Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						¦Wlf flUHlWHiI
Miðvikudagur 16. nóvember 1994
UR HERAÐSFRETTABLOÐUM
Móögun vib
Bubba
Poppgoðið og trúbadorinn
Bubbi Morthens var á ferð-
inni hér um þarsíöustu helgi.
Hann áritaöi m.a. geisladisk-
inn sinn, Þrjá heima, í Vöru-
húsi KASK. Aðdáendahópur-
inn sem flykktist á staðinn.
var í yngri kantinum og
þurfti Bubbi aö árita ýmislegt
fleira en geisladiskinn svo
sem fótbolta, pappírssnepla
og fleira.
Á föstudagskvöldið hélt
Bubbi tónleika í Víkinni fyrir
troðfullu húsi svo að ýmsum
þótti nóg um. Töluverð ölvun
var meðal gesta og virtist það
fara illa í Bubba enda hefur
hann lýst því yfir að hann
hreinlega „meiki" það ekki að
spila fyrir drukkið fólk.
„Það var eins og honum
hundleiddist þegar hann var
að spila," sagði einn tónleika-
gesta. Mælirinn fylltist svo al-
veg þegar einn tónleikagesta,
kófdrukkinn, slangraði utan í
hljóðnemann og keyrði í and-
litið á Bubba. Stóö goðiö upp
og gekk á dyr og var greini-
lega stórlega misbobið.
Móttökur sem þessar eru
auðvitað móðgun við svo
virtan listamann og okkur
heimamönnum ekki til hróss.
Við verðum bara að vona að
Bubbi sé fljótur að fyrirgefa
og fljótur að gleyma.
Vel heppnub
ferbamálaráb-
stefna
Ferðamálaráöstefna íslands
var haldin í Sindrabæ á Höfn
-nýlega. Um 150 manns sóttu
ráðstefnuna. Gestir voru
mjög ánægðir og hrósuðu
allri framkvæmd hennar.
Mörg mál voru á dagskrá
og nefnir Tryggvi Árnason,
framkvæmdastjóri Jöklaferða,
ab mjög gagnlegir fyrirlestrar
hafi verib fluttir, t.d. um
tryggingamál meb liti til auk-
inna krafna EES. Einnig er-
indi um samræmingu á
skipulagi og rekstrargrund-
velli upplýsingamiðstööva.
Fjallab var um átakib ísland
sækjum þab heim og sú álykt-
un gerb ab nota skyldi sama
slagorbib áfram í kynningum
og auglýsingum.
Steinullarverksmibjan:
15% söluaukning
milli ára
Sala Steinullarverksmibj-
unnar á Saubárkróki fyrstu 10
mánubi ársins nam 384,6
milljónum króna sem er 15%
aukning mibab við sama
tímabil í fyrra. Salan innan-
lands nam um 236 milljón-
um sem er 6% aukning milli
ára en verbmæti útflutnings
hefur aukist úr 111 millj.
1993 í 148,8 millj. í ár.
Stærstu útflutningmarkabirn-
ir eru Bretland og Þýskaland.
Samkvæmt átta mánaba
uppgjöri var þriggja milljóna
kr. hagnabur af rekstri fyrir-
tækisins í samanburbi vib
66,4 millj. tap á þessu tíma-
bili. Afkomubatann má þakka
aukinni sölu, einkum á út-
flutningsmörkubum auk þess
sem gengisþróun hefur verib
fyrirtækinu hagstæb.
Einar Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Steinullarverk-
smibjunnar, segist vongóbur
um að reksturinn verði í jafn-
vægi um áramót og afkoman
nálægt núlli. Áætlanir og
vinna að markaðsmálum sé
að skila árangri.
Fæbingardeildin á
Sau&árkróki:
Ekki f æ&st jafn fá
börn í áratugi
Óvenjulítið hefur verib ab
gera hjá ljósmæðrum á Sjúkra-
húsi Skagfirðinga þetta árið. Að
sögn Birnu Gunnarsdóttur ljós-
móbur stefnir í ab abeins 45
börn fæbist á deildinni í ár sem
er fjórbungs fækkun frá mebal-
ári. 60-70 börn fæðast ab jafn-
aði í Sjúkrahúsi Skagfirðinga.
Ab sögn Birnu þarf ab fara
tugi ára aftur í tímann til ab
finna svo fáar fæbingar. Lægsta
talan er síðan 1962, sama ár og
sjúkarhúsið var tekið í notkun.
Starfsmenn Steinullarverksmibj-
unnar sníba nibur steinull í
kubba sem þykja sérlega þœgi-
legir til einangrunar utan á stór-
ar fjölbýlishúsabyggingar í aust-
urhluta Þýskalands.
Þá fæddust 48 börn en íbúar
Sauðárkróks voru allt að helm-
ingi færri þá en þeir eru í dag.
Miðað við þá fólksfjölgun
sem orbib hefur á Sauðárkróki
undanfarna áratugi og á svæð-
inu í heild, má leiða líkum að
því að Skagfirðingar hafi ekki
fjölgað sér jafn lítiö frá alda
öðli. Þetta stingur nokkuð í stúf
viö það orð sem farið hefur af
Skagfirðingum lengi og þeir
hafa sjálfir verið duglegastir að
útbreiða, að þeir séu miklir
söngmenn, hestamenn,
kvennamenn og þá líklega
kynsælastir líka. Það skyldi þó
aldrei vera ab þeir hafi gert of
mikið úr verðleikum sínum
Swwtowéa
F R ÉTT A B LAÐIÐ
Fcebingum hefur fœkkab mikib á sjúkrahúsinu á Saubárkróki. Fjóla
Þorleifsdóttir Ijósmóbir og Gubrún Helgadóttir móbir.
SELFOSSI
Bóndi hætt kom-
inn vegna gas-
myndunar
Bóndi í Hrunamannahreppi
var hætt kominn vegna gas-
myndunar í fjósi sínu nýlega
og mátti litlu muna að illa færi
a& sögn kunnugra.
Gasmyndunin er rakin til
þess að verið var að hræra upp
í haugnum undir f jósinu.
Ekki fyrir löngu kom upp
álíka tilfelli í Austur-Landeyj-
um þar sem a&stæbur voru þær
sömu, stillur í vebri og gufa fer
beint upp í fjósið.
Sveppir í landa
„Landinn getur verið görótt-
ari drykkur en margur heldur
og dæmi eru um að ofskynjun-
arsveppum sé blandab í hann í
Reykjavík. Viö höfum þó ekki
orðiö varir við það hér fyrir
austan," segir Þorgrímur Ó. Sig-
urösson, rannsóknarlögreglu-
maður á Selfossi.
Sveppaneysla ungmenna á
Eyrarbakka fyrir sömmu hefur
vakið upp spurningar um hvort
slík neysla sé aö aukast í héraö-
inu en Þorgrímur Óli segir aö
lögreglan hafi ekki merkt það.
Hins vegar sé full ástæða til aö
hvetja bæ&i ungmenni og for-
eldra til að vera á varðbergi í
þessum efnum._____________
Evrópskar nýjungar í múrverki kynntar hér:
Pu&iö í múrverki
er senn að baki
Gamla þrælapu&i& vi& múr-
verk er senn a& baki, þegar
ný tækni heldur innreið sína
hér á landi eins og gerst hefur
í Evrópu. Fyrirtækiö ímúr, ís-
lensk múrverk, hefur veri& a&
ryöja þessari tækni rúms á
sí&ari árum. Hún er fólgin í
notkun sílós á byggingarsta&.
í þa& er blandab efnunum og
vatni bætt út í eftir kúnstar-
innar reglum.
Mannshöndin kemur hvergi
nærri viö þessa múrblöndun.
Áður fyrr handmokuðu menn
fjandann ráðalausan og hrærðu
saman hrærurnar fyrir múrar-
ana og reyndust þær þá nokkuð
mismunandi að gerð og gæð-
um.
Þetta verklag hefur í för með
sér mun stöðugri gæði, aukin
afköst og betri nýtingu efna —
að ekki sé talað um minna lík-
amlegt álag á múrurum og
handlöngurum og hreinlegra
og hollara vinnuumhverfi en
fyrr.
ímúr kynnir hina nýju tækni
í sal Múrarafélags Reykjavíkur í
dag, miðvikudag, kl. 15. Þar
heldur þýskur sérfræðingur,
Hans-Peter Luhr, fyrirlestur.
Þegar lífliggur vib:
Oryggistækib
á bak og burt
Um þessar mundir er Slysa-
varnafélag íslands me& átak í
gangi í öryggismálum hafna.
Félagi& bý&st til a& styrkja
þetta verkefni me& því til .
dæmis a& útvega merkingar
og fleira. E'f um er aö ræ&a
mjög bágborið ástand og ekki
búist vi& endurbótum, má
gera ráö fyrir a& SVFÍ útvegi
allan nau&synlegan öryggis-
búna& og geri þaö sem hafn-
arstjórnum er skylt a& gera
lögum samkvæmt. Slysa-
varnadeildir um land allt
gera úttekt á öryggisbúna&i,
bryggjustigum og björgunar-
tækjum í höfnum og gefa fé-
laginu skýrslu um ástandið.
Því miður hefur ýmsum ör-
yggisbúnaöi viö sumar hafnir
landsins verið áfátt í ýmsu —
til dæmis hefur það iöulega
komið fyrir að símar í almenn-
ingssímaklefum eru brotnir eða
rifnir niður af veggjum og
símaskrár er þar sjaldnast a&
finna. Margt fleira hefur veriö í
OG
¦ ¦¦(	
	:: íí l
	i
NEYÐARTILFELU — og þá kann
þetta ab blasa vib: rústabur síma-
klefí.                         f
megnu ólagi í sumum hafn-
anna.
Þórir Gunnarsson hjá Slysa-
varnafélaginu segir þó að marg-
ar hafnir séu til fyrirmyndar í
öryggismálum og muni félagið
veita viðurkenningar fyrir það
sem vel er gert.            ¦
Fjármálarábherra meö niburskurbarhníf á lofti og rœbst
gegn fríbindum háskólaborgara landsbyggbarinnar:
Æskir fækkunar á
embættisbústöbum
Fjármálará&herra hyggst
þrengja mjög a& frí&indum ým-
issa opinberra starfsmanna,
sem haft hafa húsnæ&i á leigu
fyrir lítiö fé víöa um landið.
Hér er einkum um a& ræ&a
lækna, presta, lögfræ&inga vi&
sýslumannsembætti og fleiri
háskólamennta&a hópa. Slíkt
húsnæ&i var upphaflega nota&
sem agn til a& fá háskólaborg-
ara til starfa utan höfu&borgar-
svæ&isins.
„Ástæða þess að ríkið hefur
lagt sumum starfsmönnum sín-
um til húsnæði er meðal annars
aö þannig fást frekar sérfræ&ing-
ar til a& flytjast út á land. Á þessu
hefur or&iö breyting, þannig að
ekki er talin þörf á að kaupa sér-
fræöinga með þessum hætti til
að setjast aö úti á landi," segir
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
hena í bréfi til ríkisstjórnarinnar
þar sem hann ræ&ir endurskoö-
un á lögum og reglum um emb-
ættisbústaöi.
Ný reglugerb um þetta efni var
sett í árslok 1992, en sú reglugerö
þrengir talsvert tíu ára gamla
reglugerö um embættisbústa&i.
Meöal annars var þá á fleiri stöð-
um óheimilt að leggja starfs-
mönnum ríkisins til húsnæði,
undanþáguákvæði voru gerð
skýrari og skilyrt var að gera
þyrfti skriflegan húsaleigusamn-
ing. Segir Friðrik að framkvæmd
reglugerðarinnar hafi tekist vel.
En nú vill fjármálaráðherra
þrengja enn kost embættis-
manna þeirra sem starfa á lands-
byggðinni. Leggur hann til að
komið verði á fót nefnd sem í
eiga aö sitja fulltrúar þeirra ráðu-
neyta sem hafa á sínum snærum
flesta embættisbústaði. Á hún að
gera tillögu um hvernig fækka
megi embættisbústöðum með
markvissum hætti.          ¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16