Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 16. nóvember 1994 3 Atvinnuleysistryggingar á villigötum, segja vinnuveitendur og gagnrýna Atvinnuleysis- tryggingasjóö: ' S j óðurinn hefur ekki neitt vit á vöruþróun „Þótt reglur hafi átt ab tryggja ab ekki kæmi til stubnings vib verkefni sem truflab gætu samkeppni ein- stakra fyrirtækja er þegar ljóst ab sá mælikvarbi er ab engu orbinn. Lítil fyrirstaba er gegn styrkumsóknum fyr- irtækja, þótt þau séu augljós- lega í samkeppni vib önnur í sömu grein, þótt ekki sé í sömu sveit," segir í grein um „atvinnuleysistryggingar á villigötum" í blabinu Af vett- vangi, sem Vinnuveitenda- samband íslands gefur út. Blabið segir þessa starfsemi ala á óheilbrigðum sjónarmið- um i atvinnurekstri, trufli samkeppni fyrirtækja og rífi nibur viðmib fyrir því hvað sé hagkvæmt og lífvænlegt. „Niðurgreibslur á vinnuafli eins fyrirtækis geta komið öðru fyrirtæki í þrot," segir blaðið. Vinnuveitendasambandið telur að starfsemi þessi byggist á grundvallarmisskilningi. Sé vilji til þess að verja skattfé til stuðningsaðgeröa í atvinnulíf- inu þá eigi að gera það meb opinberum hætti á afmörkuö- um sviðum. Stuðningur vib vöruþróun geti vel átt rétt á sér, en það sé ekki eðlilegt verksvið atvinnuleysistrygg- inga að meta forsendur í því efni. Hvetur Vinnuveitendasam- bandið eindregiö til þess að sveitarfélögin verði leyst und- an þeim sérstöku greiðslum til Atvinnuleysistryggingasjóbs sem nú tíðkast — forsendurn- ar séu rangar. Heilbrigðara sé að sveitarstjórnir ráðstafi þess- um fjármunum sjálfar og nýti fjárhagslegt svigrúm til að hlúa að fyrirtækjum í sveitar- félaginu með því að draga enn úr álögum á þau. Jafnhliöa verbi kannaðir möguleikar á að efla vöruþróunar- og mark- aðsstarf í samvinnu sérfróbra. Brautryöjendaverk Guö- mundar Finnbogasonar: Lýbmennt- un endur- úgefin Búið er að endurútgefa bókina Lýðmenntun, eftir Gubmund Finnbogason sem fyrst kom út árib 1903. Bókin er gefin út í ri- tröðinni „Heimildarrit í ís- lenskri uppeldis- og skólasögu", en ab þeirri ritröð standa Rann- sóknarstofnun Kennaraháskól- ans, Félagsvísindastofnun og Sagnfræbistofnun H.í. Útgáfa Lýðmenntunar á sín- um tíma markaði þáttaskil í al- þýðufræðslu og lagöi Guð- mundur í þessari bók hug- myndafræðilegan grundvöll ab fyrstu almennu löggjöf um barnafræðslu á íslandi sem samþykkt var árið 1907. ■ Bæjarráb Hafnarfjarbar hefur fengib bréf frá Einari M. Gub- varbarsyni myndhöggvara þar sem hann kynnir hug- mynd sína um norrænt stein- höggvaramót í Hafnarfirbi í júní á næsta ári. Hafnfirbing- ar, og þá ekki síst bæjarfeb- urnir, eru yfir sig mettir af kostnabi vib listahátíbir. En nú kvebur vib annan tón. Ein- ar er ekki ab fara á fjörurnar vib bæjargjaldkerann. „Þetta á ekki að kosta Hafnar- fjarðarbæ neitt. Þvert á móti ætlast ég til að bærinn eignist mörg og gób listaverk eftir þetta steinhöggvaramót, sem lista- mennirnir skilji eftir í bænum og verði eign hans. Þab er ab- eins óskab eftir abstöbu í Straumi fyrir mótið," sagði Ein- ar í samtali vib Tímann. Hann segir ab þetta verði fyr- irtæki sem kosta muni í það minnsta 5 milljónir króna, en reynt verði að fá Norræna menningarsjóðinn til að greiða kostnaðinn. Hugmynd Einars er Sérferöir aldraöra til Dyflinnar njóta vin- scelda: Þriöja feröin aö seljast upp Ferbaklúbburinn „Kátir dag- ar-kátt fólk" efnir til þribju sérferbar aldrabra til Dyflinn- ar 21.-24. nóvember nk. Nokkur sæti eru enn laus í feröina. í Dyflinnar-ferðum klúbbsins er boðið upp á sér- staka dagskrá og vandaðar skobunarferðir. Gist er á Bur- lington hótelinu þar sem efnt er til kvöldvöku á hverju kvöldi meb bingói og félagsvist. Farar- stjórar eru Ásthildur Pétursdótt- ir og Kristín Sigurðardóttir. Ferðaklúbburinn er á vegum Samvinnuferba-Landsýnar. ■ Vill aö steinhöggvarar Noröurlanda vinni saman í mánuö í Straumi á nœsta sumri og gefi Hafnfiröing- um afraksturinn: Á ekki aö kosta bæinn eina krónu Hjúkrunarforstjóri Borgarspítalans um minnisblaö aöstoöarlandlœknis: Sjúkrastofan var notuö sem geymsla Sigríbur Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Borgarspít- alans, segir ab vegna húsnæb- isvanda hafi ein sjúkrastofa á lyflæknisdeild verib notub sem geymsla. Þab sé helsta ástæba þess ab sjúklingar hafi legib á göngum deildarinnar þegar abstobarlandlæknir kynnti sér innvibi spítalans. Undirmönnun á deildinni spili líka þar inn í. Eins og fram kom í Tímanum í gær varði Matthías Halldórs- son aöstoðarlandlæknir einum starfsdegi nýlega á Borgarspítal- anum. Á minnisblaði sem hann skrifaði eftir dvölina á spítalan- um segir hann að mjög veikt fólk liggi gjarnan á göngum lyf- læknisdeildar þótt stofur séu ónotaðar. Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarforstjóri segir að ein stofa hafi verið ónotub um- ræddan dag en nú sé búið að taka hana í notkun. „Það er hálf neyðarlegt að þurfa ab segja frá því en ástandib er svo erfitt í húsinu hjá okkur að við höfum ekki einu sinni geymslupláss. Það var ákvebið aö loka heilli lyflæknisdeild hér á spítalanum vegna þess að húsnæðið hélt hvorki vatni né vindum. Núna er verið að gera vib þakið og vonandi verbur gert vib deildina á næstunni. Lokunin varð til þess að við misstum geymslu- pláss og þess vegna höfum við þurft að nota eina sjúkrastofu sem geymslu fyrir tælci og aðra hluti sem tilheyra lyflæknis- deildunum. Vissulega er það ergilegt að horfa upp á stofu fulla af tækjum á meðan sjúk- lingar liggja á ganginum." Sig- ríður segir ab búið sé að opna stofuna á nýjan leik eftir að nýtt geymslupláss hafi fengist annars staðar á spítalanum. Hún segir þó að það sé slæmur kostur að þurfa ab geyma dýr tæki fjarri deildunum sem hafa umsjón með þeim. Á minnisblaði aðstoðarland- læknis er undirmönnun á deild- inni sögð helsta ástæða þess að sjúklingar hafi legið á gangin- um. Sigríbur segir að vissulega sé nokkuð til í því líka. „í síðasta mánuði vantaði sem svaraði sex stöbuheimildum hjúkrunar- fræðinga á þessa deild og auðvit- að spilar þetta tvennt saman. Af langri reynslu vitum vib að öll rúm sem eru til reibu á stofum fyllast og síðan er tilhneiging til að bæta við rúmum á ganginn. Þess vegna er meiri þrýstingur á ab útskrifa sjúklinga ef færri rúm eru til reiöu." ■ Seölabankinn: Hagstæbur vöruskipta- jöfnuöur Vibskiptajöfnubur vib út- lönd var hagstæbur um 4,8 milljarba króna á þribja árs- fjórbungi ársins í ár en fyrstu níu mánubi ársins var hann hagstæbur um 9,3 milljarba. Þetta kemur fram í upplýs- ingum frá Seblabankanum og þar má einnig sjá að vöru- skiptaafgangur fyrstu níu mánuðina nemur 17 milljörb- um. Þjónustujöfnuður var hins vegar neikvæbur um 7,7 milljarða sem skýrir hvers vegna viöskiptajöfnuðurinn (þjónustujöfnuður + vöru- skiptajöfnuður) var ekki meiri. Það eru fyrst og fremst miklar vaxtagreiðslur af erlendum lánum sem skýra neikvæöan þjónustujöfnuð. Viðskiptajöfnuburinn fyrstu níu mánubina í ár er mun hag- stæðari en á sama tíma í fyrra þegar hann var aðeins hag- stæður um 0,3 milljaröa. ■ aö bjóba tveim steinhöggvurum frá hverju Norðurlandanna, líka Færeyjum og Grænlandi, alls verði 16 listamenn í einskonar „vinnubúbum". Steinhöggvarar eru þeir myndhöggvarar sem móta verk sín í stein. Einar gerir ráb fyrir að listamennirnir myndu nota íslenskan stein, blágrýti og grágrýti, og að unniö yrði undir sérstöku þema: Mað- ur og náttúra. Hefðin fyrir því ab höggva íslenskan stein er ekki rík, en þó má benda á að Ásmundur heitinn Sveinsson gerði talsvert af því á sinni tíð af alkunnri snilld. Unnið viö aö ná oKtengivagnmum upp i gœr. Tímamynd SBS Tengivagn valt Vikurflutninga-tengivagn valt á Eyrarbakkavegi, skammt fyrir neöan Selfoss í gœrmorgun. Dráttarbeisli gafsig meö þeim afleiöingum aö vagninn losnaöi frá flutningabílnum og fremri hásing fór undan. Þannig lenti vagninn á hliö utan vegar. Bíllinn slapp þó óskemmdur og engin slys uröu á mönnum. -sbs Selfossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.