Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						ífff tMH ¦ra%I
Fimmtudagur 10. nóvember 1994
UR HERAÐSFRETTABLOÐUM
Eyfirska
SELFOSSI
Lúörasveitamót á Dalvík:
130 blásarar
Þaö heyrðist hljóð úr horni á
Dalvík þegar 130 börn og
unglingar af öllu Norðurlandi
komu saman til a& æfa lúðra-
blástur og skyldar greinar. Æf-
ingunum lauk með tónleikum
þar sem hópnum var skipt í
þrjár sveitir.
A5 sögn Eiríks Stephensen,
tónlistarkennara á Dalvík,
voru þátttakendur á aldrinum
8-20 ára frá Hvammstanga
austur á Kópasker og fylgdu
þeim tólf stjórnendur. Mót af
þessu tagi eru haldin árlega og
verður það næsta í Mývatns-
sveit að ári.
SAUÐARKROKl
Sjaldgæfur fiskur
finnst vib Saubár-
krók
Sjaldgæfur fiskur við íslands-
strendur, svoköllub brynst-
irtla, fannst við ósa Göngu-
skarðsár við Sauðárkrók ny-
lega. Það var Árni Árnason frá
Kálfsstöðum, mikill náttúru-
grúskari, sem fann fiskinn við
ósinn.
Árni frá Kálfsstöbum meb brynst-
irtluna sem hann fann vib ósa
Gönguskarbsár í síbustu viku.
Árni, sem var þarna í f jöru-
skoðunarferð, telur að ástæða
þess að fiskurinn kastaðist á
land sé sú að hann leiti ákaf-
lega mikið í ferskvatnið og
undiraldan, sem myndast á
mótum vatnalaganna, hafi
kastað fiskinum á land.
Brynstirtlan er skyld síldinni
og eru heimkynni hennar frá
Þrándheimsfirði í Noregi suð-
ur til Miðjarðarhafs. Fyrst er
vitað um þennan fisk hér við
"land á árabilinu 1835-40. Þá
veiddist hér einn fiskur af Þor-
leifi nokkrum Jónssyni í
Bíldudal, er gaf hann til dýra-
safns hans hátignar Danakon-
ungs. Síðan sést þessi fiskur
ekki hér við land, samkvæmt
Fiskabók Bjarna Sæmundsson-
ar, fyrr en öld síbar, eða 1941,
að hann kemur hingað og
veiðist í síldarnætur allt í
kringum landið. Brynstirtlan
er mjög góður matfiskur, að
sögn Árna frá Kálfsstöðum.
Björn á Löngu-
mýri fær bætur
Héraðsdómur Reykjavíkur
Úrvalssveit Norburlands á tónleikum í Víkurröst.
dæmdi fyrir helgina Lands-
virkjun til að greiða Birni Páls-
syni, bónda á Ytri- Löngu-
mýri, 250 þúsund kr. fyrir af-
not af landi fyrir tólf staura-
stæður og afleggjara að þeim
frá línuvegi. Þetta er örlítið
hærri upphæð en matsnefnd
eignarnámsbóta hafbi á árinu
1991 ætlab Birni fyrir rúma 2
hektara beitilands, sem ætlab
er að hafi farið undir þessar
framkvæmdir, er voru vegna
Blönduvirkjunar.
Björn sætti sig ekki við þessa
niðurstöðu matsnefndar og
krafðist í stefnu sinni rúmlega
10 milljórta króna vegna
landsins. Héraðsdómur
Reykjavíkur telur með dómi
sínum ósannað að Björn hafi
borið eða muni bera annan
fjárhagslegan skaða af þessum
framkvæmdum í landi sínu en
þegar hafi verið metið. Beiti-
landið hafi rýrnað um 2,2
hektara, því mati hafi ekki
verið hnekkt, og bóndinn hafi
full not af landi sínu öbru en
beinlínis því sem staurarnir og
vegirnir liggi á.
Auk bótanna var Landsvirkj-
un gert að greiða Birni 200
þús. kr. í málskostnað og 140
þúsund kr. vegna rekstrar
matmáls fyrir matnefnd eign-
arnámsbóta.
brettasmibjur, á Höfn og
Reyðarfirði. Á síðasta ári voru
framleidd hjá GS-brettum á
milli tíu og fimmtán þúsund
trébretti, sem eru notub í
frystihúsum og hjá fleiri abil-
um í hinum hefðbundna
frystiibnabi. Ennfremur fram-
leiba þeir svokölluð „Euro"
bretti, sem notub eru til út-
flutnings.
Vörubretti fram-
leidd á Höfn
Á Höfn í Hornafirbi er starf-
rækt fyrirtækið GS-bretti hf.
Fyrirtækib er í eigu þeirra Sig-
urjóns Einarssonar og Gub-
mundar Lárusar Magmíssonar
þar í bæ, en fyrirtækib er búib
að starfa í tæp tvö ár.
Að sögn Sigurjóns hefur mik-
ið verið að gera að undan-
förnu, framleidd hafa verið
um tvö þúsund bretti á mán-
ubi, en markabssvæbi þeirra
er nær eingöngu Höfn og ná-
grenni.
Á Austurlandi eru tvær
Þab er mikib ab gera hjá GS-
brettum þessa dagana.
Bygging dvalarheimilis
á Djúpavogi:
Tilbúin undir
tréverk
Bygging dvalarheimilisins á
Djúpavogi er nú tilbúin undir
tréverk og mun sá hluti verks-
ins bobinn út seinna í vetur.
Frágangi hússins ab utan er ab
fullu lokib, en þab var málab
síbastlibib sumar og var máln-
ingin keypt fyrir ágóbann af
svoköllubum Menningardög-
um, sem haldnir voru.á
Djúpavogi til styrktar bygg-
ingar heimilisins á síbastlibnu
vori. Einnig hefur verib geng-
iö frá lóð hússins og lögðu
Lionsmenn á Djúpavogi mál-
inu lið og gáfu þökur á lóð.
í dvalarheimilinu verður ab-
staða fyrir 12 vistmenn í eins
og tveggja manna herbergj-
um. Þar verður einnig stór
sameiginlegur matsalur, þar
sem aðstaða verður fyrir fönd-
ur og annað félagsstarf, en fyr-
irhugab er að dvalarheimilið
bjóbi eldra fólki upp á svokall-
aða dagsvist.
Úr Ferbinni ab mibju jarbar.
Frumsýning tveggja
íslenskra kvikmynda
Sýningar á tveimur nýjum ís-
lenskum kvikmyndum, „Fer&in
ab mibju jarbar" eftir Ásgrím
Sverrisson og „Nifl" eftir Þór Elís
Pálsson, hcfjast í Háskólabíói
laugardaginn 12. nóvember.
„Ferðin a& miöju jarðar" segir í
gamansömum og ljúfsárum anda
frá Mjöll, ungri leikkonu frá sjávar-
þorpi úti á landi sem sest hefur að í
höfuðborginni. Þar reynir hún að
koma sér áfram en gengur ekki sem
skyldi. Daginn fyrir 17. júní er hún
beöin um að snúa aftur á heim-
slóðirnar og heimsækja fjölskyldu
sína, sem vill að hún taki við af
móöur sinni sem fjallkonan á
staðnum. Mjöll tekur þessu fjarri
en í framhaldi af því gerist ýmis-
legt sem fær hana til að líta upp-
runa sinn og umhverfi í nýju ljósi.
Með aðalhlutverk fara Jóhanna
Jónas og Jakob Þór Einarsson.
Einnig koma við sögu Kristbjörg
Kjeld, Gubmunda Elíasdóttir, Ey-
vindur Erlendsson og Hjáimar
Hjálmarsson auk annarra. Handrit-
ið er eftir John Milarky og Ásgrím
Sverrisson, kvikmyndataka var í
höndum Nestor Calvo Pichardo,
um hljó&vinnslu sá Aslak Mildh,
tónlistin er eftir Hilmar Örn Hilm-
arsson, Birna Bragadóttir sá um
leikmynd, Katrín Ingvadóttir var
framkvæmdastjóri á Islandi, fram-
leiðandi er Ichiro Matsumoto og
leikstjóri Ásgrímur Sverrisson.
Myndin, sem er 40 mínútur að
lengd, var gerð á vegum National
Film St Television School í Bret-
landi.
„Nifl" er kraftmikil spennumynd
sem gerist í samtímanum en byggir
á gamalli þjóðsögu. Ungur maður á
leið á gæsaveiðar í glæstum lúxus-
jeppa, hittir fyrir dulafulla unga
stúlku á Meðallandssandi. Hún
lokkar hann inní ógnvænlega at-
burði aftur úr grárri fortíð, hvar
hann þarf að glíma við öfl sem
engin tæki eða tól nútímans fá
grandað.
Aöalhlutverk leika Magnús Jóns-
son og Þórey Sigþórsdóttir, auk
þess koma við sogu Þröstur Guö-
bjartsson, Erlingur Gíslason, Jakob
Þór Einarsson og Stefán Sturla Sig-
urjónsson. Handritið er eftir Jón B.
Guðlaugsson og Þór Elís Pálsson,
Ólafur Rögnvaldsson sá um kvik-
myndatöku, Bíóhljóð vann hljóð-
i&, Lárus Grímsson ger&i tónlist,
Jón Steinar Ragnarsson geröi leik-
mynd, búningar voru í höndum
Helgu Stefánsdóttur, Skafti Guö-
mundsson klippti, framkvæmda-
stjóri var Guðrún Pálsdóttir og leik-
stjóri er Þór Elís Pálsson sem jafn-
framt framleiddi myndina fyrir
Niflunga hf. „Nifl" er 30 mínútur
aö lengd.
Milljónir hlýða á
Evroputónleika
Dvalarheimilib á Djúpavogi er nú tilbúib undir tréverk. Húsib er full-
klárab ab utan og gengib hefur verib frá lób.
Fyrir tveimur árum efndi Tónlist-
ardeild Útvarpsins í fyrsta sinn til
beinnar útsendingar um gervi-
hnött frá tónleikum á íslandi,
svokallaðra Evróputónleika, en
þá voru setningartónleikar fyrstu
Tónmenntadaga Ríkisútvarpsins
sendir út um víða veröld. Sér-
fræðinganefnd Evrópusambands
útvarpsstöðva á svibi klassískrar
tónlistar veitti þessum fyrstu Evr-
óputónleikum Ríkisútvarpsins
sérstaka viöurkenningu fyrir
tæknileg og tónlistarleg gæ&i.
Tónleikarnir þóttu bera af öbrum
útsendingum sambandsins þab
áriö.
Mánudaginn 14. nóvember
næstkomandi efnir Ríkisútvarpiö
á ný til tónleika í Hallgrímskirkju
sem útvarpaö verður meö sama
hætti. Á þriðja tug útvarpsstöðva
hefur þegar tilkynnt um beina
útsendingu þeirra, þar á meðal
Breska ríkisútvarpiö BBC og þrjár
af helstu útvarpsstöövum Þýska-
lands. Tónleikunum verður einn-
ig útvarpað um Spán, Belgíu,
Danmörku, Króatíu, Lettland,
Noreg, Pólland, ítalíu, Portúgal,
Slóveníu, Svíþjóð, Finnland og
ísrael, svo dæmi séu tekin. Víst
þykir að um fimm milljónir
manna hlýði á tónlistarflutning-
inn þetta kvöld, en útsendingin
nær til hundraða milljóna
manna. Dagskráin í Hallgríms-
kirkju hefst kl. 19.15 en bein út-
sending á Rás 1 kl. 19.30 og
stendur til kl. 21.30.
Útsending Ríkisútvarpsins er
liður í tónleikaröð er ber yfir-
skriftina „Meistarar 20. aldarinn-
ar". Tónleikarnir eru tileinkaðir
tónskáldunum Krzysztof Pen-
derecki, Jóni Nordal, Þorkatli Sig-
urbjörnssyni og Atla Heimi
Sveinssyni. Flutt verða einleiks-
verk tónskáldanna fjögurra, ým-
ist fyrir flautu, selló eða orgel,
auk kórverka. Tónleikunum er
ætlað að varpa ljósi á tónskáld-
skap á síöari hluta aldarinnar,
ekki síst á hlut íslenskra tón-
skálda. Verkin verða flutt í réttri
tímaröö, frá hinu elsta, sem er
samið 1968, til þess yngsta, frá
1992. Tónleikunum er einnig
ætlað að koma á framfæri öðrum
glæstum fulltrúum íslensks tón-
listarlífs, þeim Bryndísi Höllu
Gylfadóttur sellóleikara, Heröi
Áskelssyni orgelleikara, og Marti-
al Nardeau flautuleikara, auk
Hamrahlíöarkórsins undir stjórn
Þorgeröar Ingólfsdóttur. Dr. Guö-
mundur Emilsson, tónlistarráðu-
nautur Útvarpsins og umsjónar-
maöur tónleikanna, flytur inn-
gangsorð og kynningar þar sem
fjallað er um tónskáldin fjögur og
verk þeirra borin saman. Að-
göngumiðar verða seldir í Hall-
grímskirkju samdægurs.            ¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16