Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 18. nóvember 1994
WMm*
ii
Handbók heimilanna
fróðleiksnáman — Alfræ&i unga fólksins.
Ritstjórar: Sigríbur Haröardóttir, Hálfdan
Ómar Hátfdanarson. Örn og Örlygur,
Bókaklúbbur h/f 1994.
Bókin er 636 blabsíður í stóru
broti. Hér eru á ferbinni 450 efn-
isflokkar í stafrófsröb. Efnið
snertir tækni, náttúrufræði,
mannkynssögu og íslandssögu,
bókmenntir, listir, vísindi,
heimspeki, landafræði óg
stjörnufræöi og ótal margt fleira.
Hér er fjallað um málefni og
menningarþætti, sem ekki er aö
finna í þeim kennslubókum,
sem unglingum eru bobnar og
ætlaðar eru til almennrar upp-
lýsingar og þekkingarauka.
Hér eru upplýsingar um ein-
staklinga, listamenn og vísinda-
menn, stjórnmálamenn og
valdsmenn, sem hafa mótaö
umhverfi sitt og valdiö þáttaskil-
um í mannheimum. Trúar-
brögðum eru gerð gób skil. Hér
er t.d. Jesús Kristur sem upp-
flettiorö, en í mannkynssögu,
sem kennd er í grunnskólum, er
sá einstaklingur ekki finnanleg-
ur í registri. Kaflarnir um ísland
og íslendingasögur eru einkar
þarfir og leiðrétta í ýmsum höf-
uðatriðum þær rangfærslur, sem
einkenna umfjöllun um þessi
efni í skólum.
í stuttu máli, þá er bókin bráð-
nauðsynleg og mjög þörf „fróð-
leiksnáma" fyrir nemendur, sem
hér geta fundið umfjöllun um
flest þau efni sem teljast til al-
mennrar þekkingar og öllum eru
nauðsynleg. Kennarar geta not-
að ritið sem kennslubók.
BÆKUR
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
En bókin er ekki bundin viss-
um aldurshópum. Eldri sem
yngri hafa full not fyrir hana.
Þetta er fjölskyldubók, almennt
upplýsingarit.
Alls eru um 3.500 myndir í lit í
texta og auka þær ekki lítiö gildi
bókarinnar. Myndskreyting og
prentlögn íslensks efnis hefur Er-
lingur Páll Ingvarsson annast
meb miklum ágætum.
Bók þessi kom út í frumútgáfu
Dorling Kindersley í London
1991. Hún hefur verið þýdd á
fjölda tungumála og er upplagið
nú um milljón eintök. Islenska
þýðingin hefur tekist vel og auk
þess hefur Helga Þórarinsdóttir
annast. innfellingu séríslensks
efnis, bæði uppflettiorða og við-
bóta við almennt efni. í bókar-
lok er „fróöleiksnáma" á 22 blað-
síðum. Þar er fjallað um sögu,
heiminn okkar, náttúruna og
vísindi í skýru og knöppu máli
og þar er að finna margvíslegar
almennar upplýsingar um þessi
efni. Loks er ítarleg atriðisorða-
skrá og myndaskrá yfir nýjar
myndir í þessari íslensku útgáfu.
Leiðarvísir um hvernig eigi að
leita í bókinni á bls. 6-8 er skýr
og nákvæmur og enn er eitt sem
er mjög þarft, sem eru tilvísanir
eftir umfjöllun hvers uppfletti-
orðs til skyldra atriða í öðrum
uppflettiorðum.
I umsögn um efhi bókarinnar
á bakkápu segir: „Nýstárlegt
uppflettirit sem veldur byltingu í
uppfræðslu barna og unglinga."
Þetta er hárrétt mat og það sem
meira er, þetta er bók sem fólk á
öllum aldri hefur fullt gagn af,
eitthvert handhægasta uppfletti-
rit sem út hefur komið hér á
landi um almenn efni í hnot-
skurn.
Myndir og texti falla hagan-
lega saman og öll vinnsla er
fyrsta flokks. Utgefanda ber að
þakka ákaflega nauðsynlegt
framtak og fallega bók. Ef ein-
kenna ætti þetta rit í stuttu máli,
þá er þab: Hér er út komin hand-
bók heimilanna.           ¦
Sönn saga móður
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina Hvergi óhult —
Saga móður í ótrúlegri eldraun á
vígvöllum íraks og Kúrdistan.
Höfundar bókarinnar eru Susan
Francis og Andrew Crofts, en ís-
lenska þýðingu gerði Ingunn
Ásdísardóttir.
í kynningu Forlagsins segir:
Fyrir hartnær f jórum árum varð
ung bresk stúlka ástfangin af
íröskum pilti og flutti með hon-
um til íraks. Þrátt fyrir fátækt og
erfiðleika við að fóta sig í fram-
andi landi var hjónabandib gott
og fjölskyldan óx og dafnaði. En
þegar Saddam Hussein komst til
valda tók að syrta í álinn, skort-
ur og skömmtunarkerfi hélt
innreið sína og sprengjur og
grimmdarverk urðu daglegt
brauð. Þó tók fyrst steininn úr
eftir að Persaflóastríbib braust
út og Kúrdaofsóknirnar hófust.
Hvergi óhult er einstök frásögn
hugrakkrar konu, sem berst til
þrautar til að halda saman fjöl-
skyldunni sem sundrast á ógn-
artímum stríðshörmunga. Þetta
er átakanleg saga og áhrifarík,
sem lýsir ótrúlegu hugrekki
manneskju andspænis dauðan-
um; sem lýsir kærleika sem fer
með sigur af hólmi þrátt fyrir
hindranir sem virðast allt að því
óyfirstíganlegar.
Bókin er 215 blaðsíður að
stærð, auk myndasíðna. Hún er
prentuð í Prentsmiðjunni Odda
hf. og kostar 2.980 kr.       ¦
Lestu betur
Iðnú bókaútgáfa hefur gefib út
bókina Lestu betur eftir Fjölni Ás-
björnsson og Guðna Kolbeinsson.
Hér er um ab ræða kennslubók til
ab þjálfa lestrarhæfni, bæði hvab
varðar leshraða og skilning.
Bókin er ætluð framhaldsskóla-
nemum og fullorðnum og hana
má nota bæ&i til sjálfsnáms og
eins á námskeibum undir leib-
sögn kennara. Lestu betur er fyrsta
bók sinnar tegundar sem kemur
út á íslensku.
Verkið er í 24 köflum og skiptist
hver þeirra í þrjá til fjóra leskafla.
Notandi bókarinnar les þessa
kafla eins hratt og hann getur og
tekur tímann. Á eftir hverjum les-
kafla er tafla þar sem lesandinn
getur séb hve mörg orb hann las á
mínútu. í vinnubók eru spurning-
ar úr hverjum kafla, sem reyna á
hversu vel lesandinn nábi efninu.
Auk þess eru í vinnubókinni ýmis
verkefni sem miba að því að bæta
sjónminni og einbeitingu. Höf-
undar bókarinnar eru báðir kenn-
arar við Iðnskólann í Reykjavík.
Þeir hafa undanfarin ár haldið
fjölmörg námskeið, bæbi á veg-
um Ibnskólans og annarra, og
þjálfab fólk í lestri meb mjög góð-
um árangri. í tengslum við þessi
námskeiö hafa þeir samið það
efni sem nú er komið út á bók.
Jólin nálgast
Eitt af einkennum þess að jólin
séu að nálgast, er að flest íönd
sem gefa út frímerki taka nú að
gefa út jólafrímerki. Hér áður
fyrr voru það aðeins góðgerbar-
félög sem gáfu út svoköllub
jólamerki og gera það raunar
enn.
Eitt land hefur auk alls þessa
einnig árum saman látið gera
sérstimpla fyrir hver jól með
áletruninni „Christ Kindl", en
það er Austurríki. Póstnúmerib
hjá Jesúbarninu þar er 4411.
Þetta eru langir stimplar, 65 x
23 mm að stærð og meö mynd-
um. Fyrri stimpillinn, sem er í
notkun frá 25 nóvember til 26.
desember, er meb mynd fæð-
ingarinnar í gripahúsinu. Sá síð-
ari, sem er notaður frá 27. des-
ember til 6. janúar, er svo með
mynd af tilbeiðslu vitringanna.
Jóiafrímerki ársins, sem koma
einmitt út þann 25. nóvember,
verða svo notuð til þess að frí-
merkja sendingarnar með.
Þannig geta þeir, sem vilja fá
svona bréf, sent alþjóbasvar-
merki til „Postamt Christ Kindl,
A-4411 Christkindl bey Steyr.
Österreich".
Þá hafa Austurríkismenn auk
þessa þegar sent út útgáfuáætl-
un sína fyrir næsta ár og er hún
allstór, eba 28 útgáfur.
Fyrsta útgáfa ársins er til þess
að fagna inngöngu í Evrópu-
sambandib. Síðan má nefna dag
¦uj  CRANDJí LOOE DH FRANCE
.--.  --Fi5í8S| 2,80 1
Franska frímúraraafmælisf-
rímerkib.

FRIMERKI
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
frímerkisins í maí, 50 ára afmæli
Sameinuðu þjóðanna í júní og
svo vitanlega jólafrímerki í des-
ember. Auk þessa eru svo lista-
verkafrímerki, hverskonar af-
mæli samtaka og merkra ein-
staklinga auk merkra atburða í
sögu landsins.
Þá verða gefin út sjö póst-
bréfsefni á árinu, fjögur póst-
kort, umslag og flugbréf auk
merkra atburða í sögu landsins.
Þá gáfu Frakkar út frímerki
þann 7. nóvember til þess ab
minnast 100 ára afmælis stór-
stúku frímúrara, sem stofnuð
var 1894 á þeim sama degi. Hin-
ar ýmsu stúkur í Frakklandi eru
þó allt frá árinu 1728. Það voru
fyrst og fremst Englendingar
sem áttu frumkvæðið að þess-
um samruna og stofnun stór-
stúkunnar. Þessvegna tilheyrir
stórstúkan hinum skoska ritus
reglunnar. í tilkynningu Póst-
málastofnunar Frakklands segir
að meðlimir innan stórstúk-
unnar í dag séu um 22.000, sem
sameinist undir kjörorðum lýð-
veldisins, „Frelsi, jafnrétti og
bræðralag". Reglan vinni ab því
ab breiða út dýrð ,;hins hæsta
himnasmiðs", samanber Fóst-
bræbrasögu, meb hinum þrem
Ijósum reglunnar, ferningnum,
áttavitanum og Biblíunni.
Fyrsti stórmeistari reglunnar
árið 1894 var Etienne Guill-
emaud, en núverandi stórmeist-
ari hennar er Jean-Louis Mand-
inad. Þá eru ennfremur í til-
kynningunni nefndir ýmsir
merkir meðlimir reglunnar.
Frímerkið er 2,80 frankar að
4411
CHRIST
KINDL
5.11.1994
nioc-feuillet émis pour le Snlon du Timbre  PRIX DE VENTE 16 '
PARC FLORAL DE PARIS
15 0CTOBRE1994
PREMIER JOUR
PAR\L
Stimpill frímerkjasýningarinnar.
Stimpill franska frímúraraafmœl-
isins.
„Frímerkjasýningin" íblokk.
verðgildi og er teiknað af Mich-
el Durand-Mégret. Það er grafið
í koparplötu af Raymond Coa-
tentiec og gefið út í 50 stykkja
örkum. Þá er einnig sérstakur
fyrsta dags stimpill, sem einnig
er grafinn með ýmsum tákn-
myndum reglunnar eins og frí-
merkið.
Þá hafa Frakkar sent út afar
skemmtilega blokk á degi frí-
merkisins, sem nefnist „Salon
du timbre", eða með öðrum
orðum „Frímerkjasýningin".
Þarna er mikiö um að vera á
degi frímerkisins og opnuð sýn-
ing. Þeta gerðist fyrst árið 1993.
Núna kemur svo út önnur út-
gáfa slíkra fallegra blokka af
þessu tilefni. Jafnframt er þetta
mikil blómasýning og auk
merkra frímerkjasafnara, er
þarna koma, er reynt að laða að
almenning til að kynna söfnun-
ina og ánægjuna er henni fylgir.
S4411
^HRIST
KINDL
27.12.1994
Tveir sérstimplar íChrist Kindl í
Austurríki.
Þannig er bent á margvísleg
tengsl hennar vib ótal atribi
dagíegs lífs.
Sýningin er sett upp í þrem
deiídum. Fyrsta deild er mót-
tökudeildin, þar fær gesturinn
leibbeiningar og bækling. Þetta
er meira en kort yfir sýninguna
og bæklingur aðeins um hana.
Þetta er hvatning til að kynna
sér hana og efnið, sem sýnt er
vel, og þannig komast að því
hvað að baki liggur. Þarna er út-
skýrt fyrir gestinum hvernig frí-
merki verba til, hvaba hlutverki
þau gegna allt frá því að vera
nafnspjald þjóðarinnar, til þess
að vera límd á bréf og gera því
kleift að komast til móttakanda.
Ennfremur hvernig frímerkin
verða til. Skipulag útgáfu og út-
gáfunefnd. Allt sem varðar
ráðuneytið, Póstmálastofnun-
ina, myndgerðina, gröft og
teikningu og prentunina sjálfa.
Svona má lengi telja.
Annab stigib fer jafn ná-
kvæmlega gegnum frímerkin
sem tómstundagaman og svo
opnast hinn alþjóðlegi farvegur
til þriðja hlutans þar sem allt
þetta er útfært í safni sýnand-
ans.
Allt er þetta vafið í fegursta
blómskrúb til að gera það meira
aðlaðandi.
Tvö frímerki auk merkis sýn-
ingarinnar er svo að finna í
blokkinni, sem gefin var út af
tilefninu. Þá var einnig sérstak-
ur stimpill á sýningunni, sem
jafnframt var fyrsta dags stimp-
ill frímerkjanna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16