Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þribjudagur 22. nóvember 1994
®9f$1fSlf
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sfmi: 631600
Símbréf: 16270  •
Pósthólf 5210,  125 Reykjavfk
Sétning og umbrot: Jæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Hryggbrotinn vonbibill
Fjarfestingar og
atvinnustig
Það er óumdeilt að fjárfestingar í þjóðfélaginu
eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þessi
staðreynd hefur áhrif á atvinnustigið hvort sem
litið er til langs eða skamms tíma.
Fjárfestingar liðinna ára hafa ekki síst verið í
byggingum og verklegum framkvæmdum, en
hafa ekki í jafn ríkum mæli beinst að tæknivæð-
ingu eða viðhaldi mannvirkja. Því liggur beinast
við að áherslan sé færð yfir á það svið, ekki síst
viðhaldsþáttinn. Sú vinna skapar mikla at-
vinnu.
Fyrirtæki, sem ekki huga að fjárfestingu til þess
að mæta tækniframförum og viðhaldi, hljóta að
dragast aftur úr, ekki síst í því samkeppnisþjóð-
félagi sem nú er. íslensk fyrirtæki eiga að meiri-
hluta til í harðvítugri aíþjóðlegri samkeppni,
sem harðnar með hverju árinu sem líður.
Það veldur hins vegar miklum áhyggjum að
framleiðni íslenskra fyrirtækja er miklu lægri en
í nágrannalöndunum og er í mörgum fyrirtækj-
um á núlli. Stjómendur þeirra atvinnufyrir-
tækja, sem svo er komið fyrir, eru ekki í fjárfest-
ingarhugleiðingum og lenda í vítahring.
Atvinnuleysi er nú um 5% og reiknað er með
að það verði óbreytt á næsta ári. Eigi að síður
halda atvinnurekendur því fram að nú séu að
koma ný störf á vinnumarkaði, en þá frekar í
láglaunastörfum. Um 1700 manns koma inn á
vinnumarkaðinn árlega og atvinnulífið þarf að
taka við þessu fólki. Þetta er sá mikli vandi sem
við blasir. Það virðist vanbúið til þess.
Hina litlu framleiðni í íslenskum fyrirtækjum
er ekki hægt að skýra með háum launakostnaði.
Það er viðurkennt að ísland er láglaunasvæði
miðað við nágrannalöndin. Eigi að síður er
launahlutfallið hátt hérlendis, miðað við tekjur
fyrirtækja.
Það er verk að vinna fyrir stjórnendur í þessu
landi að kryfja þessa þversögn til mergjar. Hvað
veldur því að svona er komið? Er það léleg
stjórnun, minni afköst eða lakari tækniþróun og
minni rannsóknir heldur en atvinnulíf erlendis
byggist á? íslenskum stjórnendum hættir oft til
að benda á launakostnaðinn einan, en vissulega
geta allir þessir þættir haft áhrif á slaka fram-
leiðni fyrirtækja á íslandi.
Þegar litið er til atvinnuþróunarinnar til lengri
tíma, er þessi þróun í fjárfestingarmálum mjög
alvarleg. Hún getur hæglega orðið til þess að at-
vinnuleysi vaxi, og þó er það ærið fyrir og í raun
óþolandi fyrir þjóðfélag eins og það íslenska.
Öflugt og samkeppnisfært atvinnulíf hlýtur að
byggjast á öflugri tækniþróun, og ekki síst mark-
vissu skipulagi og aðferðum við stjórnun. Það
hlýtur einnig að byggja á rannsóknarþættinum
á þessu sviði og þeim nýjungum sem öflug rann-
sóknarstarfsemi fæðir af sér, ef hún er téngd at-
vinntriífinu með þeim hætti að hún nýtist þar.
Það fer ekki mikið fyrir þessum þætti mála í
stjórnmálaumræðunni og forustumennirnir
stinga höfðinu í sandinn, aflýsa kreppunni á
góðum degi og segja að allt sé í lagi. Er von að
vel fari?
Verulega er nú farið að halla
undan fæti hjá formanni Al-
þýðubandalagsins í tilraunum
hans við það að tryggja flokki
sínum sæti í næstu ríkisstjórn.
Eftir að hafa átt í pólitísku til-
hugalífi við Björn Bjarnason all-
an síðasta vetur um myndun
nýrrar ríkisstjórnar eftir kosning-
ar, sneri hann algjörlega við
blaðinu eftir að Jóhanna Sigurð-
ardóttir sagði af sér sem félags-
málaráðherra og yfirgaf Alþýðu-
flokkinn. Frá og með þeim degi
gleymdi Ólafur Ragnar öllum
þeim fögru fyrirheitum sem
hann og Björn Bjarnason höfðu
séð fyrir sér, en það var ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuba.ndalags þar sem Sjálf-
stæöisflokkurinn fengi bæbi for-
sætis- og utanríkisráðuneytið.
Blindur af ást
Já, hinar bjortu vornætur blind-
uðu alveg hinn áhrifagjarna og
metnaðarfulla Alþýðubandalags-
formann. Blindaður af kvöldsól-
inni gekk hann með grasið í
skónum á eftir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur með þá von í hjarta að
þau saman gætu myndað sam-
eiginlegan stórkrataflokk, sem
yrði eins og „one big happy
family". Saman myndu þau að
sjálfsögðu vera ættmóðirin og
ættfaðirinn. Með brjóstið þrútið
af sjóbheitum tilfinningum taldi
hinn gamli flokkaflakkari að
æskudraumar hans væru að ræt-
ast, alveg búinn að steingleyma
framtíðarsýn þeirra Björns. Hann
var tilbúinn að leggja allt í söl-
urnar fyrirÞetta nýja tilfinninga-
samband. I hans huga var ekkert
vandamál að leggja niður
Alþýðubandalagið, allt var
mögulegt til að vinna hjarta
hinnar „hreinu meyjar".
Forsíbumynd Morgunpóstsins mánudaginn 21. nóvember.
Draumur breytist í
martröb
En nú virðist eins og draumur
eldhugans sé að breytast í
martröð. Jóhanna treystir ekki
pólitískum daðrara eins og hon-
um til að mynda með sér hreyf-
GARRI
ingu. Hún vill frekar alla aðra í
Alþýðubandalaginu meö sér í
flokk en formanninn. Ólafur
Ragnar" hefur nú brugðist ó-
kvæða við og segir Jóhönnu
beita lágkúrulegum vinnubrögð-
um og baktjaldamakki vib að
veiða fólk til sín með því að lofa
þeim freistandi sætum á Jó-
hönnulistanum. Hann lýsti því
yfir og gaf í skyn að margt væri
líkt með skyldum, þegar hann
sagði Jóhönnu beita sömu
^innubrögðum og Jón Baldvin
hefði beitt á árunum 1990-1991,
en þá hefði Jón Baldvin tælt til
sín þau Margréti Björnsdóttur og
Össur Skarphéðinsson.
Ótrúverbugur
dabrari
Þessa atburðarás hefði Garri get-
að sagt Ólafi Ragnari fyrir löngu,
ef hann hefði leitað eftir því. For-
maöur Alþýðubandalagsins á ab
vita það að ef maður reynir við
fleiri en eina konu á sama ball-
inu, þá eru allar líkur á því að
sami maður fari einn heim. Aftur
á móti ef trúverðugur séntilmað-
ur einbeitir sér að sömu konunni
og sýnir henni alla þá athygli og
virðingu sem hún vill að sér sé
sýnd, þá aukast möguleikar hans
verulega.
Það er því pólitískt lauslæti O-
lafs Ragnars sem komib hefur í
veg fyrir sameiningu flokka á ís-
landi. Og það er alveg sama hvað
formaður Alþýðubandalagsins
segir um lágkúruleg vinnubrögð
Jóhönnu nú eftir að hún hrygg-
braut hann. Því það er hann sem
ber hina raunverulegu ábyrgb á
því hvernig fór, með ótímabæru
pólitísku daðri við Björn Bjarna-
son.
Garri
Tviatta stefna
Krataráðherrarnir hans Davíðs
Oddssonar eru orðnir átta, þótt
aldrei sitji nema fjórir samtímis.
Ráðherrasessumar hafa verið
þeim brotthlaupnu misnotaleg
hægindi og voru starfslok þeirra
með ýmsum hætti, en aldrei
hljóðlátum.
I hvert sinn, sem krataráðherra
hefur horfið til örlaga sinna, hef-
ur forsætisrábherra gefið út yfir-
lýsingar um ab eftirsjá væri að svo
góðum starfskrafti. Þó voru á
honum einhverjar vomur, þegar
sá síðasti yfirgaf selskapið.
En sá krataráðherra, sem Davíð
bráðliggur hvað mest á að losna
við, situr sem fastast og mótar
stefnu ríkisstjórnarinnar í mikil-
vægustu málum sem íslensk
stjórnmál fást við um þessar
mundir og í framtíðinni.
Jón Baldvin, flokksformaður í
stjórnarflokki og utanríkisráð-
herra, hefur allt abra stefnu í Evr-
ópumálum en formaður Sjálf-
stæðisflokksins og forsætisráð-
herra, sem farinn er að láta vita
upp á hvern dag aö aðildarum-
sókn að ESB sé ekki á dagskrá og
veröi ekki. fyrr en um aldamót.
Út og suður
Allir ráðherrar kratanna styðja
foringja sinn, en ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins fara með veggjum
þegar á málib er minnst og vilja
ekkert af því vita.
Þegar Davíð heimtar að há-
skóladeildir gefi sér og utanríkis-
málanefnd skýrslur um kosti og
galla aðildar, fer Háskólinn á
kratafund meö Jóni Baldvini, þar
sem prófessorar buna út úr sér
leynilegum álitsgerðum um efnið
og utanríkisrábherra túlkar þær
og mótar ab eigin skobunum.
Sama dag kemur forsætisráð-
herra ítrekað fram í fjölmiðlum
og segir rök Háskólans vera leyn-
dó, enda eigi ekkert ab kjósa um
þær í vor. Jón Baldvin ætlar hins
Á víftavangi
vegar ekki að láta kjósa um neitt
annað og hlustar ekki á rövlið í
Davíð og hefur orð hans og fyrir-
skipanir að engu.
Ef Ieikreglur þingræðis væru í
heiðri hafðar, mundi forsætisráð-
herra víkja utanríkisráðherra um-
svifalaust úr stjórn sinni. En hann
hefur ekki burbi til annars en ab
taka undir fleyg orö karlaum-
ingja: Skipað gæti ég, væri mér
hlýtt.
Norbur og nibur
Fleiri eru þeir en Jón Baldvin
sem eru Davíö örðugir í afstöð-
unni til Evrópusamrunans.
Þungaviktarmenn í Sjálfstæðis-
flokki og athafnalífi eru farnir að
mynda klíkur um það áhugamál
sitt að sækja um ESB-aðild. Styðj-
ast þeir m.a. við háskólaálitin,
sem formaður Sjálfstæðisflokks
vill helst ekki ab komi fyrir ann-
arra augu en hans eigin og svo
kannski utanríkismálanefndar,
sem ekki er ætlast til ab kjafti frá
leyndarmálunum sem henni ber-
ast, yfirleitt löngu á eftir f jölmibl-
um, eins og dæmin frá helginni
sanna.
Nú standa málin þannig ab rík-
isstjómin hefur tvær stefnur í
máíinu og Sjálfstæbisflokkurinn
tvær. Álitlegur fjöldi arma kol-
krabbans er á sama máli og Jón
Baldvin. Verslunarráb og Vinnu-
veitendasambandib og iðnrek-
endur daðra við hugsjónir for-
manns Alþýðuflokksins og hlusta
ekki á múðrib í Davíð Oddssyni,
sem ekki hefur komið sa'man
neinni kosningastefnuskrá, en
kunngerir ótt og títt, hátt og
snjallt um hvað ekki eigi að kjósa.
Sama gildir um stjórnarstefn-
una. Um hana er Davíö tíðrætt og
þá um hvað ekki er á dagskrá, en
ekki á hvað kúrsinn er settur. Jón
Baldvin er aftur á móti hárviss um
hver stefnan er.
Sama gildir um Sjálfstæðis-
flokkinn. Formaðurinn segir
flokksmönnum sínum hvert
hann stefnir ekki, en ótilgreindur
fjöldi þeirra vill elta staðfestu Jóns
Baldvins. Samt munu þeir ekki
söðla yfir í flokk hans.
En svona er ísland í dag. Tvíátta
ríkisstjórn og hagsmunahópur-
inn, sem kallaður er Sjálfstæðis-
flokkur í daglegu tali, stefnir í
tvær áttir samtímis. Jóhanna farin
ab stela flokksmönnum frá Ólafi
Ragnari, í staö þess að treysta
hann í sessi, og forystusauður
sauðfjárbænda loks farinn að
uppdaga ágæti sósíalismans og
blessunarrík áhrif hans á búskap.
Enginn verbur hissa þegar þeir
Davíð og Ólafur Ragnar ná saman
eftir kosningar og gera með sér
sögulegar sættir. Hitt mun vekja
furðu, ef einhverjir vibhlægjend-
ur verba eftir til ab fylgja þeim að
málum.                OÓ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16