Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IWSJÍÍIÍfJ
Laugardagur 26. nóvember 1994
Einar Svansson, framkvœmdastjórí Fiskiöjunnar-Skagfirbings á Sauöárkróki:
„Menn horfa fyrst og fremst
á hagsmuni sinna fyrirtæka"
Einar Svansson, framkvæmda-
stjóri Fiskiöjunnar-Skagfirbings
hf. á Saubárkróki hefur verið
nokkub í fréttum undanfarin
misseri í tengslum vib sókn ís-
lenskra togara í Barentshaf.
Hann er einn af ungu mönnun-
um í greininni, mikill markabs-
hyggjumabur og einn af arki-
tektum Smokkfisksins svo kall-
aba. Blabamabur Tímans sótti
Einar heim á Saubárkróki í vik-
unni.
Fiskiöjan-Skagfirðingur hf. á
Sauöárkróki samanstendur í raun
af tveimur hlutafélögum, Fiskiðj-
unni hf., sem er að öllu leyti í
eigu Kaupfélags Skagfirðinga, og
Skagfirðingi hf., sem er í eigu um
120 aðila.
Hlutafé Skagfirðings hf. er að
nafnviröi 343 milljónir króna. Af
því eiga kaupfélagiö og Fiskiöjan
50-60% en Sauðárkróksbær er
næststærsti hluthafinn með um
20% eignaraðild.
Nú stendur yfir hutafjáraukn-
ing vegna kaupa á frystitogaran-
um Sjóla. Nýtt hlutafé er selt á
genginu tveimur.
Þræbirnir
liggja víba
Þetta er eitt af öflugustu útgerð-
arfyrirtækjum landins. Fyrirtækið
rekur frystihús á Sauðárkróki og
Hofsósi, saltfisverkun á Sauðár-
króki, gerir út fjóra togara frá
Króknum, auk Sjóla sem gerir út
frá Hafnarfirði, aö mestu leyti á
úthafskarfa. Stjórnendur fyrir-
tækisins hafa fjárfest í hlutabréf-
um í öðrum skyldum fyrirtækjum
ásamt kvóta fyrir um 200 milljón-
ir kfóna undanfarin ár. Fiskiðjan-
Skagfirðingur á 34% hlut í Hrað-
frystihúsi Grundarfjarðar, sem er
stærsti einstaki hlutur í því fyrir-
tæki. Hraðfrystihús Grundarfjarð-
ar rekur öflugt frystihús og gerir
út tvo togara. Skagfirðingarnir
eru ab auki einn af stærstu hlut-
höfunum í íslenskum sjávaraf-
urðum og Framleiðendum hf.
sem keyptu hlut Landsbankans í
íslenskum sjávarafurðum hf.
Fyrirtækið starfar í samvinnu
við Hraðfrystihús Grundarfjarðar,
en áður hafði fyrirtækið keypt
hlutabréfin í útvegsfyrirtækinu
Skildi hf. á Sauðárkróki og sam-
einað Skjöld sínum rekstri.
Þau stærstu verba
stærri
„Þessi sjávarútvegsfyrirtæki,
sem eru stærst í dag, eiga aö mínu
viti flest langmesta lífsmöguleika
til framíðar," segir Einar Svans-
son. „Þau munu lifa frekar en
önnur og fyrirtækin sem lifa af
verða sterk og ég held að þau
muni eflast. Sérstaklega þau sem
hafa verið að fara inn á hluta-
bréfamarkaðinn. Það er til dæmis
einn mesti styrkleiki okkar hvað
við erum með öfluga huthafa á
bak við okkur.
Ég kann ekki að meta þessar
eignir," segir hann aðspurður um
hversu mikils virði fyrirtækið sé í
raun og veru. „Það er hins vegar
allt í lagi aö geta þess að veiði-
heimildir, eru ekki skráðar sem
eign í Skagfirðingi hf. en það fyr-
irtæki fékk úthlutað upp undir
6000 þorskígildum á þessu fisk-
veiðiári. Miðað við markabsverð á
þeim veibiheimildum eru þær
varla undir einum milljarbi aö
verðgildi. Staða Fiskiðjunnar og
Skagfirbings er talsvert sterkari en
bókfært eigib fé segir til um, en
eigib fé í þessum fyrirtækjum er
upp undir 600 milljónir króna í
dag.
Þab sem hins vegar skiptir máli
þegar upp er stabib er rekstrarleg
staba. Ef fyrirtækin halda áfram
að skila hagnaði, eins og flest
bendir til í dag, halda þau áfram
að efiast."
Úthafsveibar verba
mikilvægari
Einar segist ekki í nokkrum vafa
um aö mikilvægi úthafsveiða í ís-
lenskum sjávarútvegi eigi eftir ab
aukast á næstu árum.
„Það sem að maöur sér í hendi
sér er að veiðin á úthafskarfanum
mun t.d. aukast," segix hann.
„Menn eru aö horfa á karfa-
veiðarnar sem mjög vænlegan
möguleika til að vega upp á móti
kvótaskerðingu. Sér í lagi þeir serri
aö liggja vel við veiöunum og
jafnvel getur þarna verið um að
Einar Svansson vib höfnina á Saubárkróki. Skagfirbingur gerir út 4 togara
frá Saubárkróki og eitt úthafsveibifrystiskip frá Hafnarfirbi.
Tímamynd, Árni Gunnarsson.
ræða ísfisktogara sem eru ab
landa inn í vinnslu. Til vibbótar
kemur að menn eru farnir aö
þýða upp hluta af úthafskarfan-
um og vinna í landi fyrir Amer-
íkumarkað. Ef úthafskarfinn
reynist að auki hráefni fyrir
vinnsluna í landi er þetta rakiö
dæmi fyrir sjávarútveginn til að
Rannveig
hefur fulla
samúö meb
sjúkraliðum
Rannveig  Gubmur>
lagsmálaráöher;
full.i vamúb,
telur ab
MIK/Ð ER FALLEGT /)F
HENNI R/INNVE/GU/)Ð
H//F/) SVON/Í S/IMÚÐ
MEÐ SJÚKRAL/ÐUNUM,
E/NSOG yÚN ERNÚ /VÝ-
BiRJUÐ / ST//RF/NU !
mæta skerðingu á hefðbundnum
tegundum.
Það er erfitt að segja til um aðr-
ar úthafsveiðar eins og t.d. Bar-
entshafið. Ég hef hins vegar ekki
trú á öðru heldur en að menn
muni sækja þangað þar til að búið
er ab semja um kvóta við Norð-
menn. Þar á eftir sækjum viö í
þann kvóta sem við fáum, þannig
að ég held aö þaö muni allavega
koma eitthvaö út úr þeim veiðum
þegar til lengri tíma er litið. Út-
hafsveiðarnar eru geysilega mikil-
vægar eins og staðan er í dag.
Menn eru að reyna aö þrauka af
þessar kvótaskeröingar sem eru
orðnar ansi miklar."
Smokkfiskurinn og Kol-
krabbinn
Fiskiðjan-Skagfirðingur er einn
af stóru hluthöfunum í íslenskum
sjávarafurðum hf., sem er arftaki
sjávarafurðadeildar Sambandsins.
Hópur fyrrum sambandsfyrirr
tækja, meb VÍS, Í.S., Olíufélag ís-
lands, Samskip og Samyinnulíf-
eyrirssjóbinn í fararbroddi, hefur
verið nokkuð áberandi í íslensku
viðskiptalífi að undanförnu.
Morgunblabib hefur m.a. ritab
fréttaskýringar um þessa fyrir-
tækjablokk, sem sækir nú ab Eim-
skips/Flugleiba/Skeljungs-hópn-
um sem tengist Sjálfstæbisflokkn-
um og hefur verib nefndur Kol-
krabbinn í daglegu tali. Ritstjórar
Moggans hafa gefib fyrrnefnda
hópnum nafnib Smokkfiskurinn
og sögðu hann spúa eitri aö Kol-
krabbanum þegar samvinnufyrir-
tækin fyrrverandi keyptu hluta-
bréf í Vinnslustöbinni  í Vest-
mannaeyjum, sem er gamalgróið
íhaldsfyrirtæki.
En hvað segir Einar Svansson,
sem stjórnarmaður í íslenskum
sjávarafuröum, um kenningarnar
um Smokkfiskinn og Kolkrabb-
ann?
„Þetta kom flatt upp á okkur,
sem eigum að standa að þessum
Smokkfiski, þegar þessu var fyrst
lýst," segir hann. „Ég held að
menn hafi ekki horft á þetta frá
þessum sjónarhóli. Þessar frétta-
skýringar bera keim af gömlum
hugsunarhætti. Auðvitað er sam-
starf á milli fyrirtækja, en pólitík-
in skiptir oröið mun minna máli
en var. Með nýrri kynslób vel
menntabra stjórnenda hugsa
menn fyrst og tremst um afkom-
una. Þeir horfa á sitt eigib fyrir-
tæki ábur en þeir fara ab hugsa
um einhverjar blokkir. Menn
sækja vibskipti þangab sem það er
skynsamlegt hvort sem að það er
innan þessa svo kallað Smokk-
fisks eða Kolkrabba.
Hitt er annað mál, ab við lítum
svo á ab Islenskar sjávarafurbir
hafi ab baki sér mjög öfluga hlut-
hafa. Ekki bara okkur framleib-
endur, sem eru mörg af öflugustu
sjávarútvegsfyrirtækjum lands-
ins, heldur líka ákvebna abila eins
og Olíufélagið, VÍS og fleiri. Þegar
ráðist er í nýsköpun á einhverju
sviði skiptir mestu máli að hafa
sterka hluthafa að baki til þess að
bakka hána upp."
Einar Svansson var einn þeirra
sem barðist hvað harðast fyrir því
að íslenskar sjávarafurðir yrðu
gerðar aö opnu almennirigshluta-
félagi. Hann segist ekki hafa orðið
var við nein átök á milli Kol-
krabbans og Smokkfisksins. „Ég
veit ekki til þess ab menn séu með
neinar stríðsáætlanir í þessu,"
segir hann. „Það kemur einfald-
lega í ljós í þessu máli, burtséb frá
öllu tali um blokkir, að skerpan í
fyrirtækinu felst í því abhaldi að
vera hlutafélag og þurfa að sýna
árangur og borga arð. Það gerir
það að verkum ab þab hefur verib
kraftur í íslenskum sjávarafurb-
um."
Vörumerkin mestu
verbmætin
íslenskar sjávarafurbir hafa t.d.
farib út í nýsköpun á erlendum
vettvangi, sem ég held ab sé mjög
skynamleg stefna. Þar má taka
sem dæmi hlutafjárkaup á fyrir-
tæki í Namibíu á þessu ári og eins
vibskipti meb Alaskaufsa vib abila
á Kamtsjatka, sem hafa reynst
hagstæb fyrir bába abila. Reyndar
hefur Sölumibstöbin verið fram-
sækin að þessu leyti líka. Ég vil
meina að þessi sölufyrirtæki, sem
halda á vörumerkjunum „Sam-
band of Iceland" hjá Í.S., „Ice-
landia" hjá SÍF og Coldwater hjá
Sölumiöstöö hraðfrystihúsanna,
séu kannski verðmætustu eignir
okkar íslendinga. Þetta eru allt
vörumerki sem eru þekkt fyrir
gæði á erlendum vettvangi.
Frá okkar sjónarhóli, sem beit-
um okkur fyrir því ab kaupa
þennan stærsta hlut í íslenskum
sjávarafurbum, þá töldum vib þab
einfaldlega mjög skynsamlega
fjárfestingu út frá mjög mörgum
atribum. Sölufyrirtækin eru í raun
ekki annab en söludeild frystihús-
anna og þau þurfa ab standa nær
þeim en þau gerbu ábur. Þau
þurfa að hafa sterka fjárhagslega
bakhjarla og vib erum nokkub
vissir um ab þetta er gób fjárfest-
ing sem skilar sér í öflugu fyrir-
tæki í framíbinni."           ¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24