Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 14
Hluti hátíbardagskrárinnar fór fram á Völlunum og var mannfjöldinn í hátíöarskapi þar sem annars staöar í húöarrigningunni. Kvæði að norðan Heill feginsdagur, heill frelsishagur! Heill, íslenska œttargrund. Heill, norrœn tunga með tignarþunga, hér töluð frá landnámsstund. Heill, öldin foma með höfðingja horfha og heilir þér góðu menn, er harmaldir bámð, sem svanir í sámm og sunguð, svo hljómar enn. í síðasta\kaflanum horfir skáldkonan til framtíðar og biður landi og þjóð velfarnaöar. Síöasta vísa kvæðabálksins: Syng frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt. Lát ei fólskvast œskuglóð, ver öllu þjáðu mild oggóð. Lát ríkja ró og vit. ttjarðarljóðin voru samtvinnuö sjálfstæð- isbaráttunni og allir þeir sem báru sæmdarheitið skáld ortu hvatningarljóö og mærðu ættjörðina, söguna og tunguna. Þjóöhátíðarnefndinni sem vann að undirbúningi lýöveld- ishátíðarinnar þótti því sjálfsagt að efna til samkeppni um hátíð- arljóö. Voru skáldin hvött til að semja „alþýðlegt og örvandi ljóð, sem gæti oröiö frelsissöng- ur íslendinga." Eða svo segir í auglýsingunni um ljóðasam- keppnina. Heitið var fimm þús- und króna verðlaunum fyrir það ljóð, er teljist þeirra mak- legt. Þrír prófessorar og doktorar skipuðu dómnefnd. 120 kvæði frá 104 skáldum bárust. Ekkert þeirra þótti full- nægja allskostar þeim kröfum sem settar voru en tvö báru af aö áliti dómnefndar. Þaö eru kvæðin „Söngvar helgaðir Þjóð- hátíðardegi íslands 17. júní 1944", og var dulnefni höfund- ar Smárablað. Hitt kvæðiö er „íslendingaljóð 17. júní 1944," merkt I.D. Höfundar reyndust vera Unn- ur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda) og Jóhannes úr Kötlum. Það kom nokkuð á óvart að Hulda skáldkona skyldi hreppa verölaunin fyrir þann mikla kvæðabálk sem hún sendi inn. Hún taldist ekki til stórskáld- anna. Sá kvittur kom upp að dóm- nefndin heföi leitað eftir kvæð- um „þjóðskáldanna" í dul- nefnabunkanum, og er það ekki óeðlilegt. Setti nefndin vel á sig hvar kvæöin voru póstsett. Um- slagið sem kvæðabálkur Huldu var í var stimplaður í pósthús- inu á Akureyri. Þar með var kvæðið stimplað á stórskáldið Davíð Stefánsson, sem bjó á Ak- ureyri. En Hulda bjó þar líka og þaö varaðist dómnefndin ekki. Hið sanna er aö Davíð sendi ekkert kvæði í keppnina, sem dómnefnd sem öörum þótti óhugsandi því að á þeim tíma var hann dáðasta og mest lesna skáld á íslandi. Hátíðarljóö Huldu þekkjum við best af þremur erindum úr miöbiki ljóðaflokksins. Upp- hafserindi þess kafla hefst á hendingunni „Hver á sér fegra föðurland". Erindin eru vel gerð og eiga langlífi sitt ekki síst að þakka laginu sem við þau er samið. Það var efnt til samkeppni meðal tónskálda um lög við bestu kvæöin og voru þau send inn með dulnefni eins og há- tíðaljóðin sjálf. Lög bárust frá 27 höfundum. Verðlaunalagið reyndist vera eftir Emil Thor- oddsen og var það samið ein- göngu við þriöja kafla ljóða- bálks Huldu. Hátíðarljóð Huldu er lítt þekkt utan fyrrgreinds kafla. Hér verð- ur birt fyrsta erindið sem lýsir þeim hugblæ sem ríkti með þjóðinni lýðveldisáriö. Hitt verðlaunakvæöið reynd- ist vera eftir Jóhannes úr Kötl- um og er ekki síður þekkt en kvæði skáldkonunnar að norð- an. Það er íslendingaljóðið „Land míns föður, landið mitt." Þórarinn Guðmundsson, fiðlu- leikari og tónskáld, hlaut verð- laun fyrir lag við það kvæði. Brynjólfur Jóhannesson leikari las kvæði Huldu á Þingvöllum á þjóðhátíðardaginn en Jóhannes las kvæðið sitt. ■ Rigningitl baröi þingheim og hátíöargesti á Þingvölium á lýöveldisdag- inn. Þaö má glöggt sjá á þessari mynd sem er af Birni Þóröarsyni forsœtis- ráöherra er hann skýröi frá skeytinu frá Kristjáni X. Þaö barst ekki fyrr en kl. S.15 og voru menn þá orönir úrkula vonar um aö síöasti konungur ís- lands sendi hinu nýborna lýöveldi kveöjur sínar. Rlkisstjórnin og fulltrúar erlendra ríkja viö Stjórnarráöshúsiö 18. júní, en þá héldu hátíöarhöldin áfram í höfuöborginni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.