Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 25. nóvember 1994 ^fÍMÉW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkhoiti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Starf stjórn- málaflokka Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag. Þing sem þessi eru ætíð hápunktur í flokksstarfinu, og þau gefa skoðanabræðrum um allt land tækifæri til þess að hittast og bera saman bækur sínar. Starf stjórnmálaflokka er nauðsynlegur horn- steinn lýðræðislegrar ákvarðanatöku. Það hefur ekkert annað form verið fundið upp sem hæfir lýð- ræðinu í landinu. Hagsmunasamtök og grasrótar- hreyfingar eru góðar á sínu sviði, en þær eru ekki tæki til stjórnsýslu. Það er skylda stjórnmála- manna að sinna því verkefni og hafa yfirsýn til þess að sameina sjónarmiðin og leita skynsömustu leiða. Til þess verður að starfa í stjórnmálaflokkum. Það verður að teljast með ólíkindum hjá þjóð sem endurheimti sjálfstæði sitt fyrir aðeins hálfri öld, hve lítið er oft á tíðum gert úr starfsemi stjórn- málaflokka. Stundum má ætla af umræðunni í landinu að þessi starfsemi sé annars flokks félags- starf, sem ekki sé ástæða til þess að hlaða mikið undir. Það er oft á tíðum gert lítið úr því að vera flokksbundinn og það er álitið merki um ósjálf- stæði fremur en félagslegan og lýðræðislegan þroska. Allt önnur sjónarmið eru uppi um aðild að ýmsum öðrum samtökum, eins og verkalýðsfélög- um eða annars konar landssamtökum. Hins vegar er gerð krafa til flokkanna um að opna starfsemi sína og starfa fyrir opnum tjöldum. Hún er sjálfsögð í upplýsingaþjóðfélagi nútímans. Fyrir tveimur áratugum hefði það þótt mikil býsn að sjónvarpað væri frá flokkssamkomum, en nú þykir það ekki tiltökumál, né að fréttamenn séu viðstaddir samkomur á borð við flokksþing. Það vekur hins vegar athygli að forusta Ríkisút- varpsins skuli umgangast flokksþing Framsóknar- flokksins eins og heitan graut, og hafna því að sjónvarpa frá þinginu. Þarna var ekki verið að fara fram á nein sérréttindi, heldur hefði verið jafn sjálfsagt að senda út frá öðrum sambærilegum samkomum stjórnmálaflokka. Á síðasta þingi Framsóknarflokksins var brotið blað í því efni að sjónvarpa frá því, og mæltist það mjög vel fyrir og þótti hið áhugaverðasta efni, og sjálfstæðismenn fyljgdu svo í kjölfarið á landsfundi sínum. I nútíma fjölmiðlun þykja útsendingar frá lands- þingum stjórnmálaflokka gott fréttaefni. Forráða- menn Ríkisútvarpsins ættu að vera minnugir þess að óhlutdrægni þýðir ekki hlutleysi og stofnunin á að vera þátttakandi í þjóðlífinu og miðla upplýs- ingum af pólitískum vettvangi. Þetta er ein aðferð- in til þess. Starf og stefnumótun stjórnmálaflokkanna er mikilvægasta tækið til lýðræðislegrar stjórnsýslu. Því miður er það svo að fólk, sem leggur krafta sína af einlægni í störf innan þeirra, nýtur ekki sömu at- hygli fjölmiðla og flokkaflakkarar, sem virðast njóta ómældrar athygli ef skipt er um vist af ein- hverjum ástæðum. Á fjölmennum flokksþingum mætast straumar reynslu og nýrra hugmynda, sem er steypt saman í stefnuskrá. Aðeins þannig er hægt að stjórna í anda lýðræðis. Aðrar leiðir hafa ekki verið fundnar upp. Upplausn við minnsta andblástur og sífelld upphlaup nýrra hreyfinga bæta engu jákvæðu við stjórnarfarið hérlendis. Syndakvittun ríkisstjórnar Það fór líkt og Garri hafði spáð. Spillingarumræðan hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og félags- málarrábherrann heitinn sagði af sér. Allar syndir núverandi ríkis- stjórnar voru lagðar á veikar herö- ar Guðmundar Árna Stefánssonar áður en að honum var fórnað, eins og að hann hefði ekki nóg með sínar eigin. Reyndar var ekki von aö Guð- mundur Árni, sem er alinn upp í verndubu umhverfi kratismans í Hafnarfirði, hefði roö viö Jóni Baldvini og Davíö Oddssyni í klækjum, þegar út á vægðarlausan blóðvöll landsmálapólitíkurinnar var komið. Gubmundur Árni er nú horfinn heim í gamla hópinn sinn og fer lítinn þessa dagana, en Viðeyjarfóstbræður halda áfram að ganga hver utan í annan í pól- itíkinni, eins og tveir hrútar í rétt- um á haustdegi. Þeir þola hvor annan illa, en meta stöðuna svo að betra sé ab renna ekki saman. Og Heimir hlær Það er sem sagt allt við það sama. Með syndakvittun Gub- mundar Árna var slegið striki yfir öll mál hinna ráðherranna, sem áttu það sammerkt að þar var beitt pólitískum hnefarétti í þágu einkavina og flokkshagsmuna. Jón Baldvin situr enn, þrátt fyrir mannaráðningar sínar og skan- dala. Olafur Garðar hefur enn frjálsar hendur við að eyöileggja menntakerfið og jafnrétti til náms, samkvæmt fyrirskipun for- manns síns. Hrafnsmálið er löngu gleymt og Heimir Steinsson hlær síöast og hlær best í sínum fíla- beinsturni í Efstaleitinu, enda bú- inn að kyssa vöndinn þaö oft að hann veit sjálfsagt að best er að tjá sig ekki nema með hálfkveðn- um vísum og dularfullum hlátri, sem enginn skilur nema kannski Artúr Björgvin, sem fyrrum Þing- GARRI vallaklerkur sveik með kossi. Sighvatur getur, sem heilbrigð- isráðherra, haldið áfram rólegur að hygla toppkrötum á Siglufirði og víðar, þó að hann treysti sér ekki til að fara eftir sannfæringu sinni og standa meb sjúkraliöum. Sighvatur leyfir einum lélegasta fagráðherranum, Fribriki fjárlaga- halla Sophussyni, að leika lausum hala og er vel viö hæfi ab hann leggist þar á smælingjana, fyrst að hann komst ekki upp með barna- skattinn. Örlæti Davíðs Bermúdaskálin er gleymd. Meira ab segja sjálfur forsætisráö- herrann, Davíð Oddsson, kemst upp með ab gera eftirlaunasamn- inga á svipuðum nótum og Guð- mundur Árni, eftir að hinn síðar- nefndi dó á krossi fjölmiðlanna til þess aö allar syndir ríkisstjómar- innar skyldu fyrirgefnar veröa. Dæmi úr fréttum gærdagsins er eftirlaunasamningur við fyrrum skrifstofustjóra í forsætisráðu- neytinu, sem fær auk eftirlauna biðlaun í eitt ár viö starfslok, yfir- vinnu tvö ár aftur í tímann og 3,7 milljónir til viðbótar. Þessir pen- ingar eru teknir sem skattar af launum fólksins í landinu, sem sér ekki fram úr afborgunum um mánaöamót. Skattar hafa hækkað, persónu- afsláttur lækkab, skuldir ríkisins aukist, launaumslagið þynnst og bilið milli hálaunafólks og fá- tækra aukist. Þessu á Garri og annar almenningur að taka með brosi á vör og klappa þegar for- sætisráðherra, undir lok kjörtíma- bils, töfrar upp úr hatti sínum sýnilegan en ekki áþreifanlegan efnahagsbata. Efnahagsb.atinn er miklu meiri heldur en jafnvel bjartsýnustu menn gerðu ráð fyrir. Gallinn er bara sá aö hann er ekki til skipt- anna, hvorki fyrir sjúkraliða né annað láglaunafólk. Eina raun- verulega kjarabótin fellur í skaut þeim mönnum, sem Davíð og hans jábræöur hafa velþóknun á. Garri Vantraust á fjármálaráðherra Þótt sjúkraliðum sé ekki hlátur í hug þessa dagana, voru það vib- brögö þeirra að skella upp úr þegar fjármálarábherra Iýsti því yfir á Alþingi að þeir hefðu ekki dregist aftur úr í launum. Friðrik Sophusson lét þessi orð falla þegar hann lýsti því yfir að ekki yrði samið um kjarabætur hinna lægst launuöu nema í heildarkjarasamningum. Sjúkralibar fylltu þingpalla þeg- ar umræðan fór fram, og þótti síst vænkast sinn hagur eftir kaldranaleg viðbrögð fjármála- ráðherra. Það voru fleiri en stjórnarand- staðan á þingi og sjúkraliðar á þingpöllum sem blöskraði mál- flutningur ráðherrans, því einn stjórnarþingmanna kvað upp úr um þab að hann styddi ekki stjórnina í máli þessu og að Friörik Sophusson væri ekki sinn ráðherra. Þetta er ekkert annað en opin- ber yfirlýsing um vantraust á fjármálaráðherra og verbur fróðlegt að fylgjast meb hvemig því verður fylgt eftir. Óþolandi ástand Verkfall sjúkraliða er komin á það stig að þab verður að leysa nú þegar. Það er fullkomib dóm- greindarleysi að halda að hægt sé að draga málið á langinn og bíöa eftir einhverjum heildar- kjarasamningum milli Vinnu- veitendasambands og Alþýðu- sambands. Hvorug samtökin eru aðilar að samningum við sjúkraliða og ber ekki að blanda þeim inn í deilurnar. Málið er í höndum samninganefnda Sjúkraliðafélagsins og ríkisins og þeim ber að leysa það, en vísa ekki til óviðkomandi sam- taka sem hafa hvorki umboö né vald til að hafa bein afskipti af verkfallinu eða lausn þess. Ástandib á sjúkrahúsum og öbrum heilbrigöisstofnunum þar sem sjúkraliöar starfa, er orðið óþolandi og fer versnandi með hverjum deginum sem Á víbavangi verkfallið stendur yfir. Ríkis- valdiö ber ábyrgð á hvernig komiö er með því aö viöur- kenna ekki sjálfsagðan rétt sjúkraliða til að ná fram ein- hverjum kjarabótum. Fyrirsláttur eins og sá að kröf- ur sjúkraliða séu svo óljósar að ekki sé hægt að ræða þær eba semja, er út í hött. Finnur Ing- ólfsson vék aö þessu atriði í um- ræðunum á Alþingi um verkfall- ið í fyrradag og sagbi að með því einu að fylgjast með rökum sjúkraliða í fjölmiðlum væri hægt að skilja kröfur þeirra fylli- lega. Margt kemur undarlega fyrir sjónir varðandi þessa deilu, svo sem það að verkfallið nær ein- göngu til sjúkraliða á heilbrigð- isstofnunum í Reykjavík. Ann- ars stabar er stéttin betur laun- uð og virðast sjúkrahúsin þar allvel starfhæf fyrir því. Slæleg frammistaða Að viðunandi lausn á málum sjúkraliða í Reykjavík muni kollvarpa fjárhagsáætlunum heilbrigbiskerfisins eru rök sem ekki ná nokkurri átt. Ef litið er á launamismuninn innan kerfis- ins, er auðvelt að reikna út að þab eru aðrir en þeir sem lægstu launin þiggja, sem setja fjárhag- inn úr skorðum. Þegar svo er komið ab jafnvel þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir vantrausti á fjármála- ráðherra fyrir slælega og óafsak- anlega framgöngu í að leysa mál, sem ráða verður fram úr nú þegar, ætti ráðherrann aö sjá sóma sinn í að semja við lág- launastétt sjúkraliða þegar í stað, áður en enn verra hlýst af þrjóskunni. Verkfall sjúkraliða er þegar orðið of dýrt og veldur sívax- andi óþægindum og þjáningum þeirra sem það bitnar harðast á. Lausn verkfallsins þolir enga bið og það er óhugsandi ab láta það dankast mánuðum saman í biðstöbu vegna óvissra heildar- kjarasamninga allt annarra ab- ila en þeirra sem nú deila. Málib er í höndum fjármála- ráöherra, sem ekki hefur lengur traust eigin flokksmanna hvab þá annarra. OÓ Lánasýsla í Á víðavangi í gær var fjallab lítil- lega um auglýsingar, sem settar eru í sjónvarpiö til að örva sölu á áskriftum ríkisskuldabréfa. Þeir, sem falbjóða bréfin, álíta að nær- göngular ástarlífslýsingar séu einkar vel til þess fallnar að safna áskrifendum að spariskírteinum ríkissjóös. Sagt var aö fjármálaráðuneytiö og Seðlabankinn auglýstu bréfin en ekki Seðlabanki með svona áhrifamiklum hætti. En Seðlabankinn rekur af sér slyðruoröib og segist hvergi koma nærri auglýsingagerð eða kynn- ingu á bréfum þessum. Það eru fjármálaráðuneytið og Lánasýsla ríkisins sem eiga heið- urinn af smokka- og uppáferða- sýningunni, sem sjónvarpið dreif- ir án atbeina Seblabanka íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.