Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						iKflEttlEztfftK
Fimmtudagur 3. nóvember 1994
Hamas, heitið á bókstafs-
trúarhreyfingu Palest-
ínumanna, er skamm-
stöfun, eh er einnig þýtt
„ákafi", „að leggja sig allan
fram". Hreyfingin er upphaf-
lega afleggjari frá Múslíma-
bræðralagi, bókstafshreyfingu
sem stofnuð var 1928 með það
fyrir augum að vinna á móti
vestrænum áhrifum og verald-
arhyggju í íslamska heiminum.
Hvatar að stofnun Múslíma-
bræðralags var veraldarhyggja
Kemals Atatiirk í Tyrklandi, þar
sem tekin var upp veraldleg lög-
gjöf, óháð sharia, lögmáli ís-
lams, og vaxandi vestræn áhrif
og veraldarhyggja í Egypta-
landi. Múslímabræðralag hefur
jafnan veriö fylgismest í Egypta-
landi og Sýrlandi, en haft víð-
tæk áhrif á íslamskar bókstafs-
hreyfingar annarstaöar, ekki síst
í Súdan og Atlaslöndum (Túnis,
Alsír, Marokkó).
Hasan al-Banna, stofnandi
Múslímabræðralags, hafði mót-
ast hjá dervisjum, en svo eru
nefndar dultrúarreglur í íslam.
Hefur Múslímabræðralag þótt
hafa nokkurn svip þaðan. í
dervisjareglum er lögð áhersla á
aga, leiðslukennt hrifningar-
ástand og stundum fyrirlitn-
ingu á dauðanum, það að vera
reiðubúinn að fórna sér fyrir
málstaðinn.
Lamabur tíu
barna faöir
Stofnandi Hamas, Sjeik Ahmad
Yassin, er 56 ára og lamaður að
mestu eftir slys á unglingsárum.
Kvæntur er hann og á tíu börn.
Hvaö sem lömun hans líður er
hann gæddur miklum persónu-
töfrum, að sögn vestrænna
fréttamanna sem haft hafa tal af
honum.
Sjeik Ahmad hóf leiðtogaferil
sinn sem fprstöðumaður hjálp-
arstofnunar á vegum Múslíma-
bræðralags. Meö þeirri starfsemi
náði bræðralagið miklu fylgi í
Gaza á áttunda áratugnum og
kom þar upp menntastofnun,
íslamska háskólanum, með leyfi
ísraelskra stjórnvalda, sem ýttu
þá undir bræðralagið í von um
að það drægi fylgi frá Frelsis-
samtökum Palestínu (PLO).
Hugðust ísraelar með því móti
stuðla að sundrungu í röðum
Pale^tínumanna. Bræðralags-
menn í Gaza fengu meira aö
segja leyfi ísraela til að bera
vqpn „til sjálfsvarnar".
Israelum varð að því leyti að
ósk sinni, að fljótt upphófst
samkeppni milli PLO og Músl-
ímabræðralags, einkum í Gaza.
Aö bræðralagið væri ísrael engu
síöur fjandsamlegt en flestir
aðrir arabar hefur þó væntan-
lega verið ljóst frá byrjun. En
bræðralagið lét að vísu ekki ýkja
mikið að sér kveða í andstöö-
unni við ísrael fyrr en 1988, er
svokölluð Intifada var hafin. Þar
hafði PLO forustuna. Bræðra-
lagsmenn í Gaza og á Vestur-
bakka hugsuðu sem svo, að það
hlyti að leiða til þess að þeir
misstu fylgi sitt til PLO, nema
því aðeins aö þeir yrðu ekki síðr
ur athafnasamir gegn ísraelum
en PLO- liðar. Það var þá sem
palestínskir bræðralagsmenn
stofnuðu Hamas undir forustu
Sjeiks Yassin.
Frelsi fyrir Tel Aviv
PLO er fremur veraldlega sinn-'
að, með áhersluna fremur> ár-
abískri þjóöernishyggju én is-
lam sem slíku og sum samtökin
innan þess hafa vinstriróttækni
í stefnuskrám sínum og yfir sér
foringja   af  kristnum   ættum.
Bandarískir múslímar. Sumirþeirra eru sagbir fjármagna Hamas.
„Heilög arabísk jörð"
Liösmenn Hamas
krefjast tortímingar
ísraels og óhlýbnast
jafnvel eigin for-
ing]um, sem vilja
„gœta hófs" í
hryöjuverkum
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
Sennilegt er að með hliðsjón af
flestu af þessu (líklega þó ekki
þjóðernishyggjunni) hafi Ham-
as ekki háar hugmyndir um
PLO. Enda hefur keppni PLO og
Hamas um fylgi Palestínu-
manna farið harðnandi og
stundum jafnvel komið til
vopnaðra átaka milli fylgis-
manna þeirra. Hamas fordæmir
harðlega sem svik alla viöleitni
PLO til að ná samkomulagi við
ísrael.
Hamas fullyrðir af mikilli ákefð
að það ljái ekki máls á friði fyrr
en „síonistar" hafi veriö reknir
af „hverjum sentímetra heilagr-
ar arabískrar jarðar frá hafi
(Miðjarðarhafi) til fljóts Oórd-
anar)". Ekki eigi einungis að
„frelsa" Vesturbakkaborgir eins
og Hebron og Nablus, heldur og
Tel Aviv og Haifa. PLO hefur nú
sæst á „tveggja ríkja lausn", þ.e.
að í Palestínu veröi tvö ríki, ar-
abískt og gyðverskt. Hamas
krefst hinsvegar áfram tortím-
ingar ísraelsríkis. Litlar líkur eru
á að sarrían gangi með PLO og
Hamasíjaví máli.
^ ''Grunnhugsun í íslam er að
leikurinn milli þess og annarra
'trúarbragða eigi alltaf að vera
ójafn, þannig að íslam geti sótt
fram á kostnað annarra trúar-
bragða en ekki öfugt. Þetta er
ein af skýringunum á þeim gíf-
urlegu sárindum, sem það hefur
valdið aröbum og múslímum
yfirleitt að gyðingum skyldi tak-
ast að leggja undir sig meiri-
hluta Palestínu og stofna þar
eigið ríki. Þar við bætist að Pal-
estína er annað helgasta land
súnníska íslams, næst Arabíu
sjálfri, og Jerúsalem þriöja helg-
asta borg í íslam, næst Mekku
og Medínu.
Arabísk-íslömsk
þjóö
„Arafat á ekkert með að láta af
hendi einn einasta sentímetra
af arabískri jörð," segir Ibrahim
Ghoshe, talsmaöur Hamas í
Jórdaníu. „Land araba heyrir
ekki honum til og ekki heldur
Palestínumönnum, heldur er
gervallri arabísk-íslömsku þjóö-
inni trúað fyrir því." Hugsjón í
íslam, og sérstaklega með bók-
stafssinnum, er að allir múslím-
ar séu eða eigi að vera ein þjóð.
Frá 1989 hafa ísraelar gefið
Hamas aukinn gaum og hand-
tekið og rekið úr landi marga
forustumenn þess, þ.á m. Sjeik
Yassin. En í stað þess að draga
kraft úr Hamas, virðist þetta að-
eins hafa leitt til þess að sam-
tökin hafi orðið enn herskárri
og óbilgjarnari en fyrr. Nýir og
yngri menn hafa tekið við for-
ustunni. Þeir eru sagðir her-
skárri en fangelsaðir og útlægir
fyrirrennarar þeirra og leggja
meiri áherslu á „vopnaða bar-
áttu" en minni á kennslu í
íslömskum fræðum og íslamsk-
an lifnað rétttrúnaði sam-
kvæmt, en þetta einkenndi
Hamas mjög fyrstu ár þess.
Hamas viðurkennir Sjeik Yassin,
sem situr í ísraelsku fangelsi, að
vísu ennþá sem æðsta mann
samtakanna, en svo er að heyra
að yngri Hamas- foringjar séu
teknir að hafa fyrirmæli hans og
annarra eldri foringja að engu,
bjóði yngri foringjunum svo við
að horfa. Yfirleiðtogi Hamas í
raun er e.t.v. nú þegar Izzedin
Arafat: „Land araba heyrir ekki honum til."
al-Qassem, foringi „vopnaðrar
greinar" samtakanna.
Israelar reikna meö að Hamás
hafi fjórðung íbúa í Gaza á sínu
bandi og 15-20% araba á Vest-
urbakka. En fylgissveiflur á milli
Hamas og PLO eru tíðar og
miklar og fjölmargir að líkind-
um á báðum áttum um hvorum
samtakanna skuli fylgja að mál-
um. Fé fær Hamas frá Iran og
einnig frá múslímum í Banda-
ríkjunum, sem á síðustu þremur
áratugunum hafa komið þar í
ljós sem talsverður og líklega
nokkuð vel skipulagður minni-
hluti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16