Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fimmtudagur 3. nóvember 1994						9
UTLOND...  UTLOND...	UTLOND . ..	UTLOND . .. UTLOND . ..	UTLOND . ..	UTLOND . ..	UTLOND . ..	
,Hib mikla hjálparrán" í Bretlandi
„ nio miKia njaiparran  i oreuanai                   mmr—
Aðstobin kemst 1
ekki til skila
Abstob Breta við hrjáðar þjóðir
heims hefur minnkað til muna
á undanförnum fimm árum.
Og sú aðstoð sem boðin er nær
ekki til hinna fátæku. Þetta er
meginniðurstaða af rannsókn
sjálfstæðs hóps rannsóknar-
manna, sem kynnt var í Lond-
on í gær.
Skýrsla hópsins heitir „The
Great Aid Robbery — how Brit-
ish aid fails the poor", eða „Hið
mikla hjálparrán — hvernig
breskri þróunarhjálp mistekst
að komast til hinna fátæku".
Sagt er að í lykilmálum eins og
aðstoð  í  heilbrigðismálum,
menntun, landbúnaði og skóg-
arhöggi hafi bresk aðstoð ekki
skilað sér, þrátt fyrir að ráðherr-
ar sem fari með þessi mál haldi
öðru fram.
„Það er til skammar að ekki
aðeins eru fátæklingar heims-
ins hlunnfarnir, heldur er
breskur almenningur blekkt-
ur," sagði Ben Jackson, leiðtogi
og skipuleggjandi hópsins.   ¦
Þessi mynd er af skjólstœbingum
bresks hjálparstarfs, en höfundar
bókarinnar„Hib mikla hjálparrán"
segja ab abstob nái ekki til hinna
fátæku íflestum tilvikum.
Eldflób grandaði hundr-
ab manns í Egyptalandi
Assiut - Reuter
Óttast er ab yfir hundrað manns
hafi látið lífið í eldflóði í bænum
Dronka í Subur-Egyptalandi í
gær. Gengið hafði á með þrum-
um, eldingum og úrhelli í fimm
klukkustundir samfleytt þegar
eldingu laust niður í eldsneytis-
birgðir herstöðvar sem er fyrir
utan bæinn. Eldsneyti lak úr
geymunum og flaut ofan á
vatnsaganum sem var umhverf-
is flest hús í bænum. Þannig
flaut eldurinn áfram eins og log-
andi flóbbyglja. Yfir 200 hús í
bænum eyðilögðust í eldunum
og talib er ab um 20 þúsund
manns hafi þegar flúið heim-
kynni sín.
„Þetta var eins og napalm,"
sagði Abdel nokkur Mohsen við
fréttamann en hann missti þrjá
bræbur sína, sex, átta og ellefu
ára, þegar logandi olía flæddi
Lækkar meðalhiti í Evrópu?
Lundúnum - Reuter
Meðalhiti í Evrópu gæti lækkab
þrátt fyrir það að hitastig annars
staðar á jörðinni hækki, að því er
fram kemur í tímaritinu Nature.
Þýskur vísindamabur, Stefan
Rahmstorf, hjá Haffræðistofnun-
inni í Kiel í Þýskalandi, hefur sýnt
fram á ab lítilsháttar breytingar á
straumum í Atlantshafinu nægi
til ab orsaka verulegar breytingar
á hitastigi. Meb því ab nota líkan
ætlabi hann ab sannreyna kenn-
ingar um ab loftslagsbreytingar
sem voru undanfari ísaldar hafi
orbib í tengslum vib mikla röskun
hafstrauma, en komst þá ab því
ab  tiltölulega  litlar  breytingar
þurfti til þess. Rahmstorf telur
ekki Ijóst hvort hækkun mebal-
hita á jörbinni geti orsakab þær
smávægilegu breytingar á straum-
um sem nægja til ab framkalla
stórsveiflur á hitastiginu, um leib
og hann segir ekkert benda til
þess ab þab geti ekki gerst á nýja-
leik.                    ¦
inn í húsib heima hjá þeim.
Kona sem skabbrennd er á and-
liti og höndum sagöist hafa
misst tvö ung börn sín í eldin-
um.
Yfirvöld telja enn of snemmt ab
áætla hversu margir hafi farist,
en fólk sem komst lífs af hefur
þá sögu ab segja að fjöldinn all-
ur hafi króast inni í logandi hús-
um.
Auk þeirra sem hafa farist í eld-
inum er talið að a.m.k. hundrað
manns hafi farist í flóðum í
þessu mesta óveðri sem gengiö
hefur yfir landið í manna minn-
um. Því hefur enn ekki slotað og
segja veðurfræðingar að útlit sé
fyrir áframhaldandi þrumuveð-
ur næstu tvo sólarhringa. Meir
en 130 manns létu lífið í óveðri
syðst í Egyptalandi í gær.    ¦
Færri
liggja
a hleri
Lundúnum - Reuter
Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær
að til stæði að fækka starfs-
mönnum um 3-500 í leynilegri
hlerunarstöö þar sem fylgst er
með gervihnattasendingum og
símtölum. Stöð þessi er í ná-
munda við Cheltenham á Eng-
landi vestanverðu, en þar starfa
nú um 6 þúsund manns. Á
undanförnum tveimur árum
hefur starfsmönnum þar verið
fækkað um 200, en ástæðan
fyrir fækkuninni er tvíþætt. í
fyrsta lagi er talin minni þörf
fyrir slíka starfsemi eftir ab
kalda stríbinu lauk og í öbru
lagi er verib ab spara á öllum
svibum í opinbera kerfinu í
Bretlandi.                ¦
Tryggjum Ingibjörgu 4. sætib
Framsóknarfólk í Reykjavík
á erfitt val í vændum um
komandi helgi þegar fram
fer prófkjör Fulltrúarábs
framsóknarfélaganna um 6
efstu sætin á frambobslista
flokksins fyrir komandi Al-
þingiskosningar. Ab þessu
sinni sækjast 13 einstakling-
ar eftir þessum 6 sætum og
er óhætt ab segja ab sjaldan
hafi jafn margir frambæri-
legir einstaklingar gefib kost
á sér til setu á frambobslista
flokksins í höfubborginni.
Þetta er ab sjálfsögbu hib
besta mál þótt þab sé á hinn
bóginn bölvanlegt ab þurfa
ab gera upp á milli allra
þessara hæfileikaríku ein-
staklinga sem allir mundu
sóma sér vel í efstu sætum
listans.
Það vekur sérstaka ánægju
mína hve margt ungt fólk sæk-
ist eftir sæti ofarlega á listan-
um okkar og gefur okkur
þannig stóraukinn möguleika
á að stilla upp lista sem höfðar
til breiðari hóps kjósenda en
oft áður. Þetta er reyndar í
fullu samræmi við síaukna á-
sókn ungs fólks til Framsókn-
arflokksins og þessum áhuga
verðum við að sinna af alvöru.
Sé komið til móts við þennan
aukna áhuga ungs fólks á
stefnu og markmiðum Fram-
sóknarflokksins, þá skilar það
sér margfalt í mikilli fylgis-
aukningu Framsóknarflokks-
ins. Ekki bara í komandi Al-
þingiskosningum heldur um
alla þá björtu rramtíb sem okk-
ur ber gæfu til ab sinna öllum
þegnum þessa lands á jafnrétt-
isgrundvelli.
I þessu samhengi er einnig
rétt ab líta á liösuppstillingu
keppinautanna. Niðurstaðan í
nýafstöðnu prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík
staðfestir enn og aftur að Sjálf-
stæðisflokkurinn er andsnú-
inn ungu fólki þegar kemur að
því að veita því meiri ábyrgð
en þá eina sem fylgir því að
kjósa flokkinn. Ungir fram-
bjóðendur íhaldsins komust
varla á blað í prófkjörinu, var í
raun hafnað af flokkssystkin-
um sínum og hlýtur þessi
hrikalega flenging að vera
þeim ærið áhyggjuefni fram
Sigurbur Sigurbsson.
að næsta prófkjöri.
Framsóknarflokknum ber
skylda til ab vera öflugur
málsvari ungs fólks, jafnt í
Reykjavík sem á landsbyggb-
inni og stabfesta þarf rækilega
stefnu flokksins í málefnum
ungra íslendinga. Þab gerum
við best meb því að tryggja
ungum frambjóðendum sæti
ofarlega á framboðslistanum
okkar og gefa þeim þannig
tækifæri til að hafa áhrif á
mótun framtíðarinnar.
Einn hinna ungu frambjób-
enda í þessu prófkjöri er Ingi-
björg Davíbsdóttir stjórnmála-
fræðingur. Ingibjörg á ekki
langt að sækja áhuga sinn á
stjómmálum því hún er dóttir
Davíðs Aðalsteinssonar, fyrr-
um alþingismanns Framsókn-
arflokksins í Vesturlandskjör-
dæmi. Það er því deginum
ljósara að hún er ekki að kynn-
ast stefnu og hugsjónum
Framsóknarflokksins núna á
allra síðustu vikum og mánuð-
um.
Á sínum tiltölulega skamma
ferli í alvöru stjórnmálum hef-
ur Ingibjörg komið fleiru í
verk en margur annar á mun
lengri tíma. Hún hefur sýnt í
verki að þaö er langtum á-
hrifaríkara að framkvæma
hlutina en láta nægja að tala
um þá. Ingibjörg hefur verið
mjög virk í starfi SUF og FUF í
Reykjavík, hún situr þannig í
framkvæmdastjórn SUF og
annast m.a. útgáfumál sam-
takanna. Ingibjörg á einnig
sæti í stjórn FUF í Reykjavík og
er varamaður í stjórn Regn-
bogans. Ingibjörg lagbi sitt af
mörkum ab glæsilegum sigri
R-listans í borgarstjórnarkosn-
ingunum meö óeigingjörnu
starfi á kosningaskrifstofu list-
ans, eins og öllum sönnum
framsóknarmönnum mun
kunnugt.
Ég hef átt þess kost að starfa
með Ingibjörgu ab hinum
margvíslegustu málefnum
innan SUF. Ég þekki því af eig-
in raun að hér er á ferðinni
sérstaklega heilsteypt og heið-
arleg ung kona sem á eftir að
koma mörgu góðu til leiðar
fyrir Framsóknarflokkinn, fái
hún þau tækifæri sem hún og
flokkurinn eiga skilin.
Ég hvet því allt Framsóknar-
fólk í Reykjavík til þess að
veita Ingibjörgu Davíðsdóttur
brautargengi í prófkjörinu um
helgina og styrkja góðan fram-
bobslista flokksins okkar í
Reykjavík meb því ab kjósa
Ingibjörgu í 4. sæti listans.
Sigurður Sigurðsson
fv. formaður SUF
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16