Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fimmtudagur 17. nóvember 1994
Marteinn Friöriksson:
Blórabögglar
Mér fannst utandagskrárumræða
á Alþingi í fyrri viku hin fróðleg-
asta. Þar var sjálfur fjármálaráð-
herrann málshefjandi og leitaði
opinberlega eftir svörum frá fyrr-
verandi fjármálaráðherra, hvort í
hans tíð hefðu verið tilmæli frá
ráðuneyti þeirra til skattyfirvalda
að heimila skattsvik.
Engu er líkara, en alþingis-
menn vilji að lítið sé gert með
þau lög, sem þeir samþykkja.
Auðvitað er alrangt að hér sé um
það að ræða, hvort merkjasölu-
börn eða blaðasalar og blaðburð-
arfólk á öllum aldri þurfi ekki að
hlíta gildandi skattalögum.
Stjórnmálamennirnir eru einfald-
lega hræddir við fjölmiðla, vilja
ekki styggja stórgróðaútgáfu dag-
blaðanna með því að krefjast skila
á staðgreiðsluskatti, sem öðrum
fyrirtækjum í þjóðfélaginu er
skylt samkvæmt lögum. Þegar
staðgreiðsluskyld laun eru greidd
VETTVANGUR
„Manni verður samt
á að spyrja: Hvernig
erþað skatteftirlit
sem yfirsést um tug-
milljóna greiðslur til
einstaklinga, sem
hafa haft tekjur af
tryggingamati, og op-
inber tryggingafélög
hafa verið að greiða?
Eru tryggingafélög
undanþegin þeirri
skyldu að gefa út
launamiða eins og
dagblöðin?"
launþega er búið að draga stað-
greiösluna frá og nettóupphæð
greidd út, síðan ber launagreið-
andanum að skila afdregnu
vörslufé. Sé það ekki gert á réttum
tíma, bætist við álag og dráttar-
vextir.
Þegar gjaldaliðir eins og laun
við blaöburð koma aldrei inn á
launaskrá þessara fyrirtækja,
svíkjast þau einnig um að greiða
launatengd gjöld, svo sem trygg-
ingargjald 6,55% af brúttó launa-
upphæð. Auðvitaö lækka vasa-
peningar blaðburðarfólks ekki við
það að þessi auðfélög séu látin
skila gjöldum eins og lög mæla
fyrir um.
Vitað er að líknarfélög og
íþróttafélög hafa verið með fólk á
launum, sem ekki hefur verið í
umræðunni. Listahátíðir hafa
gleymt að gefa skýrslur um starfs-
laun, félagsheimilaveislur ógna
veitingamönnum, þó að þeir hafi
hingað til ekki verið allir taldir
bestu framteljendur landsins.
Skemmtanabransinn er að ein-
hverju leyti nótulaus, eins og tal-
ið er að viðgangist víða hjá við-
gerðamönnum bíla og mann-
virkja, tannlæknum og mörgum
öðrum. Nú segjast skattyfirvóld
ætla að láta það sama ganga yfir
alla þessa aðila og þá sem þiggja
laun hjá heiðarlega reknum at-
vmnufýrirtækjum.
Manni verður samt á að spyrja:
Hvernig er það skatteftirlit sem
yfirsést um tugmilljóna greiðslur
til einstaklinga, sem hafa haft
tekjur af tryggingamati, og opin-
ber tryggingafélög hafa verið að
greiða? Eru tryggingafélög und-
anþegin þeirri skyldu að gefa út
launamiða eins og dagblööin?
Við tölvuvæðingu skattkerfis-
ins og flestra alvöru fyrirtækja í
landinu hefur tölvudiskur komið
í stað þykkra bunka af launamið-
um eftir árið og opnað möguleika
á að færa allar þær upplýsingar
vélrænt inn í skattkerfið í stað
þess að starfsfólk vinni í tímafrek-
um innfærslum. Þessi tæknibylt-
ing viröist ekki til mikilla nota í
kerfinu.
Og svo er „virðulegasta stofnun
þjóðarinnar", Alþingi, upptekið
af metingi milli núverandi og
fyrrverandi fjármálaráðherra um
hvor þeirra hafi heimilað skatt-
svik í þetta eða hitt skiptið.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Jónas Engilbertsson:
Hefur Guðrun Helgadottir
gleymt upprunanum?
Á fundi í einu af félógum Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík,
eða A.B.R., 13.10. '94 (sem fjölg-
ar um eitt á mánuði núna, svona
rétt til að minna á gildi samstöð-
unnar), var til umræðu lífskjör
og velferð. Þar kom m.a. til tals
sá gríðarlegi launamunur sem
virðist vera staðreynd á landi
voru. Þar sem laun geta verið frá
innan við kr. 50.000 á mánuði
og í það að vera yfir kr.
1.000.000 á mánuði. í ljósi þess-
ara staðreynda komu upp hug-
myndir sumra ræðumanna um
hvort ekki mætti hugsanlega
lækka hæstu laun. Reis þá upp
alþingiskvenmaðurinn Guðrún
Helgadóttir og fann því allt til
foráttu að lækka hæsta kaup og
spurði m.a. formann BSRB kaup
hverra ætti að lækka.
VETTVANGUR
„Ég get íþví sam-
bandi séð Guðrúnu
Helgadóttur fyrir mér
t.d. ífiskvinnu í
Granda eða við skúr-
ingar á Landspítala.
Árangur endurhœf-
ingarinnar réði því
hvort þingmaðurinn
œtti erindi aftur á
þing."
Rök alþingiskvenmannsins
virtust helst þau að hálaunafólkið
væri svo fátt, að engu skipti hvað
þjóðarkökuna snerti þó þeir væru
lækkaðir. Vel má vera að það sé
rétt út frá ískaldri hagfræði. Hins-
vegar geta verið til móralskar
ástæður eða rök fyrir lækkun
hæstu launa eða hreinlega sið-
gæðisástæöur. Er þá ekki átt við
Hafnarfjarðarsiðgæði og vera má
að það sé ástæðan fyrir viðhorf-
um Guðrúnar Helgadóttur.
Rétt er að minna þá á, sem
gleymt hafa, að eitt af markmið-
um Alþýðubandalagsins er að
vinna að jöfnuði. Ekki veröur
betur séð en Guðrún Helgadóttir
hafi gleymt því, og þegar þannig
er ástatt er spurning hvort ekki
sé tímabært að viðkomandi
þingmaður taki sér hvíld eða fari
í endurhæfingu og kynni  sér
kjör alþýðunnar af eigin raun.
Ég get í því sambandi séð Guð-
rúnu Helgadóttur fyrir mér t.d. í
fiskvinnu í Granda eða við skúr-
ingar á Landspítala. Árangur
endurhæfingarinnar réði því
hvort þingmaðurinn ætti erindi
aftur á þing.
Ávinningur lífeyrisréttinda
getur nefnilega aldrei verið
ástæða fyrir setu fólks á þingi.
Tími er kominn til að flokkar,
sem kenna sig við alþýðu, hætti
að fela alþýðuna á framboðslist-
um sínum ogfari að treysta
venjulegu fólki fyrir efstu sæt-
um, öruggu sœtunum á listunum.
Ella styttist í að fólkið komi með
eigin framboð án fræðinga, sem
samanstendur af fólki sem þekk-
ir kjör alþýöunnar.
Höfundur er strætisvagnabflstjóri.
Stefnuhnappurinn
Fólkslyftur eru mikil þarfaþing í
þjóðfélagi þar sem lagt er upp úr
að gera líf borgaranna sem
þægilegast.
Þessi tækniundur hafa veriö
þróuð eins og önnur slík tæki og
ýmislegt sem var í gömlu lyft-
unum sést ekki lengur. Þannig
eru nýjustu lyfturnar svo mjúk-
ar í öllum hreyfingum, að varla
finnst þegar þær fara af stað eða
stansa. Eins er með hurðirnar,
alsjálfvirkur búnaður stjórnar
þeim.
Ein tækninýjung í fólkslyft-
um eru svokallaðir stefnu-
hnappar.
Stefnuhnapparnir eru tveir,
staðsettir utan við lyftudyrnar.
Á hvorum hnappi er mynd af
ör. Bendir önnur upp en hin
niður og er gert ráð fyrir að
þrýst sé á þann hnapp sem viö á
hverju sinni, eftir því hvort
ferðinni er heitið upp eða niður.
Stendur enda skrifað við hnapp-
ana: Þrýstið á réttan stefnu-
hnapp.
. Við lyftudyrnar er svo gefið til
kynna með ljósum hvort Iyftan
sé á leið upp eða niður.
Ég var staddur í Perlunni fyrir
nokkrum vikum, en þar stóð þá
yfir sýning á vegum leigubif-
reiðastjórafélagsins Frama.
í kjallaranum var kvikmynda-
sýning og þangað lagði ég leið
mína. Að sýningunni lokinni
ætlaði ég upp á efri hæöir bygg-
ingarinnar og beið við lyfturnar
tvær sem þar eru.
Við hlið mér beið fatlaður
maður í hjólastól.
Þess var ekki lengi að bíða að
lyftan kæmi niður í kjallarann.
Lyftudyrnar opnuðust og inni
var hópur fólks. Enginn hreyfði
sig til að fara út, og þar sem
hjólastóllinn var fyrirferðarmik-
ill, ákváðum við fatlaði maður-
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
inn að bíða næstu lyftu. Við
göntuðumst reyndar með að
blessaö fólkið hefði ekki kunnað
á lyftutæknina, það hefði
greinilega fariö inn á fyrstu hæð
og ætlað upp, en ekki gert sér
grein fyrir að lyftan færi fyrst
niður.
Fljótlega kom önnur lyfta.
Sú var líka full af skilnings-
sljóu fólki sem hreyfði sig ekki
og var greinilega alveg hissa á að
lyftan hefði farið niður, því það
ætlaði sér greinilega að fara
upp.
Við félagarnir hættum að
gantast þegar lyftuferðunum
fjölgaði og alltaf var sami sauð-
arsvipurinn á fólkinu í lyftunni.
Enginn hreyfði sig og þótt allir
sæju að fatlaður maður komst
ekki inn í lyftuna vegna þess að
þeir tepptu hana og hefðu eig-
inlega „stolið" henni frá fatlaða
manninum, datt engum í hug
að rýma lyftuna fyrir honum.
Fyrst kastaði þó tólfunum
þegar lyftudyrnar opnuðust og
starfsmaöur hússins með fulla
lyftu af húsbúnaði blasti við.
Ég hreytti út úr mér hvort
hann kynni ekki á lyftuna á
vinnustað sínum!
Hann var jafn sljór og hinir,
lyftudyrnar íokuðust og lyftan
fór.
Hinu þögla stríði okkar fatl-
aða mannsins lauk ekki fyrr en
ég fór upp á fyrstu hæðina,
varnaði öllum aðgang að lyft-
unni og benti viðstöddum á að
þessi lyfta væri á leið niður til að
sækja fatlaðan mann.
Þá loks skildu nærstaddir
leyndardóma stefnuhnappa og
ljósaskilta og við fatlaði maður-
inn komumst leiðar okkar.
Ef til vill hefði maðurinn
þurft að bíða til kvölds, ef ekki
hefði komið einhver til sem
opnaði augu stefnulausra sam-
borgara hans og tók af þeim ráð-
izl.:
Ég gekk burt, en í reiði minni
gat ég ekki varist þessari hugs-
un: Hvernig getur þjóðin tekið
ákvarðanir í mikilvægum mál-
um, hvernig getur hún til dæm-
is kosið rétt, ef hún veit ekki
einu sinni á hvaða hnapp skuli
þrýsta í lyftum eða hvenær lyft-
an ætli upp eða niður?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16