Tíminn - 18.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1994, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 18. nóvember 1994 Kaupfélag Rangœinga verbur 75 ára á sunnudag. Agúst Ingi Ólafsson kaupfélagsstjóri: „Við erum hornsteinn í þessu héraði" "Markmibib er ab gera enn betur og þjónusta fólkib meb góbum hætti." Ágúst ingi Ólafsson fyrir framan hús K.R. Ó Hvolsvelli. TímamyndSBS Tíminn spyr... Eiga stjórnvöld ab grípa inni í mál Atíanta flugfélagsins til a& koma í veg fyrir flutning þess úr landi? Gu&ni Ágústsson, alþingis- maöur í samgöngunefnd: „Ég tel að stjórnvöld veröi aö gera allt sem þau geta til aö skapa aðstæður til að fyrirtæki af þessu tagi starfi hér. Það er fráleitt upp á framtíðina að gera að við séum staðnir að því vegna vitlausra reglna að hafa hrekið af okkur svona fyrir- tæki." Egill Jónsson, alþingisma&ur í samgöngunefnd: „Þetta er snúin spurning enda málið óvenjulegt. Þó er al- veg ljóst að stjórnvöld yrðu aö gæta vel að sér áður en þau tækju ákvarðanir um hvað bæri að gera, ekki síst vegna þess að svona mál þarf aö þróast í gegn- um einhverja umræðu. Þetta er auðvitaö mál vinnumarkaöar- ins og ég á erfitt með að sjá fyr- ir mér einhverjar aðgerbir — kannski ekki lögregluabgerðir en upp undir það — af hálfu ríkisvaldsins. Ríkisafskipti geta því að svo komnu máli ekki verið lausnarorðið." Árni Johnsen, alþingisma&ur í samgöngunefnd: „Já, þab kann að koma til þess. Að mínu mati er FÍA að skjóta sig alvarlega í löppina meö þessum aðgerðum þegar til lengri tíma er litið. Ég held að verkalýðshreyfingin þurfi mjög ab skoða sinn gang eins og mér er raunar kunnugt um að þeir hafi gert, þar sem þeir hafi ekki haft allar upplýsingar um mál- ið. Annað hvort eiga menn færi á að byggja upp atvinnu á ís- landi í alþjóblegu umhverfi eða vib einangrumst." "Vi& munum gera margt skemmtilegt í tengslum vi& 75 ára afmælið. Til dæmis verba margvísleg kjarabob í gangi og uppákomur. Um kaupfélagið sjálft má segja að þab sé hornsteinn í þessu héraði og hafi verib þa& í 75 ár. " Þetta sagði Ágúst Ingi Ólafs- son, kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Rangæinga á Hvolsvelli, í samtali við blaðamann Tímans fyrr í vikunni, en félagið held- ur þessa dagana upp á 75 ára afmæli sitt. Margvísleg kosta- boð eru í verslunum félagsins á Hvolsvelli og að Rauðalæk í Holtum af þessu tilefni og sömuleiðis er viðskiptavinum boðið upp á kaffi og meðlæti á tímamótum þessum. Um margt er Kaupfélag Rangæinga dæmigert fyrir kaupfélag eins og þau starfa á landsbyggbinni. Rekur fjöl- þætta starfsemi og kemur víða við, fólkinu til heilla. Heilu byggbarlögin hafa myndast á þeim stað þar sem höfuðstöðv- ar félaganna eru settar niður. Gagnkvæmt er félaginu styrk- ur af fólkinu — og það myndar félagið. Kaupfélag Rangæinga heitir upphaflega Kaupfélag Hall- geirseyjar og var stofnað þann 20. nóvember 1919. Stofn- fundurinn var haldinn ab Mið- ey í Austur-Landeyjum, en starfsemin sett nibur að Hall- geirsey í sömu sveit. Árib 1930 var starfsemin hinsvegar flutt að Hvolsvelli. Þar voru þá eng- in hús, önnur en læknissetur á Stórólfshvoli. Þetta sama ár stofnuðu svo menn í vestan- verðri Rangárvallasýslu sitt kaupfélag, Kaupfélag Rangæ- inga, og settu niður að Rauða- læk í Holtum. Þessi tvö félög voru sameinuð árið 1948. Síð- an heita þau Kaupfélag Rangæ- inga á Hvolsvelli með útibú á Rauðalæk. Starfsemi félagsins er nokkuð fjölþætt, eins og áður sagði. Á Hvolsvelli er starfrækt stór verslun, lítil kjörbúö í sölu- skálanum Hlíðarenda, bíla- verkstæði, vélsmiðja, tré- smiðja, rafmagnsverkstæði, umboð fyrir Olíufélagib Esso og pakkhús þar sem meðal annars er höndlað með bygg- ingavörur og ýmislegt til land- búnaðar. Á Rauðalæk í Holtum er kjörbúð, pakkhús og véla- verkstæbi. Þá má einnig geta þess að kaupfélagib rak á sín- um tíma húsgagnaframleiðslu og prjónastofu. Og talandi um að fólkinu í byggðarlaginu sé styrkur í rekstri félagsins má geta þess að í kringum 1970 stób félagið að byggingu nær 40 íbúðarhúsa á Hvolsvelli sem seld voru á kostnaöarverði. Hús við götuna, Litlagerði, eru flest byggð með þessu móti. Þá má geta þess að vélsmiðja fé- lagsins hefur staöið framarlega í smíði landbúnaðartækja. "Bændurnir sem koma hing- að á skrifstofuna til mín bera sig margir illa, því er ekki að leyna. Það er erfitt fyrir marga að láta dæmin ganga upp. Auðvitaö skapast þetta af sam- drætti í landbúnaði síðustu ár. Mikið hefur verið skorið niður í sauðfjárrækt, verð á nauta- og hrossakjöti er lágt og fleira mætti nefna sem hefur verið bændum óhagstætt. Hinsvegar er jákvæður póstur í þessu ab eftirspurn eftir mjólk hefur verið að aukast sem líklega kallar á að framleiðsluréttur kúabænda verður aukinn. Það væri vítamínsprauta," sagði Á- gúst Ingi. Hann segir að á þessu ári hafi velta félagsins dregist saman um nær 3% og komi það fyrst og fremst til vegna minni tekna bænda. Reksturinn á þessu ári hefur veriö nokkuð þungur en bata- merki séu framundan. Á síð- asta ári var tap af rekstrinum rúmar 10 milljónir króna. Þar af voru sex millj. tilkomnar vegna afskrifta í stofnsjóði Sambandsins. Um rekstur Kaupfélags Rang- æinga í næstu framtíð segir A- gúst Ingi að fyrst og fremst sé markmiðið ab halda sjó í nú- verandi vibfangsefnum og reyna að gera enn betur en nú er. Þjónusta fólkið með góðum hætti, ella leiti það annað sem dæmin sanni, því samkeppni verslunar í Rangárvallsýslu vib höfuðborgarsvæbið sé mikil. Hitt sé aftur á móti annað mál að vaxtarbroddar í atvinnulífi í sýslunni leynist víða, t.d. í ferðaþjónustu og starfsemi fé- lagsins á því sviði sé nokkur. Hvort ráðist verði í frekari landvinninga á því sviði sé ekki ákveöið enn. Ágúst Ingi hefur veriö kaup- félagsstjóri frá árinu 1989 en hefur starfað hjá félaginu síðan 1966. Stjórnarformabur Kaup- félags Rangæinga er Bjarni Jónsson, bóndi á Selalæk á Rangárvöllum. -SBS, Selfossi. Einn karl- maður leik- skólastjóri Einn karlmaður gegndi starfi leikskólastjóra í Ieikskólum Reykjavíkurborgar á síöasta ári. í ársskýrslu Dagvistar barna í Reykjavík kemur fram að starf- semin á árinu nábi til 56 leik- skóla, 15 skóladagheimila og 28 gæsluleikvalla. Alls gegndu 80 einstaklingar stöðu leikskóla- stjóra á árinu (sumir tímabund- ib), 79 konur og einn karlmað- ur, Sigfús Abalsteinsson, leik- skólastjóri á Klettaborg. Enginn karlmaður var forstöðumaður skóladagheimilis eða gæslu- leikvallar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.