öll ömefni umhverfis Þingvalla- vatn og sögu þeirra og eftir hann em nokkur rit um þá þekkingu, en allt of fá og er það miður, þegar jafrí mikill fræðimaður og hann var hafði ekki tíma fyrr á ámm og nú vegna heilsubrests að koma þeim fróðleik á prent til miðlunar fyrir komandi kynslóðir. Guðmann fór víða til smíða milli búverka og nutum við þess á Nesjavöllum, eins og svo margir aðrir, og má því víða sjá eftir hann snilldar handverk og vandvirkni ásamt útskurði og myndum, sem sýna þá hæfileika sem hann bar og þá miklu vandvirkni sem hann lagði í öll sín handverk. Guðmann var maður léttur í lund og spaugsamur og því ætíð glatt á hjalla þar sem hann var, og því margt spaugað þegar hreppsmenn úr Þingvallasveit og Grafningi áttu samstarf og hittust og áttu saman spaugyrði í oft annasömu en góðu samstarfi sveitanna. Við söknum því þessa mikla kær- leiks- og fræðimanns og hans létt- leika, en eigum þó eftir minningar um gott samstarf liðinna ára eða frá okkar fyrstu kynnum af Guð- manni. Með þessum fátæklegu línum kveðjum við Guðmann Ólafsson, bónda á Skálabrekku, með virð- ingu og þökk, vottum fiölskyldu hans samúð og óskum henni vel- ferðar um ókomna tíð. Fögur er hlíðin, frítt um völl og haga, fagurt er vorið, sem lífgar allt. Jesús er fegri, hærri og hreirmi, sem hjartað lífgar, snautt og kalt. (Þýskur höf. ók. Sbj.E.) F.h. fiölskyldunnar á Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.