Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						BBtftMWMM
Miðvikudaguí9. fíóverríber'1994
UR HERAÐSFRETTABLOÐUM
Austiídand
Umferb komin á
nýju brúna yf ir
Jökulsá á Dal
Nú er búið að flytja umferö-
armerkingar að nýju brúnni
yfir Jökulsá á Dal og er nú
öll umferð komin um nýju
brúna, en undanfarið hafa
báðar brýrnar verib í notk-
un.
Að sögn Einars Þorvarðar-
sonar, yfirverkfræðings
Vegagerðarinnar á Austur-
landi, verður nýja brúin þó
ekki tekin formlega í notkun
fyrr en ári eftir að bundib
slitlag hefur verið lagt að
henni.
Snjómoksturs-
kostnabur á ár-
inu sá sami og á
öllu síbasta ári
Kostnaður við snjómokstur á
Austurlandi það sem af er ár-
inu er orðinn jafnmikill og
hann var í fyrra, eða taepar
70 milljónir. Nýjar snjó-
mokstursreglur tóku gildi í
vor, en þaer eru ekki mark-
tækar í samanburði við
moksturskostnað vegna þess
hve seint þær komu. Nánast
enginn snjómokstur hefur
verið það sem af er vetri, en
hálka er nú á flestum fjall-
vegum.
Rjúpnaskyttur
skutu hreindýr í
stab rjúpu
Gestkomandi skyttur á
Fljótsdalsheiðinni skutu
hreindýr á dögunum. Varla
hafa rjúpnaskytturnar tekið
feil á rjúpunni og hrein-
kúnni, en búib var að gera
að dýrinu þegar lögreglan
kom á staðinn. Lögreglan á
Egilsstöðum hefur rökstudd-
an grun um að nokkuð sé
um ólöglegar hreindýraveið-
ar þessa dagana, þótt ekki
hafi sannast nema þetta eina
tilfelli.
Golfvöllur Ólafsfjarðar.
Stórskemmdur
vegna lagníngar
Ijósleibara
„Maður hefur verið að vinna
við þennan völl í 20 ár og
svo koma allt í einu stórvirk-
ar vinnuvélar og valta yfir
þetta allt saman," segir Gest-
ur Sæmundsson, fyrrum
stjórnarmaður Golfklúbbs
Ólafsfjarðar og mikill golf-
áhugamaður, og var mikið
niðri fyrir.
Miklar skemmdir voru
unnar á golfvelli Ólafsfirð-
inga fyrir skömmu, þegar
stórvirkar vinnuvélar at-
höfnuðu sig á svæöinu við
lagningu ljósleiðara. Nýbúib
var ab útbúa „grín" á vellin-
um, sem kostabi 700.000
Críbarlegar skemmdir voru unnar á golfvelli Ólafsfirbinga, þegar stór-
virkar vinnuvélar athófnubu sig inni á vellinum vib lagningu Ijósleib-
ara.
þúsund krónur, þannig að
ljóst er að um töluvert tjón
er að ræða. Ekki er enn vitað
um eftirmála þessa atviks.
Tvennt frá Ólafs-
firbi á Ólympíu-
leika æskunnar
Garðar Guðmundsson og
Svava Jónsdóttir voru nýlega
Svava Jónsdóttir.
Qarbar Cubmundsson.
valin til að verða fulltrúar ís-
lands á Ólympíuleikum æsk-
unnar, sem haldnir verða í
Andorra á Spáni. Leikarnir
verða í febrúar næstkom-
andi.
„Þetta er auðvitað alveg
æðislega spennandi og gam-
an," sögðu Garðar og Svava,
er þeim var tilkynnt valið.
s
UÐURNESJA
f= F\
„Þetta var eins
og í bíómynd"
Fjórum starfsmönnum lór-
anstöðvar Pósts og síma á
Keflavíkurflugvelli brá aldeil-
is í brún fyrir hálfum mán-
ubi, en þá stóðu yfir heræf-
ingar bandaríska hersins.
Starfsmennirnir voru í sak-
leysi sínu ab vihna störf sín í
lóranstöðinni, þegar banda-
rískur hermabur í fullum
herklæbum og þungvopnab-
ur réðst inn í stöðina og rak
þá út með öskrum og látum.
Bjarni Magnússon, stöðvar-
stjóri lóranstöðvarinnar,
sagði að þetta hefði verið
eins og í bíómynd, þegar út
var komið. Skothvellir
heyrðust allt í kring og fullt
af hermönnum á svæðinu.
„Það þýddi ekkert í byrjun
ab tala vib hermennina og
benda þeim á ab vib mætt-
um ekki yfirgefa stöðina, þar
sem hún er eina lóranstöðin
í Norður-Atlantshafi sem er
alltaf mönnuð," sagði Bjarni.
Eftir að þetta hafði verið ít-
rekað við mennina og þeim
bent á skilti vib inngöngu-
hurð lóranstöðvarinnar þar
sem sagði til um hvaða starf-
semi fór þar fram, virtust
hermennirnir hafa áttað sig
á því að starfsmenn Pósts og
síma höfðu ekki hugmynd
um þessa heræfingu sem
þarna var í gangi. „Mér
skildist svo seinna að þeir
hafi átt að taka svæðið, en
ekki fara inn í húsin sem
þarna eru."
Seinna kom íslenska lög-
reglan og herlögreglan á
staðinn og tóku skýrslu af
þeim. Daginn eftir kom svo
yfirmaður landgönguliðanna
og ræddi við þá og baöst. af-
sökunar og segir Bjarni enga
eftirmála eftir þetta. „Maður
er hins vegar nokkuð sjokk-
eraður eftir þessa lífsreynslu
og ég hef eiginlega engan
hug á að endurtaka hana,"
sagði Bjarni Magnússon að
lokum.
Flugleibir segja
upp þjónustu-
samningi vib
Flugafgreibsluna
Flugleiðir hafa sagt upp
samningum við Flugaf-
greiðsluna hf. um afgreiðslu
á flugvélum fyrirtækisins og
ræstingu þeirra. Ef samning-
ar nást ekki milli aðila, hætt-
ir Flugafgreiðslan þjónustu
viö flugvélar Flugleiða 1.
mars 1995.
Flugafgreiðslan hf. hefur
séð um þjónustu flugvéla
Flugleiða um nokkurra ára
skeið, eða allt síðan fyrirtæk-
ið baub út þennan þátt í
rekstrinum á Keflavíkurflug-
velli. Sigurbjörn Björnsson,
framkvæmdastjóri Flugaf-
greiðslunnar, sagði aö upp-
sögn samningsins væri sam-
kvæmt ákvæðum í sam-
komulagi milli Flugafgreiðsl-
unnar og Flugleiða. Viðræð-
ur væru í gangi og mundi á
næstu vikum koma í ljós
hvort samningar tækjust.
110 manns vinna hjá Flugaf-
greiðslunni hf.
Guillermo Figueroa.
Cunnar Kvaran.
Gunnar Kvaran
leikur me& S.í.
Tónleikar verða hjá Sinfóníu-
hljómsveit íslands í Háskólabíó
á morgun, 10. nóvember, kl.
20.00.
Hljómsveitarstjóri er Guillermo
Figueroa og einleikari er Gunnar
Kvaran sellóleikari.
Á efnisskránni eru: Forleikur að
Jónsmessunæturdraumi eftir
Mendelssohn, Sellókonsert eftir
Boccherini, og Sinfónía nr. 41,
„Júpíter", eftir Mozart.
Það var í maí 1965 aö ungur og
efnilegur sellóleikari sté á pall
meö Sinfóníuhljómsveit íslands
og lék einleik í hinum gullfallega
sellókonsert eftir Boccherini. Nú,
tæpum 30 árum síbar, mun þessi
sami sellóleikari, Gunnar Kvaran,
leika sama konsertinn, sem ekki
hefur heyrst hér á landi í 30 ár.
Á efnisskrá tónleikanna utan
sellókonsertsins verður forleikur-
inn að Jónsmessunæturdraumi
eftir Felix Mendelssohn. Mend-
elssóhn var aðeins 17 ára þegar
hann las leikritið Draumur á Jóns-
messunótt eftir Shakespeare. Hin
ævintýralega stemmning leikrits-
ins gaf hugmyndaflugi unga tón-
skáldsins lausan tauminn og úr
varb leikandi tónlist.
Síbasta verk á efnisskrá tónleik-
anna er „Júpíter"-sinfónía Moz-
arts. Mozart samdi sinfóníu árib
1788, en þab ár var honum mjög
erfitt. Fabir hans var nýlátinn,
dóttir hans Theresa dó þab sama
ár og hann og kona hans áttu við
mikla vanheilsu ab stríba og pen-
ingavandræbi voru mikil. í von
um að eitthvab kæmi í abra
hönd réðst Mozart í að semja 3
sinfóníur á 6 vikna tímabili þetta
ár. Er þab meb ólíkindum ab slíkt
afrek skuli vera mögulegt. Þessar
þrjár sinfóníur Mozarts, sem
jafnframt urbu hans síbustu, hafa
jafnan verib taldar fegurstu sin-
fóníur hans.
Eftir ab einleikarinn Gunnar
Kvaran hafbi lokib námi hér
heima hleypti hann heimdragan-
um og fór til Danmerkur þar sem
hann stundabi framhaldsnám
hjá Erling Bl. Bengtssyni. Síbar
varb Gunnar abstobarkennari Er-
lings. Gunnar er mjög virkur í
flutningi kammertónlistar og
hefur hann haldið tónleika víða
um lönd. Gunnar, sem er einn af
stofnendum Tríós Reykjavíkur, er
nú kennari við Tónlistarskólann í
Reykjavík.
Hljómsveitarstjórinn og fiðlu-
leikarinn Guillermo Figueroa er
fæddur í Puerto Rico. Hann nam
í New York og þab var í New
York sem hann fékk tækifæri lífs
síns, þegar hann var bebinn um
ab stjórna tónleikum í forföllum
annars og svo vel tókst til að frá
þeirri stundu var framtíb hans
sem hljómsveitarstjóra rábin.
Figueroa hefur komib hingab til
lands'tvisvar sinnum ábur, þ.e.
árib 1974 er hann lék m.a. meb
Sinfóníuhljómsveitinni á 1100
ára afmæli íslandsbyggbar á
Þingvöllum. Þá stofnabi hann
ásamt Gubnýju Gubmundsdótt-
ur konsertmeistara og Halldóri
Haraldssyni píanóleikara kamm-
ermúsíkhópinn ISAMER, sem lék
víba á íslandi. Síbar var hann
einn af félögum í kammermúsík-
hópnum Reykjavík Ensemble, sem
hélt tónleika bæbi innanlands og
utan.
Þessir tónleikar eru þeir fyrstu í
grænni áskriftarröb.
Samtök um kvennaathvarf:
Meðferö fjar-
muna ábótavant
Geröar hafa verib athuga-
semdir vib mebferb fjármuna
Kvennaathvarfsins. í fram-
haldi af því hefur verib kosin
ný brábabirgbastjórn, sem á
aö endurskoba og endur-
skipuleggja lög og stjórnsýslu
samtakanna og, ef með þarf,
rekstur athvarfs og þjónustu-
mibstöbvar, s.s. starfshætti,
starfsmannahald og mebferb
fjármuna.
Á abalfundi Samtaka um
kvennaathvarf, sem haldinn
var 1. þessa mánaðar, var lagð-
ur fram ársreikningur fyrir árið
1993 og árshlutareikningur
1994, endurskoöaöir af Endur-
skoðunarmiðstöðinni Coopers
& Lybrand hf. Á grundvelli nið-
urstaðna hennar gerðu félags-
lega kjörnir endurskoðendur og
gjaldkeri samtakanna athuga-
semdir við rekstur athvarfsins
og þjónustumiðstöðvar þess og
óskilvirkni stjórnkerfis. í kjöl-
farið var samþykkt að kjósa
brábabirgðastjórn fimm
kvenna, sem allar eru fjárhags-
lega óháðar rekstri samtakanna.
Bráðabirgðastjórnina skipa:
Hildigunnur Ólafsdóttir for-
maður, Margrét Pála Ólafsdótt-
ir, Ólöf Sigurðardóttir, Ragn-
heiður Margrét Guðmundsdótt-
ir, Sjöfn Ingólfsdóttir.             ¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16