Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 11
i on >■ ... j__ r» —,u. Mibvikudagur 9. nóvember 1994 ghíuÍSaaLiIkuKI ii Listvibburbur: Godot á Selfossi Rœkjuibnaöur á Norbausturlandi: Myndbönd taka við af mannshöndinni Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara á Akureyri: Myndbandstækni er aö leysa mannshöndina af hólmi hvaó varöar ákveöin störf í rækju- verksmiöjum á Noröaustur- landi. Þessi búnaöur greinir rækjur eftir aö þær hafa veriö pillaöar og velur úr þær rækjur sem ekki standast fyllstu kröf- ur um snyrtingu. Meö sérstök- um búnaöi eru rækjur, sem ekki eru í Iagi, teknar úr um- ferö á færibandi og fá sérstaka meöhöndlun áöur en þær fara í pakkningu. Meö þessari nýju tækni mun sparast nokkuö af vinnuafli í rækjuiönaöi og möguleikar opnast til þess aö nýta þaö fólk, sem áður starf- aði viö að greina rækju, til annarra starfa í verksmiðjun- um eftir því sem það er unnt. Þessi búnaður hefur þegar verið tekinn í notkun hjá Strýtu hf. á Akureyri og fyrir- hugað er aö taka samskonar vélar í notkun hjá Þormóði ramma hf. og Ingimundi hf. á Siglufirði innan tíðar. Hjá Þor- móði ramma hf. mun vélin verða tekin í notkun um ára- mót, en nokkru síðar hjá Ingi- mundi hf. Þá er gert ráö fyrir að samskonar vélbúnaður verði keyptur til ísafjarðar á næsta ári, en ekki er vitað til aö fleiri rækjuverksmiðjur hafi gert ráöstafanir til að taka þessi vinnubrögð upp enn sem komið er. Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Strýtu hf., sagði aö á bilinu tíu til tuttugu störf myndu sparast hjá fyrirtækinu viö þessa breytingu. Hinn nýi tækjabúnaöur sæi alveg um að greina þær rækjur, sem ekki væru í lagi, og taka þær frá. Hann sagði umtalsverða hag- ræöingu vera fólgna í þessum búnaði, ákveðinn kostnaður sparist er geri fyrirtækið hæf- ara í samkeppni. Hafþór Rósmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Þormóði ramma hf., kvaðst binda mikl- ar vonir við hina nýju tækni. Um 20 störf munu sparast hjá fyrirtækinu og um 15 hjá Ingi- mundi hf. Nokkuð misjafnt er hvort rækjuvinnslufyrirtækin sjá sér kleift að ráða það fólk í önnur störf, sem missir vinnu sína vegna hinnar nýju tækni. Að sögn Hafþórs Rósmunds- sonar mun verða reynt að end- urráða flesta starfsmenn Þor- móðs ramma hf. til starfa í öðrum deildum fyrirtækisins, en öðru máli gegnir um Strýtu Leikfélag Selfoss frumsýndi um helgina leikritib „Vib bíb- um eftir Godot" eftir Samuel Beckett í leikstjórn Eyvindar Erlendssonar. Hann er jafn- framt höfundur leikgerbar, auk þýöingar á verkinu. Leikarar eru þeir Sigurgeir Hilmar Fribþjófsson, Steindór Gestsson, Guðjón Björnsson, Davíð Kristjánsson og Magnús Eyjólfsson. Þessi sýning er að mestu til hf. og Ingimund hf., þar sem þau fyrirtæki hafa takmark- aðra rými til slíkra endurráðn- inga. Björn Snæbjörnsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, sagði að í þessu efni bæri að fagna nýrri tækni, sem skapaði framleiðslufyrir- tækjum aukið hagræbi og gerbi þau hæfari á samkeppn- ismarkaði. Engu að síður vakni ákveðnar spurningar þegar tæknibúnaður verður þess valdandi að fjöldi fólks missir vinnu sína, og verði þær spurningar áleitnari þegar erf- ibleikar eru á vinnumarkaði. Hann kvað ekki ljóst hvort það fólk, sem missir vinnuna á Akureyri vegna hins nýja bún- aðar hjá Strýtu hf., muni fá störf á næstunni, þar sem at- vinnuástandiö væri erfitt og atvinnuleysi að aukast á Akur- eyri eftir að það hafi minnkað nokkuö frá síðasta vetri. komin að frumkvæði leikstjór- ans, sem hefur lengi haft áhuga á því að setja þetta sígilda verk upp á Selfossi. Ráðgert er að sýna verkið 9., 12. og 13 nóv- ember í Ieikhúsinu við Sigtún og því vissara fyrir þá, sem áhuga hafa, að drífa sig strax í leikhúsið. En eins og kunnugt er, þá er leikmáti verksins blanda af trúðshætti, harmleik og skrípalátum. Gubjón Björnsson í hlutverki Pozzo í leikritinu Vib bíbum eftir Godot eftir Samuel Beckett. Mynd: Eyv. Erl. Margrét Vilhjálmsdóttir og Benedikt Erlingsson í hlutverkum sínum í Ófcelnu stúlkunni. Spennuleikrit um unglinga Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýtt íslenskt spennuleikrit um unglinga á Litla sviði Borgar- leikhússins, þann 9. nóvember nk. Leikritið heitir Ófælna stúlkan og er eftir Anton Helga Jónsson. Verkið er samið út frá hinni kunnu þjóösögu um drenginn sem kunni ekki að hræðast. í leikgerðinni er dreng- urinn gerður að stúlku, sem ásamt tveimur kunningjum sín- um kemur að kvöldlagi inn í geymsluhúsnæði í borginni. Áb- ur en þau vita af, fara öfl á stjá sem þau kunna ekki ráð við. Spennan verður allsráðandi og fíkniefni og ofbeldi koma við sögu. Endurmenntun gagnrýnenda Júgóslavi leitar ásjár íslendinga Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Rasim Kukalj er 27 ára gamall einhleypur maður frá Monte- negro (Svartfjallalandi), sem er eitt af hinum nýju ríkjum gömlu Júgóslavíu. Hann er í miklum vanda staddur, því hon- um hefur ekki tekist að fá form- legt og varanlegt landvistarleyfi í Svíþjóð, þrátt fyrir að hafa búið þar og starfað í 3 ár og bebið eft- ir úrskurði. Hvenær sem er get- ur Rasim átt von á því að verða vísað úr landi og sendur til baka til Montenegro þar sem fangelsi eða fremsta víglína bíður hans. Þess vegna leitar hann nú til ís- lendinga til að gefa honum tækifæri til að koma til landsins með því að rába sig í vinnu og sanna sig sem þjóbfélagsþegn, því hér langar hann að setjast að til frambúöar. Þegar stríðib á Balkanskaga braust út, gat hann ekki hugsað sér að taka þátt í þeim tilgangs- lausa hildarleik, sem það stríö síðar varð, og flúði landið til þess að losna undan herþjón- ustu. Lá leið hans, eins og svo margra frá hinni gömlu Júgó- slavíu, til Svíþjóðar, sem er þekkt fyrir að taka á móti flótta- mönnum. Fljótlega lá leið Rasims út á vinnumarkaðinn þar í landi og hóf hann störf við fiskvinnslu hjá fyrirtækinu Fiskar-Brödrerna (Fiskibræðurnir), sem er eitt allra starsta fyrirtæki Vestur-Sví- þjóbar í sinni grein og hefur auk mikillar fiskvinnslu fiskbúða- kebju um gervallt landið. Þó ekki sé Montenegro þekkt fyrir fiskveiöar og vinnslu, kom fljót- lega í ljós að Rasim bjó yfir hæfi- leikum á því sviöi. Hann hefur nú unnib í nær 3 ár hjá fyrirtæk- inu í fiskihöfninni í Gautaborg við vélar, snyrtingu og flökun. Pétur Róbertsson er íslendingur sem hefur starfað með Rasim í nær 2 ár, m.a. sem verkstjóri yf- ir honum. Pétur bjó einnig um hríð í Eyjum. Hann staðfestir þetta og segir að ab auki sé Ras- im hörkuduglegur og ab öllu leyti vinnusamur, traustur og heibarlegur starfskraftur, enda hafi hann unnlð 12 til 14 tíma vinnudag í langan tíma og kunni því bara vel. Pétur hvetur atvinnurekendur heima á ís- landi ab ráöa Rasim í vinnu, bæbi af mannúöarástæðum og ekki síður vegna þess aö hann hefur reynslu á sviðinu og er hæfur starfskraftur. Forstjóri Fiskibræðra, Bertil Nilsson, hefur reynt allt til þess að halda í Rasim og koma í veg fyrir að hann þurfi að fara úr landi. Hafa þrábænir hans því miður verib fyrir daufum eymm Innflytjendastofnunarinnar í Svíþjób, en þó þab sé ekki opin- bert hafa Svíar í raun lokað landi sínu fyrir flóttamönnum annars staðar frá en Bosníu og hefur svo verib um nokkum tíma. Skiptir engu hvort mabur eins og Rasim hafi vinnu og uppáskrifaö að hann hafi vinnu fleiri ár fram í tímann af vinnuveitanda sín- um, auk þess að vera algerlega fjárhagslega sjálfstæður og aldr- ei þegib krónu frá „sósíalnum". Komi vinna fyrir Rasim til greina, er Nilsson reiðubúinn að gefa Rasim sín allra bestu með- mæli, þó honum þyki sárast af öllu ab missa hann úr vinnu, en vib það verður ekki rábiö úr þessu. Þess má einnig geta að Rasim hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár og er því fjárhags- lega sjálfstæður. Ef til kæmi ab hann færi að vinna á íslandi, mun hann koma sér á staðinn á eigin kostnað. Pétur Róbertsson, sem vinnur í að hjálpa Rasim eftir bestu getu, getur veitt allar frekari upplýs- ingar í síma 90 46 31 228725 fyrir klukkan 6 á kvöldin. Félag íslenskra fræða boðar til fundar með Erik Skyum-Nielsen í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. nóvember, klukkan 20.30. Erik mun fjalla um stöbu og hlutverk bókmennta- gagnrýni og lýsa viðhorfum sínum til sambands gagnrýnenda og höf- unda, undir yfirskriftinni „Jákvæð gagnrýni". Með því á hann ekki við umfjöllun sem höfundum og út- gefendum líki í auglýsingaskyni, heldur vangaveltur sem sýni að gagnrýnandinn þekki hugmynda- sögu og þróun bókmenntanna og geti skrifað bæði persónulega og fræðilega í senn. Erik Skyum-Nielsen var sendi- kennari hér á landi á árunum 1974- 78, en er nú fræðimaður á Konung- lega bókasafninu í Kaupmanna- höfn og gagnrýnandi fyrir dagblað- ið Information. Hann hefur þýtt mikið af íslenskum nútímabók- menntum á dönsku. Eftir framsögu Eriks gefst mönn- um kostur á léttum veitingum ábur en almennar umræður hefjast. Fundurinn er öllum opinn. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.