Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Laugardagur 26. nóvember 1994
19
öld, en Sovétiö lafði í sjötíu ár.
En seint munu þeir Framsóknar-
kommar á Neskaupstað leiöa því-
líkar hörmungar yfir Austfiröinga
sem Sovéttrúboðið eystra. Enda
ólíku saman að jafna — útgerð-
inni á Neskaupstað eða ryðkláf-
um kjarnorkuveldisins, sem nú
mara í kafi undan Novaya
Zemlya.
Austfirðingar trúðu Lúðvík Jós-
epssyni snemma fyrir litlu. Og
hann var settur yfir mikið, enda
brást hann ekki trúnaði þeirra.
Viö munum lengi minnast sjáv-
arútvegsráðherrans Lúðvíks jós-
epssonar, sem með undirskrift
sinni færði út landhelgina, fyrst í
12 mílur 1958 og síöar í 50 mílur
1972. Víst er þaö svo aö Hans G.
Andersen, þjóöréttarfræðingur,
lagði traustan grundvöll að þess-
ari nýju sjálfstæðisbaráttu með
framsýnni löggjöf um vísindalega
verndun landgrunnsins þegar
áriö 1948. Og lagði á ráðin um
sókn og vörn í því máli í tvísýnni
atskák við rétttrúnað ríkjandi
lögfræði og hagsmunavörslu stór-
þjóða.
En Lúðvík Jósepsson var líka
réttur maður á réttum stað. Hann
hafði hafist af litlu úr sjávarplássi
norður við Dumbshaf. Hann
þekkti af eigin reynslu harða lífs-
baráttu íslenskra sjómanna.
Hann vissi að afkoma þjóðarinn-
ar var undir því komin að auð-
lindin yrði ekki rányrkt af út-.
lendum togaraflota. Hann var
ekki haldinn neinni vanmeta-
kennd gagnvart útlendum stór-
bokkum og vissi vel, hvers hann
var megnugur. Hann var réttur
maður á réttum stað.
Og heimurinn tók eftir þessum
harðsnúna útkjálkamanni. Sagan
segir að hann hafi komist næst
Sigurjón Viðar Alfrebs
Vinur minn Sigurjón Viðar Al-
freðs er farinn, horfinn, dáinn.
Það var eins og ljós hefði slökkn-
að. Ljós sem maður hafði tekið
sem sjálfsögðu. Ljós sem einfald-
lega alltaf var, og þar með ekki
metið að verðleikum, fyrr en það
hvarf.
Við höfbum unnið saman
gegnum árin, á íslandi og í út-
löndum, og þegar við hjónin
stofnuðum félagið okkar Atlanta,
þá kom Sigurjón með okkur í
baráttuna.
Sigurjón var flugumsjónarmaö-
ur að mennt, og vann í fyrstu
sem slíkur, en gekk jafnframt í öll
önnur störf eða allt annað sem
þurfti að gera og það á hvaða
tíma sem var hvar sem var, og
það er nú einu sinni svo, að þeg-
ar maður vinnur möglunarlaust
allt sem þarf, þá er endalaust
bætt á og veröur þá gjarnan lítið
um þakkir. En þó seint sé, vil ég
með þessum fátæklegu orðum
þakka fyrir samveruna og sam-
starfið.
Þegar ég horfi til baka, rennur
upp fyrir mér hversu stór maður
Sigurjón var. Hann var með geð-
prúðustu mönnum og var alltaf í
sínu einstæða sólskinsskapi.
Hann var fyrstur til að finna ef
tMINNING
eitthvað bjátaði á hjá einhverjum
og þá fyrstur með orð til hjálpar
og styrktar. Oft þegar ég stóð
frammi fyrir erfiðleikum sem mér
fannst á stundum óyfirstíganleg-
ir, og sá enga lausn á, kom hann,
lagði hendina á öxlina á mér og
sagði: „O, þetta lagast fóstri."
Lausnirnar á vanda, litlum eða
stórum, hafði hann alltaf tiltæk-
ar. Ein lítil saga frá því við opn-
uðum fyrirtækið okkar fyrst í
Mosfellsbænum kom upp í huga
mér. Við höfðum keypt notuð
skrifstofuhúsgögn sem Sigurjón
fann á einhverri útsölu, en þegar
við vorum stoltir búnir að koma
öllu saman og á sinn stað sáum
við okkur til hrellingar að fínu
húsgögnin okkar voru öll í risp-
um. Þetta var hið versta mál, því
við höfðum boðið nokkrum gest-
um um kvöldið. Nú, Sigurjón dó
ekki ráðalaus og hljóp yfir götuna
í matvöruverslunina og keypti
sósulit sem hann síðan bar á, og
allar rispur hurfu samstundis, og
hafa ekki sést að ráði síðan og
þessi húsgögn enn í notkun.
Sigurjón hafði þann einstaka
hæfileika að eignast vini hvar
sem hann fór. I Líbýu, þar sem
Sigurjón var stöðvarstjóri um
tíma, var oft lítið um kræsilegan
mat, en Sigurjón fór bara og „tal-
abi" og samdi við vini sína bænd-
urna í nágrenninu og aflabi
fanga, svo sem eins og kjúklinga
og eggja. Hvaba tungumál hann
talabi eba hvernig hann fór ab
þessu hef ég aldrei komist ab, en
eitt er víst ab ekki talabi hann ar-
abísku og ekki töluðu þeir neitt
það tungumál sem hann kunni,
en matinn kom hann með. Þann-
ig var Sigurjón, hann einfaldlega
viburkenndi ekki vandamál.
Svona litlar sögur geymi ég marg-
ar og á eftir ab minnast þeirra
meb hlýju um mína ókomnu
daga.
En nú hefur Sigurjón komib ab
endalokum þessa lífs, og vib sem
eftir erum minnumst góðs drengs
og vinar með djúpum söknuði og
björt minning hans mun geym-
ast okkur um framtíð.
Um leið og við þökkum fyrir
samveruna, viljum við, Birna
mín, votta þér og Báru, börnum
ykkar, tengdabörnum, barna-
börnum svo og öðrumættingj-
um, okkar dýpstu samúð.
Megi guð fylgja ykkur.
Arngrímur og Þóra
DAGBOK
IVAAAAAAAAAAAA/
230. dagur ársins - 35 dagar eftir.
47.  vlka
Sólriskl. 10.30
sólarlagkl. 15.39
Dagurinn styttist um
6 mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Á morgun sunnudag: Brids-
keppni, tvímenningur, kl. 13 og
félagsvist kl. 14 í Risinu. Dansað
í Goðheimum kl. 20. Mánudag
28. nóv. kl. 20.30 er Söngvaka í
Risinu. Stjórnandi Vigdís Einars-
dóttir.
Barðstrendingafélagið
og Djúpmannafélagið
Minnum á félagsvistina í dag kl.
14 á Hallveigarstöbum. Allir vel-
komnir. Veitingar.
Gjábakki, Fannborg 8
Laufabrauðið er í dag kl. 13. Kór-
arnir syngja kl. 15. Ný 3ja vikna
námskeið hefjast í næstu viku.
Upplýsingar í síma 43400.
Kolrassa krókríðandi
með hljómleika
Hljómsveitin Kolrassa krókríð-
andi heldur stórtónleika í Tjarn-
arbíói í kvöld, laugardag. Hljóm-
sveitin Maus hitar upp og húsið
opnar kl. 22. Mibaverð er í algeru
lágmarki, eða aðeins kr. 300, og
auk þess fá heppnir gestir glaðn-
ing. Allir, sem eru 16 ára og eldri,
eru velkomnir!
Aðventuhátíðir í Bú-
staðakirkju og Neskirkju
Á morgun er fyrsti sunnudagur í
abventu. I Bústabakirkju verður
aðventuhátíð um kvöldið og
hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður
kvöldsins verður Ólafur Ragnars-
son bókaútgefandi. Barnakórinn
syngur ásamt yngri bjöllukór
undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur.
Gréta Bentsdóttir syngur ein-
söng, Hanna Björk Guðjónsdóttir
og Ingunn Osk Sturludóttir
syngja tvísöng. Kirkjukórinn
ásamt 20 manna hljómsveit úr
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
syngja innlend og erlend lög.
Guðni Þ. Guðmundsson stjórnar.
í Neskirkju verður aðventusam-
koma kl. 17. Pétur Guðmundar-
son flytur ávarp. Ræðumaður
verður dr. Gunnlaugur A. Jóns-
son. Af tónlistaratriðum má
nefna tónverkið Lag fyrir ljúfan
draum fyrir flautu, píanó og selló
eftir Steingrím Þórhallsson, og er
hann einn flytjenda. Þá mun
Finnur Bjarnason syngja einsöng
við undirleik Reynis Jónassonar
og kirkjukórinn syngur þrjú lög.
Lokaorð flytur séra Guðmundur
Óskar Ólafsson.
jólavaka Barnabókaráðsins
Hin árlega jólavaka Barnabóka-
bráðsins, íslandsdeilar IBBY,
verður í Norræna húsinu á morg-
un kl. 15. Lesið verður úr nýjum
ísl. barnabókum, upplesarar eru
Ármann Kr. Einarsson, Jóhanna
Steingrímsdóttir, Gunnhildur
Hrólfsdóttir og Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson. Kynnir er Iðunn
Steinsdóttir.
Kl. 14.30 verður opnuð sýning í
anddyri hússins á jólamyndum
eftir börn. Allir eru velkomnir í
Norræna húsið kl. 14.30 og að-
gangur er ókeypis.
Aðventutónleikar Lúðra-
sveitarinnar Svans
Á morgun, sunnudag, mun
Lúðrasveitin Svanur halda sína
árlegu aðventutónleika í Lang-
holtskirkju. Á efnisskránni eru
meðal annars A Messiah Overture
eftir Hándel, Mars úr Tannháuser
eftir Wagner, jólalög og margt
fleira. Stjórnandi er Haraldur
Árni Haraldsson. Tónleikarnir eru
í Langholtskirkju kl. 17.
Leiðsögn um sögusýning-
una Leiðin til lýðveldis
Sögusýning Þjóðminjasafns og
Þjóðskjalasafns í gamla Morgun-
blaðshúsinu í Aðalstræti 6 verður
fram haldið til jóla. Á morgun,
sunnudag, kl. 15 veita sérfræð-
ingar leiðsögn um hana. Sýning-
in og verslunin er opin þriðju-
daga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga frá kl. 12-17.
Von og vísa í Hafnarborg
Anna Pálína Árnadóttir vísna-
söngkona og Gunnar Gunnars-
son, organisti og djasspíanisti,
halda tónleika á morgun, sunnu-
dag, í Hafnarborg, Hafnarfirði.
Tilefni tónleikanna er útkoma
nýrrar geislaplötu sem ber heitið
Von og vísa, en á henni eru
þekktir sálmar í nýjum og
óvenjulegum útsetningum. Tón-
leikarnir hefjast kl. 17. Þeir eru
öllum opnir og aðgangur er
ókeypis.
því, íslenskra stjórnmálamanna,
að prýða forsíöu Time Magazine
sem byltingarforinginn, sem stóð
upp í hárinu á ríkisstjórn hennar
hátignar, Bretadrottningar. En
annar hvor þeirra Makaríosar
erkibiskups á Kýpur eða Nassers
Egyptalandsforseta hafi rutt hon-
um af forsíðunni á seinustu
stundu. Time hefði væntanlega
selst vel í Neskaupstað þann dag-
inn. En varla hefði þá Lúðvík,
Bjarna og Jóhannes grunað það
þá að þyrlubjörgunarsveit Varn-
arliðsins ætti eftir að lenda á
Rauðatorginu og taka þátt í há-
'tíðahöldunum á sjómannadag-
inn sem sérstakir heiðursgestir
arftaka þeirra í bæjarstjóm Nes-
kaupstaðar. Þaö mega gjarnan
heita „sögulegar sættir".
Fyrir hönd okkar íslenskra jafn-
aöarmanna votta ég eftirlifandi
eiginkonu Lúðvíks, Fjólu Steins-
dóttur, afkomendum þeirra, vin-
um og vandamönnum samhygð
og viröingu.
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins —
Jafhaðarmannaflokks íslands
Frettir i vikulok
Lítil loona
Aðeins mældust um 570 þúsund tonn af hrygningarloðnu í
haustleibangri Hafrannsóknastofnunar, sem er mun minna
en búist var við. Nánast hvergi fundust veiðanlegar torfur og
fullorðna loðnan var óvenju rýr. Þá fannst engin loðna á
Grænlandssundi og Norðurdjúpi. Fiskifræðingar telja óvissu
um stærð stofnsins og verður hann rannsakaður nánar.
Vaxandi atvinnuleysi
í október voru að meðaltali 4.539 manns án atvinnu. Það
jafngildir 3,4% atvinnuleysi, sem er 0,2% aukning frá fyrra
mánuði. Atvinnuleysi jókst í öllum landshlutum nema á
Austurlandi. Búist er við að atvinnuleysi í nóvember verði
enn meira, eða 4.2- 4.8%.
Neyðarástand vegna verkfalls
sjúkraliða
Stjórn Landakots lýsti í vikunni yfir neyöarástandi vegna
verkfalls sjúkraliða. Fundir hafa verið árangurslausir á milli
samninganefndar ríkisins og sjúkraliða og virðist málið í
hnút.
Banaslys vjö Akureyri
Banaslys varð á Norðurlandsvegi við Akureyri sl. laugardag.
Tveir bílar skullu saman í hálku og lést ökumaður annars
þeirra.
Bylting í vetrarakstri?
Léttari snjóna^lar úr hörbu plasti eða áli munu trúlega verða
teknir upp á Islandi næsta haust. Notkun slíkra nagla hefur
reynst vel í nágrannalöndunum. Þetta mun hafa tugmilljóna
sparnað í för með sér, ef af verður, auk þess sem mengun
minnkar til muna.
Sínkverksmiðja í sjónmáli?
Bandarísk fyrirtæki hafa áhuga á að byggja sínkverksmiðju á
íslandi. Beðib er skýrslu erlendra aðila sem hafa skobað mál-
ið. Rætt er um fjórar deildir, tvær hrávinnslur og tvær deildir
sem fullvinna efnið. Reksturinn yrði mögulega bæði á
Grundartanga og í Gufunesi við Reykjavík. Ef af verður, er
talið að þrjú ár taki ab koma verksmibjunni upp og myndu
skapast um 1000 störf vib byggingu hennar.
Flutt úr Landsbókasafni
Mestu dýrgripir Landsbókasafns eru nú að skipta um absetur,
en Þjóðarbókhlaðan mun leysa gamla Landsbókasafnið af
hólmi á næstunni. Á meðal helstu dýrgripa safnsins eru Pass-
íusálmar Hallgríms Péturssonar.
Óreiða í Kvennaathvarfinu
Búið er að segja upp öllum starfsmönnum Kvennaathvarfs
og mynda nýja stjórn eftir að starfsmenn urðu uppvísir að
fjármálaóreiðu. Ekki er talib tilefni til kærumála vegna fjár-
dráttar, en komið hafa fram alvarlegar brotalamir á rekstri at-
hvarfsins. Kappkostað verður að koma rekstrinum í lag á
næstunni og m.a. veröur engin yfirvinna heimiluð og dregið
úr abkeyptri sérfræðiþjónustu í sparnaðarskyni.
Lúðvík jósepsson látinn
Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi alþingismabur og rábherra, er
látinn. Hann var landskjörinn þingmaður 1942 og sat á
þingi allt til 1979. Hann varð tvívegis sjávarútvegsráöherra
og gegndi mikilvægu starfi í útfærslu landhelginnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24