Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. nóvember 1993 Sæmundur Sæmundsson verslunarmaður 85 ára ÁRNAÐ HEILLA „ Und was auch des Filz von dem Leibe sich schmorgt, so bleibtfiir den Heitem doch immer gesorgt. “ (Goethe) Helstu hugsuðir veraldarsöguimar hafa allir staðnæmst við gleðina, sem hið æðsta hnoss. Boðberar hinnar fögru gleði eiga alltaf von í brjósti, hvemig sem annars freyðir ölið, eins og Goethe sagði. Einn slíkur gleðigjafi, Sæmundur Sæ- mundsson, er 85 ára í dag og köll- un sinni trúr hefur hann lengi hlakkað til að hailda uppá það. Egill Skallagrímsson talar um það, að örlögin hefðú of snemma orðið honum þung. Sæmundur tók nafn föður síns við kistu hans, yngstur 7 s'ystkina, sem öllum var komið í fóstur við dauðsfallið aust- ur í sveitum, nema Sæmundi, sem fylgdi móður sinni til Reykjavíkur. Sæmundur kynntist Friðriki Frið- rikssyni í KFUM og dáði hann mjög. Varð Valsari, en á sumrum var hann í Landsveitinni. Hann varð sendisveinn tíu ára og síðan vann hann hjá versluninni Li- verpool í tíu ár. Hann stofnaði eig- in verslun, Aðalbúðina, og vann líka í Kiddabúð. Síðustu starfsárin var hann hjá Jámsteypunni í Ána- naustum. Eðliskostir Sæmundar, gleðin, jafnlyndið og bjartsýnin, eiga sér djúpar rætur í ættarfylgjunni. Móðir hans, Sigríður Theódóra, var dóttir Páls hreppstjóra á Sela- læk á Rangárvöllum, Guðmunds- sonar hreppstjóra á Keldum Brynjólfssonar, sem hin kunna Keldnaætt er kennd við af Vík- ingslækjarættinni. Föðurforeldrar Sæmundar vom aftur á móti Sæ- mundur Guðbrandsson, hrepp- stjóri á Lækjarbotnum á Landi, og Katrín Brynjólfsdóttir ljósmóðir frá Þingskálum, en við þau er hin upplitsdjarfa Lækjarbotnaætt kennd með gleðigjöfunum Bubba Morthens söngvara, Signýju Sæ- mundsdóttur söngvara, Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttardómara og Gulla Bergmann náttúrulækni. Bróðir Sæmundar á Lækjarbotn- um var hinn einstaki Ampi, sem lagðist út um hávetur uppí Veiði- vötn og fékkst ekki til þess að koma til byggða fyrr en hann var búinn að sprengja fylfulla meri við að sundríða uppi álft á Ampapolli í Veiðivötnum. Minnir reyndar á annan Sæmund, hinn fróða, sem sundreið andskotanum til íslands eftir námsdvöl í Sorbonne og kom honum síðan fyrir við Landeyjas- and með Biblíuna eina að vopni. Svo mikið um ættfræðina, en karlleggur Lækjarbotnaættarinnar beinn er rakinn um Brynjólf Jóns- son, lögréttumann á Skarði á Landi, í Torfa sýslumann í Klofa og áfram um Loft ríka Guttorms- son hirðstjóra á Möðruvöllum í Ólaf feilan Þorsteinsson landnáms- mann í Hvammi í Dölum, sem kominn var sem kunnugt er af Skotlandskonungum, írlandskon- ungum, Noregskonungum og Svíakonungum. Þetta eru auðvitað framættir allra íslendinga og fyrir þá, sem enn dreymir um það að veita Evrópu vitsmunalega forystu, er mjög auðvelt að rekja þetta í Karla- magnús og Rómverja, sem sam- einuðu víst Evrópu fyrstir, eða reyndu það. Sæmundur hefur staðfastar skoð- anir í pólitík, hann er mikill jafn- aðarmaður og spyr jafnan hvemig gangi í Alþýðuflokknum þegar við hittumst — sem er oft. Ástin til landsins er heit og til sveitarinnar sem fóstraði hann. Hann getur því tekið undir með bóndanum á upp- foksárunum, sem horfði á þúfum- ar sínar fjúka, en sagði að á þessu hefðu forfeðurnir lifað og hann ætlaði sér að lifa á þeim líka. Upp- gjöf er ekki fyrirferðarmikið hug- tak í sálu Sæmundar, heldur hefur hann svipaða afstöðu til þeirra sem yfirgefa sveit sína og Canio í Pagliacri, sem stynur upp tárvot- um augum: „Sei tu forse un uom? Tu se' Pagliaccio", — ég verð að vera maður, en ég er bara trúður. 11. nóvember 1930 telur Sæ- Hjörtur Hjálmarsson t MINNING Fxddur 28. júní 1905 Dáinn 19. nóvember 1993 í dag fer fram útför Hjartar Hjálmarssonar, skólastjóra á Flat- eyri. Hann fæddist 28. júní 1905 á Þorljótsstöðum í Vesturdal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Hjálmar Þorláksson og kona hans, Kristín Þorsteinsdóttir. Þau hættu að hafa heimili saman þegar Hjört- ur var ungur að aldri. Leiðir hans lágu þá ásamt Kristínu móður hans og eldri systur, Steinunni, og manni hennar, Þórarni Árnasyni. Þau fluttust vestur í Reykhólasveit þar sem þau Steinunn og Þórarinn bjuggu í Miðhúsum. Hjörtur lauk gagnfræðaprófi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1922. Eftir það var hann kennari í Reykhólasveit, en fór svo í kenn- aranám og lauk því 1926. Þá varð hann aftur kennari í Reykhóla- sveit 1926-31. Hjörtur tók mikilli tryggð við Reykhólasveit og var henni bund- inn traustum böndum. Það fór því vel á því að þar ætti hann athvarf, farinn að heilsu og kröftum, og þaðan væri gerð síðasta ferðin. Haustið 1931 varð Hjörtur kenn- ari á Flateyri og þar vann hann síðan lífsstarf sitt. Sveinn Gunn- laugsson varð þá skólastjóri á Flat- eyri, en hann hafði verið einskon- ar námsstjóri í Barðastrandarsýslu eða kennsluprófastur, eins og al- menningur orðaði það. Sveinn hafði því fylgst með kennslu Hjart- ar og vildi fá hann með sér til Flat- eyrar. Þar úrðu þeir svo samstarfs- menn þar til yfir lauk. Hjörtur tók svo við skólastjóm þegar Sveinn hætti fyrir aldurs sakir. Hjörtur kvæntist 15. desember 1934 Rögnu, dóttur Sveins Gunn- laugssonar. Þeir tengdafeðgar byggðu sér hús saman og þar fæddust synir þeirra Hjartar og Rögnu, Emil og Grétar Snær. Ragna andaðist 1980. Næstum hálfa öld var Hjörtur Hjálmarsson störfum hlaðinn á Flateyri. Allan þann tíma var hon- um fyrir mörgu trúað og öðrum ekki betur treyst. Hann var odd- viti, hreppstjóri, sýslunefndarmað- ur, sparisjóðsstjóri og margt ann- að. Verður það ekki allt nefnt hér. Hann var varaþingmaður Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum 1959-62 og tók tvívegis sæti á Aiþingi. Það hefur löngum verið talið lík- legt til mannhylli á íslandi að menn væru gamansamir. Þar má nefna til dæmis frá fyrri öldum menn eins og Sighvat Sturluson og Jón biskup Arason, en þeim var lagið að tengja alvörumál spaugi. Hjörtur Hjálmarsson hafði góða kímnigáfu. Hann var ágætlega hagorður og nýtti þá gáfu vel til skemmtunar græskulaust. Af stök- um hans er sennilega vísan um týndan og fundinn frægust: Týndur fannst, en fundinn hvarf, að fundnum týndur leita þarf, en týndist þá og fundinnfer að finna þann sem týndur er. Öðru sinni var lýst svo eftir manni: Til eftirlits er hver einn hvattur, hefur tapast fundarmaður. Stuttfættur og borubrattur, breiðmynntur og sjálfumglaður. Svo er þessi afrekaskrá: Dani slyngur dró á þing, drjúgur þxfði hið besta, málin kringum hring afhring hökti og svæfði flesta. Þetta sýnishom verður hét látið nægja, en oft var góð fagnaðarbót að framlagi Hjartar Hjálmarssonar á mannamótum. En gamansemi hans breytti því ekki að hann var alvörumaður og gerði kröfur til sjálfs sín og annarra. Hann var bindindismaður vegna þess að honum þótti öll staupagleði aum- ur hégómi móts við allt það auðnuleysi sem áfengi veldur. Hann sá og skildi ábyrgð manns í þeim efnum. Þar vildi hann ekki vísa á villigötur. Enginn sér fyrir hrakfallasögu þess sem ánetjast áfenginu. Þar er manndyggð að vera til vamar. Slíkt er viðhorf hins félagslega þroskaða manns, sem skynjar ábyrgð samfélagsins. Síðustu árin dvaldi Hjörtur, eins og áður er að vikið, á elliheimilinu Barmahh'ð á Reykhólum. Þegar fundum okkar bar fyrst saman var það í Reykhólasveit fyr- ir 63 árum. Þá sagði hann mér að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum þegar hann sá Barmahlíð fyrst. Kjarrið þar var ekki samboðið því sem Jón Thoroddsen kvað um hlíðina sína fríðu. Má vera að henni hafi hrakað á þeim 100 ár- um sem liðin voru frá því að skáldið sá hana fyrst. En síðan þetta var hefur verið unnið að skógrækt í hlíðinni með góðum árangri. Birkið hefur tekið við sér og grenitré vaxa vel í skjóli þess. Byggt hefur verið dvalarheimili aldraðra á Reykhólum og gefið nafn hlíðarinnar fríðu. Vel fer á því að þar naut fóstursonur og tryggðavinur sveitarinnar, sá sem hér er kvaddur, hvíldar og skjóls þegar kraftana þraut. Jafnframt þökkum við hálfrar aldar starf Önfirðingsins Hjartar Hjálmarssonar, heiðursborgara sveitar sinnar þar. Hann er gott að muna. H.Kr. 9 mundur sinn mesta gæfudag, en þá giftist hann Helgu Fjólu Páls- dóttur, sem nú er nýlega látin. Hún var dóttir Páls Friðrikssonar sjóinanns í Reykjavík, af Bergsætt, og konu hans Margrétar Ámadótt- ur hreppstjóra að Meiðsstöðum í Garði og síðar bónda að Innra- Hólmi hjá Akranesi. Voru bræður hennar leikfélagar Sæmundar í æsku. Böm þeirra eru þijú: Sigríð- ur Theódóra húsfreyja í Skarði í Landi, gift Guðna hreppstjóra Kristinssyni; Margrét hjúkrunar- framkvæmdastjóri við Kleppsspít- alann, gift Jóni Marvin Guð- mundssyni kennara frá Karlsá við Dalvík, og Sæmundur vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur frá Siglufirði. Barnabörnin eru 9, barnabarna- börnin 11 og svo er eitt lítið bamabamabamabarn. Sæmundur er einn af þessum yndislegu mönnum, sem auðnan hefur fært manni í lífinu. Glaðvær og hlýr, tillitssamur og bjartsýnn. Ekkert er betra en að eiga góðan vin, segir í Óðinum til gleðinnar. En þegar vinirnir samfagna Sæ- mundi í kvöld, mun heyrast tíst á grein: En sætust af öllum og sigrandi blíð hún söng mérþar Ijððin um dalbúans næði, um lundinn sinn kxra og lynggróna hlíð, þó lítil ogfátxkleg vxru þau bæði, en svipurinn hýmar, þér sýnast þau fríð í syngjandi snjótittlings vomæturkvæði. (Þorsteinn Erlingsson) Guðlaugur Tryggvi Karlsson Félagsvist á Hvolsvelli Félagsvist verður I Hvolnum sunnudagskvöldin 28. nóvember og 12. desember W. 21 (ekki 5. nóvember, eins og áður var auglýst). Góð kvöldverðlaun. Framsóknarfélag Rangælnga Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur veröur haldinn mánudaginn 29. nóvember n.k. i Hótel Lind kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Finnur Ingólfsson alþingismaöur mun ræöa stjómmálavið- horfiö. Framsóknarfélag Reykjavíkur Aðalfundur Aðatfundur tulltnjaráös framsóknarfélaganna I Reykjavlk verður haldinn mánudag- inn 6. desember n.k. I fundarsal A, Hótel Sögu, og hefst kl. 17.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fjallar fundurinn um borgarmál og stjómmálaviö- horfiö. Nánari dagskrá verður auglýst síöar. Sljóm fulltrúaráðslns ( Blaðbera vantar AÐALLAND • ÁLFALAND ■ ÁRLAND • SLÉTTUVEGUR • BJARMALAND ■ BÚLAND - DALALAND BRÚARÁS - DEILDARÁS • FJARÐARÁS • GRUNDARÁS • HEIÐARÁS - KLEIFARÁS - LÆKJARÁS • NÆFURÁS Hverfisgötu 33 sími 618300 Flnnur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.