Tíminn - 23.04.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.04.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. apríl 1994 15 Benedikt Sigfússon frá Forsœludal Fæddur 21. maí 1910 Dáinn 16. apríl 1994 Vatitar mig í vinarkveðju verðug orð að geta fundið, þó að okkar máski milli mjóttsé bil á'hinsta sundið, kallfœrt mun ei meira, að sinni. — Mér voru kynnin alltafgróði, þvíer von ég vilji geyma vitiarmynd í einu Ijóði. (Ólafur Sigfússon) Benedikt Sigfússon, sem viö nú kveðjum hinsta sinni, var einn minna bestu æskufélaga. Hann var fæddur í Forsæludal í Vatns- dal 21. maí 1911, næstelstur átta barna hjónanna Sigfúsar Jónas- sonar, bónda og bókbindara, og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur, sem ávallt voru kennd við þann bæ, enda bjuggu þau þar allan sinn búskap, allt til æviloka. Sig- fús var af vatnsdælskum ættum, sonur Jónasar Jóelssonar frá Saur- bæ í Vatnsdal; frændmargur mjög þar í sveit, en Sigríður dóttir Ólafs Ólafssonar á Blönduósi og konu hans, Ingibjargar Lámsdóttur kaupkonu, en hún var þriðji ætt- liður frá Bólu- Hjálmari. Móðir Sigfúsar, kona Jónasar Jóelssonar, var Elín Sigríöur Benediktsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, af Bólstaðar- og Birtingaholtsætt. Forsæludalur var mikið menn- ingarheimili. Sigfús, faðir Bene- dikts, var maður bókhneigður og víölesinn og einn af mestu vísna- söfnumm þessa lands. Hann var lærður bókbindari og stundaði þá iön um langt árabil fyrir fjölda manna vítt um land. Bárust hon- um því bækur víðs vegar að, um hið fjölbreyttasta efni, og sagt var að hann hefði yfirleitt lesið þær aliar. Sama er að segja um Sigríði; hún var vel lesin og ljóðelsk, eins og uppmni hennar stóð til, en ekki heyröi ég að hún hafi ort sjálf. Þau hjónin og börn þeirra, er þau komust á legg, vom vin- mörg og vinsæl meöal sveitunga sinna og annarra vítt um land. Þar var gott að koma, enda gesta- gangur mikill. Forsæludalur er fremsti bærinn í Vatnsdal, þar er fallegt og sérstök veöursæld, en hann þótti nokkuð úr alfaraleið meöan samgöngur vom frnrn- stæðar, en þaö hindraöi ekki ge- stakomur. Við Benedikt kynntumst fyrst í bamaskólanum í Þórormstungu. Hann var aðeins eldri en ég, en strax fór vel á með okkur, enda vinátta á milli heimilanna í For- sæludal og á Haukagili. Fyrstu minningar mínar um hann vom bundnar við leik okkar krakk- anna. Þar bar hæst hve Benedikt var yfirburða fótfrár, og í huga okkar krakkanna þá var þaö enn rismeira en hin góða greind hans og námshæfileikar. Að sjálfsögðu t MINNING héldum við sambandi áfram með- al annarra unglinga í sveitinni, en nánust urðu tengslin, er hann dvaldi hjá foreldmm mínum á Haukagili á ámnum 1936 til '38. Þar bundumst við vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á. Leng- ur áttum viö þó ekki beina sam- leið; ég hvarf að fullu burt úr sveitinni okkar góðu í árslok 1937, en upp úr 1940 lá leiö Bene- dikts til Eyjafjarðar og þar festi hann rætur og hélt mikilli tryggð viö það hérað og íbúa þess til ævi- loka; nú síöustu árin á Akureyri. Þau systkinin í Forsæludal hlutu í arf hina góðu eðliskosti foreldra sinna; öll vom þau vel gefin og hjá þeim komu fram hin ríku ætt- areinkenni forföður þeirra, Bólu- Hjálmars, skáldskapargáfan, þótt þau hafl ekki öll flíkaö henni. Má vel merkja þab í hinu einstaklega fallega ljóði Ólafs Sigfússonar, bróður Benedikts, sem hann orti til horfins vinar. I eigin oröfátækt leyfi ég mér að setja fyrsta erindi ljóðsins sem upphaf þessara skrifa minna, og á þann hátt að gera orð hans að mínum í þessari hinstu kveðju til Benedikts. Benedikt Sigfússon var maður vel gerður; nokkuö skapríkur, en heill í lund og vinfastur, en hafði jafnframt prúba og þægilega framkomu. Hann laðaði þvi fólk að sér, hvort heldur það vom hærri eöa lægri, en þó ekki síst bömin. Hann lagði sjálfstætt mat á menn og málefni og tók afstöðu samkvæmt því, án fordóma. Og hann virti skoðanir annarra og var ávallt reiðubúinn til að taka tillit til þeina innan marka eigin sannfæringar, enda maöur friðar og sátta. Hann var víðlesinn og fróður um hin ólíkustu efni; hafbi lifandi áhuga fyrir samfélagi sínu og umhverfi, enda skemmtilegur í viöræðu. Á milli okkar bar margt á góma og aldrei þraut umræöu- efnið. Að sjálfsögöu kom við- fangsefnið um skáldskap og ljóða- gerð stundum upp, en þar var Benedikt vel að sér, þótt hann muni sjálfur lítt hafa lagt skáld- skapinn fyrir sig. Á því sviði var ég hins vegar léttvægur, en það kom iítt aö sök; ég var þar í hlut- verki lærisveinsins. Við áttum margar dásamlegar samveru- stundir í sveitinni, ýmist við störf eða þá að setiö var á þúfu eða steini úti í guðsgrænni náttúr- unni og rabbab um heima og geima og allskyns önnur óskil- greind efni, oft langt fram eftir nóttu. Benedikt var á margan hátt maður drauma og hugsjóna, og í eöli sínu fagurkeri og bóhem, þótt hann tileinkaði sér ekki þá lífs- hætti. Hann dáöi lífiö og hann dáði náttúruna umhverfis. Við Benedikt hurfum báðir á braut úr Vatnsdalnum góða, ég suður, hann noröur. Við höfðum þá lítið samband um tíma, en það var endumýjaö. Viö tókum að skrifast á og sáumst af og til, og við Lára heimsóttum hann á Draflastöðum í Sölvadal og svo síðar að Gilsá í Saurbæjarhreppi. Vib heimsóttum hann einnig eft- ir ab hann flutti til Akureyrar, og nú hin síbari ár hefur hann stöku sinnum komið til okkar og dvalið í nokkra daga. Nú munu þó vera liðin um tvö ár frá því að vib hitt- umst síðast, en við töluðumst við í síma af og til, og nú síöast aöeins rúmri viku fyrir andlát hans. Þá var hann ab heyra óvenjulega hress og létt yfir honum. Hvað viðkemur vem Benedikts í Eyjafirðinum, þekki ég þar lítt til í einstökum atriðum, enda er þab ekki viðfangsefni þessara kveðju- Sigurbur Eiríksson Fæddur 3. apríl 1903 Dáinn 17. apríl 1994 í dag, laugardaginn 23. apríl, er kvaddur frá Lágafellskirkju Sig- uröur Eiríksson, fyrrverandi bóndi að Lundi í Mosfellsdal. Hann lést að Reykjalundi 17. þ.m., rúmlega 91 árs að aldri, en þar hefur hánn dvalið síöustu árin, við mjög góða aðhlynn- ingu pins og allir sem þar dvelja. Siguröur var fæddur ab Jötu í Hrunamannahreppi 3, apríl 1903 og ólst upp í Skipholti hjá ínóöur sinni, Helgu Þórbardótt- ur, en faöir hans, Eiríkur Jóns- son, var bóndi í Efra-Langholti og fjallkóngur á Hmnamannaa- frétti í 45 ár. Siguröur eignaöist nokkur hálfsystkini, samfebra, en sum þeirra dóu í bemsku. Hann fluttist svo með móður sinni til Reykjavíkur árið 1920 og ráku þau heimili saman um árabil og vann hann þá ýmsa al- menna verkamannavinnu. Árið 1938 kvæntist Siguröur svo Guðrúnu Herselíu Jónsdótt- ur, ættaöri úr Dalasýslu, og sama ár tóku þau við rekstri þvottahússins Grýtu og ráku •*ð um 12 ára skeið. Árið 1950 t MINNING festa þau kaup á jörðinni Lundi í Mosfellsdal og hefja þar bú- skap. Þau hjónin höfðu bæði mikið yndi af hestum og riðu mikið út meðan aldur og heilsa leyfði. Þeim hjónum varb ekki barna auðið, en þau ættleiddu 2 böm: Helgu Sigrúnu, hún eignaöist 3 börn og er búsett í Reykjavík; og Þórð Gunnar, sem nú er búsett- ur á Lundi, í sambúð með Úrs- ulu Kristjánsdóttur og eiga þau tvo drengi, en áður var Þórður kvæntur Ragnheiöi Ólafsdóttur og eignuðust þau þrjú böm. Sigurður varð fyrir því mikla áfalli að missa konu sína langt fyrir aldur fram árið 1957. En hann hélt áfram búskap með bömum sínum og aldraðri móður, en hún dvaldi hjá hon- um til dauðadags árið 1966. Sigurður var orðlagður fyrir snyrtimennsku og dugnað viö öll heimilisstörf, enda þurfti hann á því að halda eftir lát konu sinnar, því í viðbót við þaö sem fyrir var, tók hann í fóstur son Helgu dóttur sinnar, Sigurð Gylfason, þá ungbarn að aldri, og ól hann upp að mestu einn og mun það teljast mikið afrek við þær aðstæður. Sigurð- ur Gylfason er nú búsettur í Sví- þjóö, í sambúð með Aðalheiði Ingadóttur og eiga þau einn dreng. Ég undirrituð kynntist Sigurði ekki fyrr en hann var orðinn aldraður og nokkuð farinn ab heilsu, en hann átti viö heilsu- leysi að stríða um langt árabil og var meöal annars alveg blindur síðustu tuttugu árin. Ég undrað- ist oft hvað hann fylgdist vel með öllu og virtist stundum betur heima í hlutunum en viö sem frískari vomm. Síðustu árin sem hann var í Lundi var hann oft mikiö einn og orðinn mjög lasburða, því hann vildi ekki fara þaðan fyrr en í fulla hnef- ana. Hann.sagöi mér eitt sinn að sér leiddist aldrei, því það væri svo margt gott í útvarpinu. Slík sálarró er mikil gubsgjöf, þegar heilsan fer. Eg votta fjölskyldu Sigurðar samúð mína. Ásgerður Gísladóttir orða. En ég veit, að þar kom hann í góðan heim, og þar fann hann það samfélag, sem hann unni og varb honum ekki síöur kært en bernskuslóðimar. Og mér er það kunnugt, að hann eignaðist þar einstaklega góöa og trygga vini, sem reyndust honum vel allt til síðustu stundar. Hér læt ég staðar numið, en leyfi mér að taka síðasta erindiö í áður- nefndu ljóöi Ólafs Sigfússonar og gera það ab mínum síðustu orð- um í þessari kveöju til Benedikts bróður hans: Slíkra ergott að minnast manna! Mér finnst í því stcerst hans saga hversu undra oft hann breytti önn og þraut í gleðidaga. Einlœgnin var eðlisbundin, oft því mörgum betur skilin. Því á hann í hjörtum okkar heiðríkjuna og sumarylinn. Við Lára kveðjum Benedikt Sig- fússon með þakklæti í huga. Hann var okkur góður og heil- steyptur vinur. Systkinum hans og öðmm vandamönnum vott- um við samúð vegna fráfalls hans. Haukur Eggertsson Útför Benedikts fer fram frá Saur- bæjarkirkju í Eyjafiröi mánudag- inn 25. apríl, kl. 13.30. DAGBOK Lauqardaqur ±3 apríl 113. daqur ársins - 252 daqar eftir. 16. vika Sólris kl. 5.28 sólarlagkl. 21.26 Dagurínn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Göngu-Hrólfar ganga frá Risinu, Hverf- isgötu 105, kl. 10. Gengið niður í Ráð- hús og það skoðað. Sunnudagur: Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 og félagsvist kl. 14 í Risinu í dag. Dansað í Goðheimum kl. 20. Mánudagun Opið hús í Risinu kl. 13-17. Síðasta söngvaka vetrarins ki. 20.30 mánudagskvöld. Stjórnandi Björg Þorleifsd. og undirleik annast Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Húnvetningafélagib Félagsvist í dag, laugard., kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Nú blómstrar R-listinn Ungt fólk á Reykjavíkurlistanum stendur fyrir opnu húsi á Laugavegi 31 (abalkosningaskrifstofunni) í dag laugardág. Undanfama laugardaga og eins á sumardaginn fyrsta hefur verib opið hús á kosingaslóifstofunni og má segja að húsib hafi fyllst í öll skiptin. Boðið hefur verið uppá kaffi, vöfflur með rjóma, pönnukökur og fleira. Svipab veröur uppá teningnum í dag, auk þess sem grillaðar verða pylsur. Meðal efnis verba: Texas Jesús, Heiða trúbador, söngkonumar Margrét og Kristbjörg, Jibbið, Keltamir, Kolrassa Krókríðandi, Súkkat og Gerbur Kristný les úr nýútkominni Ijóðabók sinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur ræbu kl. 15.00 og ungir frambjóðend- ur á listanum taka til máls. Einnig verður boðib uppá söguhom fyrir bömin. Kynnir verður Davíb Þór Jóns- son. Um kvöldiö flyst fjörið um set, nibur í Bankastræti á Sólon íslandus en þangaö ætla stuðningsmenn R- listans að fjölmenna. SÓKN Aðalfundur Sóknar Aðalfundur Sóknar verður haldinn í Sóknarsalnum þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kynntar hugmyndir um sameiningu lífeyrissjóða 3. Tillaga um lagabreytingar vegna kjörs heiðursfé- laga 4. Önnur mál Félagar fjölmennið Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar V I K I N G A • T Vinn ngstölur . miðvíkudaginn:!13- aPríl 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n6afe 0 168.770.000 E1 5 af 6 CÆ+bónus 4 261.824 n5afe 11 74.807 | 4 af 6 698 1.875 Ifri 3 af 6 t*J+bónus 2.574 218 BÓNUSTÖLUR @@(g) Heildarupphæð þessa viku: 172.510.055 á Isl.: 3.740.055 UPPLÝSINQAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 8IRT MEO FVRIRVARA UM PRENTVILLUR £Ti/inningur fár til: Fjórfaldur 1. vinningur næst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.