Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. nóvember 1994 _ WWMww 3 Sjúkrahúsiö á ísafíröi tekur stakkaskiptum: Vibgerðir og vibhald Sjúkrahúsib á ísafirbi í byggingu fyrir 10 árum. í dag er steinsteypan stórlöskub og kosta vibgerbir á nýlegu húsi tugi milljóna. Framkvæmdir við Sjúkrahúsið á ísafiröi hófust nú í haust. Gera þarf vib steypuskemmdir í húsinu og auk þess á að sinna almennu vibhaldi. í því skyni þurfti að endurhanna allt útlit hússins ab utan sem verbur klætt með áli og steini eftir framkvæmdirnar. Heildar* kostnaður vib verkib er 85 milljónir. Sjúkrahúsiö á ísafirði var steypt upp fyrir árið 1980. Steypu- skemmdir eru orðnar töluverðar í húsinu að sögn Steindórs Guð- mundssonar hjá Framkvæmda- sýslu ríkisins. Steindór segir erfitt að dæma um hvað sé eðlilegt við- hald og hvað ekki, t.d. séu mörg hús sem byggð voru í Reykjavík á þessum tíma verr farin. Auk þess að gera við steypu- skemmdirnar stendur til að sinna almennu viðhaldi við húsið að utan en það hefur verið sáralítið hingað til að sögn Steindórs. Einnig á að ljúka við móttöku fyr- ir sjúkrabíla og um leið að fjar- lægja steypta skábraut sem hefur hingað til verið notuö til að taka á móti sjúklingum. Allt útlit húss- ins var endurhannaö fyrir fram- kvæmdirnar og mun það taka verulegum stakkaskiptum við þær. Verktaki við framkvæmdirnar er Múr- og málningaþjónustan á Höfn. Til stendur að framkvæmd- unum ljúki í ágúst 1997. Ný reglugerö til aö auka öryggi barna: Leikföng upp- fylli öryggis- kröfur Eftiriit meb öryggi leikfanga sem seld eru hér á landi hefst um áramótin. Eftirlitiö byggir á reglugerð sem tók gildi í sumar og skilgreinir grunnkröfur um öryggi leikfanga og skilyrbi til ab heimilt sé ab setja þau. á markab. Reglugerðin gildir um öll leik- föng sem eru greinilega hönnuö sem leikföng handa börnum yngri en fjórtán ára. Hún gildir einnig um vörur sem hafa þannig lögun, lykt, útlit o.s.frv. að hætta sé á aö börn rugli þeim saman við matvæli og stingi upp í sig. Samkvæmt reglugerðinni ber sá sem markaössetur leikföng, hvort sem þaö er framleiöandi eða innflytjandi, ábyrgö á að þau uppfylli sett skilyrði. Öll leikföng eiga að vera merkt með svoköll- uðu CE-merki en þaö er samevr- ópskt merki sem staöfestir að grunnkröfur um öryggi séu upp- fylltar. Eftirlitið meö leikföngum verður í höndum markaðseftir- litsdeildar Bifreiöaskoðunar ís- lands. Eftirlitið verður með þeim hætti ab teknar verða stikkpmfur úr verslunum sem valdar eru með slembiúrtaki, samkvæmt upplýs- ingum frá Kristjáni Jónssyni hjá markaðseftirlitsdeildinni. Einnig veröur tekið viö ábendingum um leikföng sem fólk telur hættuleg og verða þau þá könnuö. Skoðun leikfanganna er tvíþætt að sögn Kristjáns. Annars vegar fer fram formleg athugun, þ.e. kannab er hvort varan sé rétt merkt, hvort henni fylgi réttar leiðbeiningar o.sv.frv. og hins vegar er tækni- legt eftirlit þar sem leikfangið sjálft er skoöað og metið hvort það geti hugsanlega valdið ein- hverri hættu. Dæmi um grunnkröfur um ör- yggi leikfanga sem taldar eru upp í reglugerðinni eru t.d. ab leik- föng ætluð börnum yngri en þriggja ára skuli vera nægilega stór til að ekki sér hægt að gleypa þau og anda þeim að sér. Leik- föng verða að vera úr efnum sem brenna ekki þótt logar leiki um þau og þau mega ekki innihalda efni sem hætta er á að springi þegar þau eru notuð eins og til er ætlast. ■ Rögnvaldur Rafnsson: Málið verður höfðað Rögnvaldur Rafnsson, fyrrver- andi verktaki úr Hafnarfirbi, seg- ist ákvebinn í ab fara í mál vib Vegagerbina, vegna vegarlagn- ingar á Ólafsfjarbarvegi. í Tímanum í gær birtist viðtal við Heklu Tryggvadóttur á Árskógs- strönd sem sá starfsmönnum Rögn- valds fyrir fæði og húsnæði meðan þeir dvöldu fyrir norðan. Hekla sit- ur uppi með talsveröar skuldir eftir að fyrirtæki Rögnvalds varð gjald- þrota og sér nú jafnvel fram á að missa íbúðarhús þeirra hjóna. Rögnvaldur segir ab sér þyki mjög miður hvernig komið sé fyrir Heklu og öðrum sem hann skuldi fé. „Lögfræðingur þrotabúsins er að hugleiða að fara í mál við Vegagerð- ina en ef hann gerir það ekki er ég ákveðinn í að fara sjálfur í mál. Ég Rögnvaldur Rafnsson segir Vegagerbina hofa stcbib ólöglega ab málum. Hann vill freista þess ab bœta þeim skabann sem eiga inni hjá honum peninga. get ekki hugsað mér að fólk sem ég átti viöskipti við sitji uppi með miklar skuldir og sé jafnvel ab missa eignir sínar vegna þess að Vegagerð- in stóð óheiðarlega að málum. Eins og ég hef áður lýst voru útboösgögn Vegagerðarinnar stórlega gölluö og efniö sem mér var gert að nota óvinnanlegt til vegagerðar ab mati jarðfræöings," segir Rögnvaldur. Hann segir að hann hafi sjálfur tap- að íbúð sinni, sömu sögu sé að segja af foreldrum sínum og öðrum hlut- höfum í fyrirtækinu. „Þab er því ekki af illmennsku'sem ég hef ekki gert upp allar mínar skuldir. Ég er t.d. þegar búinn að greiba hærri upphæð í skuldir, aðallega til starfs- manna og undirverktaka, en ég fékk greidda fyrir verkið." Bátabrenna gagnrýnd Frá Þorsteini Cunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Báturinn Sjöfn VE 37, 50 brúttó- lesta bátur úr eik sem var i eigu ís- landsbanka, var brennd nyrst í Viðlagavík í Vestmannaeyjum í síðustu viku af Björgunarfélags- mönnum, en báturinn var kom- inn í úreldingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við að brenna bátinn í fjörunni, því eftir situr mikið af járnarusli og eitthvað af olíu sem tekur tíma að hreinsa. Segja um- hverfissinnar að um mengunar- slys hafi verið að ræða og megi þess merki sjást í fjörunni viö Eyj- ar. Bjarni Sighvatsson, formaöur Björgunarfélags Vestmannaeyja, gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. Hann segir Björgunarfélagið hafa staöið fullkomlega löglega að úr- eldingu Sjafnar. „Vib fengum leyfi frá bæjarstjórn til ab brenna bátinn meö þessum hætti. Staður- inn var valinn vegna þess aö hann er sá eini á Heimaey, að undanskilinni Höföavík, þar sem hægt er að koma tækjum í fjöruna til ab hreinsa. Við gátum farið í Prestafjöru þar sem sjórinn hefði getað séð um að brjóta hann strax í spón og eyðileggja. En við vild- um vera heiðarlegir og láta Sjöfn brenna og hiröa járnadrasliö úr fjörunni." Bjarni vildi biðja þá sem hefðu verið hvað háværastir í gagnrýni sinni, aö halda blóðþrýstingnum í lagi því Björgunarfélagið hefði ekki viðhaft neitt ólöglegt. „Það er ánægjulegt að vita um alla þessa náttúruunnendur. En ég vil biðja þá að eyða púbri sínu í eitthvað sem skiptir máli. Ég hef ekki oröið var viö að þetta fólk heföi miklar áhyggjur af trönum, útgeröardóti eða öðru drasli sem hefur legiö ár- um saman á hinum og þessum stööum á eyjunni. Gagnrýnin verbur aö byggja á sanngirni og ég satt ab segja efast um hvaö þessi náttúruumhyggja ristir djúpt." Björgunarfélagið brenndi Sjöfn að beiöni íslandsbanka. Upphaf- lega vildi Björgunarfélagib sökkva Sjöfn við Örninn eða langt úti á sjó en ekki fengust leyfi til þess. Bjarni segir að þrautalendingin hafi verið að kveikja í bátnum. „Það var búið að taka allt drasl úr bátnum sem mögulegt var. Viö drógum hann upp í fjöru í Við- lagavík og kveiktum nokkrum sinnum í. Síðan fórum við með tæki í fjöruna og mokuöum járna- ruslinu upp og í lokin munum við handhreinsa fjöruna. Menn verða að skilja aö allt tekur þetta nokkra daga og því er eðlilegt og sann- gjarnt aö bíða með gagnrýni þar til verkinu er lokiö. En að sjálf- sögðu hvet ég þá sem hafa verið að gagnrýna verkið til þess aö sýna áframhaldandi áhuga á um- hverfinu og náttúrunni hér í Eyj- um." Islenskt hugvit tekur á sig ýmsar myndir: Bögglaberar og orkusteinar Steinahlebslutæki sem endur- hleður orkusteina og sterkir bögglaberar úr stáli og áli gætu brátt orðið nýjungar í íslenskri framleiðslu. Borgarráð samþykkti sl. þriðju- dag að veita Karli Gíslasyni blikk- smið 200 þúsunda króna styrk til að þróa og smíða þessar fram- leibsluvörur. Bögglaberarnir sem Karl hefur í hyggju ab smíða eru úr stáli og áli. Þeir eru smíðaðir úr háþrýstirörum sem eru beygð og soðin saman á afáum stöðum. Fyr- ir vikiö verba þeir mun sterkari en þeir bögglaberar sem nú eru til sölu á islandi og eru flestir fluttir inn frá austurlöndum fjær. í um- sögn atvinnuráðgjafa atvinnu- málanefndar Reykjavíkurborgar kemur fram ab árlega eru flutt inn til landsins um tíu þúsund fjalla- hjól. Talib er að um helmingur kaupenda fjallahjóla sé líklegur til að kaupa bögglabera fyrr eöa síðar. Steinahlebslutæki Karls er lítill kassi úr gleri, tré og kopar. Botn- inn er úr tré og ofan á það kemur lítið glerhús með píramítaþaki. Tækinu er ætlað að hlaða steina þannig ab þeir gefi frá sér orku sem fólk nýtir síðan til að styrkja sig andlega og líkamlega. Engin sambærileg vara er til á markaðn- um í dag en orkusteinar njóta mikilla vinsælda. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.