Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. maí 1994 H&otíwei 15 Gybríöur Pálsdóttir frá Seglbúöum Fædd 12. mars 1897 Dáin 15. maí 1994 Györíöur Pálsdóttir fæddist í syöri bænum í Þykkvabæ í Landbroti 12. mars 1897. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. maí 1994, níutíu og sjö ára aö aldri. Foreldrar hennar vom hjónin Páll Sigurösson í Þykkvabæ (d. 1939) bónda í Eystra- Dalbæ Sigurðssonar og Margrét El- íasdóttir (d. 1922) bónda og smiðs á Syðri-Steinsmýri Gissurarsonar. Gyðríður var elst sjö systkina. Hin vom Elías Gissur f. 1898, Sigríður f. 1899, Páll f. 1901, Guðrún Margrét f. 1904, Gissur f. 1909 og Aðalheiö- ur f. 1912. Páll missti konu sína ár- ið 1922, en giftist síöar Györíði Sig- urðardóttur. Gissur er nú einn á lífi af þeim Þykkvabæjarsystkinum. Györíður Pálsdóttir var af skaft- fellsku bergi brotin, m.a. af Hlíða- rætt í Skaftártungu. Einnig átti hún ætt ab rekja til Argilsstaða í Hvol- hreppi. Hún ólst upp á miklu myndarheimili hjá foreldmm sín- um í Þykkvabæ. Hún gekk í barna- skóla í efri bænum í Þykkvabæ hjá Elíasi Bjarnasyni kennara frá Hörgs- dal, sem giftur var Pálínu móður- sysmr hennar. Árið 1913 lærði hún fatasaum í Reykjavík. Margir leit- uðu síöar til Gyðríðar með að fá saumuð föt, en við þá iðn kom vel fram hin mikla snyrtimennska sem hún hafði til ab bera á svo mörgum sviöum. Á slíku myndarheimili, sem var hjá foreldmm Gybríöar, átti sér stað óvenju notadrjúg upp- fræösla í hinni daglegu önn sveita- lífsins. Slíkt hefuT að sjálfsögbu myndað jákvæb viðhorf bamanna í uppvextinum. Sagt var að efni hefðu verið mjög af skomum skammti á fyrstu bú- skaparámm þeirra Páls og Margrét- ar. Þeim famaðist samt vel og þegar árin liðu var til þess tekið hve mikil ráðdeild og dugnaður hafi hjá þeim ríkt í hvívetna, enda fór svo að bú Páls varð eitt af stærstu búum þar um sveitir. Húsbóndinn fór vel með fjármuni og þótt búið stækkaði stöbugt meb ámnum, þurfti ekki ab leita eftir lánum. Taliö var að Páll hafi ekki þurft að taka nein lán alla sína búskapartíð. Árib 1918, þegar Gybríður var mtt- ugu og eins árs, giftist hún Helga Jónssyni, sem þá stóð fyrir búi móð- ur sinnar í Seglbúðum. Giftingar- dagur þeirra hjóna var mikill ham- ingjudagur í lífi þeirra. Jafnræði var með þeim hjónum, bæði vom vel gefin og glæsileg á velli og höfðu bæbi til að bera mikla mannkosti. Þegar Helgi í Seglbúðum er 12 ára missir hann fööur sinn, Jón Þorkels- son, sem þá var 49 ára gamall. Ólöf Jónsdóttir, móðir Helga, gekk þá með sjötta barn þeirra hjóna sem upp komust. Helgi var elsmr og Sveinn bróðir hans næsmr, þá 11 ára. Við fráfall heimilisföburins var því ekki bjart framundan hjá Segl- búðafjölskyldunni. Allt fór þó betur en áhorfðist. Dugnaður Ólafar var mikill og tmlega hefur það skipt sköpum hve Helgi og bróðir hans Sveinn sýndu fádæma dugnaö, svo ungir sem þeir vom, viö að sjá heimilinu farborða. Til marks um dugnaö fjölskyldunnar í Seglbúb- um, þá náöu öll bömin að afla sér góðrar mennmnar á þeirra tíma mælikvarða. Helgi varð búfræbing- ur frá Hvanneyri, Sveinn trésmiður, Þóranna lærði fatasaum, Jón tók stúdentspróf og starfabi í Lands- bankanum, Guðríbur var yfirhjúkr- unarkona á Kleppsspítala í fjölda- mörg ár og yngsta bamiö Ólöf var húsmæðrakennari. Á giftingarárinu 1918 tóku þau Helgi og Gyðríður vib búskap í Segl- búðum. Venjuleg verkaskipting var milli þeirra hjóna. Þaö kom í hlut Gyðríöar að stjóma innanhúss. Hún var mikil húsmóbir, gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og lagði mikinn memab í ab halda fagurt heimili, þótt húsakynnin væru ekki mikil í gamla húsinu í Seglbúbum. t MINNING Hún stjómabi heimilinu af fesm, en líka forsjálni. Allt var þar hreint og fágab innandyra, trégólfin sand- skúmð og hvít og í búrinu niðri í kjallaranum var hægt að ganga á sokkaleistunum á moldargólfinu. Þar stóðu á stokkum tunnur af súr- mat, en Gyðríður var líka mikil matreiöslukona. Hún bjó vel um vetrarforðann að haustinu til. Þá var hún á undan sinni samtíð ab rækta grænmeti í myndarlegum matjurtagarði, sem hún kom sér upp. Einnig var plantab trjáplönt- um sunnan við íbúðarhúsiö og blómabeöin vom svo snyrtileg að undran sætti. Heimilið í Seglbúðum var sérstakt myndarheimili. Má í því sambandi bera það saman, að eins og Margrét móðir Gyðríðar lagði gmndvöll að merkilegri heimamenntun, þá gerði Gyðríður slíkt hið sama, enda þótt böm hennar fengju öll framhalds- menntun utan heimilis. Oft var hart í ári á öðmm og þriðja áratugn- um. Þá kom það sér stundum vel að Seglbúðaheimilið gat miðlað mat- föngum og klæbi þegar verst var í ári. Mikil gestrisni mætti hverjum þeim sem bar ab garöi í Seglbúðum, enda var heimilið og búskapurinn orðlagt fyrir myndarskap. Árið sem Gyðríbur og Helgi giftu sig urðu þau þáttaskil í verslun eystri hluta Vestur- Skaftafellssýslu, ab vélbáturinn Skaftfellingur hóf að flytja vömr, sem skipaö var upp við Skaftárós. Leið þeirra sem sóttu vör- ur í Skaftárós, úr Landbroti, Síðu og Fljótshverfi, lá framhjá Seglbúðum, sem varð áfangastaður flestra þeirra. Þar fyrir utan áttu margir er- indi að Seglbúbum. Helgi var sér- staklega vinsæll maður, enda tók hann mikinn þátt í félagsstörfum. Gyðríður húsfreyja hafði því oft á tíöum mikið að starfa vib ab sinna fjölmörgum gestum sem bar að garði. Györíður í Seglbúðum var mjög trúub kona og einlægni hennar í trúmálum var einstök. Hún tók mikinn þátt í safnaðarstarfi í sókn- inni, var ein af stofnendum Kirkju- kórs Prestsbakkakirkju og söng reglulega í kómum. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur sótti hún reglulega messur í Dómkirkjunni. Hún var líka mikil bindindiskona og hafði ákveðnar skobanir á þeim málum. Hún var hvatamaður að stofnun stúkunnar Klettafrú, sem starfaði um 15 ára skeið. Gybríður var kona sem gekk vask- lega fram í því sem hún vildi koma til leiöar. Góður vitnisburbur um það er minningarkapellan um séra Jón Steingrímsson eldprest á Kirkju- bæjarklaustri, enda var hún í for- ustusveit þeirra sem söfnuöu fé til þess ab koma upp þessum minnis- varða um sr. Jón. Hún bróderaði sjálf dúk á altari kapellunnar. Gyðríður tók líka mikinn þátt í öbm félagslífi sveitarinnar. Ung gekk hún í UMF Ármann, sem stofnað var 1908 er hún var búsett í Þykkvabæ. Hún tók virkan þátt í rit- stjóm handskrifaðs blaðs, Leiðólfs. Hún var ein af stofnendum Kvenfé- lags Kirkjubæjarhrepps og fljótlega formaður þess í mörg ár og síbar heibursfélagi. Þá tók hún þátt í starfi Kvenfélagasambands vestur- skaftfellskra kvenna og var fulltrúi á mörgum þingum Kvenfélagasam- bands íslands. Gyðríbur var ætíb já- kvæð í störfum og bjó yfir mikilli starfsorku. Hún var vel lesin og vel máli farin. Henni hlotnaðist sá heiður ab taka á móti hinni ís- lensku Fálkaorðu. Helgi í Seglbúbum var góður bóndi, en jafnframt farsæll í hinum margvíslegu störfum sem hann gegndi á sviði félagsmála. Hann var myndarlegur á velli, fríður sýnum, léttur í lund og góðviljaður, hafði skemmtilega kímnigáfu, traustur og prúðmannlegur. Einn af vinum hans lét þau orö falla ab skemmti- legri samferðamann eða betri félaga væri tæplega hægt ab finna. Sá, sem þessar línur skrifar, fékk ab reyna þab sjálfur hve gott var að umgang- ast Helga. Þau Gyðríöur og Helgi áttu fimm böm, en þab fyrsta dó í fæðingu. Hin fjögur em: Margrét f. 1922, gift undirrituðum. Þau eiga þrjú böm: Helgu, Eddu og Einar. Ólöf f. 1924, d. 1990, var gift Bimi B. Bjömssyni f. 1918, d. 1986. Þau eignuöust fjögur böm: Ragnhildi, Helga, Erlend og Gyðu Björk. Ásdís f. 1929, giftist Einari Hauki Ásgrímssyni f. 1928, d. 1989. Þau eignuðust tvö böm: Ásgrím og Gyðu Sigríði. Seinni maður Ásdísar (1993) er Roger Hodgson, banda- rískur. Jón f. 1931, giftur Gubrúnu Þor- kelsdóttur. Þau eignuðust tvö böm: Helgu og Bjama. Þau Seglbúðahjónin, Gybríður og Helgi, ólu upp Harald Bjamfreðsson frá fimm ára aldri. Helgi hóf byggingu á nýju íbúðar- húsi í Seglbúbum í lok síðara stríðs. Var það fullgert árið 1946. Ekki fékk hann þó ab njóta þess lengi. Hann lést langt fyrir aldur fram, eftir fjög- urra ára veikindi, hinn 22. maí 1949, fimmtíu og fimm ára gamall. Banamein hans var asma. Með hon- um gekk merkur maður og hans var mikiö saknab. Missir Gybríðar var mestur, en hún bar harm sinn vel. Hennar sterka trú hefur eflaust létt henni þennan sára missi, sem var mikib áfall fyrir alla fjölskylduna. Þegar Helgi lést, var Jón Helgason í menntaskólanum. Hann hafði hlaupið yfir fimmta bekk, enda góbur námsmaður. Þrátt fyrir ástæbumar heima, var ákveðib ab Jón lyki stúdentsprófi, sem hann og gerði. Eftrir því sem ég best veit, þá ætlaði Jón sér ekki að verða bóndi, heldur fara í framhaldsnám í Há- skólann. Fráfall föður hans varð því mikill örlagavaldur. Gyðríður mat það mikils að Jón hjálpaði henni við búreksturinn og hann hlýddi kalli og gerðist bóndi í Seglbúðum, fyrst í umboði móður sinnar til árs- ins 1958, en eftir þab stóð hann fyr- ir eigin búi. Gyðríður dvaldi í Seglbúðum fram yfir árib 1960, en eftir það fór hún að dvelja hjá Ásdísi dóttur sinni, fyrst á Siglufirði, síðan í Reykjavík og svo í Garðabæ. Hún kom þó Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Göngu-Hrólfar fara í sína venjulegu göngu kl. 10 f.h. í dag. Félagsstarf í Risinu fellur niður um hvítasunnuna. Dagsferð 25. maí kl. 10 frá Ris- inu. Ekið um Garðskaga, Reykja- nes og Grindavík. Miðar afhent- ir á skrifstofu félagsins á þribju- dag. Skrifstofan verður opin í sumar kl. 9-4. heim á vorin og hugsaði um garð- inn sinn í Seglbúbum. En ferðunum austur fækkaði smám saman. Áriö 1983, þá áttatíu og sex ára, flytur hún úr litlu íbúðinni, sem hún hafði haft hjá Ásdísi dóttur sinni og manni hennar, Einari Hauki Ás- grímssyni, ab Móaflöt í Garðabæ, ab Hrafnistu í Reykjavík. Þar átti hún nokkur gób ár, en svo kom ab því ab heilsu hennar hrakaði mjög og var hún lögð inn á hjúkmnar- deild. Síðustu árin þurfti hún á mik- illi hjálp að halda. Sú hjálp var í té látin af mikilli nærgætni og fómfýsi af öllu því góða starfsfólki sem á deildinni vann. Vil ég fyrir hönd aðstandenda færa starfsfólkinu á Hrafnistu bestu þakkir fyrir frábæra umönnun Gyðríöar, síbustu árin sem hún lifði. Með Györíði Pálsdóttur er gengin mikilhæf kona. Þegar hún lést höfðu liðið fjömtíu og fimm ár frá því hún missti Helga. Biðin var löng, lengri en hún sjálf vildi. En lögmálið er samt við sig: Mennimir vilja, en það er gub sem ræður. Nú er jarðlífsgangan á enda og eftir sitja bjartar minningar um mikil- hæfa konu. Henni mun verða vel fagnað í nýjum heimi. Megi guð blessa minningu hennar. Erlendur Einarsson Hún Gyðríður í Seglbúðum hefur kvatt þennan heim og leitað til ljóssins heima þar sem veikur Iík- ami heftir ekki andann. Lokið er langri ævi góðrar og minnisstæðrar konu, sem ávallt vildi öðmm vel og trúði staðfastlega á hib góba. Listfengi handa hennar og hugar var slíkt, ab sama var hvort hún var að rækta blóm og mnna í garöinum sínum undurfagra, fegra heimili sitt, sat við hannyrbir eða sauma á fatnaði, spilaði á orgel, tók á móti gestum eða hvað sem var. Viö frændfólk hennar, sem ólumst upp fyrir austan á ámnum 1920- bugt, bryggju neban við Hafnar- búðir, og siglt í eina og hálfa klukkustund um Sundin og ab eyjum á Kollafirði. Ferðin verð- ur sérstaklega snibin fyrir fjöl- skylduna sem heild, svo hún geti notiö sjóferbarinnar og út- sýnisins og um leib fræbst um siglingaleiðina og sögu hennar. Þá verður fuglalíf og botndýralíf fjaröarins skoðab, siglt verður t.d. uppundir mikla lunda- byggb, og vitjað um botndýra- gildrur. Afhent veröur sérstakt eybublað til skráningar á ýmsu sem gert verður í ferbinni. Hafið DAGBOK |\/\/\A/\AA/\/CA/\/\/U Lauqardaqur uqardaqi 2l mai 141. daqur ársins - 224 dagar eftir. 20. vika Sólrís kl. 3.54 sólaríag kl. 22.57 Dagurinn lengist um 8 mínútur Þriðjudagshópurinn kemur saman kl. 20 í Risinu 24. maí. Fríkirkjan í Reykjavík Hvítasunnudagur 22. maí: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Violeta Smid. Prestur Cecil Har- aldsson. Fjölskyldusjóferðir um hvítasunnuhelgina Ferjuleiðir í samvinnu við Reykjavíkurhöfn býður upp á nýjung um hvítasunnuhelgina: stuttar sjóferðir á f/b Skúla- skeiði. Fariö verbur úr Suður- 1940, minnumst þessarar fíngerbu, blíðlegu konu með gleöi og þökk. Viðmót hennar var ósegjanlega milt og vermandi hverju bami, sem kom að Seglbúðum, eða þar sem Györíður kom, gjaman með bömin sín. Við í Fagurhlíö vomm svo heppin að Seglbúðabömin vom á svipuðu reki og viö. Þá vom gleði- og vina- fundir, því auk skyldleika teljum við óhikað að Györíður og Helgi í Seglbúbum og foreldrar okkar, Elín og Þórarinn í Fagurhlíb, hafi verið einlægir vinir svo lengi sem líf ent- ist. Helgi og Þórarinn féllu báðir frá um aldur fram. Gyðríður og Elín ræktu sína vináttu til hárrar elli, eða svo lengi sem heilsa þeirra leyfði. Mörg ógleymanleg atvik rifjast upp í huganum þegar horft er til baka. Eitt sinn stób Gyðríður Upp á ung- mennafélagsfundi og sagbist vera búin ab koma upp birkihrísluplönt- um, sem sig langaöi til að gefa þeim félagsmönnum sem vildu. Þar sem lítill trjágróbur vex var þetta mjög kærkomið og nú em þessar plöntur orðnar að stærðartrjám. Þannig óx og dafnaði þab, sem hún gaf af gnótt hjarta síns. Á fyrstu ámm útvarpsins í Land- brotinu bar það oft við, að okkur sem ekki höfðum útvarp var boðib fram að Seglbúðum til þess að hlusta á messu, og sátu þá allir á heimilinu ásamt gestum, hljóðir sem í kirkju væm. Við minnumst jólabobanna, þegar allir fóm í betri fötin eftir kvöld- verkin og foreldramir leiddu eða bám bömin milli bæja og heim um stjömubjarta nótt. Og þegar mæður og böm gengu upp og niður lyngi vaxna hóla og lautir Landbrotsins á sólbjörtum sumardögum eða síðkvöldum (það var oftast sólskin eða stjömubjart í bemskutíð). Vinkonumar ræddu trúmál, þjóbmál, böm og búskap og nutu þess greinilega að eiga stundir saman. Slík vinátta er dýrmæt, þaö skiljum við enn betur þegar við eld- umst. Okkur þóttu raunar frændur og vinir vera á hverjum bæ, sem var mikils viröi í uppvextinum, ekki síbur þar sem sveitimar austan sanda vom býsna einangraðar þá. Samvinna og hjálpsemi milli bæja var mikil, þab fengum viö m.a. ab reyna þegar faðir okkar dvaldi á sjúkrahúsi í Reykjavík sumarlangt og móðir okkar var ein með böm um hábjargræðistímann, þá var gott ab eiga góða sveitunga. Að leiðarlokum fæmm viö fram þakkir fyrir allt og biðjum Gyðríði og afkomendum hennar guðs bless- unar. Systkinin frá Fagurhlíb gjaman með svaladrykk eða nestisbita. Stansað verður á leið- inni og látið reka stuttan tíma. Brottför úr Suðurbugt kl. 14, 16 og 18 laugardag, sunnudag og mánudag. Frá Listaklúbbi Leikhúskjallarans Næstkomandi miðvikudags- kvöld verður síðasta skemmti- kvöldið, „Já, gott átt þú veröld u Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona verður gestgjafi kvöldsins og les vorljóð, en að öðm leyti er dagskráin óbreytt frá því sem verið hefur (Ijóöa- lestur, söngur, harmonikuleikur og dans). Hún hefst meö borö- haldi kl. 19 og er tekið á móti pöntunum í síma 19636. Reykjavík vib stýrib er sögusýning í Geysishúsinu um samgöngur í Reykjavík í 90 ár. Þar er ab finna ljósmyndir, skjöl, líkön og ýmsa merka muni. Sýningin er opin alla virka daga kl. 09 til 18 og um helgar kl. 11 til 16. Aðgangur er ókeypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.