Tíminn - 09.06.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.06.1995, Blaðsíða 14
14 WtW'Wflf. Föstudagur 9. júní 1995 Rós er rós, kallast þetta verk eftir Annex Burgos. Sumar í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg Þab eina sem Ana Rosa Rivera Marrero hefur til málanna ab leggja í sýningarskrá, umfram þab ab sýna þetta verk sem er án titils, er tilvitnun í bók bókanna: „ Ezra 5:3.4". ir, Magnús Sigurðarson, Ana Rosa Rivera Marrero, Arnaldo Morales, Carmen Olmo og Stefán Jónsson. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga og stendur til 25. júní. ■ Veöurspá- maðurinn í tilefni af sýningunni Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar, sem var opnuö í Ásmundarsafni laugardaginn 27. maí síðastliö- inn, voru geröar afsteypur af verkinu Veðurspámaöur eftir Ásmund Sveinsson og munu þær veröa til sölu í takmörkuðu upplagi í safnaverslununum á Kjarvalsstöðum og í Ásmundar- safni. Ásmundur Sveinsson skóp Veöurspámanninn í Reykjavík árið 1934, myndin var síöan stækkuö og steypt í steinsteypu sumarið 1939. Hún sýnir mann sem gáir til veðurs. ■ „New York — Nýló, 10 eyja- skeggjar frá Ameríku" er titill sumarsýningar Nýlistasafnsins, sem opnuð var um helgina. Þetta er samsýning tíu mynd- listarmanna, sem fæddir eru á árabilinu 1964-69. Eins og titillinn ber með sér, eiga listamennirnir það sameigin- legt að vera frá eylöndum: fimm frá íslandi, fjórir frá Puerto R.ico og einn frá Filippseyjum. Annex Burgos er reyndar fædd í New York, en hefur mikil tengsl við Puerto Rico. í sýningarskrá segir hún m.a.: „Það er í eðli mannsins að skapa vandamál. Ég reyni að bregðast við þeirri yfirborðslegu reynslu sem þetta eðli orsakar, með því að sjá og skilja samheng- ið í öllum þejm ólíku aðstæðum sem upp koma, bæði hjá einstak- lingnum og samfélaginu í heild." Ingibjörg Jóhannsdóttir sýnir „innsetningu" sem hún kallar Stóra Björn og kringlóttan stiga, en með verkinu fylgir þessi skýr- ing: „Minningar eru kæfandi og leiða til einskis þegar þær stjórna hugsunum manns. Hins vegar geta þær verið kveikja að ein- hverju nýju og óvæntu þegar þær koma að óvörum þar sem verið er að upplifa nýjar kringumstæður. Minning og nýjungar verða eitt. tækniskóli íslands Stóri Björn og kringlóttur stigi, eftir Ingibjörgu jóhannesdóttur. Þannig geta minningar bætt viö og sýnt núið í nýju ljósi — og ein- staka sinnum endað í myndlist. Verkið sem ég sýni hér er minn- ing sem kom til mín í útlöndum um snjó, stjörnur, myrkur, vetur og vasaljós." Og Arnaldo Morales segir að- eins þetta: „Ég vil að fólk verði börn, uppfinningamenn og heimspekingar." Listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, heita Annex Burgos, Hrafnhildur Arnardóttir, Ingi- björg Jóhannsdóttir, Charles Ju- hasz-Alvarado, Kristín Hauksdótt- Nýútskrifabir nemendur Tœkniskólans vorib 1995. Útskriftarathöfn Tækniskólans Laugardaginn 27. maí sl. voru brautskrábir frá Tækniskóla ís- lands 48 nemendur. Úr bygginga- deild útskrifubust 9 bygginga- tæknifræbingar meb B.S.-próf og 5 byggingaibnfræbingar. Rekstr- ardeild útskrifabi 9 ibnabar- tæknifræbinga meb B.S.-próf og 7 ibnrekstrarfræbinga. Fimmtán nemendur luku raungreinadeild- arprófi, sem er fjögurra anna nám og veitir rétt til náms á háskóla- stigi. Einn lauk prófi í rafiðnfræði og tveir nemendur luku fyrsta ári af þremur í rafmagnstæknifræði, sem þeir síðar ljúka í Danmörku. í ræöu sinni tæpti rektor á þeim breytingum sem fyrirhugaöar eru á námsframboði við skólann. Næst- komandi haust verður í fyrsta sinn boðiö upp á nám í vél- og orku- tæknifræði til B.S.-prófs. Einnig er það nýmæli að í B.S.-námi í bygg- ingatæknifræði geta nemendur nú í fyrsta sinn valið umhverfissvið, þar sem áhersla er m.a. lögð á neyslu- vatn, fráveituvatn, umhverfisfræði og umhverfismat. Danski sendiherrann, Hr. Klaus Otto Kappel, flutti ávarp og óskaði brautskráðum nemendum allra heilla. Páll Jónsson, formaður Tæknifræöingafélags íslands, af- henti skólanum peningagjöf og veitti viðurkenningar fyrir tvö loka- verkefni. Annars vegar hlaut Leó Sigurðsson byggingatæknifræbing- ur viburkenningu fyrir verkefni sitt um framkvæmd jarðganga undir Hvalfjörð og hins vegar hlutu þeir Egill Egilsson, Hörður Einarsson og Sigurður Magnússon, nýútskrifabir iðnabartæknifræðingar, viðurkenn- ingu fyrir lokaverkefni sitt um vél- væðingu ígulkeravinnslu. Nemend- ur í Tækniskóla íslands síðastliðinn vetur voru 470 talsins. ■ Listi yfir lokaverkefni nemenda í tæknifræbi Ibnabartæknifræbi: Endurvinnsla og fórgun rafgeyma. Höfundar: Ágúst Ágústsson, Hall- dór V. Magnússon, Hjörleifur Gunnarsson og ívar Atlason. Vöruþróun á tilbúnum sósum fyrir neytendamarkaö og veitingahús. Höfundar: Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigurður T. Kjartansson og Þröstur Sigurbsson. Vélvœöing ígulkeravinnslu. Höfund- ar: Egill Egilsson, Hörbur Einars- son og Sigurbur Magnússon. Byggingatæknifræði: jámbraut milli Reykjavíkur og Kefla- víkur. Höfundur: Gubni Þór Gunn- arsson. Hönnun göngubrúar viö Munaðar- nes. Höfundur: Jóhann K. Hjálm- arsson. Hönnun leikskðla á Setbergi í Hafh- arfirði. Höfundur: Trausti Haf- steinsson. Framkvœmd jarðganga undir Hval- fjörð. Höfundur: Leó Sigurbsson. Rykbinding og viðhald malarvega. Höfundur: Magnús Hjartarson. Yfirborðsmerkingar á vegum. Höf- undur: Torfl Gunnarsson. Hönnun kúluhúss. Höfundur: Þór Sigurþórsson. Holrœsa- og vatnslagnakerfi fyrir Eg- ilsstaðakaupstað. Höfundur: Magn- ús Guðjónsson. Kostnaöargreining og verðmœtamat einbýlishúss. Höfundur: Aron Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.