Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Laugardagur 19. nóvember 1994
Hagyroingaþáttur
Umskipti
Guðmundur Árni ergenginn á braut,
gengiö til viðar hans stirni.
Ráðherra alþýðu endalok hlaut
hjá Önundarsyninum Birni.
Nú aftur er ráðherra kominn í kjól
sem kratarnir síðastan eiga.
Leidd er í raunum í ráðherrastól
Reykjanesþingkonan Veiga.
Og ráðherrann Veiga er kát bceði og klókk,
kyssir 'ún fjölskyldu og vini.
En Björn fœr nú kveðju með kœrri þökk
frá Kristjáni Jóhannssyni.
Vistaskipti
EfÓlafur Hannibals œtlar sér
íhaldssali að gista,
þá Eggert Haukdal eflaust fer
efst á Kvennalista.
Fífill úr Brekku
Vegna síðustu atburöa í stjómmálum:
Á kratahimni talsvert tap
og týndur Ijómi virtist,
því staðfest varþar stjömuhrap,
en stjama önnur birtist.
Aðalsteinn Sigurösson
Hagyrðingar tóku vel við sér að botna dýrt kveðinn fyrripart
Péturs Stefánssonar:
Setur drífu niður nú,
naprir vindar hvína.
Hringfari botnar:
Vetur stífan þolirþú,
þreki lindir dvína.
Lesin aftur á bak:
Dvína lindirþreki, þú
þolir stífan vetur.
Hvína vindar naprir nú,
niður drifu setur.
Hans klaufi botnar:
Getur okkar barnabú
bjargast hjá þér, Stína?
Aftur á bak:
Stína, hjá þér bjargast bú
barna okkar getur.
Hvína vindar naprir nú,
niður drífu setur.
Búi stenst ekki dýra hætti og botnar:
Vetur stífan þolir þú,
þjóðin yndisfína.
Aftur á bak:
Yndisfína þjóðin, þú
þolir stífan vetur.
Hvína vindar naprir nú,
Niður drífu setur.
Annar fyrripartur og botn Búa:
Hér skal syngja hátt við raust,
hagyrðingar góðir.
Andlegþingin endalaust
auka slyngar þjóðir.
Og Hans klaufi botnar sama fyrripart:
Skáldmceringar skefjalaust
skeiða hingað fróðir.
Að lokum vísa og tveir fyrripartar, sem Andrés Magnússo
sendir:
Andlitsþunnur og með grunna hyggju
inn íESB Ingvar skreið.
Endar Svía reisn um leið.
Vetur skyrfir fagra frú
fjalla tindar skína.
Vinnugalli 1 fntima og
spariföt í vinnunni
Aðfinnslur Heiðars um hvíta
sokka og trimmgalla, sem notað-
ir eru við ólíklegustu tækifæri,
hafa farið fyrir brjostið á sumum,
aöallega þeim sem helst vilja ekki
í öðmm flíkum ganga. En af því
að Heiðar veit svona vel að
maður á ekki að fara í kirkju eða
verslunarleiðangra í íþróttagalla
og halda jafnvel að það sé eitt-
hver galadress, þá langar móðg-
aðan lesanda til að vita hvenær
hún og maðurinn mega láta sjá
sig í gallabuxum. Þær eru
kannski bannaöar líka í siðabók-
um Heiðars.
Svar: Gallabuxur eru viður-
kennd flík, sem má nota alls
staðar nema á viðskiptasviðinu.
Fólk sem vinnur við viðskipti er
ekki í gallabuxum í vinnunni.
Það má nota alla sokka og alla
skó við gallabuxur og það fer
náttúrlega eftir því hvemig yeriö
er að nota viðkomandi flík. í dag
getur kona farið í glitrandi flegn-
um topp og glæsilegum jakka í
níðþröngum gallabu'xum með
gullbelti og í pinnaháhæluðum
gullskóm þar undir í kokkteil-
boð. En þetta fer nú fyrir brjóstiö
á mörgum og gengur kannski
helst þar sem er létt tilefni til
hanastélsins.
Það góöa við gallabuxurnar er
að bæði kynin geta notað þær
jafnt. Karlmaður getur farið í
gallabuxur, hvíta sokka, mokkas-
íur, pena skyrtu með hálstau og í
bleiserjakka nær hvert sem er,
það er að segja í sínum frítíma.
Eitt er það í sambandi við
gallabuxur sem vert er að gefa
gaum. Þær em líkamlega frekar,
þannig að gallabuxur ættu að
berast sem betri flík aðeins af
þeim sem hafa góðan vöxt í þær.
Heiðar jónsson, snyrtir,
svarar spurningum lesenda
Þeir, sem eru ekki það vel vaxnir
niöur um sig að líta ekki afskap-
lega vel út í gallabuxum, ættu að
halda þeim sem vmnufatnaði,
það er aö segja þeir sem vinna
grófari vinnu.
Margs konar stíll
Gallabuxur eru margs konar,
gæöin mismunandi, mörg vöru-
merki, verðin upp og niður og
sniðin margs konar.
Það getur verið erfitt að þekkja
í sundur fölsun á vörumerkjum
og greina á milli gæða vömnnar.
En sumir gallabuxnasérfræöingar
þykjast sjá þetta á löngu færi. Þó
ég eigi að heita tískuspesíalisti þá
er ég ekki gallabuxnafræðingur,
Það em smáatriðin, sem alltaf
er hægt að þekkja, sem greina
gallabuxur að. Nú, svo er hægt að
fá þetta steinþvegið, í dökka litn-
um, í óþvegna litnum og allt þar
á milli.
Svo eru það gallabuxur með
smekk, sem er þó nokkur tíska
núna. Hjá unglingum er það
tíska að vera í alltof stómm bux-
um, með klofbótina niður undir
hné. Þetta er óttalega vítt og stórt
og þessir krakkar eru eins og þau
séu búin að kúka á sig nokkrum
sinnum, en þetta er tíska og þá
náttúrlega ekkert við því að segja.
Gallabuxunum fylgir margt,
svo sem gallajakkinn. Hann er
meira að segja viburkenndur í
fínum tískublöðum. Karl Lager-
feld semr gallajakka yfir kvöld-
kjól og skreytir jakkann með Rín-
arsteinum. í rauninni er afskap-
lega erfitt að segja einhverjum
sem er í gallaefni, hvort sem það
er jakki, buxur eða skyrta, að
hann eða hún sé ekki klædd við
hæfi.
Það eina sem ég hef gert að
reglu í minni kennslu og minni
umfjöllun um fatnað, er að þegar
ég er beðinn um, sem oft er, að
tjá mig á vinnustöðum þar sem
fólk vinnur á skrifstofu eða ein-
hverjum opinbemm stofnunum
eða fyrirtækjum þar sem ekki er
verið ab selja tískuvarning, að þá
hef ég mælt mikið á móti galla-
buxum.
Jafnvel þótt þær séu viður-
kenndur tískuklæðnaður, sem
fólk gemr farið í dýra jakka og
silkiskyrtur með og háa hæla, að
þá finnst mér að konan ætti ab
ganga svona í sínum frítíma en
ekki í vinnunni.
Ef aftur á móti þetta er kona
sem er að selja tískuvöru, til
dæmis kona sem selur ilmvötn í
búðum, getur hún komið á sín-
um fína bíl og pinnahælum í
gallabuxum, silkiskyrtu og jakka,
af því ab hún er ab selja tísku-
tengdan varning og þetta er
hennar stíll.
Og:
Varast skulum vor og haust
voemnar atóm slóðir.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Stakkholti 4
105 Reykjavík
P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA
en yngsta dóttir mín getur sagt
mér merkib á buxum sem hún
sér á margra metra færi. En ung-
Iingarnir og þeir sem hafa með
hátískufatnað að gera og selja
gallabuxur, þekkja þetta og vita
um merki og gæði.
Þab em ýmis smáatriði og snið-
in sem gera gæfumuninn. En í
frægum vörumerkjum eins og
Wrangler og Levi's em ab
minnsta kosti fimmtíu snib í
hverju.
Ef hún er aftur á móti ab selja
líftryggingar, þá held ég ab salan
mundi ekki ganga vel hjá henni
ef hún væri svona klædd. Þá
mundi ég ráðleggja henni að
vera í ullarbuxum eða pilsi.
Það er með gallabuxur eins og
annan klæðnað að þær em viss
stíll, sem fólk verður að kunna,
og hver og einn verður að finna
sinn eigin stíl og þá reynir á
smekkvísina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20