Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						^S i %%\ í ttTT
Fimmtudagur 3. nóvember 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210,  125 Reykjavfk
Setning og umbrot: Jæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Blönduóstíska aö breibast út?
Hvalveiðar:
hættuspil
Sjávarútvegsráðherra hefur nú lýst því yfir að
hann muni flytja tillögu á Alþingi um að hefja
hrefnuveiðar á ný í takmörkuðum mæli. Verði
þetta að veruleika á næsta ári, er þarna um að
ræða viss þáttaskil í hvalamálinu, sem er eitt af
erfiðum milliríkjamálum sem við er að glíma.
Það er ljóst að hrefnustofninn er ekki í útrým-
ingarhættu. Það eru gömul og ný sannindi að
afstaða náttúruverndarsamtaka til hvalveiða
byggist ekki á vísindalegum rökum, heldur til-
finningum.
Það er matsatriði fyrir okkur íslendinga hvort
við fórnum meiri hagsmunum fyrir minni með
því að hefja hvalveiðar á ný. Tíminn er þeirrar
skoðunar að það sé mjög alvarlegt áfall fyrir at-
vinnulíf þjóðarinnar og nýtingu auðlinda að
gefast upp í hvalamálinu og hætta veiðum fyrir
fullt og allt.
Slíkt getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Norðmenn hófu hrefnuveiðar á ný undir mikl-
um hótunum um viðskiptáþvinganir. Ekki hefur
orðið mikið úr slíkum hótunum.
Sömuleiðis hefur verið deilt á framgöngu ís-
lands í hvalamálum og hún talin skaða íslenska
hagsmuni. Þessi gagnrýni er ekki réttmæt. ís-
lendingar hafa ætíð viljað reisa sinn málflutn-
ing á vísindalegum rökum og alþjóðlegu sam-
starfi. Hins vegar hefur meðhöndlun á vísinda-
legum niðurstöðum í Alþjóða hvalveiðiráðinu
og starf innan þess verið með þeim hætti að
ókleift hefur reynst að starfa innan vébanda
þess.
Sérstökum áhyggjum veldur að afstaða ís-
lenskra stjórnvalda til alþjóðasamstarfs um
hvalveiðimál er mjög misvísandi. Formaður ut-
anríkisnefndar og utanríkisráðherra hafa lýst
því yfir að ganga eigi í Alþjóða hvalveiðiráðið,
en sjávarútvegsráðherra telur að það muni skaða
íslenska hagsmuni. Þessar misvísandi yfirlýsing-
ar eru afar varhugaveröar og þær hljóta að veikja
sjávarútvegsráðherra í þeirri baráttu sem fram-
undan er að afla sjónarmiðum íslendinga í hval-
veiðimálum fylgis.
Okkur íslendingum ber að fylkja liði í barátt-
unni fyrir nýtingu auðlinda hafsins. Nýting
sjávarspendýra er einn þáttur í þessu ferli og það
brýtur ekki í bága við skuldbindingar þjóðarinn-
ar í umhverfis- eða hafréttarmálum að nýta
þann rétt.
Hins vegar er baráttan erfið framundan, eins og
ávallt þegar tilfinningar eru með í för. Samstað-
an út á við og öflug kynning á málstað íslend-
inga er það sem skiptir sköpum í þessu efni.
Alþýöuflokksfélag Blönduóss
var lagt niöur á fundi í fyrra-
kvöld. Ástæöan var ágreining-
ur og mótmæli sem risiö hafa
vegna framgöngu Sighvatar
Björgvinssonar heilbrigðisráb-
herra vib ab skipa formann
stjórnar sjúkrahússins á stabn-
um. Heimamenn segja emb-
ættisveitinguna lykta af ein-
hverju, kannski misskilinni
spillingu. Málib er nokkub
snúib, þrátt fyrir ab hefbbund-
in sjónarmib flokksgæbinga
og fjölskyldutengsla, sem ver-
ib hafa mjög áberandi í öllu
starfi Alþýbuflokksins á und-
anförnum árum og landskunn
eru, hafi verib höfb í heibri.
Þannig valdi Sighvatur
tengdason formanns kjör-
dæmarábs Alþýbuflokksins í
starfib, og mibab við ab Sig-
hvatur er ebalkrati ættu slík
rök fyrir rábningu ekki að
koma á óvart. Það, sem hins
vegar gerir útslagið og valdið
hefur titringi, er að tengda-
sonurinn er alþýðubandalags-
maður en ekki kráti. Slíkt er að
sjálfsögðu freklegt brot á
helgireglum Alþýbuflokksins,
sem hefur haslab sér völl í ís-
lénskum stjórnmálum sem
helsti talsmabur sérhags-
munapots og flokksbundinnar
fyrirgreiðslu, og raunar óskilj-
anlegt að Sighvatur, eins
reyndur og hann nú er í þess-
um efnum, skuli flaska á slíku
grundvallaratribi.
Heitur fundur
Samkvæmt útvarpsfréttum í
hádeginu í gær var fundurinn
í Alþýðuflokksfélaginu á
Blönduósi heitur og mikil
óánægja með ráðningu Sig-
hvatar á kommúnista í stjórn-
arformannsstöðu á sjúkrahús-
inu. Fjölmargir gagnrýndu
ákvörðunina,' að því er útvarp-
ið sagði, og endaði fundurinn
í slíkri hneykslan á því á hvaða
stig spillingin hjá ráðherrum
Alþýðuflokksins væri komin,
að Alþýðuflokkurinn á
Blönduósi ákvað að leggja sig
niður og beina þeim félögum,
sem enn hefbu geð í sér til að
starfa í sama flokki og Sighvat-
ur, til Alþýðuflokksfélaga í ná-
GARRI
grenni Blönduóss.
Trúlega er það einsdæmi að
stjórnmálafélag í stjórnmála-
flokki leggi sig beinlínis nibur
vegna andstöbu vib flokksfor-
ustuna. Yfirleitt hafa slík félög
reynt að kljúfa sig út úr og
stofna eigin hreyfingu, óháða
og sjálfstæða frá móðurflokkn-
um, ef um ágreining hefur ver-
ið að ræða.
En einhvern tíma verður allt
fyrst, og full ástæða er til að
spyrja hvort Alþýðuflokksfé-
lag Blönduóss á ekki eftir að
koma af stað ákveðinni skriðu,
ákveðinni tískusveiflu meðal
jafnaðarmanna. Niðurlögð Al-
þýðuflokksfélög eru vissulega
ekki ólíklegri tískuvarningur
en margt annað. Jafnaðar-
menn, sem ekki eru þegar
farnir úr flokknum með Jó-
hönnu, munu vilja aubkenna
sig með öðrum hætti en að
vera enn einn króginn í pils-
faldi „20%-prímadonnunn-
ar", eins og farið er að kalla Jó-
hönnu eftir síðustu kannanir.
Þeir munu því leita annarra
forma en að kljúfa félögin,
eins og Jóhanna gerði. Að
leggja  niður  Alþýðuflokksfé-
lögin er hins vegar nýmæli og
gæti þótt töff, og er því hreint
ekki ólíklegur farvegur fyrir þá
krata sem ekki vilja styðja for-
ustuna, en eru þó ekki tiíbúnir
að fara með Jóhönnu gegn
sínum gamla flokki.
Sjálfseyðingar-
hvötin
Garri getur ekki annað en
mælt með slíkri tískusveiflu
fyrir Alþýöuflokkinn, því hún
yrði beinlínis rökrétt framhald
af þeirri sjálfseyðingarhvöt
sem blossaö hefur upp í
flokknum á síðustu misserum.
Tímabil sjálfseyðingarinnar
hjá Alþýðuflokknum hófst
með Viðeyjarævintýrinu, þeg-
ar flokkurinn gekkst inn á að
vinna öll óvinsælustu og
óþokkalegustu verkin fyrir
frjálshyggjumennina í Sjálf-
stæðisflokknum. Atlagan að
velferðarkerfinu var stórfeng-
leg sjálfstortíming hjá krötun-
um, á meðan sjálfstæðismenn
stóðu hjá og létu stórsjóina
brotna á samstarfsaðilum sín-
um. Alþýðuflokkurinn dró
Sjálfstæðisflokkinn upp úr
spillingu Hrafnsmála, en sekk-
ur síðan æ dýpra í spillingar-
umræðuna sjálfur og fær enga
aðstoð frá Sjálfstæðisflokkn-
um, serri er alveg jafn sekur.
En allt þetta kalla kratar yfir
sig sjálfviljugir og bæta svo
gráu ofan á svart meb Jó-
hönnumálum. Enginn flokkur
með lífsvilja myndi hegða sér
á þennan hátt og þarafleið-
andi er það ekki stílbrot að
flokksdeildir úti á landi séu nú
teknar að leggja sjálfar sig nið-
ur.
Garrí
Stjórnarandstaöa Jóhönnu
Gríðarleg uppsveifla Jóhönnu
Siguröardóttur í skoðana-
könnunum að undanförnu
hafa vakið verðskuldaða at-
hygli. Gott gengi hennar verð-
skuldar athygli fyrir ýmissa
hluta sakir, ekki síst þær að
framboð hennar er að miklu
leyti ómótaö og fólk hefur lít-
ið á að byggja annab en per-
sónu Jóhönnu sjálfrar. Jó-
hanna ér hins vegar búin ab
sitja í afskaplega óvinsælli rík-
isstjórn og ber verulega ábyrgb
á því hvernig stöbu þjóbmála
og afkomu fólks er háttað í
dag. Eblilegt hefði því verið að
Jóhanna hlyti sinn skerf af
þeim óvinsældum sem ríkis-
stjórnin bakabi sér meb skil-
yrðislausum stuðningi henn-
ar. Slíkt gerðist hins vegar ekki
og hlýtur það að teljast ein-
kennilegt á þessum síöustu
tímum, þegar þjóðin virðist
krefjast þess og ganga hart eft-
ir að stjórnmálamenn, þar á
meðal fyrrum samstarfsmenn
Jóhönnu, beri ábyrgb á því
sem þeir hafa verib ab gera
upp á síðkastið.
Ekki dæmd af
verkum sínum
Jóhanna hélt uppi ákveðnu
andófi innan stjórnarinnar
meðan hún sat þar, og það
andóf á eflaust sinn þátt í því
að fólk virðist ekki telja að
hún eigi að dæmast af verkum
stjórnarinnar sem hún sat í.
Það, að hún sagði af sér ráð-
herradómi, er líka mjög afger-
andi aögerð af hennar hálfu
við að axla ábyrgð og mjög
óvenjuleg á íslandi. Sú aðgerð
Jóhönnu, að segja af sér ráð-
herradómi og halda um leið
langar ræður um misskiptingu
og fátækt, er trúlega önnur af
tveim stærstu skýringunum á
því hvers vegna hún geldur
ekki verka sinna í ríkisstjórn.
Með þessu gaf Jóhanna nefni-
lega frat í stjórnina, um leið og
hún tók á máli sem allur al-
menningur fann brenna á sér,
A vfoavangi
en þab voru afkomumál heim-
ilanna. Svo virðist sem mál-
flutningur af slíku tagi, þar
sem stjórnmálamaður kemur
og æsir sig upp í hástert út af
hversdagslegum hlutum —
daglega, litla lífinu — hafi átt
gríðarmikinn hljómgrunn.
Það eitt, að Jóhanna kemur
fram með þessar áherslur og
með þessum óvænta en áhrifa-
ríka hætti, virðist hafa dugað
henni til syndaaflausnar fyrir
að hafa verib rábherra.
Glæpnum stolio
Hin meginskýringin á því
hvers vegna Jóhanna geldur
ekki ríkisstjórnarsetu sinnar er
einfaldlega sú, að hún stelur
glæpnum frá stjómarandstöð-
unni. Stjórnarandstaðan í
fyrravetur snerist ekki nema að
mjög litlu leyti um afkomu
heimilanna. Stóru málin voru
að egna upp einhvern hanaslag
milli ráðherra um landbúnað-
armál, sjávarútvegsmál, Evr-
ópumál eða einhver sértæk
mál, sem snerta ekki Jón og
Gunnu með sama hætti og af-
koma heimilanna og ójöfnub-
urinn sem þau horfa upp á
dags daglega.
Velgengni Jóhönnu í skobana-
könnunum núna er því ab öör-
um þræði áfellisdómur yfir
stjórnarandstöðunni í heild
sinni, sem ekki hefur borib
fram þann málflutning sem
nær eyrum almennings og lab-
ar til sín óánægjuna meb ríkis-
stjórnina. Fram kemur í Morg-
unblabinu í gær, í umfjöllun
um skobanakönnun Félagsvís-
indastofnunar, ab Jóhanna
sækir fylgi sitt til þeirra sem
telja sig andstæðinga ríkis-
stjórnarinnar. Kvennalistakon-
ur, framsóknarmenn og al-
þýðubandalagsmenn hljóta ab
spyrja sig hvers vegna þetta
fólk kemur ekki til þeirra, í stab
þess ab stybja uppgjafaher-
mann stjórnarinnar.
Enn er langt til kosninga og
rábrúm fyrir stjórnarandstöbu-
flokkana að skoba sín mál.
Þrátt fyrir allt er ólíklegt ab Jó-
hanna haldi þessum dampi í
allan vetur, en þessi fyrrum
rábherra hefur svo sannarlega
kennt stjórnarandstöbunni
lexíu í stjórnarandstöbu vib
sína eigin ríkisstjórn.
-BG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16