Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						
Þríbjudagur 22. nóvember 1994
Asjöunda og áttunda ára-
tug og fram á þann ní-
unda voru samtök, sem
reyndu meb hrybjuverkum ab
koma af stab vinstribyltingu,
veruleg hrollvekja í vestan-
verbri Evrópu. Þab voru
Raubu stórfylkin (BR) á ítalíu,
Raubahersbrotib (RAF, í dag-
legu tali oft kallab Baader-
Meinhof) í Vestur-Þýskalandi,
Stríbandi kommúnískar sellur
(CCC) í Belgíu, Bein athafna-
semi (AD) í Frakklandi og
fleiri, sem varla nokkur man
lengur hvab nefndust.
Hópar þessir voru ofbeldisjab-
arinn á hræringum þeim, sem
gjarnan hafa verið kenndar við
„byltingarárið" 1968. Þeir voru
aldrei nema fámennir, en nutu
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
meðan 68-hræringarnar voru í
tísku allnokkurrar samúðar
meðal ýmissa félagshópa. Þar
mun að Ieita einnar af ástæðun-
um til þess að hópar þessir, ekki
síst RAF, héldu furðulengi velli
gegn yfirvöldum. En einnig
kom þar til að þeir áttu sér oft
vísa griðastaði í austantjalds-
ríkjum og arabaríkjum ýmsum
og fengu ýmiskonar annan
stuöning þaðan.
Annarskonar rætur
En á níunda áratugi tókst yfir-
völdum og lögregluliði þeirra
að lima þessa hópa sundur mik-
ið til. 68-hugarfarið var þá þeg-
ar mjög á undanhaldi. Og með
umskiptunum miklu 1989-91,
er kalda stríðið hvarf og sovét-
kommúnisminn, er svo að sjá
að umræddum hópum hafi
þorrið allur andlegur kraftur;
hugarfar það sem var félagsleg-
ur grundvöllur þeirra virðist
hafa gufað upp um leið og Berl-
ínarmúr og járntjald hurfu og
þriðjaheimshyggja var ekki orð-
in svo mjög í tísku sem verið
hafði um alllangt skeið.
Af hópum og samtökum af
því tagi sem hér um ræðir eru
nú varla eftir nema írski lýð-
veldisherinn (IRA) og Baskneskt
fósturland og frelsi (ETA). Sum-
ir, sem vilja telja Tyrkland til
Evrópu (og fyrrverandi vestan-
tjalds-Evrópu vegna aöildar
þess að Nató), bæta Verka-
mannaflokkí Kúrdistans (PKK)
við.
Sé skýringa leitað á úthaldi
samtaka þessara þrennra kemur
í ljós að þau eru harla frábrugb-
in hópum eins og RAF og CCC.
Grunnur þeirra hópa var af
hugmyndafræöilega taginu, af
marxískum toga að meira eða
minna leyti. IRA, ETA og PKK
nutu að vísu 68-hræringanna til
að fá vind í seglin og tileinkuðu
sér eitthvað af marx-lenínisma,
í orði kveðnu a.m.k., en grund-
völlur þeirra var og er þjóðern-
ishyggja. Og kaþólskir írar,
Baskar og Kúrdar eru engu síður
til en var fyrir 20-30 árum;
tískukenndar sveiflur í pólit-
ískri hugmyndafræði breyta
engu um þab.
Þetta eins og fleira er ábend-
ing um, ab hugmyndakerfi af
pólitíska taginu dugi skammt til
ab móta sameinandi sjálfs-
ímynd og hætt sé vib aö slíkar
sjáífsímyndir sem þau móti
verði ekki mikið meira en dæg-
urflugur, miðað við söguna í
allri sinni Iengd. Miklu ending-
arbetri hafa reynst sameinandi
sjálfsímyndir meb trúarbrögð,
tungumál, kynþátt, sameigin-
lega menningu eða (meintan)
sameiginlegan uppruna sem
grundvöll og jarðveg.
Gerry Adams, foringi Sinn Fein: stubningur frá írskum Bandaríkjamönnum.
Meö þjóöernis-
hyggju sem
grundvöll
BR, RAF og CCC eru gengin veg allrar veraldar, en IRA, ETA og PKK
standa enn
Italía Berlusconis: Raubu stórfylkin gengin veg allrar veraldar.
ETA á undanhaldi
IRA beitir sér fyrir því ab hib
breska Norbur-íríand sameinist
írska lýbveldinu. Þab hefur not-
ið verulegs stuðnings ekki ein-
ungis meðal norðurírskra kaþól-
ikka, heldur og í írska lýðveld-
inu og meðal írskættaðs fólks
erlendis, einkum í Bandaríkjun-
um. Orðalag af vinstriróttækum
toga, sem einstaka sinnum
kann að hafa brugðið fyrir í
málflutningi IRA, hefur engu
breytt þar um. Það hefur nú náð
þeim árangri að breska stjórnin
undir forystu Johns Major hefur
ákvebið að reyna að semja vib
Sinn Fein, „stjórnmálaarm"
IRA.
Baskneska ETA, sem vill
Baskaland sjálfstætt og hlaut í
lok sjöunda áratugar þjálfun hjá
IRA í meðferö sprengiefna og
vopna, varð Franco- stjórninni
spænsku talsverður höfuðverk-
ur á síðustu árum hennar. Meira
að segja hefur því verið haldið
fram að dráp ETA 1973 á Luis
Carrero Blanco aðmírál, sem
var einn helstu manna Francos,
hafi skipt sköpum um framtíð
Spánar. Carrero hafi verið sá af
mönnum Francos sem ein-
dregnast vildi viðhalda kerfi
hans óbreyttu. Eftir fráfall aðm-
írálsins hafi lýöræðissinnaðri
aðilar orðið ofan á í stjórnarlið-
inu.
Athafnasemi ETA átti og að
líkindum drjúgan þátt í því að
Baskaland fékk sjálfstjórn. En
þótt mótsagnakennt kunni að
virðast, kom sú niðurstaða ETA
á undanhald. Til forystu
í Baskalandi voru kosnir
stjórnmálamenn, sem gerðu
sig ánægða með sjálfstjórn-
ina. ETA, sem áfram krafð-
ist sjálfstæðis, hefur síðan
fengið æ minni undirtektir,
klofnings hefur gætt í röðum
þess og lögreglan á auðveldara
með en áður að finna á því
hóggstaði.
ESB dregur úr sjálf-
stæoisþrá
Núverandi stjórn Baskalands,
undir forystu borgaralegs og
þjóðernissinnaðs leiðtoga sem
josé Antonio Ardanza heitir,
krefst að vísu réttar fyrir Baska-
land til að segja sig frá Spáni, en
hefur samt ekki áhuga á úrsögn.
Aðildin að Evrópusambandi,
meb þess yfirþjóðlegu stofnun-
um, á sinn þátt í því að Böskum
virðist sem fullt sjálfstæði sé
ekki jafn mikilvægt og var. Hið
sama á raunar þátt í því að sam-
an gengur nú á Norður-írlandi.
Þar er um eftirgjöf að ræða
einnig af hálfu IRA og írska lýð-
veldisins raunar sömuleibis, því
að allt er í óvissu um hvort yfir-
standandi friðarumleitanir leiði
um síðir til sameiningar írsku
landshlutanna í eitt ríki.
Stríð PKK og Tyrklandsstjórn-
ar — í raun þjóðastríð Kúrda og
Tyrkja — hófst miklu síðar en
strið IRA og ETA gegn breskum
og spænskum stjórnvöldum, en
hefur þegar leitt af sér margfalt
meiri hörmungar en hin bæði
til samans. Til sigurs í því stríbi
reiðir Tyrklandsstjórn sig á að-
ferðir, sem stjórnir Bretlands og
Spánar fá ekki af sér að beita eða
telja sig ekki geta beitt, vegna
vibhorfa sem nú eru ríkjandi á
Vesturlöndum. Tyrkir hafa aldr-
ei bobib Kúrdum upp á neina
pólitíska lausn, eins og Spán-
verjar Böskum og nú Bretar
norburírskum kaþólikkum.
Sumra mál er ab útkoma þess sé
ab stríbib í Norbur-Kúrdistan
(eins og Kúrdar.eru nú farnir ab
kalla tyrkneska Kúrdistan) sé
jafn vonlaust fyrir bábar þjóbir,
Kúrda og Tyrki.            ¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16