Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						
Laugardagur 12. nóvember 1994
SlHflHftf	MftfftÍMftfrtf
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7	
Útgáfufélag:	Tímamót hf.
Ritstjóri:	Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar:	Stakkholti 4, 105 Reykjavík
	Inngangur frá Brautarholti.
Sími:	631600
Símbréf:	16270
Pósthólf 5210,	105 Reykjavík
Setning og umbrot:	Tæknideild Tímans,
Prentun:	Prentsmiöja
	Frjálsrar fjölmiðlunar hf.
Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 125 kr. m/vsk.	
Stjórnmál eftir sextugt?
Guðmundi Árna
fórnað
Nú hafa þau tíðindi gerst í íslenskum stjórnmálum
að félagsmálaráðherra hefur sagt af sér enbætti.
Listinn yfir uppákomur í þessari ríkisstjórn er orð-
inn langur og segja má að þetta sé hápunkturinn.
Alþýðuflokkurinn lagði af stað í upphafi með
fimm ráðherra í ríkisstjórn og á miðju kjörtímabili
sögðu tveir þeirra af sér enbætti og kopu sér úr
landi í sendiherra- og bankastjórastöður. Einn
sagði af sér vegna ósamkomulags við formann Al-
þýðuflokksins og nú segir Guðmundur Árni Stef-
ánsson af sér vegna umræðu sem verið hefur í
þjóðfélaginu um embættisfærslu hans og skýrslu
Ríkisendurskoðunar um það mál. Af þeirri fimm
manna sveit Alþýðuflokksins sem settist í ráð-
herrastól þann 1. maí 1991 eru nú aðeins tveir eft-
ir, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og
Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar-, heilbrigðis- og
viðskiptaráðherra, sem er þó búinn að fara hring-
ferð í ráðuneytum og kominn í heilbrigðisráðu-
neytið aftur.
Þessi ferill er einstakur og auðvitað hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn borið fulla ábyrgð á Alþýðu-
flokknum í stjórnarsamstarfi þessara flokka. Sjálf-
stæðisflokkurinn er síður en svo laus við vafasam-
ar embættisfærslur og embættaveitingar sem orka
tvímælis. Þau mál standa þótt Guðmundur Árni
Stefánsson hafi sagt af sér embætti og mannfórn
hafi farið fram á skákborði stjórnmálanna. Þessar-
ar ríkisstjórnar verður minnst fyrir það að fara á
ystu nöf í þessum efnum. Brottför félagsmálaráð-
herra úr stjórninni er alls ekkert siðferðisvottorð
fyrir þá sem eftir standa.
Ríkisendurskoðun, hversu góðar sem hennar
álitsgerðir kunna að vera, getur aldrei orðið neinn
Stóridómur um siðferði í stjórnmálum. Það er lýð-
ræðisleg skylda kjósenda að dæma um þau efni.
Mannfórnin nú er hugsuð til þess að skapa lag til
að hefja sókn til þess að láta fólk gleyma þeim
vafasömu embættisfærslum sem aðrir ráðherrar
ríkisstjórnarinnar hafa haft í frammi og embætta-
veitingum til flokksbræðra og flokksgæðinga.
Guðmundur Árni Stefánsson lét svo um mælt er
hann tilkynnti afsögn sína að umfjöllun fjölmiðla
um störf hans hefði lamað starf í félagsmálaráðu-
neytinu og myndi gera það ef hann sæti áfram.
Þetta er rétt. Hins vegar er ljóst að öll þessi mál og
eftirköst þeirra hafa lamað starf þessarar ríkis-
stjórnar og hefur verið svo um lamgan tíma. Und-
iráldan sem er í stjómarflokknum vegna þessara
mála, verður til þess að ráðherrar ríkisstjórnarinn-
ar munu hér eftir sem hingað til reyna að halda sér
í ráðherrastólana, án þess að vinna saman í ein-
lægni að lausn þeirra vandamála sem við blasa og
einkum snerta þá sem minna mega sín í þjóðfélag-
inu.
Brottför Guðmundar Árna er hugsuð til þess að
þeir sem eftir eru geti barið sér á brjóst og talið sið-
ferðið vera í lagi hjá þeim sem eftir eru. Það er víðs
fjarri að svo sé, því hann var alls ekki einn um
vafasamar embættaveitingar og embættisfærslur
eins og áður hefur komið fram. Þrátt fyrir mann-
fórnina er endataflið eftir og það á eftir að reynast
ríkisstjórninni erfitt.
Birgir Guömundsson skrifar
Eftir prófkjör síðustu helgar hefur
spunnist talsverö umræða um
hlut eldra fólks annars vegar og
kvenna hins vegar í íslenskum
stjórnmálum. Það er ekki síst sú
skýring Salome Þorkelsdóttur á
slöku gengi sínu í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins — aö flokksmenn
telji hana einfaldlega orðna of
gamla til aö taka þátt í stjómmál-
um — sem varð til þess að menn
fóru að velta fyrir sér hlut aldr-
aðra almennt í íslenskum stjórn-
málum. Hér í Tímanum voru síð-
an fluttar fréttir af því að nýr ald-
ursþröskuldur virtist vera að
myndast varðandi það hverjir
kæmust inn á Alþingi íslendinga
og er það aldurstakmark rétt rúm-
lega sextíu ár. Útlit er fyrir að að-
eins þrír alþingismenn verði
meira en sextugir á næsta þingi.
Kristján Benediktsson, formaður
Félags eldri borgara í Reykjavík,
hafði áhyggjur af þessu í fyrr-
nefndri Tímafrétt en þetta er trú-
lega í fyrsta sinn sem því máli er
hreyft með almennum hætti á
opinberum vettvangi á íslandi.
Ástæða er til að staldra við og
íhuga hvort fólk yfft sextugt sé
orðið of gamalt í pólitík.
Kvóti fyrir eldri
borgara?
í „Máli dagsins" hér í blaðinu fyrr
í vikunni þar sem lesendur láta
skoðanir sínar í ljós í nokkurs
konar „stafrænni þjóðarsál" var
einmitt leitað eftir skoðunum
manna á því hvort fólk teldi að
flokkarnir ættu aö sjá til þess að
einhverjir fulltrúar eldri borgara
kæmust á Alþingi. Af svörum aö
dæma telja flestir slíkt brábnauð-
synlegt. Fólk yfir sextugt virðist
því vera að komast í svipaða
stöðu gagnvart stjórnmálunum
og konur, að því leyti að í aukn-
um mæli verður farið að spyrja
hvort það sé einhver yflr sextugt á
framboðslistum flokkanna.
„Kvennakvóti" á framboðslistum
er gamalt og nýtt fyrirbæri, sem
bæði konur og karlar hafa oft á
tíðum nokkuð ákveðnar skoðanir
um. Sé hlutfall kvenna lágt á list-
um er næstum alltaf gerð við það
athugasemd og málum stillt upp
þannig að konur eigi erfltt upp-
dráttar í viðkomandi flokki. Á
þessum nótum voru líka rökin
fyrir því að bera fram sérstakan
Kvennalista sem byggði stjórn-
málabaráttu sína ööru fremur á
reynsluheimi kvenna og virðist
ætla að verða nokkuð lífseigt
stjórnmálaafl.
Kvennapólitík
Erlendis þykir mönnum það
nokkuð skrýtið að sérstakur
stjórnmálaflokkur geti starfað á
grundvelli kvennapólitíkur einn-
ar og eingöngu með konur innan-
borðs. íslenski Kvennalistinn hef-
ur því hlotið heimsfrægð fyrir sér-
stöðu sína, en þaö breytir þó ekki
því að enn er rifist um hlut
kvenna á framboðslistum flokk-
anna og um hlut kvenna í stjórn-
um og ráöum og á Alþingi.
Nú þegar menn eru farnir að tala
um stjórnmálaþátttöku eldri
borgara á svipuðum nótum og
menn hafa lengi talaö um stjórn-
málaþátttöku kvenna, er eflaust
aðeins tímaspursmál hvenær
þeirri hugmynd verður hreyft að
stofna sérstakan pólitískan arm
hagsmunasamtaka eldri borgara.
Pólitísk samtök sem byggi á
reynslu, yfirsýn og „umhyggju
fyrir uppvaxandi kynslóðum"
(„generativity" er orðið tískuorð í
Bandaríkjunum  í  þessu  sam-
Betty
Friedan.
hengi) o.s. frv. í sjálfu sér ætti
slíkt stjórnmálaafl ekkert síður að
geta komið fram en sérstakur
kvennalisti. Og tilfellið er að úti í
hinum stóra heimi eru í gerjun
þessi misserin hugmyndafræði-
legar vangaveltur um stöðu eldri
borgara sem vel má hugsa sér að
styddu við hugmyndir um pólit-
íska hreyfingu þeirra.
Gamlingjagoosögnin
Bandaríski kvenréttindaleiðtog-
inn, Betty Friedan, sem stundum
hefur kallast einn aöalhug-
myndafræðingur nútíma kvenna-
baráttu, hefur t.d. tekib upp í sér-
stakri bók málefni eldri borgara
I
tímans
rás
og gerst talsmabur þess að pólitísk
barátta á þessu sviði yrði tekin
upp, enda eigi réttindabarátta
eldri borgara og réttindabarátta
kvenna ýmislegt sameiginlegt.
Bókin heitir „Aldursmunurinn og
hefur vakið gríðarlega athygli.
Hún bendir á að karlasamfélag
nútímans skilgreini fólk og hópa
ekki síst út frá frumstæðum for-
sendum sem séu æxlunarhlutverk
fólks. Sú hugmyndafræöi sem sé
ríkjandi í þjóðfélaginu í dag og
raunar á undanförnum áratugum
sé þar af leiðandi afskaplega frum-
stæð í þessu tilliti. Konur hafi
þannig það æxlunarhlutverk að
ala börn og umsjón með börnun
hefur því orðið eitt aðalmálið í
ákvöröunum um stöðu konunnar
og hlutverk í þjóðfélaginu. Á
sama hátt er karlinn í hlutverki
fyrirvinnu og „skaffara". Þessi
hlutverkaskipan kann að hafa
veriö praktísk einhvern tíma í
fyrndinni en er það ekki í nútíma
þjóðfélagi en hins vegar er búin
til goðsögn um konuna til að
sætta hana við hlutskipti sitt og
halda henni á mottunni. Sístækk-
andi hópur eldri borgara hefur
hins vegar lítið sem ekkert æxlun-
arhlutverk í nútímaþjóðfélagi og
á það sameiginlegt með konun-
um að dómi Friedan, að búið er
aö þyrla upp goðsögn (mystique)
um aldursskeiðið eftir sextugt
sem til þess sé fallin að halda
þessu fólki frá eölilegri þátttöku í
þjóðfélaginu.
Hér verður ekki farið út í að rekja
lýsingar Betty Friedan á goðsögn-
inni um eldri borgara, en sjálf
hefur hún lýst því að persónulega
hafi henni fundist hún upplifa
sama slaginn viö goðsagnir
„karlasamfélagsins" sem eldri
borgari og hún gerði fyrir þrjátíu
árum sem húsmóöir sem var að
vakna til meðvitundar um kven-
frelsi. Hennar skilaboð eru aö
svara þurfi „gamlingjagoðsögn-
inni" með pólitískri hreyfingu
eins og gert var með kvenna-
hreyfingunni.
Elliionaour
Pólitísk hreyfing eldri borgara á
íslandi í stíl við Kvennalistann er
trúlega ekki á dagskrá enn. Hins
vegar er full ástæða að byrja að
ræða um það af alvöru hvort goð-
sögnin um ellina sé ekki nú þegar
orðin að stórhættulegu þjóðfé-
lagsfyrirbæri, sem ekki einvörö-
ungu byggi á pólitískri aðskilnað-
arstefnu eldri borgara frá öðrum í
þjóðfélaginu, heldur líka á efna-
hagslegri     aðskilnaðarstefnu.
Sannleikurinn er einfaldlega sá að
það að hafna pólitíkusum fyrir
aldurs sakir er ekki annað en einn
af mörgum þáttum þessarar goð-
sagnar. Það er heill iðnaður sem
byggir á goösögninni um sérþarf-
ir og „getuleysi" eldri borgara, og
nægir þar að minna á allar „þjón-
ustuíbúðirnar" sem endalaust er
veriö að byggja. Sérhæfð öldrun-
arþjónusta í heilbrigðiskerfinu
vex gríðarlega og heilu stéttirnar
eru orðnar sérfræðingar í þeirri
„fötlun" sem felst í því að eldast.
Það er m.ö.o. að verða samgróið
samfélagsuppbyggingunni ab
gera ráð fyrir eldri borgurum sem
sérstöku vandamáli.
Umræðan um það sem stundum
hefur verið kallaö „aðskilnaðar-
stefna gagnvart eldri borgurum"
er komin á ágætan skrið víða er-
lendis. Ef til vill verður það merk-
asta niðurstaða prófkjörs sjálf-
stæðismanna á Reykjanesi að
hafa sparkað Salome og gefa þar
með umræðunni hér á landi um
stöðu eldri borgara byr í bæði
seglin.                   ¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24