Tíminn - 08.11.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.11.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Þriðjudagur 8. nóvember 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 210. tölublað 1994 Vegaframkvœmdir á höföuborgarsvceöinu: Vantar einn og hálfan milljarð Verja þarf einum og hálfum milljaröi króna í vegafram- kvæmdir á höfuðborgarsvæö- inu til þess aö umferö geti veriö meö eölilegum hætti á næstu árum. Þetta kom fram í máli Finns Ingólfssonar, Framsóknar- flokki, í umræðum um fjárveit- ingu til vegagerðar í Reykjavík, en hann hafði þessar upplýs- ingar frá Samtökum sveitarfé- laga á höfuöborgarsvæðinu. Það var Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi, sem fór fram á umræðuna í formi fyrirspurn- ar. Nokkrar umræður urðu um máliö en kvartað var yfir fjar- veru samgönguráðherra í þing- sal. ■ Hugaö aö rafrœnum búnaöi til aö lesa á strœtókort: Fölsuð græn kort í um- ferð Töluvert hefur verið um föls- uö græn strætókort í umferö í haust og þaö sem af er vetri. Þessi kort eru seld á 800-1000 krónur en hjá SVR kostar kortiö 2900 krónur. Algengt er aö kortin séu fölsuö þannig að það er límt yfir upp- haflegan gildistíma kortanna þegar þau eru útrunnin og síö- an em þau stimpluð aftur. Það sem af er hafa vagnstjórar eink- um orðið varir við þessi fölsuöu kort meðal framhaldsskóla- krakka. Fram að þessu hefur þó enginn verið sektaður vegna þessa og þaöan af síður kærður til lögreglu. Hörður Gíslason hjá SVR segir að reynt hafi verið að bregðast viö þessu, m.a. með því að breyta lit á stimplinum auk þess sem vagnstjórar hafa aukið eftirlit sitt með kortunum. Þá hefur það komið til tals hjá stjórn SVR að taka í notkun raf- rænan búnað til að lesa á kortin í vögnunum. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin í þeim efn- um, en mikil og ör þróun er í þessum rafræna búnaði sem hugsanlega má sjá innan tíðar í vögnum SVR. ■ Tímamynd GS Kaupmannajól eru oð byrja í Reykjavík og jólaútstillingar eru nokkub víba komnar upp í borginni. Flestir eru sam- mála um ab þetta sé í fyrra lagi og ab jólavertíbin sé farin ab teygja nokkub úr sér. íSkífunni á Laugaveginum eru menn t.d. búnir ab setja upp jólaskrautib og hér má sjá verslunarstjórann, Valdimar Óla Þorsteinsson, huga ab útstillingunni. Útlit fyrir aö abeins þrír þingmenn, sextugir og eldri, muni sitja á nœstu löggjafarsamkomu. Kristján Benediktsson, formaöur Félags aldraöra: tt Þetta verður vond blanda" Sex úr hópi eldri þingmanna munu væntanlega hætta þing- setu nú í vor. Ailt útlit er fyrir ab þá muni aöeins þrír þing- menn yfir sextugt sitja á AI- þingi íslendinga, þeir Egill Jónsson á Seljavöllum, 63 ára, sem trúiega verbur aldursfor- seti þingsins, Stefán Guö- mundsson frá Sauöárkróki, 62 ára og Ólafur G. Einarsson, 62 ára. Prófkjör um helgina „fleygðu" burtu tveim þingmönnum Sjálf- stæðisflokksis í eldri kantinum, þeim Salome Þorkelsdóttur, 67 ára, og Eggert Haukdal, 61 árs. Fjórir þingmenn yfir sextugt höfðu áður tilkynnt að þeir hygðust ljúka þingmennsku í vor, en það eru Matthías Bjarna- son, 73 ára, Eyjólfur Konráð Jónsson, 66 ára, Pálmi Jónsson frá Akri, 65 ára, ogjón Helgason frá Seglbúðum, 63 ára. Ljóst er aö meðalaldur þing- manna á eftir að lækka til muna í komandi kosningum, því í stað eldri þingmanna kemur mun yngra fólk til starfa. Þrír þingmenn, sem trúlega munu sitja á þingi á næsta ári, munu ná þeim „hættulega" aldri, sextugsaldri á því ári — þau Hjörleifur Guttormsson, Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir og Guðrún Helgadóttir. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé afar nauðsynlegt fyrir löggjaf- arþingið að hafa góða blöndu og góða aldurssamsetningu. Erlend- is er þaö víða tíðkað á þjóðþing- um að þaö eru eldri aldurshóp- arnir sem em fjölmennir, til dæmis í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Þar er erfitt fyrir ungt fólk að komast á þing. Margir forystumenn þjóða eru háaldraðir," sagði Kristján Bene- diktsson, formaður Félags aldr- aðra í samtali við Tímann í gær. „Mér sýnist þessi samsetning Magnús Jón Árnason, bæjarstjórí í Hafnarfiröi, segist enn vera á þeirri skobun ab glæpsamlega hafi verib farib meb skattpeninga Hafnfirbinga í fjármálarekstri Listahátíbar 1993, þótt bæjarlög- mabur telji ekki lagagrundvöll tii ab kæra. Hann segir ab hin raun- verulega ábyrgb hvíli hjá fyrrver- andi meiríhluta Alþýbuflokksins. Magnús Jón bendir á ab bæjarlög- mabur telji grunsemdir um fjárdrátt ekki sýnilegar mibað vib forsendur ætla að veröa vond blanda, ef aldurshópurinn yfir sextugt er nær útilokaður á Alþingi, því í þeim hópi fólks er auðvitað á ferðinni yfirvegaö fólk með víð- tæka reynslu og þekkingu á þjóð- lífinu. Hinsvegar tel ég að það sé æskilegt að fulltrúar yngri kyn- slóðar á hverjum tíma séu inni á þinginu líka. Þetta er of fáliðaður hópur, því eldra fólk hjá okkur íslendingum er mjög stór hópur, trúlega er fjórðungur þjóðarinn- málsins sem m.a. byggjast á ófull- nægjandi bókhaldi. Það hafi því ekki tekist ab sanna eba afsanna fjárdrátt á óyggjandi hátt. Hitt sé ljóst eftir lestur skýrslnanna tveggja ab Alþýbuflokkurinn beri ábyrgb á því hvemig fór. „Eftir ab búib er ab gera verktakasamning vib Listahá- tíb Hafnarfjarbar hf. er þáverandi bæjarstjóri ab gera samninga í nafni Hafnarfjarbar sem bæjarstjóri og þab samninga sem ekki eru lagbir fram í bæjarstjórn eba bæjarrábi. ar eða meira í dag 60 ára og eldri. Það er nauðsynlegt að rödd þessa hóps sé sterkari á löggjafarþing- inu," sagði Kristján Benedikts-/ son, fyrrverandi borgarfulltrúi, og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Kristján var starfs- maður þingflokks Framsóknar- flokksins um 20 ára skeiö. Hann segir að á þeim tíma hafi hann kynnst fjölda eldri þingmanna sem hafi verið hið starfshæfasta fólk ab öllu leyti. ■ Bæjarlögmaður segir einmitt ab hæpib sé ab kæra fyrir þab hve mjög bæjaryfirvöld tengdust bók- haldinu í allri framkvæmdinni. Þar hlýtur hann ab eiga vib þáverandi pólitískan meirihluta. Mér finnst t.d. með ólíkindum hvernig listahá- tíðin fékk ab ganga í bæjarkassann meb heimild bæjarstjóra þess tíma. Hann hlýtur ab bera ábyrgb á því. Þetta er ábyrgb sem Alþýbuflokkur- inn situr uppi meb og kemst ekki undan." ■ Magnús Jón Árnason um Listahátíö Hafnarfjaröar 1993: Ábyrgðin hvílir hjá Alþýbuflokknum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.