Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Laugardagur 26. nóvember 1994
Stjórnmálamenn eru gæslu-
menn þessa sáttmála og mega
ekki hrófla við meginmarkmið-
um hans. Sú kynslóð, sem nú
nýtir gögn og gæði landsins sér
til lífsafkomu, tók við ákveðn-
um skyldum um leið og hún
tók landið í arf. Henni ber að
sjá æskufólkinu fyrir betri
menntun og uppvaxtarskilyrð-
um en hún naut sjálf og að
skila landinu í hendur nýrrar
kynslóðar í betra ástandi en við
var tekið.
Skyldur við kynslóðina sem
lét okkur í hendur land tæki-
færa og lífsgæða sem hvergi
gerast betri - að sú kynslóð geti
átt áhyggjulaust ævikvöld og
horfið sátt frá dagsverki sínu.
Okkar kynslóð á að sjá til þess
að þeir sem sjúkir eru fái að-
hlynningu sér að kostnaðar-
lausu og aðrir þeir sem fengu
skertan hlut nái fram leiðrétt-
ingu.
Hættan er sú að kynslóðin,
sem nú vinnur og nýtir gæði
landsins, sætti sig illa við skatt-
greiðslur sínar ef stjórnvöld
fara illa með almannafé. Sparn-
aður, aðhald og ráðdeild er því
nauðsynleg til að viðhalda sátt-
málanum milli kynslóðanna.
Við þurfum að vera minnug
þess að kynslóðir koma og kyn-
slóðir fara og það sem fráleitt er
í dag er sjálfsagt á morgun, þó
ýmis grunngildi sem við að-
hyllumst standist ávallt tímans
tönn. Sáttmálinn milli kynslóð-
anna getur því brostið í öllu
umrótinu til óbætanlegs tjóns
fyrir þjóðina. Við höldum á
brothættu fjöreggi sem þarfnast
umhyggju, hlýju og nærfærni.
Það hefur aldrei verið meiri
þörf en nú að auka og dýpka
skilninginn milli kynslóðanna.
í eldri borgurum þessa lands
býr sú reynsla, viska, þekking
og þroski, sem æskan verður að
kynnast. í æskunni býr það fjör
og þor sem eitt getur rutt braut-
ina inn í framtíöina.
Við höfum gengið of langt í
aðskilnaði með byggingu sér-
stakra stofnana og íbúða í stað
þess að hafa eðlilegan og á-
nægjulegan samgang. Það má
ekki sundra þjóðfélaginu og
þeir sem eru komnir á svokall-
aðan eftirlaunaaldur geta leyst
margvísleg verkefni, sér og öðr-
um til gagns.
Menntun og vísindi
Á tímum mikilla tæknifram-
fara og síbreytilegra aðstæðna
innanlands sem utan hlýtur
góð menntun að verða undir-
staða allra framfara í landinu
og margt bendir til að við séum
að dragast aftur úr í þeim efn-
um. Tenging skólakerfis og at-
vinnulífs getur skipt sköpum
fyrir alla framtíðarþróun.
Háskóli íslands er æðsta
stofnun vísinda og mennta í
landinu. Hann verður að geta
sinnt rannsóknum og útskrifað
nemendur, sem standa jafnfæt-
is og framar í sumum greinum
en þeir sem koma frá erlendum
háskólum. Þjóð, sem vanrækir
menntun og þekkingu, dregst
aftur úr. Það er ekki nóg að fjár-
festa í fyrirtækjum og hýbýl-
um. Menntun er fjárfesting í
fólki. Ef hún er vanrækt skilar
önnur fjárfesting sér ekki.
Áhugi mennta- og skóla-
stofnana beinist í vaxandi mæli
að þörfum framtíðarinnar.
Þeim þarf að skapa betri skil-
yrði til að starfa með atvinnu-
íífi og rannsóknarstofnunum.
Það verður best gert með því að
veita styrki til tiltekinna verk-
efna og efla þannig frumkvæði
alls þess ágæta fólks sem vinn-
ur á sviði mennta og vísinda.
Þar liggur mikill kraftur sem
þarf að virkja betur.
Hvar eru tækifærin?
Með fólkið í fyrirrúmi eigum
við að leggja megináherslu á at-
vinnumál á næstu árum og
skapa þannig möguleika til að
lyfta skuldaokinu af heimilun-
um. Veiku hlekkirnir í atvinnu-
málum eru lítil fjárfesting, ó-
fullkomið og sundurlaust stofn-
anakerfi, doði í markaðsmálum
og ófullnægjandi nýsköpun og
þróun.
Tækifærin eru víða, svo sem í
sjávarútvegi, ferðamálum, al-
mennum iðnaði, stóriðju, hug-
búnaði, fiskeldi og landbúnaði.
Bestu möguleikarnir eru á
þeim sviðum þar sem við höf-
um hlutfallslega yfirburði yfir
aðrar þjóðir.
sem þekkingu hafa á málefnum
hvers svæðis.
Verkefni Atvinnuþróunar-
stofnunar verði að aðstoða þá
sem vilja stofna til atvinnu-
rekstrar við að stíga fyrstu
skrefin, hjálpa til við áætlaná-
gerð, markaðsöflun og annan
undirbúning. Stofnunin þarf
jafnframt að hafa möguleika á
að Iána fé, veita styrki og að-
stoða við að útvega áhættufé.
Það er jafnframt nauðsynlegt
að auka samvinnu atvinnu-
lánasjóðanna og á þessu flokks-
þingi er sett fram sú hugmynd
að Iðnþróunarsjóði verði breytt
í sérstakan styrktar- og áhættu-
sjóð sem sinni nýjum verkefn-
um og stuðli að nýsköpun.
Hann fengi helminginn af arði
að bjóða sérstakt verð á orku til
að laða hingað ný fyrirtæki.
Sama verður að sjálfsögðu að
gilda um ný íslensk fyrirtæki.
Mikil umframorka er í raforku-
kerfinu sem sjálfsagt er að selja
með afslætti.
Það er mikið kvartað í at-
vinnulífinu yfir tómlæti banka-
kerfisins varðandi nýjungar í
atvinnumálum. Því er haldið
fram ab bankastofnanir séu ó-
fúsar til að lána út á annað en
veð í fasteignum en hugi lítið
að framtíðartekjum. Bankarnir
verða að sýna meiri vilja til að
greiða fyrir fjárfestingum og
mikilvægast af öllu er að lækka
vextina. Háir vextir hafa dregið
verulega úr fjárfestingunni og
það er því enn eitt verkefnið
Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismabur ígóbum félagsskap á flokksþinginu á Hótel Sögu ígaer.
Viðskiptavernd hefur minnk-
að og enn mun draga úr henni
á næstu árum. Það verður að
vera okkar helsta efnahags-
markmið að þoka okkur úr
þeirri stöðu að vera fyrst og
fremst hráefnisútflytjendur í að
vera útflytjendur á fullunnum
vörum. Slík breyting verbur
ekki aðeins til að auka verð-
mætasköpun og atvinnu heldur
einnig til að skapa stöðugra
efnahagsumhverfi.
Á fjórum sviðum eru' mögu-
leikarnir mestir. í fyrsta lagi í
fiskvinnslu og öðrum matvæla-
iðnaði, í öðru lagi í ferðaþjón-
ustu, í þriðja lagi á sviði fræða
og hugvits og í fjórða lagi með
nýtingu fallvatna og jarðvarma.
Það starfsumhverfi, sem
stjórnvöld skapa þessum at-
vinnugreinum, mun á næstu
árum ráöa úrslitum um alla lífs-
afkomu í landinu.
Stofnanir
atvinnulífsins
Það þarf að gera starfsemi
stofnana á vegum ríkisins mun
markvissari en nú er og fækka
þeim með sameiningu. Góð
samvinna ríkisvalds, sveitarfé-
laga og aðila vinnumarkaðarins
skiptir sköpum um samræmt
og markvisst átak í atvinnumál-
um. Þeirri samvinnu verður að
finna vettvang.
Þab er mín skoöun að
Byggðastofnun í núverandi
mynd hafi runnið sitt skeið'.
Ríkisstjórnin hefur dregið úr
henni allan mátt og henni þarf
að gefa nýtt líf og hlutverk í
samræmi við nýjar aðstæður.
Eðlilegt er að komið verði á fót
Atvinnuþróunarstofnun í stað
Byggðastofnunar fyrir landið
allt, þéttbýli og dreifbýli. Að
stjórn þeirrar stofnunar þurfa
að koma fulltrúar atvinnulífs,
verkalýðshreyfingar og sveitar-
félaga. Eðlilegt væri að starf-
semi Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs væri sameinuð Atvinnu-
þróunarstofnun. Sérstakar
stjórnir gætu starfað í hverju
kjördæmi eða landsfjórðungi
stofnlcmasjóðanna, en þeir
ættu síðan aðild að stjórn
sjóðsins. Slík samvinna gæti
orðið til að auka samstarf milli
atvinnugreina og draga úr þeim
skörpu skilum sem eru á milli
þeirra.
Einnig þarf að auka sam-
vinnu atvinnugreinanna í
markaðsmálum. Því skyldi há-
þróað og árangursríkt sölukerfi
sjávarútvegs ekki geta selt land-
búnaðarvörur og íslenskt vatn
með fiskafurðunum? Nauðsyn-
legt er að samræma starf á sviði
markaðsmála þannig að sú
starfsemi sem nú er í vegum
ríkisins veröi falin Útflutnings-
ráði og utanríkisráðuneytið og
sendiráðin stórauki þjónustu
við íslenskt útflutningsstarf.
Við teljum að fleira fólk þurfi
að ráða til að sinna markaðs-
málum erlendis.
Fjárfestingar allt
of litlar
Fjárfestingar innlendra og er-
lendra aðila hér á landi eru allt
of litlar. Með sama áframhaldi
mun atvinnuleysi stóraukast en
ekki draga úr því. Það verður að
hvetja til meiri þátttöku al-
mennings í atvinnulífinu með
því að rýmka skattaleg hlunn-
indi. Núverandi ríkisstjórn hef-
ur dregið úr þeim og þrátt fyrir
loforð um breytingar s.l. vor
bólar ekkert á þeim á Alþingi.
Við teljum að ekki verði hjá því
komist að auka þátttöku lífeyr-
issjóðanna í atvinnustarfsemi
landsmanna. Þeir hafa aðeins
lagt u.þ.b. 2% af eignum sínum
í atvinnufyrirtæki. Þetta gengur
ekki og mun koma lífeyrissjóö-
unum sjálfum og þjóðinni allri
í koll. Lífeyrissjóöirnir hafa allt
of litla tilburði til að breyta til.
Það verður að semja við þá um
meiri þátttöku í nauðsynlegri
uppbyggingu.
Erlendar fjárfestingar eru of
litlar hér á landi og lítið gengur
að breyta því. Með öflugri sókn
Útflutningsráðs og utanríkis-
rábuneytisins má ná árangri.
Það kemur jafnframt til greina
sem ríkisvaldið verður að hafa
forystu um á næsta kjörtíma-
bili, að halda vöxtum í þeim
skefjum að áhugi sé fyrir að
leggja fjármagn í atvinnulífið.
Samtenging at-
vinnugreinanna
Okkur íslendingum er tamt
að tala um einstakar atvinnu-
greinar. Við sem störfum í
stjórnmálunum finnum þetta
vel því mörgum finnst að við
gleymum oft aö nefna mikil-
væg atriði einstakra atvinnu-
greina.
Ég skal ekki neita því að á
átta ára ferli mínum sem sjáv-
arútvegsráðherra var ég mjög
upptekinn af afkomu sjávarút-
vegsins. Ég taldi og tel enn að
fiskveiðar og fiskvinnsla hafi
slíka grundvallarþýðingu fyrir
framtíð landsins að skipulag og
starfshættir greinarinnar skipti
sköpum um velmegun kom-
andi ára.
Núverandi forsætisráðherra
heldur því fram að ísland hafi
verið á svipuðu róli í efnahags-
málum og Færeyjar áður en
hann kom inn á svið landsmál-
anna. Þetta er alrangt. Það er
rúmur áratugur síðan við fram-
sóknarmenn höfðum forystu
um að taka hér upp fiskveiði-
stjórnunarkerfi sem gæti dregið
úr offjárfestingum og skapaö
meiri hagræðingu í greininni.
Það tók mörg ár að koma henni
á og seint vildu menn viður-
kenna vandann sem við blasti.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
ab sú barátta, sem við fórum út
í til að ná skynsamlegri stjórn á
fiskveiðunum, hafði grundvall-
arþýðingu fyrir framtíð sjávar-
útvegsins. Það er því furðulegt
að forsætisráöherra, sem á þess-
um árum var m.a. upptekinn
vib að byggja rábhús og fjár-
festa í hótelum og veitingahús-
um á vegum Reykjavíkurborg-
ar, skuli leyfa sér ab halda því
fram áð við höfum verið á Fær-
eyjabrautinni. Hallirnar, sem
hann barbist fyrir á sama tíma,
kostubu milljarba og þeir voru
fleiri sem byggðu og byggbu án
þess ab arbsemin væri lögb til
grundvallar.
í einu þessara veitingahúsa
var núverandi ríkisstjórn
myndub. Þar var lagt á ráöin
um að gera miklar breytingar á
fiskveiðistjórnunarkerfinu og
pólitískar nefndir skipaðar í
þeim tilgangi. Eftir þriggja ára
starf var niðurstaðan að gera
tiltölulega litlar breytingar.
Okkur tókst meb málefnalegri
stjórnarandstöðu að forða slysi,
þótt ýmislegt hafi ekki verið að
okkar skapi.
Með þessu er ég ekki að halda
því fram að núverandi kerfi sé
gallalaust. Það hefur mikla
galla en jafnframt stóra kosti.
Það verður áfram verkefni
stjórnmálanna að leita sátta
milli ólíkra hagsmunahópa
innan þess og auka jöfnuð
vegna áfalla. Á það hefur vissu-
lega skort því þeir sem hafa
misst miklar aflaheimildir í
þorski hafa fengið litla úrlausn
sinna mála. En þrátt fyrir allt
hefur lifað hér þróttmikill sjáv-
arútvegur sem hefur aölagast
með ótrúlegum hætti breyttum
aðstæðum. Víða má samt sjá
hættumerki og margir eru ugg-
andi um sinn hag og þá ekki
síst bátaútgerbin sem byggir ab
mestu á þorskveiðum.
Mikilvægasta verkefni sjávar-
útvegsins er að byggja upp
fiskistofnana, greiða niður
skuldirnar og skapa sem mest
svigrúm til að fara út í nýjung-
ar og meiri fullvinnslu. Það þarf
að auka alþjóðlegt samstarf og
skapa stöðu og þrótt til að reka
öflugt markaðs- og þróumr-
starf. Skattpíningarmennirnir,
sem halda að lífið kvikni með
skattlagningu undir nafninu
„auðlindaskattur", eru á villi-
götum. Þær skoðanir eiga mik-
inn hljómgrunn innan ríkis-
stjórnarinnar og fara þar
fremstir núverandi fjármálaráð-
herra Friðrik Sophusson og
fyrrverandi fjármálaráðherra
Jón Baldvin Hannibalsson. Ef
þeirra skobanir verba ofan á
verbur þrek og sókn lömuð
einmitt þegar við þurfum á
hinu gagnstæða að halda.
Landbúnaburinn á í reynd
erfiðast uppdráttar allra at-
vinnugreina. Mikill samdráttur
er í sauðfjárrækt og allt bendir
til að GATT-samkomulagið
verði að veruleika og innflutn-
ingur verði hafinn á landbún-
aðarvörum í einhverjum mæli.
Þessi innflutningur getur þó
haft mikil áhrif. Því er nauð-
synlegt að búa greinina undir
vaxandi samkeppni. Þab er of
mikib af sláturhúsum og mjólk-
urstöbvum og þeim verbur ab
fækka til þess ab ná fram meiri
hagræðingu. Það er ekki auð-
velt verk og verður ekki gert án
forystu ríkisvaldsins.
Það verður jafnframt að
draga úr eba fella' nibur sjóba-
gjöld í landbúnabinum og
styrkja betur þá útflutnings-
möguleika sem eru fyrir hendi.
Þab er ekki nokkur vafi á að
það má selja framleiðsluvörur
landbúnabarins sem hágæða
vöru á erlendum markaði, en í
fyrstu verðUr það ekki gert
nema með stuðningi. Það verð-
ur enginn var við að núverandi
landbúnabarrábherra sé ab
sinna þessum málum. I þess
stað notar hann kraftana í að
deila við utanríkisráðherrann
sem aldrei þreytist á að tala
gegn landbúnaðinum. Það virð-
ist vera það sama uppi á ten-
ingnum hér sem annars staðar
að ágreiningur kemur í veg fyr-
ir aðgerðir.
Ég er sannfærður um að það
er mikilvægt að draga úr aö-
skilnaði atvinnugreinanna. Þaö
skiptir mestu máli að sinna öllu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24