Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						
Föstudagur 11. nóvember 1994
Nýr ryösveppur
skemmir gljávíði
Ný tegund af rybsveppi hefur
stórskemmt gljávíbilimgerbi í
Hornafirbi undanfarin tvö
sumur og er talib líklegt ab
hann breibist út til annarra
svæba á næstu árum. Þetta er
talsvert áfall fyrir garbeigend-
ur, enda er gljávíbir vinsæll
garbrunni hér á landi.
Frá þessu er sagt í fréttabréfi
Rannsóknarstofnunar landbún-
aöarins, plöntusjúkdómadeild,
frá því í október. í bréfinu er af
þessu tilefni nokkur fróðleikur
um rybsveppi og víbi. Ryb-
sveppir eru ættbálkur innan ba-
síbusveppa og eru þeir allir
sníkjusveppir á plöntum. Á ís-
lenskum víbitegundum hefur
hingab til abeins verib um eina
tegund rybsveppa ab ræba, en á
þessu hausti greindist hér á
landi nýr rybsveppur í fyrsta
sinn. Sveppurinn víxlar á milli
lerkis og gljávíöis, en virbist
geta lifab eingöngu af víbinum,
ef lerki er ekki til stabar. Enn
sem komib er hafa abeins fund-
ist hér sumargró sveppsins, en
þau eru aubþekkjanleg vegna af-
langrar lögunar og af því að á
mörg þeirra vantar gadda á ann-
an endann, en gró annarra ryb-
sveppa eru alsett göddum. Enn-
þá hefur ekki spurst til svepps-
ins annars staðar á landinu en í
Hornafirði og hann hefur ekki
fundist á lerki.
Gljávíðir er vinsæll garðrunni
hér á landi. Hann ber gljáandi
dökkgræn blöð og endurnýjar
sig vel eftir klippingu. Vinsældir
hans byggja þó ekki síst á því
hversu heilbrigður og laus við
óþrif hann hefur verið. Yfirleitt
hefur því ekki verið þörf á að
úða hann, eins og oft er tilfellið
með aðrar víðitegundir. Breiðist
sveppurinn um landið, verður
Skilabob
V  kríunnar:
4$
Skotveibimenn verba ab
reyna aö elta uppi særba
fugla en skilja þá ekki eftir.
.
Ný vá stebjar nú oð gljávíbi á Islandi.
hér breyting á. Nauðsynlegt er
að úba gegn sveppnum einu
sinni eða oftar á sumri, en ár-
angurinn er engan veginn
tryggður. Það er því ljóst að
ræktun gljávíðis verður erfiðari
og áfallasamari hér eftir en
hingað til.
Ekki er ljóst  hvernig ryð-
sveppurinn barst hingab til
lands eba hvers vegna hann
kom fyrst fram í Hornafirbi. Tal-
ib er hugsanlegt ab gró hans
hafi fokib til íslands yfir hafib,
t.d. frá Skotlandi. Farfuglar gætu
einnig hafa borib smitefni meb
sér eba þab borist meb innflutt-
um plöntum.             ¦
Halast j örnur
I. Halastjörnur komast auöveldlega á
forsíöur dagblaða. Skemmst er að minn-
ast Shoemaker-Levy 9, sem rakst nýver-
ið á Júpíter, og mikið var um aö vera
þegar Halley-halastjarnan fór um innri
hluta sólkerfisins 1985-1986. Hala-
stjörnur og loftsteinar („stjörnuhröp")
eru svo hraöfara miðað við reikistjörnur
og fastastjörnur himinhvelsins, að ekki
skal undrast hve mikla athygli fyrirbær-
in vekja. íslenskir annálar frá 1150-1400
segja ellefu sinnum frá halastjörnukom-
um.
II.  Líklega eru til þúsundir hala-
stjarna í sólkerfinu innan við braut ystu
reikistjörnunnar, Plútós, en þar ab auki
efni í margar aðrar utan viö þá braut, í
ystu myrkrum sólkerfisins. Halastjörnur
eru allar taldar svipaðar: samsafn fros-
inna lofttegunda (t.d. vetnis, metans,
koldíoxíös), venjulegs íss, ryks (t.d. kís-
ils, kolefnis, bergmylsnu) og grjótmuln-
ings. Þær eru því eins konar risastórir
„óhreinir snjóboltar", 100 metrar til 10
eba 15 km í þvermál. Taliö er að þarna
fari leifar ytra hluta þess efnismakkar
sem sólkerfið myndaðist úr fyrir 4000-
5000 miíljónum ára. Flestir halastjörnu-
kjarnar ganga eftir sporbaugum um sól-
ina, óralangt frá henni og verba aldrei
að fallegum halastjömum. Allmargir
dragast þó inn í innri hluta sólkerfisins,
einkum fyrir tilsruðlan togkrafta frá
reikistjörnunum.


'- :-.,
-*«-¦- . _, S3
J"^:::.:^^ ::.y~

^ '  -*ö*
:-Ot
^&o*:-. ..      "*J8»flfrn>iW,,      ¦  -
#    *  jr *
**** JW  ¦%»
%.  ^*"«,. *****

'^'Í'ÉÉjw        * *».

Ummerki eftir sprenginguna sem fylgdi halastjörnubrotinu (eba loftsteininum) er lenti i Tunguska 1908.
UM-
HVERFI
Ari Trausti
Gu&mundsson
jarbeblisfræbingur
III. Ef halastjörnukjarni nær á nýjan
sporbaug nálægt sólinni, hitnar hann
og verður fyrir annarri geislun frá
henni, auk þess sem flaumur rafhlað-
inna agna frá sólu lendir á kjarnanum.
Brátt tekur ísinn að gufa upp og rykið að
losna, og lýsir af hvom tveggja. Smám
saman verður örþunnur halinn margra
milljóna kílómetra langur, en sjálfur
kjaminn sést sem lýsandi hnöttur, æ
bjartari þeim mun nær sólu sem dregur.
Eftir ab hafa skotist hálfhring um sólina
missir kjaminn smám saman glæsileik-
ann, er fjær dregur hitagjafanum. Rýrn-
andi halastjaman hverfur svo út í ytri
hluta sólkerfisins á lokabri braut sinni
(kemur aftur nálægt sólu síbar) eba þá,
ef brautin er opin, slöngvast út úr sól-
kerfinu. Halley- halastjaman er gott
dæmi um stóra halastjörnu á lokaöri
braut. Umferðartími hennar um sólina
er 76 ár og er kjarninn um 15 km langur
og 8 km breibur. Vitaö er um Halley allt
aftur til 240 f.Kr. og er enn efni í kjarn-
anum til margra hringferða.
IV. Sumar halastjörnur endast lengi,
en aörar skemur og er þá átt við hala-
stjömur sem splundrast vegna hraðferö-
ar nálægt þungum plánetunum eða sól-
inni. Þannig fór fyrir halastjörnunni
West og auðvitað einnig Shoemaker-
Levy 9 áður en hún skall á Júpíter. Ein-
staka halastjarna endar daga sína ein-
mitt í slíkum árekstri. Það eru því ekki
bara stórir loftsteinar eöa smástirni
(hvom tveggja úr bergi og/eba málm-
um) er geta skabab lífríki jarbar, heldur
og halastjörnur. Líklega hafa nokkrar
slíkar rekist á jörbina í ármilljónanna
rás, en síbast kann þab ab hafa gerst í
Síberíu árib 1908 í grennd vib Tung-
uska. Þá varb mikil sprenging og ljósa-
gangur á afskekktu skóglendi. Skógur-
inn féll á mörg hundrub ferkílómetra
svæbi. Engar leifar loftsteins fundust og
menn því oft talib halastjömubrot hafa
valdib eybingunni.               ¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16