Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Laugardagur 19. nóvember 1994
Langþráöu takmarki náö
Herra forseti, ég vil í upphafi
óska yður til hamingju í tilefni af
kjöri yðar til embættis forseta
þessa sögulega hátíöarfundar þar
sem við minnumst merkisviö-
buröar, sem skiptir öll aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna miklu
máli. Það er sannarlega við hæfi
að þessi viðburður eigi sér stað
hér á Jamaíka, sem réttilega hef-
ur verið lýst sem gimsteini Kar-
abíska hafsins.
Gildistaka hafréttarsamnings
Sameinuðu þjóðanna kórónar
árangur af langri og erfiðri við-
leitni samfélags þjóðanna. Gerð
samningsins hófst áriðl973 eða
fyrir rúmum 20 árum. Á þeim
tíma var alls ekki fyrirséð að ráð-
stefnan yrði árangursrík. En með
mikilli eljusemi og velvilja ríkja
tókst samfélagi þjóðanna að full-
gera samninginn árið 1982. Að
okkar mati er þessi samningur
einn sá mikilvægasti sem gerður
hefur verib á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Samningurinn mun
hafa gífurleg áhrif á friðsamlega
nýtingu auðlinda hafsins um
ókomna framtíð.  :
Mótun þjóöaréttar
um nýtingu hafsins
Rétt er að hafa í huga aðdrag-
andann að gerð samningsins.
Sameinuðu þjóbirnar 'höfðu tví-
vegis ábur, árih 1958 og 1962,
reynt ab móta reglut um nýtingu
hafsins með takmörkuðum 'ar-
angri. Afrákstur þess starfs dró
ekki úr ágreiningi rhilli ríkja og
réttarstaða strandríkja var ennþá
illa skilgreind. Réttur þeirra tak-
markaðist við lögsögu yfir Iitlu
hafsvæöi. Þegar hér var komið
sögu flutti Pardo, sendiherra
Möltu, ræðu árið 1967 sem olli
þáttaskilum og varð til þess að
vernda sameiginlega arfleifð
kynslóðanna.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar frá því ab þessi sögulegi at-
burbur átti sér stab, en hann
markaði brautina ab þribju haf-
réttarrábstefnu Sameinubu þjób-
anna. Árangur þessa frumkvöbla-
starfs er nú, rúmlega 20 árum
síbar, ab skila sér í algjörlega nýj-
um reglum um nýtingu hafsins,
sem mun um ókomna tíb koma
öllum þjóbum til góða, stórum
jafnt sem smáum, strandríkjum
jafnt sem landluktum ríkjum.
Hafréttarsamningurinn hefur
að geyma yfirgripsmiklar reglur
um mikilvægustu málefni varð-
andi hafið, og veitir hann
strandríkjum og landluktum
ríkjum tiltekin réttindi yfir 70%
af yfirboröi jarðar. Samningur-
inn felur í sér reglur urh siglingar
á hafinu, um verndun lifríkis
hafsins og réttindi til nýtingar
lífrænna og ólífrænna auðlinda
hafsins innan 200 mílna efna-
hagslögsögu og á landgrunnum.
Með stofnun hafréttardómsins,
með aðsetur í Hamborg, og al-
þjóöahafsbotnsstofnunarinnar á
Jamaíka hefur síðasti horn-
steinninn verib lagður að árang-
ursríkri framkvæmd hafréttar-
samningsins.
Ágreiningur vegna nýtingar
auðlinda hafsins hefur um aldir
verið tilefni deilna og styrjalda
milli ríkja. ísland hefur ekki farið
varhluta af slíkum átökum og
mátt ganga í gegnum nokkur
þorskastríð á undanförnum ára-
tugum. Samningur, sem byggir á
hugtakinu réttlæti og hefur ab
geyma ótvíræbar reglur á svæbi
sem nær yfir tvo þribju hluta
jarbarkringlunnar, hlýtur ab telj-
ast einstakur í sinni röb. Hann
telst vera stórkóstlegur árangur
af starfi Sameinubu þjóbanna í
þeirra vibleitni  ab gera  allan
Cunnar Schram.
heiminn sanngjarnari og frib-
samlegri stao til ab búa á.
Þrátt fyrir víbfebmi ákvæba
samningsins fara 10% af fisk-
veiðum heimsins fram á úthöf-
um utan efnahagslögsögu þjóða.
Ræða fluttf.h. utanríkis-
ráðherra við gildistöku
hafréttarsamnings Sam-
einuðu þjóðanna á Ja-
maíka, 16. nóvember r
1994. Gunnar Schram
var fulltrúi íslands og
fluttirœðuna. :
Það er því eirilæg von islenskra
stjórnvalda að yfirstandandi ráð^
stefnu Sameinuðu þjóðanna um
úthafsveiðar, sem væntanlega
mun ljúka störfum næsta sumar,
takist að ganga frá yfirgripsmikl-
um og bindandi reglum, sem
taki tilhlýbilegt tillit til hags-
muna strandríkja á úthafinu.
Mikilvægi samnings-
ins fyrir Island
ísland fullgilti riafréttarsamn-
inginn þegar árið 1985, fyrst
allra vestrænna ríkja, og var þar
til nýlega eina vestræna ríkið
sem það hafði gert. Ástæðan fyr-
ir hinni tímanlegu ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda var einkum
sú að við töldum afar mikilvægt
að tryggja verndun lífríkis sjávar.
Nýta verður auðlindir hafsins á
ábyrgan og sjálfbæran hátt, með
varúðarregluna ætíð að leibar-
ljósi.
í hugum íbúa þjóbar, sem er
algjörlega háb nýtingu sjávaraf-
urba, þjóbar sem fær 80% af
vöruútflutningstekjum sínum af
nýtingu slíkra afurba, sem er
hærra hlutfall en hjá nokkru
öbru sjálfstæðu ríki í heiminum,
þá er dagurinn í dag svo sannar-
lega mikið fagnaðarefni.
Þab er ánægjulegt ab önnur
vestræn ríki hafa ákvebib ab
fylgja í kjölfar íslands ogfull-
gilda hafréttarsamninginn eftir
ab XI. kafla hans var breytt á alls-
herjarþingi Sameinubu þjób-
anna síbastliðib sumar. Þessi þró-
un er góðs viti fyrir framtíðina
og er vísir að því að samningur-
inn muni öðlast viðurkenningu
um heim allan innan fárra ára.
Það er einnig fagnaðarefni að
samningurinn gerir ráð fyrir
bindandi úrskurðum um ágrein-
ingsefni er upp kunna að koma.
Þar af leiðandi er samningurinn
einstakur í sinni röð meðal al-
þjóðasamninga. Stofnun alþjóð-
lega hafréttardómsins ber þess
vitni ab lögum verbi framfylgt á
höfunum. íslensk stjórnvöld
heita stubningi vib hinn nýja
dómstól og eru reibubúin til þess
að léggja sitt af mörkum til starf-
semi hans í framtíbinni.
Frumkvöbla minnst
Ab lokum, hafréttarsamning-
urinn hefbi aldrei litib dagsins
ljós ef vib hefðum ekki notið
glöggskyggni, óþreytandi og
óeigingjarnra starfa tiltölulega
fámenns hóps manna, sem
leiddi gerb samningsins í gegn-
um langar og erfibar samninga-
vibræbur. Sumir þeirra eru enn á
mebal okkar í dag, en abrir lifa í
minningunni. Ég tel vib hæfi,
þegar vib minnumst vel unnins
verks, ab votta þeim virðingu
okkar sem áttu mestan þátt í
þessu starfi. Þeir voru margir, en
ég mun aðeins nefna fáa þeirra á
þessari stund. Ég vil fyrst nefna
starf okkar fyrsta forseta, Shirley
Amerashinge sendiherra, og
Tommy Koo sendiherra, sem tók
við af honum og leiddi starfið til
lykta á árangursríkan hátt. Ég vil
einnig bæta við nöfnum tveggja
afburða stjórnarerindreka og
samningamanna, þeirra Jens Ev-
ensen frá Noregi og Hans heitins
Andersen, sendiherra frá íslandi.
Þeir höfðu meiri áhrif á atburða-
rásina en flestir aðrir og við met-
um stórkostlegt framlag þeirra
að verðleikum um ókomna
framtíð.                  ¦
Leiklistarsjoður
Þorsteins Ö. Stephensens
auglýsir til umsóknar styrk aö upphæb
200.000,- til rithöfundar, leikara eða leikstjóra
sem vill afla sér þekkingar á svibi leikflutnings
í útvarpi.
Umsóknarfrestur er til 15. des. n.k. og skulu
umsóknir sendar leiklistarsjóöi Þorsteins Ö.
Stephensens, Efstaleiti 1,150 Reykjavík.
Upplýsingar hjá Útvarpsleikhúsinu, sími
693000.
Sjóbstjórn.
K0SNINGASKRIFST0FA 0PNAR
Vegna prófkjörs framsókn-
armanna í Reykjaneskjör-
dæmi verður opnuö í dag,
laugardag, kl. 21.00 kosn-
ingaskrifstofa að Nýbýla-
vegi 14-16, Kópavogi.
Símar 64-46-90 og
64-46-91 - Fax 64-46-92
Allir stuonirígsmenn
velkomnir.
Siv Friöleifsdóttir
[p TIL SOLU
Tilboö óskast í eftirfarandi bifreiöar og tæki vegna Véla-
miöstöövar Reykjavíkurborgar:
Ástand taekis	árg.	Stabsetning
1. Sviðsvagn             Til niðurrifs		SVR-port
2. Jarðýta CAD D7F	71	Artúnshöfði
3. Jarðýtutönn á D7       Skekkjanleg		Ártúnshöfði
4. Volvo F508 m/kassa     Bilaður	77	Ártúnshöfði
5. Isuzu pallbíll	88	Artúnshöfði
6. Subaru E10 4x4	88	Vélamiðstöð
7. M.Benz L608 flokkabíll	86	Vélamiðstöð
8. M.Benz L608 flokkabíll	83	Vélamiðstöð
9. Toyota Corolla	88	Vélamiðstöð
lO.VWGolf             Tjónabíll	86	Vélamiðstöð
11. M.Benz L608 flokkabíll	84	Vélamiðstöð
12. M.BenzD207	82	Vélamiðstöð
13. Toyota Hi Lux	84	Vélamiðstöð
14. M.Benz 1513 sportbíll  Til niðurrifs	75	Artúnshöfði
15. M.Benz1613sportbíll	80	Vélamiðstöð
16. Vörubílskrani minni gerb Atlas		Ártúnshöfði
17. Hús á Toyota Hi Lux hvítt		Ártúnshöfði
18. Hús á Toyota Hi Lux grátt		Ártúnshöfbi
19. Traktorssópur frá Sorpu		Vélamiðstöb
37. M.Benz L608 sendibíll		Vélamiðstöð
Bifreiðarnar og vélarnar verða til sýnis á ofangreindum
stöðum, mánudaginn 20., þriðjudaginn 21. og miðviku-
daginn 22. nóvember.
Einnig verða til sýnis og sölu í aðstöðu Vélamiðstöðvar á
Þórðarhöfða ýmsir smærri hlutir, s.s. bílvélar, sláttuvélar,
bílalyfta, húdd á Volvo N-10, framöxull á Benz 1513, valtari
Hamm ca. 7 tonn til niðurrifs o.fl.
Tilbobin verða opnuð fimmtudaginn 24. nóvember kl.
14:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar,
Frfkirkjuvegi 3.
INNKAUPASTOFNUNREYKJAVIKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER)  Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilbobum
í gatnagerb og lagnir í nýtt íbúbarhverfi.
Verkib nefnist: Borgarhverfi, 2. áfangi.
Helstu magntölur eru:		
Götur u.þ.b.		1.000 m
Mulin grús u.þ.b.		5.700 m2
Púkk u.þ.b.		2.800 m2
Holræsalagnir u.þ.	b.	2.200 m
Lokaskiladagur verksins er 1. júlí 1995.
Útbobsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, FrfkirkjYivegi 3,
Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 22. nóvember
næstkomandi gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilbobin verba opnub á sama stab mibvikudaginn 30. nóv-
ember1994, kl. 11,00 f.h.
INNKAUPASTOFNUNREYKJAVIKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER)  Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20