Tíminn - 28.07.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.07.1993, Blaðsíða 8
8 Tfminn Miðvikudagur 28. júlí 1993 Ingibj Fxdd 4. október 1907 Diin 19. júlí 1993 í dag kveð ég hana Ingu ömmu mína. Þó svo að ég hafi fyrir nokkru gert mér grein fyrir því að bráðum myndi hún yf- irgefa okkur, þá kom fréttin um andlát hennar mér að óvörum og ég fylltist söknuði. Fram f hugann koma minning- ar um þær stundir sem við amma áttum saman. Minningin um Ingu ömmu yljar og gerir fjarveru hennar þolanlegri. Fyrsta minning mín um ömmu er þeg- ar við vorum tvær saman í eldhúsinu í Borgamesi að baka kleinur. Ég hafði ekkert á móti kleinunum hennar og borðaði eins og mig lysti og meira til. Amma minntist oft á þessa heimsókn sína í Borgames við mig og hló mikið að því hvað ég, svona lítil písl, gat borðað mikið. Þetta var ein af þeim mörgu stundum sem við áttum saman. Þó að mikið afdursbil væri á milli okk- ar ömmu, náðum við mjög vel saman. Við gátum setið svo tímum skipti, spjall- að og hlegið saman. Amma var glettin og það var gaman að hlusta á sögumar hennar og öll kvæðin sem hún kunni. Amma sagði mér sögur frá uppvexti sínum á Hvammstanga og þegar hún að- eins 16 ára gömul giftist afa og fór að búa á Efra-Núpi. Hún sagði skemmti- lega frá og það var auðvelt að lifa sig inní aðstæður hennar sem ungrar stúlku. f þá daga gáfust ekki eins mörg tækifæri og í dag og amma minnti mig ávallt á það að ég skyldi nýta mér þau sem mér gæfusL En nú er amma dáin og við spjöllum ekki meira saman að sinni. Ég vil þakka elsku ömmu minni fyrir það sem hún var mér. Minningin um góða konu lifir. Guörún Alda Eb'sdóttir í dag kveðjum við með djúpum söknuði ömmu okkar, Ingibjörgu Guðmunds- dóttur, sem lést 19. júlí sl. Þar sem amma hafði mikla unun af Ijóðum og vísum, langar okkur að byrja með Ijóði sem ort var til hennar af heimilisvini langafa, Guðmundar Sigurðssonar kaupfélagsstjóra, og langömmu, Guð- rúnar Einarsdóttur. Þessa vísu fór amma okkar oft með fyrir böm og bamaböm: Vertu aögætin, vina mín, vandaðu sérhvert sporið. M mun yndi og yl til þín cesku flytja vorið. (Jóo Bergnunn) Það var alltaf gaman að fara til ömmu f Árbæinn. Annað hvort fómm við gang- andi frá Vesturbergi, stundum án leyfis, eða að við fómm með foreldmm okkar. í hvert sinn er við komum til ömmu, þá sló hún á lærið á sér og skellihló. Spurði síðan hvort þetta væri ömgglega við sem væmm komin í heimsókn. Það var alltaf eitthvað gott að borða hjá ömmu, alltaf kökur eða pönnukökur. Við spiluðum oft tímunum saman mar- ías, fylgdumst með forvitnilegu klukk- unni í stofunni eða mgguðum okkur í mggustólnum sem stundum var biðröð í. Amma kunni fjölda vísna og hafði gaman af að fara með vísur. Mikil gleði og hlátur fylgdi hverri vísu sem hún fór með, hún var fljót að ná vísum og þurfti ekki að heyra vísu nema einu sinni og þá mundi hún hana. Amma fór með okkur oft í göngutúra um Efra-Núpslandið, þar á meðal í kirkjugarðinn og sýndi okkur leiði lát- inna ættingja. Einnig leiðið hennar Vatnsenda-Rósu, en Vatnsenda-Rósa valdi sér legstað á Efra-Núpi. Eitt er víst að ömmu munu margir minnast með virðingu og hlýju. Við vilj- um Ijúka þessum orðum með kvæði eft- ir Vatnsenda-Rósu: Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vfttnsend»-R6sa) Blessuð sé minning hennar. Pálína R. Sigurðardóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Eyvindur Ivar Guðmundsson og Eyrún Ýr Cuðmundsdóttir Amma á Núpi, Ingibjörg Guðmunds- dóttir, hefúr kvatt þennan heim. Hún var dóttir kaupfélagsstjórahjónanna á Hvammstanga, Guðrúnar Einarsdóttur frá Tánnstaðabakka og Guðmundar Sig- urðssonar frá Svertingsstöðum í Mið- firði, Vestur-Húnavatnssýslu. Hún átti örg Guðmundsdóttir sjö systkini: Skúla alþingismann, Karl verkstæðisformann. Rögnu hjúkrunar- konu, Pál bónda, Olöfú húsfreyju, Sig- urð klæðskera og Guðrúnu kaupkonu. Auk þess átti hún uppeldissystur, Hrefnu Ásgeirsdóttur, en þær voru systradætur. Guðrún og Hrefna lifa systur sína. Amma fór oft með stöku um þau systk- inin eftir Jón S. Bergmann skáld, sem var mikill fjölskylduvinur: Skúli, Kalli, Ragna, Palli ráðin kurma, íeik og gleði lengi unna, Lóa, Inga, Siggi, Nunna. Amma átti góða æsku, sem hún minnt- ist oft með gleði og hlýju. Hún var að- eins 16 ára þegar hún giftist afa, Bene- dikt H. Líndal, og fluttist til hans að Efra-Núpi í Miðfirði. Vegna þess hve amma var ung að árum, þurfti sérstakt leyfisbréf fyrir giftingunni ffá Kristjáni 10. Danakonungi. Hægt er að ímynda sér að ekki hefur verið létt fyrir ung- lingsstúlku að koma inn á nýtt heimili og taka við búsýslu. Heimilið var mann- margt og gestkvæmt Sterk bein þurfti til að takast á við slíkt hlutverk. Fyrsta bamið sitt af átta eignuðust amma og afi árið 1925, Pálínu Ragnhildi húsfreyju, sem er gift Hjalta Jósefssyni og eiga þau fimm böm. Næstur var einkasonurinn, Skúli kennari, en hann féll frá fyrir nokkrum árum. Hann var kvæntur Rögnu Svavarsdóttur og eign- uðust þau átta böm. Þriðja í röðinni er móðir okkar, Guðrún kennari, gift Aðal- bimi Benediktssyni og emm við þrjár systumar. Næst að aldri er Hjördís hús- freyja, gift Jóni Eggertssyni og á hún þrjú böm ffá fyrra hjónabandi. Fimmta í röðinni er Brynhildur verslunarmaður, gift Elfsi Jónssyni og eiga þau tvö böm. Þá kemur Sigríður verslunarmaður, gift Sigurði Þórhallssyni. Næst yngst er Alda dagmóðir, sem á fjögur böm frá fyrri hjónaböndum. Yngst er Ketilríður hús- freyja, gift Sigbimi Pálssyni og eiga þau tvær dætur, en tvo drengi á hún frá fyrra hjónabandi. Bamabömin em tuttugu og níu, barabamabömin rúmlega þrjátíu og bamabamabamabömin fjögur. Amma átti því marga afkomendur. Amma á Núpi var sérstök amma. Hún var ekki eins og þessar venjulegu ömm- ur, enda átti hún síðasta bamið aðeins ári áður en bamabömin fæddust hvert af öðm. Okkur fannst hún alltaf svo ung amma, jafnvel þótt hún væri orðin 85 ára gömul. Hún þótti falleg kona og lagði mikið upp úr að vera vel til höfð; fallegur kjóll, perlufesti, næla, kápa, hattur, veski og skór — allt í stfl og í samræmi við tilefnið. Hefðarblær var yf- ir henni. Sjálfstæð var hún og fór eigin leiðir. Hún var létt á fæti og létt f lund. Hlátur hennar var sérstakur, hún skelli- hló. Sposk var hún, hafði næmt auga fyrir sérkennum náungans og henti gaman að öllum skringilegheitum. Henni lá hátt rómur, var snögg upp á lagið og lá ekki á skoðunum sínum. Mál- efnin vom ekki færð í búning, heldur farið beint að hlutunum. Aldrei varð henni orða vant, enda var hún sérlega vel máli farin. Hún talaði auðugt mál, sagði vel frá og hitti beint í mark. Amma var með afbrigðum söngelsk og ljóðelsk. Lagviss var hún og raulaði oft fyrir munni sér. Hún kunni ógrynni ljóða og svo fljót var hún að læra vísur að hún þurfti ekki að heyra þær nema einu sinni til að kunna þær. Gat það komið sér illa þegar ekki var ætlast til að vísur yrðu fleygar! Við dvöldum stundum á Núpi hjá ömmu og afa. Á morgnana fór amma alltaf fyrst ofan, skaraði í glóðina í koks- vélinni og hóf morgunstörfin. Hún var sívinnandi, enda að mörgu að hyggja á stóm heimili. Hún vildi hafa reglu á hlutunum og hreinlegt og snyrtilegt í kringum sig. Hugljúfar voru stundimar á kvöldin þegar við hlustuðum á fram- haldssöguna í útvarpinu með ömmu. Undir lestrinum lét hún okkur dútla við að greiða sér. Það fannst henni notalegt. Hún hafði gaman af að taka í spil við okkur. En það varð að spila hressilegt spil, spil sem fylgdi spenna, fingrafimi og hlátrasköll. Þess vegna varð spilið „quick“ oftar en ekki fyrir valinu. Og erf- itt var að hafa við henni. Mikið var hleg- ið og mikill hávaðinn. Suðurstofan hennar ömmu, sparistofan sem notuð var þegar gestir komu, var leyndardómsfull. Þess vegna fylgdi því feikna spenningur að fá að kíkja inn í hana. Stofan var búin afar fallegum hús- gögnum og munum. Einnig blasti við stór brúða uppi á „buffeti", sem litlar stúlkur langaði til að festa hönd á. Okk- ur er garðurinn hennar ömmu minnis- stæður. Sunnan við bæinn kom hún sér upp einkar fallegum garði með trjám, runnum og blómum, sem hún hirti vel. Við minnumst berjatínsluferða með ömmu í hlýlega dalnum hennar, Núps- dalnum. Henni þótti afar vænt um Núp- skollinn, prýði dalsins. Þaðan blasir við fagurt útsýni í allar áttir: TVöllakirkja, Baula, Eiríksjökull, Langjökull, Mæli- fellshnjúkur, Strandafjöllin og sjórinn. Fyrir neðan er stórbýlið Efri-Núpur með sléttum og grösugum eyrum og Núps- áin, sem liðast í ótal bugðum um dalinn. Eftir að amma og afi fluttu til Reykjavík- ur árið 1965, bað hún ætíð fyrir kveðju til Núpskollsins. Efri-Núpur er kirkjujörð og þótti ömmu afar vænt um kirkjuna. Hún ann- aðist hana vel og gaf ýmsa muni f hana. Henni var í mun að taka vel á móti kirkjugestum. Súkkulaðiilmurinn og borðin hlaðin kökum og tertum eru okkur í fersku minni. Eftirminnileg er heimsókn með ömmu í Núpskirkju eftir að hún fluttist suður. Fjölskyldan raðaði sér í kringum orgelið og söng eftirlætis- sálma hennar. í kirkjugarðinum er leiði Vatnsenda- Rósu, skáldkonunnar þekktu. Ömmu er að þakka að leiði hennar glataðist ekki, því að hún ein þekkti það. Minnisvarði var settur á Ieiðið árið 1965 við hátíðlega athöfn og eru þeir margir sem leggja leið sfn þangað. Efri-Núpur er framarlega í Núpsdaln- um og var hann viðkomustaður gangna- manna, sem lögðu á heiðina, og eins þegar þeir komu til baka. Mikið var um að vera þegar von var á þeim. Pottar á hellum fullir af mat. Gangnamenn kunnu greinilega að meta móttökumar sem þeir fengu. Það sýndu þeir meðal annars þegar þeir heiðruðu ömmu á ein- staklega hlýlegan máta á áttræðisafmæli hennar. Amma missti bónda sinn árið 1967 og bjó ein síðan. Henni fannst gaman að fá gesti og það var gott að koma til hennar. Til hinstu stundar var hugsunin sú að veita vel. f síðustu heimsókn okkar, sem hún hafði þrótt til að tala við okkur, var hún söm við sig: „Það eru þokkalegar móttökur sem þið fáið eða hitt þó held- ur.“ Síðustu árin fór amma að tapa minni. Hún gerði sér vel grein fyrir því og tók það nærri sér. Hún hélt góðu sambandi við vini sína og hafði gaman af að fara á spilavist Húnvetninga og hitta gamla kunningja. Smám saman dró hún sig þó í hlé, þar sem henni þótti minnið bregð- ast sér. Amma var þó alltaf hin sama, hress, kát, hávær, skjót í tilsvörum, hafði gaman af að taka lagið og fara með Ijóð, en gat verið snögg upp á lagið þegar henni mislíkaði. Þannig munum við ömmu. Við höfum fregnir af því að á Lauga- skjóli, þar sem hún dvaldi síðastliðið ár, hafi hún oftar en ekki lyft mannskapn- um upp með hressileika sínum. Á Laugaskjóli leið henni vel og skal bæði hjúkrunarfólki og samferðafólki þar færðar alúðarþakkir fyrir umhyggju og ánægjulegar stundir. Dætrum hennar og öðru skyldfólki vottum við okkar dýpstu samúð. Ömmu á Núpi kveðjum við með hlýju, virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Sigrún og Inga Hjördís Sé ég samhljóðan í sögu þinni skörungsskapar og skyldurækni, skaps og stillmgar, styrks og blíðu, vilja og varúðar, vits og dáðar. (Mitlh. Joch.) í dag kveðjum við merka konu, Ingi- björgu Guðmundsdóttur, sem lengi var húsfreyja á Efra-Núpi í Miðfirði. Hún var fædd 4. okL 1907 á Svertingsstöðum í Ytri-Torfustaðahreppi í V.-Húnavatns- sýslu. Tíminn grisjar nú ört aldamótakyn- slóðina, sem með bjartsýni, ósérhlífni og kjarki lagði grunninn að velmegun okk- ar nútíma þjóðfélags. Það fólk vann hörðum höndum með fómfúsum hug, ekki spurt um daglaun, eftirvinnukaup eða bónus. Ingibjörg var verðugur full- trúi þessa fólks. Ég man vel þegar ég sá þessa konu í fyrsta skipti, hvað mér fannst hún björt yfirlitum, fríð og tiginmannleg. Hún hafði þá komið í heimsókn til okkar hjóna í Hafnarfjörð með manni sínum, Benedikt LíndaJ hreppstjóra. Þetta var skemmtileg heimsókn. Tíminn leið áður en varði með þessum glaðværu, vinsam- legu og menningarlegu gestum. Ekki var síður gaman að heimsækja þau hjón að Efra-Núpi. Gestrisni og höfðingslund var þeim svo eiginleg að öllum leið vel hjá þeim og eftirminnileg er þeirra samræðulist og góðlátleg glettni. Eftir að Ingibjörg var orðin ekkja átti hún alllengi heima í Hraunbæ 42 í Reykjavík. Þar bjó hún sér fallegt heim- ili og fagnaði þar einnig gestum á sinn glæsilega, vinsamlega máta. Hún fór þá oft með skemmtilegar og velkveðnar vís- ur, ortar við ýmis tækifæri, sem hún kunni góð skil á. Hún hafði frá mörgu að segja og sagði vel frá. Hún kunni vel að meta góðan skáldskap og kunni mikið af Ijóðum og lausavísum. Ingibjörg, sem yfirleitt var kölluð Inga á Núpi, var skapmikil kona. Hún hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og sveik aldrei sína sam- vinnuhugsjón. Inga var ung að árum, þegar hún tók við húsfreyjustöðu á Efra-Núpi, á rót- grónu, fjölmennu heimili. Til að veita slíku rausnarheimili, sem það varð, for- stöðu, þurfti mikinn dugnað og mikla mannkosti. Þessa eiginleika hafði unga konan í ríkum mæli. Á þessum fyrstu búskaparárum tóku þau hjón inn á heimiii sitt Láru, systur Benedikts, mann hennar, Halldór Jóns- son, og syni þeirra tvo. Þau höfðu bæði veikst af berklum. Þau dóu síðar á Vífils- staðaspítala, hún árið 1931 og hann 1933. Einnig dvaldi hjá þeim Bjami Rögnvaldsson meðan hann var að ná sér eftir mikil veikindi. Hann varð síðar eig- inmaður minn. Hann var bróðursonur Benedikts. Þama fékk Bjami gott atlæti og góðan bata. Hann dáði þau hjón bæði æ síðan og fannst Efri- Núpur vera sitt annað heimili. Bjami talaði oft um þessa veru sína á Efra-Núpi. En mest fannst honum víst um það, sem skeði í sam- bandi við hest sem hann átti þar. Þetta var góður reiðhestur, sem Bjarna þótti mjög vænt um. Hesturinn veiktist og var það mat manna að klárinn væri ekki á vetur setjandi. Þetta féllst eigandanum mikið um. Þá blandaði Inga sér í málið. Hún sagð- ist ætla að sjá til hvort hún gæti ekki læknað hestinn. Það trúðu því víst fáir að það tækisL En húsfreyjan hafði sitt fram. Hún gaf svo Bjarna nýmjólk í þvottaskál handa hestinum hvem dag, lengi vetrar. Um vorið var gæðingurinn albata. Þetta vinarbragð gleymdist aldr- ei. Á heimili þeirra hjóna dvaldi oft aldrað eða umkomulaust fólk, sem hreppstjór- inn þurfti að útvega samastað. Þau höfðu þetta fólk oft í langan tíma. Þessu fólki reyndist Inga með afbrigðum vel og lét sér annt um að því gæti liðið vel á nýjum stað. Hjá þeim var lengi maður, sem faðir Benedikts, Hjörtur Líndal hreppstjóri, hafði tekið til sín bam að aldri, illa staddan. Sá maður kom nokkr- um sinnum í heimsókn til okkar hjóna og var gaman að heyra hvað honum þótti vænt um fjölskylduna á Efra-Núpi. Hann var stoltur af að eiga þar heima og fannst hann vera þar ómissandi. Það má segja aö þetta rausnarheimili hafi verið heilsuhæli, uppeldisstöð og auðvitað vinnustaður, sem gerði miklar kröfur til allra heimilismanna. Allt þetta mæðir mest á húsmóðurinni. Þetta leysti Inga með sæmd og afburðadugn- aði. Þessi verk eru unnin í kyrrþey. Hús- freyiur báru ekki afreksverk sfn á torg. Árin 1933-’37 var Óskar Hraundal vinnumaður hjá þeim hjónum og varð mikill vinur þeirra. Inga gleymdi aldrei hvað hann var vinnufús, hjálplegur og góður við bömin, sem þá voru ung. Hann hefúr líka sýnt mikla tryggð við heimilið og heimsótti Ingu skömmu fyr- ir andlát hennar. Hann er nú orðinn aldraður maður. Þama var gott samband milli húsbænda og hjúa. Þama var manngildið virt, sem svo oft hefur fram komið f okkar rótgrónu bændamenn- ingu. Elín, mágkona mín, var vinnukona hjá Ingu á tímabili. Hún dáði hana alla tíð fyrir dugnað, glaðlyndi og hversu vel hún tókst á við erfiðleika lífsins. Þær áttu vel saman, báðar góðum gáfum gæddar og gamansamar. Þær urðu trún- aðarvinkonur til æviloka. Efri-Núpur var að fomu gististaður margra sem leið áttu suður Amarvatns- heiði, svo að alltaf hefur verið gest- kvæmt þar. Margir áttu erindi við Bene- dikt, sem var hreppstjóri, en þangað komu líka erindislausir bara til að njóta frábærrar gestrisni og uppörvunar hús- ráðenda. Efri-Núpur er líka kirkjustaður og Inga lét sig miklu skipta mál kirkj- unnar og vildi veg hennar sem mestan. Hún gaf ljósin í kirkjuna sfna og dregil að auki. Inga söng alltaf við messur og jarðarfarir. Hún hélt kirkjunni hreinni og sjálfsagt var að gefa öllum kirkjugest- um messukaffi með rausnarlegum veit- ingum, þegar embættað var. Fljót var Inga að framleiða veislur ef á þurfti að halda. Árið 1965 létu húnvetnskar konur setja veglegan legstein á leiði Vatnsenda- Rósu í kirkjugarðinum og var hann af- hjúpaður við hátíðlega athöfrí. Hefúr mér verið sagt að þá hafi Inga töfrað fram veislu góða handa hátíðargestum. Það var vfst ekki einsdæmi hjá henni að gera þvflíkL Þessi störf öll vann Inga launalausL Hún mun oft hafa unnið langan vinnu- dag og vakað þegar aðrir sváfu. Þegar fram liðu stundir fékk Inga auðvitað góða hjálp frá dætmnum sínum sjö, sem ungar fóru að vinna við bústörfin. Allar eru þær mannvænlegar og þekktar að dugnaði. Þær eru: Pálína Ragnhildur, fædd 21. júlí 1925. Guðrún, fædd 10. júlí 1928. Hjördís, fædd 15. júnf 1930. Brynhildur, fædd 30. júm' 1934. Sigríður, fædd 10. maí 1937. Alda, fædd 16. apríl 1942. Ketiíríður, fædd 18. mars 1947. Inga fór ekki varhluta af andstreymi lífsins. Hún missti mann sinn snögglega 31. okL 1967. Þá voru þau flutt til Reykjavíkur. Svo missti hún son sinn, Guðmund Skúla Benediktsson, sem hún unni mjög. Hann varð bráðkvaddur 12. janúar 1986. Það varð henni þungt áfall. En hún bar harma sína með hugprýði og æðruleysi. Skúli var fjölhæfur gáfumað- ur, þekktur sem góður íslenskukennari. Hann virti móður sína mikils. Ingibjörg var orðin lífsreynd kona og lifði tímana tvenna, ffá þægindalausu, fátæku þjóðfélagi til allsnægta nútím- ans. Hún geymdi þó alltaf innra með sér mannúð og menningu aldamótakyn- slóðarinnar. Hún fékk góðan stuðning frá dætrum sínum, þegar halla tók und- an fæti hjá henni. Það var séð um að henni liði eins vel og hægt var síöasta áfangann, sem oft er svo erfiður. Hún fékk síðustu árin frábærlega góða og hlýlega umönnun í Laugaskjóli og einn- ig síðast á sjúkradeildinni f Skjóli. Þessi fátæklegu kveðjuorð mín eru ekki ættar- eða ævisaga — aðrir kunna þar betur frá að segja — aðeins smábrot úr merku ævistarfi Ingu. Ég er þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast hennar heil- brígða hugsunarhætti og lífsmáta. Það hefur gefið mér eitthvað dýrmætt sem ég finn, en kann ekki að orða. Að lokum, alúðarþakkir fyrir sérstaka vinsemd mér og mínum til handa. Dætrum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég, dóttir mín Guðrún og dóttur- sonur Bjami Þór, innilegar samúðar- kveðjur. Englar drottins sterka gígjustrengi stilli við þitt hjarta. — Góða nótt. (Guðm. Guðm.) Blessuð sé minning mikilhæfrar konu. Sigurbjörg Guðjónsdóttir Fleiri minningargrcinar um Ingi- björgu Guðmundsdóttur verða birt- ar í blaðinu á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.