Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 2
2 WMrn* Mi&vikudagur 16. nóvember 1994 Tíminn spyr... Vib hverju má búast í landsleik íslands og Sviss? Sigri, jafntefli e&a enn rassskellingu? Ríkhar&ur Jónsson, fyrrverandi landsli&sfyrirlibi íslands um ára- bil: Ég hélt nú einu sinni þegar fótbolta- getraunir komu hingað, aö ég væri svo vitur um allt sem lýtur að knatt- spyrnu að ég yrði fljótt milljónamær- ingur. Svo fór ekki. Þaö er eins með þennan leik gegn Sviss. Þó hef ég á tilfinningunni ab það verði jafntefli eða viö töpum meb einu marki. Sál- fræðin er þessi: Eftir rassskellinn á móti Tyrkjum fylgir annar og betri leikur, þannig er þetta nú oftast. Fari þetta hins vegar svo ab við töpum meb 3-4 mörkum — þá erum við í vondum málum. En þetta gengur betur núna, ég er sannfærður um það. Ásgcir Elíasson, landsliðsþjálfari: Við förum náttúrlega í alla leiki til að vinna þá. En ef við lítum raunhæft á málið þá er líklegra ab það fari á hinn bóginn. Við getum út af fyrir okkur sætt okkur vib jafntefli. Ég á ekki von á hremmingum eins og í Tyrklandi, svoleiðis verður ekki endurtekib. Svissneska liðib er gott, sóknin beitt, mibjan föst fyrir, og vörnin er sann- arlega ekki götótt eins og svissneski osturinn. Menn verða ab bíöa úrslit- anna, ég spái engu. Mig dreymdi ekk- ert um úrslitin og veit ekkert — fyrr en búið er að flauta leikinn af. Ellert Sölvason, Lolli í Val, lék fyrstu fjóra landsleiki íslands á ár- unum 1946-1948: Þetta er nú stór spurning, það er nú það. Þeir voru nú að vinna Svíana 4:2 Svissararnir, þeir eru sterkir þab er engin spurning. Ég hef aldrei spáð fyrirfram um leiki og hef hálfgerða vantrú á því, og geri það ekki nú. Ég óska þess bara aö við vinnum leikinn. Mér finnst vanta Arnór vin minn Guðjohnsen í Jjetta. Hann er sko toppmabur. Ég veit að þeir leggja sig alla fram, alveg fram á síöustu mín- útu, þaö má ekki hætta fyrr, það þekki ég nú. Ég er ekkert svartsýnn á úrslitin. Þetta er allt öðru vísi fótbolti en í gamla daga þegar vib spiluðum 2-3-5 og lögðum allt í sóknina. Núna er þetta meiri vörn, en alltaf jafn gaman ab fótboltanum. Hvernig standa framboösmál flokkanna?— Sjálfstœöisflokkurinn: Sitjandi þingmenn nánast áskrifendur ab þingsætum „Þa& er ekki bara a& vi& stönd- um fremstir í a& ganga frá framboösmálum okkar, viö erum líka me& bestu fram- bjó&endurna," fullyrti Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæ&isflokksins, í samtali vi& Tímann í gær. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið frá sínum frambobsmál- um í öllum kjördæmum lands- ins, nema á Noröurlandi vestra. Prófkjör þar er um a&ra helgi og keppa tveir um efsta sætiö þar og búist við nokkrum átökum. „Ég hef mikinn fyrirvara á því aö taka skobanakönnun Morg- unpóstsins sem góban og gildan sannleik fyrir Sjálfstæbisflokk- inn, því þaö er ekki nema um helmingur sem tekur afstö&u, sem rýrir mjög gildi hennar. Ég er hins vegar efalaus um það aö Sjálfstæöisflokkurinn hefur mikinn meðbyr um þessar mundir," sagði Kjartan. Kjartan sagöi a& það væri misskilningur margra ab flokk- urinn veldi frambjóðendur ein- göngu meö prófkjöri, svo væri alls ekki. Síbustu 15-20 árin mætti segja að margar abferöir hefðu verið notaðar. Prófkjörin heföu mest verib viöhöfb í Reykjavík, einnig á Reykjanesi, en í öðrum kjördæmum væri þessu hagað á ýmsa vegu. Sjálfstæbisflokkurinn hefur efnt til óvenju margra prófkjara að þessu sinni. Efstu menn list- anna í 6 kjördæmum eru valdir eftir prófkjörsslag, og hann hef- ur víða veriö harður eins og kunnugt er. Lítum á útkomuna og byrjum þá hringferbina á Norburlandi vestra þar sem síðasta orrustan verður senn háð: Norðurland vestra: Þingma&ur og prestur keppa Þegar Pálmi Jónsson á Akri ákvað að hætta þingmennsku losnaöi efsta sæti listans. Vil- hjálmur Egilsson alþingismabur telur eðlilegt að hann flytjist upp í 1. sæti listans við brott- hvarf Pálma. Séra Hjálmar Jónsson, sóknar- prestur á Sauöárkróki, er þessu ósammála. Hann vill komast í efsta sæti listans — og um það munu þeir Skagfirðingarnir keppa um aöra helgi. Sjálfstæöisflokkurinn fékk rúmlega 1.700 atkvæði síöast þegar kosið var, en varla er að búast viö miklu meira en þús- und á kjörstaöina í prófkjörinu, þrátt fyrir að hart sé barist. Spurningin er hvort vegi meira, vinsæll sóknarprestur með pólitíska fortíð, eða þing- maður sem treyst hefur verið fyrir varaformennsku í efna- hags- og viðskiptanefnd og odd- viti þeirrar mikilvægu nefndar, sem hefur starfað í sjávarútvegs- nefnd og gegnt formennsku þingmannanefndar EFTA, svo eitthvað sé talið. Og nú vaknar spurningin um það hvort bændur og búalið nyrbra kunni að meta skoðanir þingmanns síns á Evrópusam- starfinu. Vilhjálmur svarar' því: „Þab eru auðvitab skiptar skoð- anir um þetta mál innan Sjálf- stæðisflokksins eins og annarra flokka. Það veröur eflaust gert upp í þjóðaratkvæðagreiðslu að lokum og ekki eðlilegt að draga fólk í dilka eftir því. Ef menn þurfa aö afsala sér réttindum til ab hugsa um Evrópusambandib til að geta veriö í trúnaðarstöð- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn þá held ég hann verði býsna lítill á endanum," sagði Vilhjálmur í gær. Aðrir í prófkjörinu: Sigfús Jónsson á Laugabakka, Runólfur Birgisson, Siglufirði, Friðrik Hansen Guömundsson, verk- fræðingur frá Reykjavík, Ágúst Sigurðsson, Geitaskarði og Þóra Sverrisdóttir á Stóru-Giljá. Norðurland eystra: Auðvelt fyrir Blöndal Frambobslistinn á Norður- landi eystra var samþykktur á fundi kjördæmisrábs fyrir mán- uði. Röð þriggja efstu manna er óbreytt: Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich og Svanhildur Árna- dóttir. í fjórða sætið kemur nýr maður, Jón Helgi Björnsson, líf- fræðingur frá Laxamýri. Austurland: Seljavallabóndi hafði það Egill bóndi Jónsson á Selja- völlum fékk rúmlega helming gildra atkvæða í fyrsta sæti og mun því leiða listann áfram. A Austfjörbum gerðist þaö að Arn- björg Pétursdóttir, fjármálastjóri á Seyöisfirði, rauk úr 4. sæti í annaö, en um það sæti stóð bar- áttan í raun. Kristinn Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði, varð að lúta í lægra haldi. Arnbjörg er vongóð um að flokkurinn nái inn tveim mönnum frá Aust- fjörðum á þing, þar sé meðbyr nú með Sjálfstæðisflokknum. Suðurland: Haukdal féll fyrir Drífu Helsta fréttin af prófkjöri sjálfstæbismanna á Suðurlandi var sú að þar kolféll sjálfur Egg- ert Haukdal fyrir öðrum bónda — Drífu Hjartardóttur á Keld- um. Þorsteinn Pálsson hélt fyrsta sætinu örugglega og fékk 74% gildra atkvæða í fyrsta sætið. í annað sætib fór Árni Johnsen úr Vestmannaeyjum, en einmitt þar í bæ var kosningaþátttaka meb ólíkindum góð, 1.200 kusu, á sama tíma og aðeins 600 mættu á Selfossi. Reykjanes: Forsetanum sparkað Stórfréttin bak við prófkjörið í Reykjaneskjördæmi var hið mikla og bratta fall Salome Þor- kelsdóttur, forseta Alþingis, sem hafnabi í neðsta sæti í kjörinu. Það vakti líka athygli hve naumlega Ólafi G. Einarssyni tókst að verja oddvitasæti list- ans, hann fékk tæpum hundrað atkvæðum meira en Árni M. Mathiesen. Sigríður Anna Þórð- ardóttir náði þriðja sæti, Árni R. Árnason því fjórða, allt sitjandi þingmenn — en fimmta sæti og væntanlegri þingmennsku náði Kristján Pálsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Njarðvík, nýliði í Sjálfstæðisflokknum. Reykjavík: 7 þingmenn í efstu sætunum Davíö Oddsson, Friðrik Sop- husson, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Sólveig Pétursdóttir, Lára M. Ragnarsdóttir og Guð- mundur Hallvarðsson — allt þingmenn flokksins í Reykjavík, röðuðu sér á listann í þessari röð. Þaö var greinilegt að erfitt var fyrir nýliöa að fóta sig í próf- kjöri flokksins í höfuðborginni eins og víðar. Árangur Péturs H. Blöndals vakti athygli, hann lenti í 8. sæti og lagði naumlega þau Katrínu Fjeldsted og Markús Örn Antonsson. Vesturland: Sturla fékk toppsætið Kjördæmisráðsfundur sam- þykkti uppröðun á lista sjálf- stæðismanna í kjördæminu. Sturla Böðvarsson hélt efsta sæt- inu, Guðjón Guðmundsson al- þingismaður sínu sæti og í þriðja sætið var settur Guðlaug- ur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, Þrúður Kristjánsdóttir, skólastjóri í Búðardal í fjórða. Vestfirðir: Hannibalssyni skotið upp á við Allnokkrar geðsveiflur hafa orðið í hópi sjálfstæöismanna á Vestfjöröum í kjölfar prófkjörs- ins þar. Ákveðiö hefur verið að færa Ólaf Hannibalsson blaða- mann upp um eitt sæti. Hann hreppti fjórða sætið í prófkjör- inu, en verður nú í vonarsæti um að sitja sem varaþingmaöur öðru hverju. Guðjóni Arnari Kristjánssyni, Addikittagau eins og hann er ævinlega kallaður á ísafirði, hef- ur verið fórnað og settur í fjórða sæti listans. Hrifning hans er sögð takmörkuð og ekki mætti hann á fundi kjördæmisráðs um helgina. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaöur í Bolungarvík, er í fyrsta sæti, Einar Oddur Krist- jánsson, bjargvættur og útgerð- armaður, í öðru, Hannibalsson í þriðja og Guðjón forseti Far- manna- og fiskimannasam- bandsins í fjórða — og í mikilli fýlu. 'ÖOG6I' Þ/)Ð ER NO F/JUFG/1 G£RF UJÞ 'OLAF/ ÞÐ SÆNJ/) FORSFF/)/VN'/) MFÐ/)A/ U/)NNEF St/ON/) í FÆT/NUM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.