Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						WUMwm
Föstudagur 18. nóvember 1994
IfMfr	ifftfftlMRfMf
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7	
Útgáfufélag:	Tímamót hf.
Ritstjóri:	|ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar:	Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti.
Sími: Símbréf: Pósthólf5210,	631600 16270 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun:	Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.	
Sá hlær best sem síðast hlær
Atlanta hrakið
úr landi
Þrátt fyrir mikinn fréttaflutning af kjaradeilu flug-
manna og Atlanta, sem staðið hefur í nokkrar vik-
ur, er heldur óljóst um hvað deilan stendur í raun
og veru. Boðuð samúðarverkföll fleiri launþegafé-
laga virðast fremur standa um völd og styrk félag-
anna en kjarabætur. Eins hlýtur að vekja furðu að
það eru ekki starfsmenn Atlanta sem eru í verkfalli
eða eru að boða vinnustöðvun, heldur félög sem
eru að gæta ímyndaðra eða raunverulegra hags-
muna eða réttinda.
Þær fréttir að forráðamenn Atlanta hafi sagt upp
öllu starfsfólki félagsins og hyggist flytja starfsem-
ina úr landi eru alvarleg áminning um að séu fyrir-
tækjum ekki búin starfsskilyrði hér á landi, er fátt
því til fyrirstöðu að þau flytjist til útlanda eða verði
undir í samkeppni.
Eigendur flugfélagsins segja uppsögn starfsfólks
og flutning úr landi vera algjört neyðarúrræði.
Undir eðlilegum kringumstæðum kysu þeir miklu
fremur að reka félagið frá íslandi, þótt starfsemi
fari að langmestu leyti fram erlendis.
Þau launþegafélög, sem standa að verkföllum
sem beinast að Atlanta, hljóta að gera grein fyrir af-
stöðu sinni og gjörðum. Ekki með hálfkveðnum
vísum og þokukenndu orðalagi, heldur skýra skil-
merkilega frá hvaða nauður rekur til að neyða mik-
ilvægt atvinnufyrirtæki til að leggja niður rekstur
sinn hérlendis.
Vel má vera að hótanir og aðgerðir FÍA og ASÍ
séu nauðsynlegar og launþegum til hagsbóta. En
eins og komið er hljóta launþegasamtökin að sýna
fram á hvað réttlætir að 82 manns hefur verið sagt
upp störfum og starfsgrundvöllur öflugs flugfélags
er brotinn niður.
Sjálfsagt er það rétt að uppsagnirnar eru ólögleg-
ar eins og á stendur, en það er ekki aðalatriði máls-
ins, fremur teknískt úrlausnarefni fyrir lögfróða.
Það alvarlegasta er að þeir, sem að aðgerðunum
standa, sýnast gera sér litla grein fyrir að Islending-
ar eru komnir inn í fjölþjóðlegt atvinnuumhverfi
og eiga íslensk fyrirtæki í harðri samkeppni við er-
lend, en eiga þess einnig kost að keppa við þau á
heimamarkaði, ef svo má segja um fjölþjóðlegt at-
hafnasvæði. Ef starfsgrundvelli er kippt undan fyr-
irtæki á einum stað, getur það sem best flutt sig
annað, og er það sérstaklega auðvelt fyrir flutn-
ingafyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum markaði.
Nýverið stofnuðu íslendingar flugfélag á írlandi
og hyggjast í framtíðinni halda uppi samgöngum
landa á milli og rma. til íslands. Þetta vekur þá
spurningu hvort starfsumhverfið hér á landi er svo
miklu lakara en annars staðar að boðið er upp á að
íslenskir athafnamenn hrekist með starfsemi til
landa þar sem betur er að henni búið.
Svör hljóta að fást við því hverra hagsmuna er
verið að gæta með þeim víðtæku aðgerðum sem
launþegahreyfingin beinir gegn flugfélaginu Atl-
anta í Mosfeílssveit.
Hvort sem þær eru réttlætanlegar eða ekki, hlýt-
ur það að vera íhugunarefni hverjir og með hvaða
hætti sjá sér ávinning í að hrekja mikilvægt fyrir-
tæki úr landi.                         '  -
Samkvæmt fréttum mun í dag
koma út bókin Hrafn Gunn-
laugsson þar sem hann opnar
innstu hugarfylgsni sín fyrir
þjóðinni enn einu sinni, en nú í
samtali við Árna Þórarinsson.
Fréttastofa ríkissjónvarps er
greinilega búin að bæta tengsl
sín vio Hrafn frá því þegar hann
var framkvæmdastjóri, því
fréttastofan hefur fengið eintak
af bókinni á undan öðrum. í
fyrrakvöld var flutt frétt upp úr
-henni og vitnað til þess sem
Hrafn hafði að segja um Hrafns-
málið svokallaða á sjónvarpinu.
Ef Garri tók rétt eftir, þá er sam-
særiskenning Hrafns sú — en
Hrafn er mesti samsæriskenn-
ingamaður á íslandi eftir að par-
anojan hætti að hrjá Bubba —
að Þorsteinn Pálsson hafi staðið
að baki þeim málum öllum með
sínum langa stjórnmálaarmi
innan     Sjálfstæðisflokksins.
Þannig hafi verið á ferðinni
mikill samblástur Þorsteins-
manna í flokknum, sem hafi
notað Hrafnsmálið — þ.e. upp-
sögn Hrafns sem dagskrárstjóra
og endurráðningu hans gegn
vilja útvarpsstjóra sem fram-
kvæmdastjóra sjónvarps — til
að koma höggi á Davíð Odds-
son, einkavin Hrafns Gunn-
laugssonar.
Flókiö samsæri
Raunar er samsærið í þessarL
kenningu Hrafns svo flókið að
Garri verður að viðurkenna að
hann á í erfiðleikum með að
skilja hvernig það er. Vitað er að
Ólafur G. hefur jafnan verið tal-
inn Þorsteinsmaður, og kannski
það hafi því verið sú ákvörðun
Ólafs G. að endurráða Hrafn í
starf framkvæmdastjóra sjón-
varpsins sem Hrafn telur nú að
hafi verið aðför aö Davíð. Hins
vegar liggur í augum uppi að þá
og  því  aðeins  gat  ráðning
Hrafns í stöðu framkvæmda-
stjóra verið pólitískt högg á
Davíð að um ámælisverða ráðn-
ingu hafi verið að ræða. Ef þetta
er réttur skilningur á fléttunni,
sem vísað er til í bókinni, þá er
þetta huguð yfirlýsing hjá
Hrafni. Hrafn er nefnilega að
GARRI
segja að það hafi veikt stöðu
Davíðs að ráða brottrekinn dag-
skrárstjóra sem framkvæmda-
stjóra. Það hafi því verib út-
smogið hjá Þorsteini að láta Ól-
af ráða Hrafn og eingöngu gert
til að koma höggi á Davíð.
Raunar gæti samsærið hafa
byrjað enn fyrr, því Heimir
Steinsson var ráðinn af Ólafi G.
og er því vaentanlega Ólafs G.-
maður, sem aftur mun vera Þor-
steinsmaður, þannig að það
gæti allt eins verið aö Þorsteinn
Pálsson hafi látið Heimi reka
Hrafn sem dagskrárstjóra, skip-
að síðan Ólafi að ráða hann sem
framkvæmdastjóra og allt í því
skyni að koma höggi á aum-
ingja Davíð, sem einskis ills átti
von.
Súrrealískur
útvarpsstjóri
Garri hefur því miður ekki séð
bókina hans Hrafns, en ef þessi
samsæriskenning er rétt, þá má
eins búast við að fleira sé runn-
ið undan rifjum Þorsteinsarms-
ins í Sjálfstæðisflokknum. Það í
sjálfu sér, að Hrafn skuli tala um
Hrafnsmálin í sérstakri bók,
hlýtur líka ab vera gert gagngert
til að koma höggi á Davíð, því
allir eru sammála um að fátt
gæti spillt eins fyrir pólitískum
frama Davíðs eins og það að
rifja þá sorgarsögu einu sinni
enn upp.
Þegar Garri heyrði fyrst þessa
nýju samsæriskenningu, sem
fram kemur í bókinni, var hann
raunar alveg sannfærður um að
Hrafn væri endanlega genginn
af göflunum. Og þegar frétta-
stjóri ríkissjónvarpsins hafði
eftir útvarpsstjóra í fréttatíman-
um sem viðbrögð við því sem
Hrafn segir í bókinni: „Sá hlær
best sem síðast hlær!" hætti
Garra satt að segja alveg að lítast
á blikuna. Samsæriskenningar
Hrafns eru alveg á mörkum þess
að geta talist óbrjálabar, en við-
brögð Heimis Steinssonar eru
gjörsamlega súrrealísk: „Sá hlær
best sem síbast hlær". Satt ab
segja gætu þeir Hrafn og Heimir
sem best yerið tvær persónur í
sögunni um „Engla alheims-
ins", sem Einar Már Guð-
mundsson skrifaði á sínum
tíma.
í Ijósi þess að Davíð hefur vit-
að af útkomu bókar Hrafns vin-
ar síns, lýsir Garri því hér með
yfir að hann mun aldrei aftur
halda því fram að það hafi verið
Alþýðuflokkurinn sem kom í
ve^tefyrir aö Davíð færi í haust-
kosningar.. Hinn mikli örlaga-
valdur í þeim efnum var bóka-
útgáfa Hrafns Gunnlaugssonar,
sem Davíb vonar ab verði
gleymd í vor.
Garri
Þekkingarhraðbrautin
Við lifum á öld upplýsinganna,
hvernig sem okkur tekst aö nýta
þær. Tæknin til að koma þeim á
framfæri verður sífellt fullkomn-
ari og möguleikarnir ótæmandi.
Um síðustu helgi sá ég orðið
„þekkingarhraðbraut" í ályktun
sem ég var að lesa. Ég staðnæmd-
ist við orðið og minnist þess ekki
að hafa séð það áður. Hins vegar
er þetta staðfærð þýbing á hug-
takinu „information highways",
sem notað er um nýjustu sam-
skiptaleiðir á sviði upplýsinga-
tækni.
AT&T
Ég átti þess kost nú í vikunni að
heimsækja tæknimiðstöð fyrir-
tækisins AT&T í Washington. Fyr-
irtækið vinnur á sviði upplýsinga-
tækni og af þeim fræðslufundi,
sem ég sat þar, mátti fá þá tilfinn-
ingu að fátt væri ómögulegt í
samskiptum framtíðarinnar. Ljós-
leiöarar og kapalkerfi gefa ótæm-
andi möguleika og allt byggist
þetta á því að tölvutæknin og
síma- og sjónvarpstæknin eru
leiddar saman. Hjá AT&T vinna
menn stöðugt að því að skyggnast
inn í framtíðina.
Heimilistölvan
í samskiptakerfi framtíðarinnar
eru lítil takmörk fyrir möguleik-
um heimilistölvunnar. Hún leitar
að hagstæðum kjörum í verslun-
um. Hún hjálpar til að gera ferða-
áætlanir. Hún kemur eigendum
sínum í samband við bókasöfn og
upplýsingar. Hún getur haft milli-
göngu um aö koma eiganda sín-
um í skóla hjá færustu kennurum.
Með hjálp hennar má tala við
heimilislækni eða sérfræðinga
þótt í fjarlægð séu.
Á víbavangi
Allt þetta er þó háð því ab
tengjast kerfum upplýsinga og
kunna aö segja þessu tæki fyrir
verkum.
ísland og upplýsinga-
tæknin
Ég hef það einhvern veginn á
tilfinningunni að hér kunni að
vera um afar áhugavert mál að
ræða fyrir okkur íslendinga. Við
emm tæknilega sinnaðir og oft á
tíðum tækjaóðir. Okkur ætti ekki
að verða skotaskuld úr því að taka
þátt í þessu kapphlaupi. Ljósleið-
ari er þegar kominn hringinn um
landið. Sú staðreynd opnar mikla
möguleika nú þegar. Nú þegar er
verið að opna nýjar leiðir í heil-
brigðisþjónustunni, til dæmis
meb sendingu röntgenmynda
milli landshluta, svo dæmi séu
nefnd. Tæknimenn ríkisspítal-
anna eru þegar á kafi í því ab
kanna mögúleikana sem nýjar
samskiptaleiöir gefa.
Heimurinn minnkar
Við hinar nýju upplýsinga- eða
þekkingarhraðbrautir minnkar
heimurinn. Þab er okkur íslend-
ingum í hag, sem erum land-
fræbilega einangraðir og drjúgur
spölurinn til nágrannanna. í
heimsókninni hjá AT&T var
fræðslufundur meb þremur fyrir-
lesurumYTil þess ab leggja áherslu
á fánýti fjarlægðanna í þessum
nýja heimi var einn fyrirlesar-
anna í Strassborg, en hann hélt
sitt erindi með hjálp sjónvarps-
tækninnar og svaraði fyrirspurn-
um eins og hann væri staddur
mitt á meðal gestanna.
Áhrifin af heimsókninni í heild
var sú tilfinning að breytingar í
fjarskiptatækninni séu rétt að
byrja, mannkynið sé í fordyrinu
og sé að stíga yfir þröskuld á þessu
sviði. 21. öldin verður byltinga-
kennd, ef friður helst um veröld-
ina.
Jón Kr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16