Tíminn - 31.05.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.05.1995, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 31. maí 1995 a$lÉI£KI1fe8M 11 María Markan Östlund „Lýs, milda Ijós, í gegtium þetm- attgeim ..." Flestir, ef ekki allir íslendingar hafa hlýtt á flutning Maríu Markan á þessum sálmi, notið mýktar og fyllingar raddarinnar með silfurhljómnum, sem ein- kenndi rödd hennar. Kynni af góðu fólki skapa margháttuð áhrif, sem endur- óma með ýmsu móti alla ævi- daga. Eftir að það happ féll mér í skaut fyrir þrjátíu árum að fá að rita endurminningar Maríu Markan, hefur hún skipað stórt rúm vináttu og virðingar í huga mínum. í því samstarfi kynntist ég fá- gætri mannkostakonu og mikl- um listamanni. Rauði þráður- inn í umfjöllun hennar um samferðamenn á ævibrautinni, um vini og vandamenn, var að láta ekkert það frá sér fara, sem valdið gæti sárindum eða lítil- lækkað aðra. Bærist talið að ávirðingum manna, var við- kvæðið: En þetta skrifar þú ekki. Ung lagði María stund á pí- anóleik, en hafði enga trú á t MINNING söngrödd sinni fyrr en vinkonur hennar tóku að hæla henni og þó einkum þegar Einar bróðir hennar, sem þá hafði byrjað sitt söngnám, lagði að henni að koma með sér til Noregs til söngnáms. Þar hóf hún nám tuttugu og tveggja ára gömul. Síðan fóru þau systkin saman til Þýskalands og þar dvaldi hún við nám og störf og fékk sína fyrstu föstu stöður við óperu- hús. Hér verður ekki rakinn ferill Maríu víða um heim, en 1941 var hún fyrst íslendinga ráöin að Metropolitanóperunni í New York, ein af þremur söngvurum, sem valdir voru úr 723 manna hópi. Það sama ár kynntist hún Georg Östlund, sem varð eigin- maður hennar og eignaðist með honum einkasoninn pétur. Skömmu eftir ráðninguna að Metropolitan varð María fyrir ósvífinni lygaárás í sorpblaði, sem bendlaði hana vib ýmsa nasista. Á styrjaldarárum voru slíkar aðdróttanir teknar alvar- lega og hvernig sem reynt var aö fá þeim opinberlega hnekkt, tókst það ekki. Eina óperuhlut- verkib, sem María söng í Metro- politan, var hlutverk greifafrú- arinnar í Brúðkaupi Figaros, en hún söng á mörgum hljómleik- um, sem óperan efndi til. Henni blandaðist ekki hugur um, ab rógsgreinin hafði áhrif á stjórn- endur óperuhússins, þrátt fyrir að margir helstu listamenn þar sýndu henni jafnan vinsemd. fíún var endurráöin næsta ár, en bið varð á að hún fengi óperuhlutverk og sagði hún upp samningi sínum vorið 1944. Frá New York fluttu þau hjón til Kanada, þar sem Georg Öst- lund ætlaði að stofna tunnu- verksmiðju í samvinnu vib ís- lenska aðila. Þar töpuðu þau öll- um sínum eignum og segir Mar- ía að dvölin þar hafi veriö erfiðasti þáttur ævi sinnar. Árib 1954 ákvað hún að fara heim til íslands að halda þar hljómleika og tókst ágætlega, auk þess sem hún var fengin til að syngja í tveimur sýningum í Þjóðleik- húsinu í Cavalleria Rusticana. Skömmu síðar varð það aö ráði að fjölskyldan flytti til íslands og fékk eiginmaður hennar vinnu á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann starfaði til dauðadags 1961. Jónas Jóhannsson jótias Jóhatmsson var fœdclur í Skógutn á Fellsströnd í Dalasýslu 18. desember 1899, eitt tíu bama hjónanna fóhanns Jónassonar og Júlíönu Sigmundsdóttur, er þar bjuggu allan sinn búskap. Hann var bóndi á Valþúfu í sötnu sveit í áratugi. Kona Guðbjörg Andrés- dóttir frá Þrúðardal í Stranda- sýslu, synirþeirra Andri lyfjafnxð- ingur og Rúnar bóndi á Valþúfu. Jónas lést hinn 25. febniar s.l. í Bannahlíð, vistheimili fyrir aldr- aða á Reykhólum. Hann var jarð- settur frá Staðarfellskirkju 3. tnars. Þeim fækkar nú bændunum á íslandi, sem fæddir voru fyrir og um s.l. aldamót og lifðu tvenna tímana. Menn sem ólust upp viö vinnubrögð og atvinnu- hætti, sem viðgengist höfbu allt frá upphafi byggðar í landinu, með fábreyttan búnað, lítil þægindi en mikiö strit, á tímum þegar baráttan fyrir afkomu fólksins var þrotlaus og hörð, en þó aldrei trygg. Þó var aldrei far- ið fram á meira en að hafa fyrir nauðþurftum: fæði, klæðum og einhverju húsaskjóli. Á þeirri tíð var ekki amast við vinnu barna og því síður unglinga, frekar að lagt væri að þeim að duga sem best. Það gæti komib sér vel síðar á lífsleiðinni að afa lært aö taka tij hendi, og ^érfel þ^ð I^ka, ■ ' /ív,. i ^ -ÓB; hópr^þes sara álda- móítamanna, sem svo eru nefndir, var Jónas Jóhannsson frá Skógum, síðan bóndi á Val- þúfu á Fellsströnd. Kynni okkar hófust reyndar ekki fyrr en hann var að mestu hættur allri búsýslu og sonur hans og tengdadóttir tekin við búi á Val- þúfu. í nokkra áratugi höfðum við þó vitað hvor af öðrum, því lífsförunautur hans, hún Guð- björg, var mér að góðu kunn frá því hún dvaldi í Kollafirði á Ströndum alveg fram á fullorð- insár, eða til ársins 1951 þegar fjölskylda hennar tekur sig upp frá búi í Þrúöardal þar sem voru leiguliöar. Eg tel mig vita að Jónas hefði verið sáttur viö þau orö mín að þegar Guðbjörg kemur til hans, þá fer hamingjusól hans að skína fyrir alvöru. Eg tel að þau t MINNING hafi átt vel saman, bæði oröin nokkuð fullorðin og þroskabar manneskjur þegar þau taka sam- an, Jónas kominn rétt yfir fimmtugt. Mér er næst að halda aö árekstrar- og misklíðarefni hafi verið fá eða nær engin á lið- lega fjörutíu ára sambúðartíma þeirra. Á heimili þeirra voru í heiðri höfö gömul sannindi, sem þó verða ætíð ný, að líta á öll störf, sem vinna þurfti og vinna varð, jafn merkileg og nauðsynleg, rækja hvert þeirra af alúð hug- ans og kostgæfni og alltaf með jákvæðu hugarfari, jafnvel hin smáu sem mörgum hættir til að . líta á sem ómerkileg, en eru það ekki. Fara vel með alla hluti og sýna aöhald og fyrirhyggju í meöferð fjármuna, nokkuð sem virðist ætla ab vera eiginleiki þeirrar kynslóðar, sem komin er á efri ár, en gætir síður hjá þeim sem yngri eru, en veröur þó æt- íö gullvæg regla og sannindin mestu. Jónas var mjög félagslyndur maður og tók mikinn þátt í starfi margra félaga í sinni sveit. Hann var einn af stofnendum U.M.F. „Dögun" og var sá fé- lagsskapui honum einkar keef^ i^ú hugsjón pg stefna, sem sul ^reyfing helst ha’ffii á oddinum; f' átti samhljóm í skapgerð hans og sál. Hann hafði forgöngu um stofnun bæði sauðfjárræktar- og nautgriparæktarfélags í sveit- inni, var lengi í stjórn búnaðar- félags sveitarinnar og sat í hreppsnefnd um árabil. Þá nutu lengi málefni bókasafns sveitar- innar á Staðarfelli orku huga hans og handa. Margt er starfið hjá einyrkjan- um og næðisstundir færri en oft er á kosið. Á Valþúfu var þó aldrei vanrækt að sinna gestum sem ab garði bar, jafnvel um há- bjargræðistímann. Jónas og Guðbjörg áttu marga kunningja og vini, sem sóttu þau heim til að njóta gestrisni þeirra og hlýju. Jónas naut þess aö blanda geði við fólk, hann hafði þá gjarnan uppi gamanmál og skemmti gestum sínum meb frásögnum og fór með vísur. Sjálfur sinnti hann nokkuð ljóðagerð og batt þá gjarnan bagga sína ekki sömu hnútum og samferbamennirnir, heldur fór sínar eigin leiðir. Margar vísna hans segja hlutina um- búöalaust og eru kjarnyrtar, þó oft sé farið nokkuö frjálslega með formið. Jónas var alla tíð mikill rækt- unarmaður í sér. Eins og svo margir af hans kynslóð, unni hann landi ng gróðri. Eftir tveggja vetra dvöl í bændaskól- anum á Hvanneyri vann hann mikið við plægingar og aðra túnræktun bæði í Dalasýslu og á bæjum á Snæfellsnesi. Ekki munu þau hafa búið neinu stór- búi á nútímamælikvaröa, en áf- rakstur þess gaf þeim það sem dugði vel til framfærslu fjöl- skyldunni. Það nægði þeim, meira kröfðust þau ekki. Nokk- uð fullorðin drógu þau sig í hlé frá allri búumsýslu og fluttu í framhaldi af því til Búðardals og eru meb þeim fyrstu sem eign- ast þar íbúð í sambýli fyrir aldr- aða, sem þar var þá verið að byggja. Líkami Jónasar og þrek er þá fariö að gefa sig eftir lang- ferö lífsins. Þau voru því sátt við umskiptin og höfðu síöur en svo á móti því ab fá nú að njóta náðugri daga en þau höfðu áður upplifað á æviferð sinni. Það var ánægjulegt að koma til þeirra og notalegt að njóta þeirra hlýja viðmóts, sem var þeim svo eðlilegt og þau voru svo rík af. Nú höfbu þau í fyrsta sinn nægan tíma og sem meira var voru sátt við líf sitt og um- hverfi allt. Vib Jónas áttum a.m.k. eitt sameiginlegt áhuga- mál, sem leiddi af sér nokkur Michael Foot Michael Foot, eftir Mervyn Jones. Victor CoUancz, 570 bls^£20. f 'rifdómi í Financial es \9.- 20. mars 1994 sagði: „Samningu ævisögu Michaels Foot tók Mervyn Jones að sér, gamall vinur hans og sálufélagi, blaðamaður og höfund- ur margra skáldsagna. Sú útgáfa ævisögunnar, sem nú er birt, nem- ur 570 bls., en óstytt hefur hún nú verið lögð í vörslu í Museum of La- bour History í Manchester." „Foot hefur ávallt verið mjög geðþekkur maður, en fram eftir pólitískri ævi hans náðu áhrif hans skammt. Tvennt kann hann að hafa unnið sér til frægðar í bresk- um stjórnmálum. Hið fyrra er, að hann var einn upphafsmanna „Campaign for Nuclear Disarma- ment" (Baráttunnar fyrir kjarn- orkuafvopnun), síðla á sjötta ára- tugnum. Hvað sem hallmælendur hennar segja, vakti hún menn til umhugsunar um þau vandamál, sem kjarnorkuvopn vekja upp. iiún stuðlaöi líka að gerö sarpn- ftjgsins um banu víð tilr^unurn með kjarnorkuvopn, secrt var fýríta skrefið til aö setja þau undir alþjóö- Iegt eftirlit. — Um síðara tilkall hans til frægðar hefur kviödómur- inn enn ekki skilað áliti, en til bráðabirgða verður á þaö fallist. Án hiks segir Mervyn Jones: „Staða Mi- chaels Foot í sögunni er að sönnu sú, að hann var maðurinn, sem bjargaði Verkamannaflokknum." „Michael Foot, sem af frjálslyndu fólki er kominn, aöhylltist í tyrstu Frjálslynda flokkinn. ... Að loknu námi við Háskólann í Oxford réðst hann til skipafélags í Liverpool, sem hægrisinnaður bróðir Staffords Cripps veitti forstöðu, og í Mersey- side snerist hann til sósíalisma. ... Foot varð skjólstæðingur Beaver- brooks lávarðar og ritaöi í blöð hans. Hetja hans varð Aneurin Be- van, en ævisögu hans reit Foot síð- ar. ... Foot var kjörinn á þing fyrir Plymouth Devonport 1945 og hélt Eftir heimkomuna hóf María annan þátt ævistarfs síns, sem var söngkennsla. Á þeim vett- vangi hefur hún einnig markað djúp spor í þjálfun góðra söngv- ara. í nemendahópnum eignað- ist hún líka fjölda góðra og tryggra vina. Þegar kom að lokum skrán- ingar endurminninga hennar. lét hún svo um mælt: „Ég hef um flest veriö gæfumanneskja. Ég fékk að njóta hæfileika minna, ég eignaðist góðan eig- inmann og son og hef ánægju- legt starf." Ég læt fylgja þessum ófull- komnu minningaroröum það mat, sem ég skráði á síðustu blaðsíðu bókarinnar: „í fari hennar er þrennt eink- um áberandi: reisn hinnar heimsvönu konu, hispursle; si og hlýja." Bjart er það Ijós, sem leikur um minningu listamannsins og höfðingskonunnar Maríu Mark- an Östlund. Syni hennar og öðrum vanda- mönnum sendi ég samúðar- kveöjur. SigríðurThoi lacius samskipti okkar á milli, þótt samfundir okkar yrðu færri en mér finnst nú að æskilegt hefði verið, en það var áhugi okkar fyrir pappír og þá sér í lagi þeim sem eitthvað var á prentað. Við skiptumst á vísum og stuttum frásögnum úr nokkuð ólíku reynsluumhverfi og oft frá ólík- um tíma. Það var mér mikils virði að eignast slíkan kunn- ingja og mér fannst einkar nota- legt í návist hans og þeirra hjóna, þess er gott aö minnast. Jónas mat konu sína mikils, hún var sólargeislinn besti sem Iífið gaf honum. Fyrir þann sól- argeisla var hann ætíð þakklát- ur, það bæbi sagbi hann og sýndi vel. Þau eignuðust tvc syni: Andra, sem er lyfjafræö- ingur aö mennt og starfar í Reykjavík, og Rúnar sem er bóndi á Valþúfu. Á fyrri hluta síbasta árs fer slappleiki Jónasar að ágerast og dvelur hann á sjúkrahúsi um skeið. í framhaldi af því flytja þau sig um set og setjast ab í Barmahlíð á Reykhólum. Þar lést hann 25. febr. s.l. Hann hafði búið í Dalasýslu alla sína ævi, utan þetta síöasta ár. Blessuö sé minning hans. Guðfinnur S. Finnbogason Fréttir af bókum því þi/igsætj í 10 ár. Eftirmaður Be- vanSis'em þijigmabur Ebbw Vá'le varð hann "1960. Þótt Foot yfbi vel ljóst sem samherji Bevans, hve hætt er viö flokkadráttum í Verka- mannaflokknum, tók hann sér í áratug stöðu yst á vinstrf væng hans. En þegar Verkamannaflokk- urinn undir forystu Haroids Wilson tapaði kosningunum 1970, færði hann sig um set í átt að miðju." „Foot gaf kost á sér til setu í „skuggaráðuneyti" Verkamanna- flokksins 1970, var til þess kjörinn og sat í því í 13 ár. Og hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstööu átti hann stóran hlut að því að halda flokknum á réttum kili.... Hann var kjörinn leiðtogi Verkamanna- flokksins 1980, eftir að hann hafbi verið á það talinn, að hann væri best til þess fallinn að halda flokkn- um saman. Undir forystu Foots tap- aði Verkamannaflokkurinn ótví- rætt kosningunum 1983, en var borgið." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.