Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Mibvikudagur 23. nóvember 1994
Gubmundur P. Valgeirsson:
111 tíðindi
Aö morgni þess 14. þ.m. birtist í
morgunfréttum aö Svíar hefbu í
þjóbaratkvæbagreibslu daginn
áður samþykkt að leggja niður
sjálfstæði sitt og sjálfsákvörbun-
arrétt sinn yfir eigin málum og
leggja yfirráð þjóðar sinnar í
hendur erlendrar þjóðasam-
steypu. Hér eftir eru þeir ekki
sjálfráðir um í hvora nösina þeir
taka sitt neftóbak, eða hvort þeir
mættu láta það í vörina, eins og
margir gera, og fjölmargt annað
um hegðun sína og gerðir, sem
óhjákvæmilega fylgir þessum
breyttu yfirráðum en verður ekki
hér rakið.
Þó við þessu mætti búast af því
sem á undan var gengið, þótti
mörgum þetta ill tíðindi. Aðrir
glöddust.í hjarta sínu og sáu í
þessu það fordæmi sem okkar biði
og töldu enga bið þola. Þar væri
að finna þann fagnaðarbobskap
sem framtíð okkar til tímanlegrar
blessunar og fyrirmyndar ylti á.
Vissulega er ástæða fyrir okkur
að athuga okkar gang í þessum
efnum. Öllum er orðið ljóst
hvaða hömlur EES-samningurinn
frægi hefur þegar lagt á sjálfs-
ákvörðunarrétt okkar og skert
vald Alþingis yfir okkar eigin mál-
um. Er það þó ekki nema for-
smekkur af því sem yrði ef við
stigjum sama skref og Svíar nú.
VETTVANGUR
Jafhvel landhelgin með
dýrmœtustu lífsbjörg
þjóðarinnar er í veði. Það
þarfmeira en kaldrifjaða
menn til að telja þjóð-
inni trú um að slíkt sé
henni til heilla."
Fyrir fáum dögum varð þjóðin
þess áskynja í óvæntri beinni út-
sendingu frá Alþingi, hver hlutur
okkar er nú þegar í umráöum yfir
gögnum og gæðum okkar eigin
þjóðar á landi og í sjó. Þar kom
fram að hendur okkar eru þegar
orðnar svo bundnar að hreinn
voði er fyrir dyrum og þar erum
við eins og mús í klóm kattarins.
Okkar bestu menn standa ráð-
þrota frammi fyrir þeim vanda og
finna nálega engar lausnir sem
bætt eða styrkt gætu hlut okkar,
þjóðar og einstaklinga. Jafnvel
landhelgin með dýrmætustu lífs-
björg þjóðarinnar er í veði. Það
þarf meira en kaldrif jaða menn til
að telja þjóðinni trú um að slíkt
sé henni til heilla. — Einkunnar-
gjöf þeirra manna er varla prent-
hæf. Og mörgum verður hugsað
til hyatningar og áhersluorða
Jóns Ólafssonar í Islendingabrag
sínum, á sínum tíma. Og færa má
rök fyrir ab hann hafi orðið sterk
stoð undir það sjálfstæði sem við
fengum eftir aldalanga kúgun er-
lendra þjóða og þjóðhöfðingja.
Og nú á s.l. sumri hélt þjóöin upp
á 50 ára afmæli fullveldis síns. Ef
til vill í eina og síðasta sinn?
Nóg um það. En þessi tíðindi
hljóta að vekja menn til umhugs-
unar um framtíð þessarar þjóðar.
Og að enn eru til menn með hug-
arfar Kvislings hins norska, sem
tilbað Þýskaland nasismans á síð-
asta augnabliki lífs síns.
En fréttir þessa morguns voru
ekki allar þar meb sagðar. í kjölfar
þeirra kom sú frétt að vikublaðið
Morgunpósturinn hefði efnt til
skoðanakönnunar um fylgi
stjómmálaflokkanna í landinu.
Og viti menn! í þeirri könnun
kemur það fram að Sjálfstæðis-
flokkurinn mundi fá hreinan
meirihluta á Alþingi ef kosið væri
nú.
Þetta er ill spá og váleg tíðindi,
ef mark væri á þeim takandi, svo
að mörgum mun hafa runnið kalt
vatn milli skinns og hörunds.
Ekki síst þeim sem hafa verið
hraktir út á kaldan klaka atvinnu-
leysis og fátæktar. Og þá ekki síð-
ur þeim fjölskyldum sem standa
frammi fyrir því að verða að
missa íbúðir sínar og heimili ofan
af sér og úr höndum sér í gráðugt
gin þeirra sem safnað hafa auði á
kostnað meðbræðra sinna, fyrir
aðgerðir þeirra sem með völdin
hafa farið þetta kjörtímabil og
hafa aukið á misskiptingu lífsins
gæða og launagreiðslum, svo að
glæpsamlegt er. Og í raun óskilj-
anlegt að kristnir menn skuli geta
verið þekktir fyrir slíkt misrétti og
hreint ranglæti.
Eflaust er þessi spá ómarktæk
eins og margt fleira þeirra sem að
henni standa. En eigi að síður set-
ur hún kvíða að manni. Og sá til-
gangur hennar að veita núver-
andi valdhöfum byr undir vængi,
smitar út frá sér beint og óbeint.
— í því umróti, sem nú gengur yf-
ir þar sem of margir virðast lítt
hugsa um þessi mál og gera sér
ekki grein fyrir hvað í húfi er, er
ekki hægt að fortaka hvað kann
að geta gerst í því áróðursflóði fé^
sterkra aðila, sem yfir gengur. í
þessu sambandi er full ástæba til
að gefa þessari spá gaum, þó ótrú-
leg sé.
Það hníga sterk rök að því, að
rétt sé það sem Halldór Ásgríms-
son, form. Framsóknarflokksins,
lét frá sér fara fyrir nokkru: að ef
Framsóknarflokkurinn fengi ekki
góða útkomu í næstu kosningum,
þá væri víst að sama stjórnar-
mynstur yrði ríkjandi næsta kjör-
tímabil.
Það er full ástæða til að benda
kjósendum, ekki síst hinum al-
menna manni sem býr við harð-
an kost og tillitsleysi stjórnvalda,
að gera sér grein fyrir hvað þeir
hugsa og gera í þessum efnum, í
stað þess að dansa og stara í
draumsýn á einhverja skýjamynd
af Jóhönnu Siguröardóttur eða
þaðan af minni spámönnum, sem
frelsara þjóðfélagslegra meina,
sem eru að miklu leyti afleiðing
stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokks-
ins og krataforingjanna í Alþýðu-
flokknum.
Ef þau tíðindi gerðust sem þessi
skoðanakönnun spáir, þá mundi
margri fjölskyldunni þykja
þröngt fyrir dyrum. Það væri því
bein ávísun á ab klær ránfuglsins,
sem eru tákn stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, festi tök sín enn betur á
högum almennings en þeim hef-
ur enn tekist. Og þykir þó mörg-
um nóg um.
Hygginn mabur hefur vara á sér
og athugar sinn gang. Höfum þab
hugfast að festa ekki yfirdrottnun
Sjálfstæðisflokksins í sessi á næst-
komandi kjörtímabili.
Höfundur er bóndi.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
Síðan 1990 hefur verið starfandi
hér í bænum sinfóníuhljóm-
sveit skipuð áhugamönnum —
gagnstætt atvinnumönnum —
undir forystu Ingvars Jónasson-
ar víóluleikara. Hljómsveitin
hefur æft eitt kvöld í viku og að
jafnaði haldið tvenna tónleika á
vetri hverjum. Sunnudaginn
20. nóvember uppskar hún
ávexti æfingastarfsins í haust
með tónleikum í Háteigskirkju.
Þar voru flutt tvö verk, klarin-
ettukonsert eftir Franz Kromm-
er og 3. sinfónía Beethovens,
„Eroica", bæði frá árinu 1803 og
bæði í Es-dúr. Einleikari á klar-
inettu var Jón Aðalsteinn Þor-
geirsson, en stjórnandi Oliver
Kentish, sem unnið hefur með
hljómsveitinni í vetur.
Franz Krommer var Tékki,
samtímamaður Beethovens og
starfaði eins og hann lengstum í
Vínarborg. Þar hlaut Krommer
mikinn frama við keisarahirðina
sem hljóðfæraleikari, tónskáld
og stjórnandi. En allt er í heim-
inum hverfult, og nú virðist ekk-
ert lifa af ævistarfi hans, tæplega
300 tónsmíbum, annað en klar-
inettukonsertinn í Es-dúr op. 36,
sem saminn var 1803. Konsert
þessi fellur, tímalega séð, milli
klarinettukonserta Mozarts og
Webers, og sannlega líkist hann
Weber meira, en þó kannski
Schubert mest, eba svo segja
fræöimenn. Því þarna eru bráb-
falleg stef auk þess sem nóg er ab
gera hjá einleikaranum inn á
milli í hlaupum og stökkum og
slaufum, sem geislar af þegar vel
er spilab. Sem þarna var, því Jón
Aðalsteinn spilaði af miklum
þrótti með klingjandi tóni og
fallegum tónhendingum (fraser-
ingum). Og það var mál þeirra,
sem fylgst hafa með Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna, aö hún
hafi ekki spilað betur fyrr en á
þessum tónleikum.
„Eroica" er viðamesta verk
sem Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna hefur tekist á við. Þegar
hún var flutt í fyrsta sinn árið
1803, olli hún byltingu í tónlist:
aldrei fyrr hafði svo gríðarlegt
tónverk að vöxtum, svo marg-
slungið en jafnframt heilsteypt,
verið samið. Enda var 3. sinfón-
ían jafnan Beethoven sjálfum
TONLIST
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
kærust. Áður hefur áhuga-
mannahljómsveitin flutt fyrstu
tvær sinfóníur Beethovens, og
með sama áframhaldi tekst hún
á við þá 9. aldamótaárið. En nú
tókst semsagt furðu vel til — og
sennilega ekki síður en á tón-
Ieikum Beethovens þegar sin-
fónían var frumflutt, því hann
mátti iðulega sætta sig við stutt-
an æfingatíma og litlar hljóm-
sveitir. A tónleikunum nú voru
12 fiðlur, 5 lágfiðlur, 3 knéfiðlur
og tveir bassar, og fullskipub
blásarasveit og pákur, 36 alls.
Þab er ástæða til að óska Sin-
fóníuhljómsveit áhugamanna,
og ekki síður stjórnandanum
Oliver Kentish, til hamingju
meb þessa tónleika. Árangur
sem þessi er fremur en margt
annað til marks um vaxandi al-
menna tónlistarmenningu hér í
bænum.                 ¦
Tveggja skálda spönn
Efnisskrá sinfóníutónleika 17.
nóvember spannabi tæpar tvær
aldir, frá klarinettukonsert Moz-
arts til Haflaga Þorkels Sigur-
björnssonar 1973. Auk þess var
þarna 3. sinfónía Rakhmanínovs
frá 1936. Stjórnandi var Takuo
Yoasa, fæddur í Japan en mennt-
aður og starfandi í Bandaríkjun-
um — afburðagóður og vandað-
ur stjórnandi, sem lagði sig allan
fram um að gera tónleikana sem
besta.
Haflög Þorkels einkennast af
endurtekningu, klifandi, sem
einmitt er einkenni hafsins: flób
og f jara, alda eftir öldu. Mörgum
þótti verkib ægilega leibinlegt,
en abrir voru nokkub ánægðir
með það, þeirra á meðal undir-
ritaður. Þorkell er heilmikill fag-
maður í tónlistinni, og slíkt skil-
ar sér ævinlega í góðu verki, þótt
menn geti greint á um stílinn.
Sennilega trekkti þó klarin-
ettukonsert Mozarts K. 622
meira, en þetta verk er ekki ein-
asta sproti allra klarinettukons-
erta, heldur telja sumir það
fremsta verk Mozarts sjálfs. Ein-
leikari á tónleikunum heitir
Hans Rudolf Stalder (vinur Moz-
arts, sem hann samdi konsertinn
fyrir, hét Anton Stadler), upp-
runninn í Sviss og starfandi þar.
Stalder spilar á hljóðfæri sem
nefnist bassett- klarinetta og er
lengra afbrigbi af klarinettu, á
lengd vib göngustaf, og kemst
fjórum tónum nebar en hefb-
bundin hljóbfæri. Og skv. tón-
leikaskrá skrifabi Mozart kons-
ertinn einmitt fyrir svona hljób-
færi, þannig ab einstaka staður í
verkinu lét dálítið ókunnuglega í
eyrum þeirra sem þekkja kons-
ertinn í venjulegum búningi.
Flutningur Stalders einkenndist
af hlýju og fallegum tóni, en
kannski ekki miklum átökum,
og hljómsveitin spilabi afar vel.
Nú gerast þau stórmerki tónleika
eftir tónleika, ab Mozart er flutt-
ur eins og best verbur á kosib.
Þab er vegna þess ab menn eru
farnir ab taka hann alvarlega aft-
ur og leggja sig fram.
Síbust á efnisskrá var svo, eins
og ábur sagði, 3. sinfónía Rakh-
manínovs í a-moll. (Því er nafn-
ið umritað með „kh" að hljóðið
er blásib k og á sér ekki samsvör-
un í íslensku nema t.d. sem k-
hljób í orbum eins og lax). Rakh-
manínov (1873-1943) yfirgaf sitt
mikla föburland eftir byltinguna
1917 og endabi í Bandaríkjun-
um, þar sem hann var ennþá
þekktari sem píanóleikari en sem
tónskáld. En, eins og segir í tón-
Þorkell Sigurbjórnsson.
leikaskránni, þá sagbi hann
skömmu fyrir dauba sinn ab „í
verkum sínum eigi tónskáldib ab
tala tungu þjóöar sinnar", og
Rússi er sennilega alltaf Rússi,
jafnvel þótt hann hafi búib er-
íendis í áratugi. Enda eru áhrif
rússneskrar þjóblagatónlistar
áberandi í upphafi 3. sinfóní-
unnar.
Rakhmanínov var annars af
hinum mikla skóla Tsjækovskýs,
rómantískur og meistari fagurra
stefja, og eftir honum var haft,
W.A. Mozart.
ab þab tónskáld ætti litla framtíb
fyrir sér sem ekki gæti búib til líf-
vænleg stef. Fyrrum þótti Rakh-
manínov nokkub væmib tón-
skáld, vegna þess hve falleg
mörg verk hans eiu, en í seinni
tíb hefur andinn breyst á nýjan
leik og vegur hans sem tónskálds
vaxib, enda var hann vafalítið
einn af stórsnillingum aldarinn-
ar á tónlistarsviðinu.
Þetta yerk, sem hin fyrri tvö,
flutti hljómsveitin afar vel undir
innblásinni og öruggri stjórn
Takuos Yoasa, og í lokin mátti
glöggt sjá ab hljómsveitarmenn
kunnu vel ab meta þennan kurt-
eisa en kunnáttufulla stjórn-
anda.                    ¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16