Tíminn - 08.01.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.01.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. janúar 1994 m&s—t.--- 11 Vilborg Kristjánsdóttir Ölkeldu Fædd 13. maí 1893 Dáin 26. desember 1993 Þegar Vilborg var búin að lifa í 100 ár og 226 dögum betur kemur mér í hug þvílíkt undur það er að ná svo háum aldri og hafa lifað allar þær stórkostlegu breytingar sem átt hafa sér stað í þjóðlífi íslendinga á því tíma- bili sem ævi hennar nær yfir. Vilborg var þátttakandi í öllum þessiun breytingum frá því að vera alin upp við störf og við- horf til lífsins, sem gilt höfðu um aldaraðir, til þess að vera virk í öilum breytingum 20. ald- arinnar og að lokum áhorfandi eftir að þrek hennar tók að dvína og hún gaf heimilisstjóm í hendur afkomenda sinna. Minningamar hrannast upp og verða svo margslungnar að ég tel mig ekki þess umkominn aö gera þeim skil sem vert væri. Ég hef lítils háttar greint frá starfi Vilborgar sem húsfreyju Gísla Þórðarsonar, bónda á Öl- keldu, í bókaflokknum Bóndi er bústólpi, III. bindi 1982. Vilborg var fædd að Hjarðar- felli í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu 13. maí 1893, þriðja bam Kristjáns Guð- mundssonar með seinni konu sinni, Elínu Ámadóttur. Eldri vom Sigurður, f. 5. okt. 1888, og Þórður f. 17. okt. 1889. Fyrir vom fjögur böm Kristjáns meö fyrri konu hans, Sigríöi Jóns- dóttur. Þegar Vilborg var á 1. ári missti hún föður sinn. Móðir hennar giftist aftur, Erlendi Erlends- syni, og áttu þau þrjú böm. Þannig átti hún níu systkini, þar af sjö hálfsystkini, fjögur eldri samfeðra og þrjú yngri sammæöra. Vilborg ólst upp ásamt al- bræðrum sínum hjá móbur sinni og stjúpa, en ekld vom all- ar raunir búnar, því þegar hún var níu ára missti hún móöur sína, 14. júlí 1902, og hálfum mánuði seinna dó amma henn- ar, Anna, móöir Elínar. Yngsta bam Elínar og Erlends, Ingibjörg, var þá rúmlega árs- gömul. Kom það í hlut Vilborg- ar að annast um systur sína, þar sem miklar annir vom á heimil- inu á þessum árstíma. Sagði Vil- borg mér að þessi tími væri sér einna sárastur í minningunni um sína ævi. Með Elínu Ámadóttur á Hjarö- arfelli var tvíburasystir hennar, Guðrún. Þegar Elín dó, tók hún við búsforráðum með Erlendi og annaðist uppeldi bamanna næstu árin, eða þar til Erlendur varð úti í janúar 1906 í aftaka- veðri á leið til Stykkishólms. Þama varb því eitt áf alliö eim á Hjarbarfelli, þar sem Guðrún stóð uppi meö sex böm systur sinnar á bams- og unglings- aldri. Þá gerðist það að Gubbjartur, hálfbróðir Vilborgar, kom heim að HjarðarfeUi vorib 1906, með konu sína, Guðbröndu Þor- björgu Guðbrandsdóttur, og ný- fæddan son. Hann tók jörðina á leigu og hóf búskap og bjó þar til dauöadags 9. sept. 1950. Hálfsystkini hans vom Siguröur, Þórður og Vilborg og böm Elín- ar, stúpmóður hans, Kristján, HaUdór og Ingibjörg, vom áfram á HjarðarfelU og ólust þar upp tíl fuUorðinsára, að því undanteknu að Kristján Er- lendsson var hjá Theódóm, systur Guðbjarts, um nokkurt skeib. Sigurður, Þórður og VUborg áttu öU heima á HjarðarfeUi þar t MINNING tU þau giftust og fóm að búa sjálfstæðum búskap. Hjá þeim Hjaröarfellshjónum vandist VUborg öllum störfum, utan húss og innan, og sérstak- lega hafði hún góba reynslu af störfum húsmóðurinnar, en hún var talin ttl fyrirmyndar hvað varðaði þrifnab og góða matargerð og aUt annað heimil- ishald. Árið 1915, 27. mars, giftist Vil- borg Gísla Þórðarsyni, bónda og skipstjóra á Ölkeldu í Staðar- sveit, fluttist að Ölkeldu vorið 1915 og bjó þar alla tíb, að frá- töldum fimm síðustu æviárun- um sem hún varði á Sjúkrahúsi Stykkishólms, en átti lögheimili að Ölkeldu til dauðadags. Ég, sem þessar minningar rita, bróðursonur VUborgar, fylgdi frænku minni að Ölkeldu, þá sex ára ab aldri, var fóstursonur þeirra hjóna og dvaldi á heimUi þeirra þar tíl ég fór sjálfur að búa. Mestu athafna- og hamingjuár Vilborgar vora á meðan hún bjó með manni sínum, en hann lést árib 1962. Þau hjón eignuðust sjö böm, sem öU komust tíl full- orbinsára. Þau em í aldursröö: Þórður f. 15.09.1916, Elín Gub- rún f. 22.08. 1917, Alexander f. 01.11. 1918, d. 11.01. 1991, Kristján Hjörtur f. 23.11. 1923, Ólöf Fríða f. 30.11. 1927, Guð- bjartur f. 01.08. 1931, d. 05.06. 1984 og Lilja f. 06.11. 1934. Af- komendur þeirra Ölkelduhjóna em nú orðnir aUt að 90. Eins og ab framan greinir em minningamar svo margar, en aUar á einn veg, að ást þeirra og umhyggja fyrir mér var alveg frábær, eins og um besm for- eldra væri að ræöa. Einnig reyndust þau dætrum mínum sérstaklega vel, þegar þær vom í skóla á Ölkeldu, svo að þær minnast þess æ síðan með hlýj- um hug. Lengi var farskóli Stab- arsveitar til húsa hjá þeim Öl- kelduhjónum og margir nem- endur hafa tjáð mér þakklæti tU þeirra hjóna fyrir umhyggju og velvild í þeirra garð. Vilborg bar mikla tryggb til Hjarðarfellsheimilisins, enda lifði hún þar góð þroskaár með húsbændum og systkimun sín- um eftir að sámm raunum æskuáranna lauk. Hún var táp- mikil og lífsglöð dugnabarkona, sem kom að góðum notum í bú- skap hennar, því oft reyndi á þrek og útsjónarsemi, þegar bóndi hennar var löngum fjar- verandi vib sjómennsku. Heim- Uislíf og samstarf þeira hjóna var með eindæmum gott. Þau nutu trausts og virðingar ná- granna, sveitunga og fjölmargra vina og kunningja víðsvegar. Því hef ég leitast við að lýsa í áð- ur tUvitnaðri frásögn af Gísla á Ölkeldu, í bókaflokknum Bóndi er bústólpi. VUborg var mjög söngvin og með afbrigðum minnug. Þó að þrek væri þorrið hin síðustu ár, virtist hún glöð og sátt við sína mörgu ævidaga og gat sungið lögin sem hún hafði lært fyrr á ævinni. Ég gæti trúað að þrátt fyrir ytri hrömim hafi hún innst í hjarta sínu lifað Ubna tíð frá æsku og æviskeiöi sem aldr- ei, aldrei gleymist. Útför Vilborgar fer fram í dag frá Staðastaðarkirkju, þar sem hún verður kvödd af bömum sínum, ættingjum og vinum og lögð tU hinstu hvíldar í Staba- staöarkirkjugaröi við hliö eigin- manns síns, sem lést 20. sept. 1962. Ég vU hér gera að lokakveðju Vilborgar til fjölskyldu sinnar orb sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar: Kveð ég í Guði góðan lýð, gleðilegar þeim nœtur býð, þakkandi öllum þeirra styrk, þjónustu, hjálp og kcerleiksverk. Ástkcera þá ég eftir skil, afhenda sjálfum Guði vil, andvarpið sér hann sárt og heitt, segja þarfhonum ekki neitt. Láttu mig, Drottinn, lofa þig, með lofi þínu hvíla mig, Ijósið íþínu Ijósi sjá, lofa þig strax er vakna má. Ég sendi öllum afkomendum, ættingjum og vinum Vilborgar hugheilar samúðarkvebjur og bib Guð að blessa þeim minn- inguna um mæta konu. Akranesi 8. janúar 1994, Kristján Guðbjartsson Félag íslenskra rafvirkja heldur fund þriðjudaginn 11. janúar 1994 kl. 18.00 í félagsmiðstöðinni að Háaieitisbraut 68. Fundarefni: staðan í sámningamálunum. Stöndum vörð um ákvæðisvinnuna og fjölmennum. Stjóm og trúnaðarráð FÍR. RAUTT LÓSkfi'RAUTT L,ÓS! V r m|umfef(oar V \_______________^ |SJ Auglýsing um ||| fasteignagjöld Álagningarseðlar fasteignagjalda i Reykjavík árið 1994 verða sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda em 15. janúar, 1. mars og 15. april. Gjalddagi sérstaks fasteignaskatts vegna fasteigna, sem nýttar em við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, er 1. júní. Álagningarseðlar verða sendir út í marsmánuði. Gjöldin em innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík, veitir upp- lýsingar um álagningu gjaldanna, sími 632520. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu lækkun á fast- eignaskatti á liðnu ári, hafa fengiö hlutfallslega lækkun fyrir ár- ið 1994. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjaldenda þegar þau liggja fyrir, væntanlega í mars- eða aprílmánuði, og úr- skurða endanlega um breytingar á fasteignaskattinum, m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun en eiga rétt á henni samkvæmt jaeim reglum sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. I. nr. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um niðurstöðu, ef um breytingu verður að ræða. Borgarstjórinn í Reykjavík, 7. janúar 1994. Auglýsing til eigenda verslunar- og skrif- stofuhúsnæðis í Reykjavík Borgarstjóm Reykjavikur hefur ákveðið að nýta heimild til álagningar sérstaks fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru við verslunarrekstur eða við skrifstofuhald, ásamt til- heyrandi lóð (leigulóð), sbr. 10. gr. laga um breytingar á I. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga, samþykktum á Al- þingi 20. desember 1993. Eigendur fasteigna i Reykjavik skulu senda skrá yfir eignir sem falla undir framangreint ákvæði ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteignamatsverð þeirra, eða eftir atvikum kostnaðarverð. Enn fremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra, svo og upplýsingar um rúmmál eigna, sem einnig em notaðar til annars en verslunarreksturs og skrif- stofuhalds. Upplýsingar skulu sendar til Skráningardeildar fast- eigna, Skúlatúni 2, Reykjavík, fyrir 31. janúar n.k. Sérstök eyöublöö til að nota I þessu skyni munu liggja frammi hjá Skráningardeild fasteigna, en þau veröa einnig send til allra eigenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis I borginni, sem vitað er um. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir, sem ákvæði þetta tekur til, er sveitarstjóm heimilt að nota aðrar upplýs- ingar til viðmiðunar við álagningu, þar til húseigandi bætir úr. Borgarstjórinn í Reykjavík, 7. janúar 1994. Framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda Staða framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda er laus til umsóknar. Leitað er eftir umsækjendum með reynslu og þekkingu á tveimur af eftirfarandi sviðum: - stjómun og rekstri - fag-/félagsmálum nautgriparæktarinnar - markaðsmálum. Upplýsingar um menntun og fyrri störf fýlgi umsókninni. Umsóknarfrestur er til 24. janúar. Æskilegt er að við- komandi geti hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar eru gefnar hjá framkvæmdastjóra (Valdimar Einarsson) í síma 93-51392 og hjá formanni (Guðmundur Lárus- son) í síma 98-21811. Umsóknir sendist til formanns Landssambands kúabænda, Stekkum II, 801 Selfossi. Lausar stöður héraðsdýralækna Lausar eru til umsóknar stöður tveggja héraðsdýra- lækna: 1. Staöa héraðsdýralæknis í Mýrasýsluumdæmi. 2. Staða héraðsdýralæknis í Snæfellsnesumdæmi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, fyrir 1. febrúar 1994. Landbúnaðarráðuneytið,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.