Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						'WA
Laugardagur 19. nóvember 1994
Hér fannst líkib.
Tálbeitan
Nan Martin Schiffman var 32ja
ára gömul aölaöandi kona. Hún
hvarf sporlaust í október 1991 í
Greensboro, Norður-Karólínu.
Nan hafði verið saknað í nokkra
daga, þegar hvarf hennar var til-
kynnt til lögreglunnar. Hún vann
við sölustörf hjá tryggingafyrir-
tæki í Greensboro og hafði að
sögn vinnufélaga verið slöpp er
hún yfirgaf vinnustaðinn kl. 4.15,
7. október. Strax daginn eftir, þeg-
ar Nan mætti ekki til vinnu án
þess að gefa skýringu, fékk sam-
starfsfólk hennar á tilfinninguna
að eitthvað væri að, þar sem Nan
var mjög samviskusamur og áreið-
anlegur starfskraftur.
Horfin sporlaust
Tveimur dögum síðar fór ritari
fyrirtækisins til heimilis Nan, en
hún svaraði ekki dyrabjöllu. Að
höfðu samráði við ættingjana var
lögreglunni tilkynnt um hvarf
hennar daginn eftir. Húsið var
mannlaust er það var rannsakað.
Gefin var viðvörun til götulög-
reglunnar að svipast um eftir Nan
og bláum Cadillac 1987 sem hún
átti og einnig var saknað.
Nan var glæsileg kona, u.þ.b.
170 cm á hæð, 55 kíló, með
hnetubrúnt sítt hár og var í gylltri
peysu og svörtum gallabuxum
þegar síðast hafði sést til hennar.
Sú lýsing var látin spyrjast út.
Heimili Nan var látlaust en
smekklegt og hún hafði alla tíð
búið ein. í fyrstu fannst ekkert at-
hugavert við húsið þegar lögregl-
an skoöaði það, ekkert benti til
innbrots og allir hlutir virtust á
sínum stað. Glöggur ættingi gat
þó bent á að skartgripaskrín, sem
Nan geymdi í kommóðuskúffu,
væri horfið.
Daginn eftir fannst bíllinn
u.þ.b. 40 km frá Greenboro í Win-
ston-Salem. Hliðarrúður bifreiðar-
innar voru skrúfaðar niður og lyk-
illinn stóö í svissinum. Handtaska
Nan lá í farþegasætinu, en rispur á
bílstjórahurðinni innanverðri
vöktu athygli ættingja Nan sem
komu að skoða bílinn. Þeir sögð-
ust ekki hafa tekið eftir þeim fyrr.
Bílnum var lagt skammt frá
hraðbanka og lögreglan kannaði
hvort peningar hefðu verið teknir
Graebgi morb-
ingjanna varö
þeim ab faili,
löngu eftir ab
fórnarlambiö lá
í valnum
út af reikningi Nan þar. í ljós kom
að 200 dollarar höfðu verið teknir
út af reikningnum kl. 18.51, tæp-
um þremur tímum eftir að síðast
sást til hennar.
LÖgregluna var farið að gruna
að hvarf Nan tengdist þjófnaði og
því bað hún aðstandendur að
halda reikningnum opnum á
næstu dogum, ef það kynni að
leiða til þess að hún fyndist. Þeir
sættust á það og lögðu inn 20.000
dollara á reikninginn á næstu
dögum. Þetta var eitt af örfáum
úrræðum lögreglunnar á þessum
tímapunkti og alfarið skotið í
myrkri, því mögulega tengdist sá
sem tæki út peninga af reikningn-
um ekki beinlínis hvarfi hennar.
Þessi tálbeita var þó betri en engin
og átti sinn þátt í því að málið
upplýstist. Sérstakt forrit var sett í
hraðbankavélarnar, sem myndi
gefa lögreglunni strax til kynna
hvenær kortið yrði notað.
Á næstu 10 dögum rakti lögregl-
an slóð notanda kortsins um 350
km svæði þar sem teknir voru út
17.000 dollarar í 9 færslum. Veik
von ættingja og vina Nan var að
fjara út, þegar vitni töldu sig
muna eftir notandanum, hann
hefði verið hvítur karlmaður á þrí-
tugsaldri.
Steven Bishop.
Handtakan
23. október var kortið notað kl.
10 að morgni í Brassfield verslana-
klasanum í Greenfield. Glöggur
vegfarandi gat gefið lýsingu á
hvítum pallbíl, sem tveir menn
höfðu ekið og var talið að annar
Lögregluna grunaöi ab hvarfNán tengdist þjófnabi
og því bab hún abstandendur ab halda reikningnum
opnum á nœstu dögum, efþab kynni ab leiba tilþess
ab málib upplýstist. Þeir sœttust á þab og lögbu inn
20.000 dollara á reikninginn nœstu daga. Þetta var
eitt af örfáum úrrœbum lögreglunnar á þessum
tímapunkti og þab átti svo sannarlega eftir ab
borga sig.
Nan Schiffman.
þeirra væri korthafinn. 10 mínút-
um síðar hafði lögreglan stöðvað
bílinn og við skoðun fannst f jöldi
ólöglegra vopna, sem nægði lög-
reglunni til handtökuheimildar.
Handtaska fannst einnig í bíln-
um, sem ættingjar staðfestu síðar
að hefði verið í eigu Nan.
Hauskúpan
En ekki er allt upp talið sem
fannst í bílnum. Einnig fannst
hauskúpa af manni! Við skoðun
kom þó í ljós að hún var af karl-
manni á þrítugsaldri, sem hafði
látist af völdum byssuskots. Það
var greinilega ýmislegt gruggugt
við tvímenningana í bílnum.
Það kom í ljós við yfirheyrslur
að mennirnir tveir, sem voru 25
og 27 ára gamlir, höfðu hitt Nan
Schiffman nokkrum mánuðum
áður, er þeir unnu við að mála
húsið hennar að innan. Þá höföu
þeir haft lykil til afnota að húsinu
og líklega gert afsteypu af lyklin-
um.
Mennirnir hétu Kenneth Kaiser
og Steven Bishop og voru hálf-
bræður. Bishop virtist vera fyrir
þeim. Mennirnir höfðu báðir lent
á sakaskrá fyrir minni háttar
glæpi, en aldrei hlotið lengri dóm
en 2ja mán. fangavist. Þeir héldu
til í yfirgefnum bóndabæ þar sem
Bishop hafði tekið sér búsetu.
Við fyrstu yfirheyrslur sýndu
Kaiser og Bishop mjög lítinn sam-
starfsvilja og því reið á aö lögregl-
an aflaði gagna á eigin spýtur, því
ekki var hægt að hafa hina grun-
uðu í haldi án þess að ákæra þá.
Lögreglan kappkostaði að finna
Nan, sem talin var látin, og því
kom það sem himnasending þeg-
ar kunningi bræðranna gaf lög-
reglunni ábendingu um að hann
vissi hvar líkið væri að finna. Bis-
hop hafði ekki getað stillt sig um
að gorta af því að þeir hefðu drep-
ið konuna og líkið væri í forar-
pytti utan við bóndabýlið. Lög-
reglan sannreyndi það.
Bræðurnir voru ákærðir fyrir
morð af 1. gráðu, en sekt Bishops
var talin meiri. Fingraför hans
höfðu fundist í bílnum, hann
hafði notað kortið og allt benti til
að hann hefði verið potturinn og
pannan í málinu öllu.
Leyst frá skjóo-unni
Kaiser lét loks undan og sagðist
upplýsa málið með játningu, ef
fallið yrði frá þyngstu refsingu yf-
ir honum — dauðadómi. Hann
hugðist þvo hendur sínar af því að
hafa tekið í gikkinn.
Framburður Kaisers var prófað-
ur í lygamæli og stóðst hann það í
megindráttum.
Árið 1991 höfðu Kaiser og Bis-
hop — hálfbræðurnir — misst
vinnuna. Þeim hugkvæmdist þá
að brjótast inn til Nan Schiffman
og ræna íbúð hennar. Áöur höfðu
þeir oröið sér úti um lykil að íbúð-
inni, eins og fyrr segir.
7. október fóru þeir inn í hús
hennar og svipuðust um. Þeir
voru vopnaðir skammbyssum og
tóku lífinu rólega þegar inn var
komið. Þeir sátu að bjórdrykkju
u.þ.b. hálftíma síðar, þegar lyklin-
um var snúið í skránni og Schiff-
man gekk inn. Hún hrópaði upp
yfir sig og reyndi að komast út, en
Bishop stöðvaði hana og hótaði
henni lífláti ef hún yrði ekki sam-
vinnuþýð. Bræðurnir stálu síðan
skartgripum hennar og tóku pen-
ingaveski. Þá þvinguðu þeir hana
til að keyra með þá í næsta hrað-
banka, en Schiffman þorði ekki
annaö en að gefa þeim upp leyni-
númerið sitt. Eftir að hafa tekið út
peninga héldu þeir til búgarðsins.
Þar sannfærði Bishop Kaiser um
að hún myndi bera kennsl á þá
síðar meir og skaut hana síðan
með köldu blóði tveimur skamm-
byssuskotum. Líkinu var hent í
forarpytt utan við húsið.
Mikilvægasta sönn-
unargagnið
Þessi frásögn Kaisers var óljós,
enda höfðu bræburnir verið undir
miklum áhrifum áfengis og fíkni-
efna þegar glæpurinn var fram-
inn. Næstu daga lifðu þeir í vel-
lystingum praktuglega, þar sem
miklir peningar fóru í mat og
drykk og munað hvers konar.
Þegar Kaiser og Bishop voru
handteknir var mikilvægasta
sönnunargagnið enn ófundið,
bankakort Schiffmans. Það fannst
síðar'í hægri skó Bishops, en án
þess hefði lögreglan haft lítið í
höndunum til að sanna sekt
bræðranna!
Hauskúpumálið er enn óupp-
lýst. Bræðurnir hafa svipaða sögu
aö segja, segjast hafa fundið hana,
enda hefðu þeir báðir hlotið
dauðadóm ef annað morð hefði
sannast á þá. Sennilega verður
hauskúpan ráðgáta sem aldrei
leysist úr þessu.
Dómurinn
í apríl 1993 játaði Kaiser sekt
sína fyrir rétti. Hann var dæmdur
í lifstíðarfangelsi auk 48 ára. Tekið
var lit til þess að hann hafði verið
samvinnuþýður við yfirvöld.
Dauðarefsingar var aftur á móti
krafist yfir Bishop.
27. apríl sl. lauk ströngum rétt-
arhöldum í máli Bishops. Hann
sýndi engin svipbrigbi þegar mán-
uðum seinna dómur var kveöinn
upp í máli hans. Dómara þótti til-
hlýðilegt að þyrma lífi hans, en al-
gjörlega útilokað er að Bishop
njóti frelsisins á ný. Bishop hló er
hann var leiddur út úr réttarsaln-
um.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20